Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HIPPARNIR hugðust breyta samfélaginu með nýjum lífsstíl sem sagður var einkennast af ást og friði. Og hvað var meira mannbætandi en vel útilátin koss gefinn í dagsins önn? Barátta '68-kynslóðar- innar fyrir bættum heimi ✓ A árinu sem nú er að líða hefur þess meðal annars verið minnst að þrjátíu ár eru liðin frá því að stúdentar risu upp og kröfðust umbóta innan bæði skólakerfísins og þjóð- félagsins í heild. Leifur Reynisson rekur ímyndunaraflið þessa vakningu ung- til valda mennanna sem allt síðan hefur verið kölluð ‘68 kynslóðin. I fyrri greininni er horft til hins erlenda bak- grunns þessara atburða, en í hinni síðari hvernig þessi vakning barst hingað til lands. HIPPARNIR héldu því fram að „hið reglubundna og formfasta líf venjulegra borgara" einkenndist af „andleysi og efnishyggju". I svo- nefndum kommúnum hugðust þeir sniðganga neyslusamfélagið með því að leggja sem mesta rækt við eigin sköpunargleði. MAÐURINN er fæddur frjáls en samt er hann alls staðar í hlekkjum. Þannig komst franski spekingurinn Rous- seau að orði fyrir rúmum tveimur öldum. Með vísun sinni í helgibók hins kristna heims, þar sem Guð er sagður hafa veitt manninum frjáls- an vilja, réttlætti hann þá baráttu sem skömmu síðar skók Evrópu - frönsku stjórnarbyltinguna. Jafn- ■ framt orðaði hann á einfaldan hátt kröfuna um frelsi mannsins; að hver ætti rétt á að vera sinnar gæfusmið- ur. A öllum tímum koma fram menn sem krefjast frumburðarréttar síns, svo vísað sé til ritningarinnar. Því er ekki að undra að mannkynssagan sé fyrst og fremst frásagnir af valdatogstreitu. Með valdinu upp- lifa menn takmarkanir frelsisins. Vandamálið er hvenær frelsi eins gengur á frelsi annars. 1789 streymdi almenningur Parísar um götumar með kröfur um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Fjöldinn gerði tilkall til þeirra gæða sem landið hafði upp á að bjóða. Sama var uppi á teningnum 1830 og .. 1848 - það var bylting í Frakklandi. 1968 ríkti aftur byltingarandi í París. Unga fólkið fyllti göturnar með kröfur um aukið frelsi. Þeir at- burðir sem þar áttu sér stað hafa gjarnan verið nefndir „næstum-því- byltingin". Franska stjórnarbyltingin 1789 staldraði ekki einungis við í París Vheldur lagði Evrópu að fótum sér. Hún leið heldur ekki undir lok þeg- ar byltingarárið hvarf á braut held- ur skaut rótum sem ná til okkar tíma. Á sama hátt er „næstum-því- byltingin" ekki bundin við stúdenta- óeirðirnar í París. 1968 er fyrst og fremst táknmynd þeirra breytinga sem voru að eiga sér stað í hinum vestræna heimi á sjöunda áratugn- um. Fyrri byltingar höfðu ekki náð landi hér á Fróni nema ef vera skyldi 1850 þegar námssveinar Lærða skólans kröfðust frelsis til drykkju. Þá voru að vísu liðin tvö ár frá síðustu Parísarbyltingu auk þess sem málstaðurinn hafði tekið breytingum. Landinn tók betur við sér þegar „næstum-því-byltingin“ var annars vegar enda var borgar- samfélag þá loksins gengið í garð á Islandi. Islensk ungmenni voru að vísu nokkuð sein fyrir eins og venja er hérlendis en þegar til kom reyndust helstu einkenni barátt- unnar þau sömu og erlendis. Nú þegar þrjátíu ár eru liðin frá stúdentaóeirðunum í París er ekki úr vegi að gera baráttu ‘68-kynslóð- arinnar skil. Um er að ræða tvo greinarflokka. Annars vegar verður skýrt frá gangi mála erlendis og birtist sá hluti hér á eftir. I seinni greininni verður greint frá atburða- rásinni hérlendis auk þess sem reynt verður að rekja þróunina fram til okkar dags. Bakgrunnur stúdentaóeirðanna erlendis „ímyndunaraflið til valda“ var slagorð sem lýsti vel þeirri stemmningu sem ríkti á götum Parísar í maímánuði 1968. Latínu- hverfið var á valdi stúdenta. Þeir voru í baráttuhug enda var til mik- ils að vinna. Hér var ekkert karni- val á ferðinni heldur römm alvara þó svo andinn væri léttur og bjart- sýni ríkjandi. Slagorðinu var beint gegn sjálfum innviðum þjóðfélags- ins sem stúdentar gerðu alvarlegar athugasemdir við. Þeir vildu meina að þjóðfélagið hefði fjarlægst manninn og væri honum því á margan hátt fjandsamlegt. Hvergi fundu þeir betur til þess en í há- skólunum sem var þeirra daglegi vettvangur. Við svo búið varð ekki lengur unað. Breytinga var þörf. Á sjöunda áratugnum gripu stúdent- ar