Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 11 • Mynd í stafrænu sjónvarpi er tær og hljóðið gott • Gífurlegt fé þarf til uppbyggingar dreifikerfis • Rásir ekki takmörkuð auðlind í stafrænu kerfi sendingum - þá með innbyggðum móttakara/myndlykli en enginn sem rætt var við treysti sér til að segja hversu skjótt framleiðendur sjónvarpstækja brygðust við. „Það fer eftir því hvort þeir trúa á sölu,“ segir Eyjólfur. Vert er að nefna að þegar farið verður að taka myndefni upp stafrænt er hægt að nota sömu upptöku á hvaða vettvangi sem er; vegna sýningar í kvikmyndahúsi, á myndband eða í sjónvarpi, en hingað til hafa framleiðendur þurft að ákveða það áður en gerð verks hefst, hvar eigi að taka það til sýninga. Hagræði verður því mikið fyrir þá. Hægt hefur verið að færa það síðar yfir á annað form til sýninga á öðrum vett- vangi, en gæði tapast við það. Með stafrænu tækninni verður það vandamál úr sögunni; gæðin verða ætíð þau sömu. Þegar fólk horfir á bíómynd heima hjá sér eru gæðin jafn mikil og þegar klipparinn skoðaði hana á vinnustofu sinni, þar sem myndin var unnin. Hefjast útsendingar árið 2000? Hannes Jóhannsson segir Stöð 2 fylgjast grannt með þróun mála varðandi stafrænar sendingar. „Það gerist ekkert hjá okkur í þessu máli fyrr en við förum út í nýja myndlykla. Það þýðir ekki að senda út stafrænt efni meðan fólk er ekki með myndlykil sem getur tekið á móti.“ Hann segist telja raunhæft að Stöð 2 gæti hafið stafrænar útsendingar einhvern tíma á næstu fimm árum; „Við þurfum að vera mjög vel vakandi og fylgjast vel með þróuninni og hvaða möguleika þessi nýja tækni býður upp á. Við þurfum að vera í stakk þúnir að svara kröfum markaðarins hvað þetta varðar. Þetta getur boðið upp á fullt af möguleikum sem við nýtum ekki í dag.“ Til að Stöð 2 geti sent út stafrænt þarf að endurnýja dreifi- kerfi stöðvarinnar, eins og hjá RÚV. Friðrik Friðriksson hjá Breið- bandinu er jafnvel enn bjartsýnni en Hannes og telur ekki ólíklegt að breytingin geti orðið fyrr. „Eg held að mikið megi gerast ef stafrænt sjónvarp verður ekki komið í gang hér á landi árið 2000.“ Hann segir Breiðbandinu í raun ekkert að vanbúnaði að hefja slíkar útsendingar: „Við rennum stafrænu merki þar í gegn eins og hliðrænu þegar við viljum og þyrftum ekki að breyta nema ein- hverju smávægilegu til að hefja slíkar útsendingar; þær breyting- ar væru ekki gífurleg fjárfesting." Það sem skiptir hins vegar máli er framboð á stafrænu efni. Það er ekki mikið í dag, sem fyrr segir, og allir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að ekkert vit væri í að hefja stafrænar útsend- ingar fyrr en framboð á slíku efni væri orðið meira. Hannes segir ávinninginn af breytingunni fyrst og fremst þann, fyrir sjónvarpsstöðvarnar, að þær geti þjappað efninu miklu betur saman og því nýtt öldur ljósvakans mun betur. „Nú eru menn að nota tæki til að senda eitt hliðrænt merki í gervihnatta- bransanum en geta notað það til að senda sex merki þegar stafræna efnið kemur til sögunn- ar. Fjárfesting sem skilaði mönn- um einni rás niður getur því skilað sex. Jafnvel átta merkjum niður; alltaf eftir því hve menn vilja þjappa mikið.“ Hann á ekki von á að stafræna tæknin taki við af þeirri hliðrænu í einum hvelli. „Hvort tveggja verð- ur örugglega í gangi í einhvern tíma, en meiri gæði og meira framboð verða væntanlega til þess að eftirspurn eftir nýju tækninni verður það mikil að á endanum verður alfarið farið yfír í hana.“ Hann segir bresku sjónvarps- stöðina Sky hafa lagt gífurlegt fjármagn í stafræna verkefnið. „Sumir telja að þetta gæti reynst stöðinni ofviða - jafnvel orðið banabiti hennar, en spennandi verður að sjá hvað gerist. En í öll- um tilfellum, sem þessi nýja tækni hefur verið tekin í notkun, er hún viðbót við þá gömlu. Hún hefur hvergi tekið alfarið við.“ Meðal þeirra stöðva sem senda út stafrænt eru CNN og Sky Digi- tal en Sky News er hins vegar send út hliðrænt. Einn viðmæ- lenda blaðsins sagði að í góðu, venjulegu sjónvarpi mætti sjá mun á útsendingum CNN og Sky News; hversu útsending þeirrar fyrrnefndu væri betri. „I okkar augum helst þetta mjög mikið í hendur; það er að segja framboð á efni og þessi tækni,“ segir Friðrik. Hann telur engum tilgangi þjóna að fjárfesta í nýjum myndlyklum og senda síð- an út sama efni og hingað til en reiknar með að endabúnaðurinn, myndlykillinn, verði jafnvel kom- inn á viðráðanlegt verð aldamótaárið og þá hafi einnig framboð á stafrænu efni aukist það mikið að tímabært verði að taka nýju tæknina í notkun að ein- hverju leyti. Rétt er að taka fram að þeir nýju myndlyklar, sem um ræðir, eru ekki fjölrása, heldur samskon- ar og þeir sem nú eru á markaði nema hvað þeir taka á móti stafrænum sendingum. Fjölrása móttakarar - eins og Stöð 3 hugðist nota á sínum tíma - munu hvergi í notkun. Fleiri rásir Viðmælendur blaðsins eru sam- mála um að mikil óvissa sé um það hvernig markaðurinn muni taki hinni nýju tækni. „Bretar tala um að segullinn til að fá fólk til að nýta sér þessa nýju tækni verði aðallega sá að það fær úr miklu meira að velja. Fleiri rásir verða boðnar í loftinu en áður,“ segir Eyjólfur. Hann nefnir reyndar einnig að sjónvarpstæki í breið- tjaldsformi nýtist vel þegar stafræna tæknin er annars vegar, þannig að þeir sem eigi slík tæki njóti góðs af. „En eins og er veit enginn hvemig þetta þróast. Hvernig markaðurinn tekur þessu eða framleiðendur sjónvarpstækja. Stafrænt útvarp hefur til dæmis verið í loftinu erlendis í nokkur ár, en vai’la em nokkur útvarpstæki til að taka á móti slíkum sendingum komin á markað," segir Eyjólfur. Og hann lýsir þeirri skoðun sinni að það muni ekki skipta máli um það hver útbreiðsla stafræns sjón- varps verður, hvort fólk geti pantað sér pítsu eða farið í banka í gegnum myndlykilinn. „Eg held að menn geri það miklu frekar í gegn- um Netið. Það sem fyrst og fremst skiptir máli er hvort það efni sem boðið er höfði til fólks, að valmögu- leikarnir aukist, að fólk geti nýtt sér breiðtjaldstækin og svo það að gæðin em mun meiri að jafnaði, bæði í mynd og hljóði.“ Þeir Hannes em sammála um að íslendingar verði að bíða og sjá hvemig málið þróast erlendis, en fylgjast vel með. „Við Islendingar getum ekki haft forystu um þessa þróun, það verða stórþjóðirnar að gera. En ef tæknin nær sér á strik í nágrannalöndunum, þá fylgjum við í kjölfarið. Hvenær það verður verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Eyjólfur. „Við emm þannig að stór hluti þjóðarinnar býr á tiltölulega litlu svæði, þannig að hægt væri að ná til þess hóps innan ekki allt of langs tíma en að dreifa því út um allt land gæti orðið langtíma verk- efni - ef byggt verður upp jarðbundið dreifikerfi eins og við emm með núna.“ Hvað vill markaðurinn? Aður var minnst á þá möguleika sem hægt er bjóða fólki upp á í beinum útsendingum, t.d. frá íþróttaviðbimðum og tónleikum. Canal Plus í Frakklandi hefur boðið fólki upp á það, í útsending- um frá Formúlu 1 kappakstrinum, að kaupa aðgang að myndavél sem staðsett er í bíl einhvers öku- mannsins. „Það er alltaf að færast í aukana að fólk kaupir hina og þessa „pakka“ - algengt er að það kaupi einhverja „gmnnpakka", eins og til dæmis allar beinar út- sendingar frá Formula 1 kappakstrinum, og síðan er hægt að bæta við myndavél úr bíl í þau skipti sem fólk vilL Það er gert með svokallaðri þáttasölu [pay per view]. Það gæti keypt sjónarhorn Michaels Schumachers, ökumanns, úr myndavél sem fest er í bíl hans, en fari svo að hann hætti keppni fljótlega væri hægt að kaupa mynd úr einhverjum öðmm bíl í staðinn. Það gera menn bara heima hjá sér í gegnum myndlykillinn og greiðsl- an er tekin út af korti sem sett er í myndlykilinn. Frakkar kalla þetta Smart-kort, en hér heima hefur verið talað um Snjallkort. Þetta er kort sem rennt er í myndlykilinn og virkar eins og krítarkort," segir Hannes. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í Frakk- landi er fyrirkomulagið þannig í útsendingum frá knattspyrnuleikj- um í deildarkeppninni þar í landi að Canal Plus sendir út einn leik í hverri umferð á hliðrænni rás, en þeir sem em með ljósleiðara eða móttökudisk geta að auki tekið á móti stafrænni útsendingu stöðvarinnar og með því móti keypt sér aðgang að aukaleik, sem þeir geta skipt yfir á að vild. Og sá sem ekki vill missa af neinu getur keypt aðgang að öllum leikjum dagsins og flakkað á milli allra! Fyrirkomulagið er reyndar þannig, eftir því sem Morgun- blaðinu var tjáð, að útsending frá öllum leikjum, nema þeim eina sem fólk velur sem aðalleik, er taf- in ofurlítið, þannig að þegar skorað er einhvers staðar annars staðar, birtist texti neðst á sjón- varpsskjánum þar sem tilkynnt er að mark sé í uppsiglingu í ein- hverjum tilteknum leik og spurt: viltu sjá markið? Með þessu fyrir- komulagi missir þessi tilekni áhugamaður ekki af neinu sem skiptir máli! Af framansögðu má ráða að það sé ekki ofsagt að möguleikarnir séu óþrjótandi, þegar útsendingar sjónvarps eru annars vegar. „En“, segir Hannes Jóhannsson hjá Is- lenska útvarpsfélaginu í því sam- bandi, „eitt er það hvað hægt er að gera, en annað - og það skiptir auðvitað öllu máli, þegar upp er staðið - hvað markaðurinn vill. Hvort og þá hvað fólk er tilbúið að borga fyrir nýja tækni, meira framboð efnis og meiri þjónustu. Sumir hafa sagt að í framtíðinni vilji fólk vera eins og sinn eigin dagskrárstjóri, stjórna því heima í stofu hvað það horfir á, en þess má geta að í breskri könnun kom í ljós að fólk er ekki alltof spennt fyrir því í dag. Tölvukynslóðin, yngra fólkið, virðist reyndar tilbúin í breytingarnar, en eldra fólk ekki. Félagslegi þátturinn er svo sterk- ur; að setjast niður og horfa á BBC er fastur þáttur í daglegu lífi. Mergurinn málsins er sá að breyt- ingar gerast oft hægt; mun hægar en tæknin leyfir og okkur tækni- menn dreymir um. Það er því alls ekki gefið að fólk hoppi á alla þá möguleika sem gefast þegar þar að kemur,“ segir Hannes Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.