víðs vegar um heim til þess ráðs að mótmæla ríkjandi samfélags- skipan. Frá París til Prag, Tókýó til London, Peking til San Franciseo, bárust fréttir af uppþot- um. Það var greinilegt að viðhorfs- breyting var að verða meðal unga fólksins. Á sjötta áratugnum virt- ust stúdentar í hinum vestræna heimi hafa hverfandi áhuga á póli- tík. Samkvæmt franskri könnun frá 1957, sem náði til ungs fólks á aldrinum 15-29 ára, töldu 76% að þeirra eigin kynslóð yrði ekki mjög frábrugðin kynslóð foreldra sinna. Þegar sams konar könnun var gerð 1968 var annað uppi á teningnum. Samkvæmt henni töldu 92% að þeirra eigin kynslóð yrði mjög frá- brugðin kynslóð foreldranna. Á þeim ellefu árum sem liðu á milli kannananna höfðu miklar breytingar átt sér stað. Sjöundi ára- tugurinn hefur birst í sögubókum sem tími réttindabaráttu af hvers kyns tagi. í öllu því umróti sem þá átti sér stað tók unga fólkið að fjar- lægjast fyrri kynslóðir. Hin svokall- aða uppreisn unga fólksins var að ganga í garð. Með henni leitaðist æskan við að marka sér eigin stíl. Hún hafði aðrar skoðanir og kom sér upp sinni eigin tísku hvað fatn- að, útlit og framkomu áhrærði. Segja má að hin hraða þróun eft- irstríðsáranna hafi brotist upp á yf- irborðið á þessum tíma. Þar kom til áður óþekkt velmegun, stærri ár- gangar og almennari menntun. Það var á þessum tíma sem æskan varð til sem áberandi hópur innan samfé- lagsins. Auk þess sem árgangarnir urðu stærri lengdist æskan í báða enda. Kynþroskaaldurinn lækkaði, fleiri gengu í skóla og skólagangan lengdist. Margir fóru fyrst út á vinnumarkaðinn tæplega þrítugir. Samt sem áður hafði unga fólkið meiri peninga á milli handanna en áður sem og nægan frítíma til að losa sig við þá. Strax á sjötta ára- tugnum tóku markaðsöflin að biðla til hins ört vaxandi unglingamark- aðar. Þar með tók hin nýja ung- lingatíska að mótast á þann hátt að með tímanum varð hún að leiðandi afli í tískuheiminum. Almennari skólaganga og bættur fjárhagur jók sjálfstæði og samkennd unga fólks- ins. Heil kynslóð hópaðist saman en fjarlægðist um leið fyrri kynslóðir. Fyrir utan skólann streymdi unga fólkið í bíóhúsin, fór á rúntinn og hlustaði á rokktónlist sem var fyrsti eiginlegi tjáningaiTniðill þess. Þrátt fyrir aukin lífsgæði fór unga fólkið að ókyrrast yfir ríkjandi skipan samfélagsins. Kalda stríðið auk allsnægta velferðarsamfélagsins hafði beint athyglinni frá ýmsum innri vandamálum sem nú tóku að skjótast upp á yfirborðið. Blökku- menn í Bandaríkjunum höfðu hafið baráttu sína á seinni hluta sjötta áratugarins. Sú erfiða barátta sem þeir áttu fyrir höndum sýndi vel þverbresti þess lýðræðis sem Bandaríkin töldu sig vera í forsvari fyrir. Efnishyggjan gagnrýnd Á sjöunda áratugnum jókst gagn- rýni á hið kapítalíska iðnaðarsamfé- lag. Því var haldið fram að hin taumlausa efnishyggja og einhæfir framleiðsluhættir hefðu gert líf manna innantómt. Undirrótin væri kapítalisminn sem snerist um auð en ekki fólk. Meginmálið væri því ekki að uppfylla þarfir mannsins heldur að skapa sífellt nýjar þarfir markaðnum til dýrðar. Þannig væri líf manna uppfullt af tilbúnum þörf- um sem styrktu auðvaldið en veiktu manninn. Samkeppni og framleiðni voru önnur töfraorð kapítalismans sem deilt var á. Þar með væri mað- urinn gerður að framleiðslutæki. Sköpunarmáttur hans væri drepinn í dróma þar sem hans helsta hlut- verk væri að afkasta sem mestu. Kapítalisminn leiddi því til þess að maðurinn væri rændur mennsk- unni. Þar með væri hann gerður að kaup- og framleiðsludýii sem leiddi til firrtra lífshátta. Stúdentar tóku í auknum mæli að gera þennan málstað að sínum. Þeir tóku til við að ásaka hina full- orðnu um skort á hugsjónum, þröngsýni, tilfinningalega bælingu og taumlausa efnishyggju. Líf þeirra þótti sérlega óspennandi og firrt allri lífsnautn. Helsti spámað- ur stúdenta varð Herbert Marcuse sem varð einskonar persónugerv- ingur þeirrar gagnrýni sem hið vestræna samfélag fékk í sinn hlut á þessum tíma. Hann deildi fyrst og fremst á þá „blekkingu" að efnaleg afkoma leiddi til farsældar. Hélt hann því fram að með því móti væri haldið aftur af félagslegum og andlegum þroska mannsins. Þessi „blekkingaleikur" yrði aftur til þess að lýðræðið væri í raun sýnd veiði en ekki gefin. Þar að auki væri samfélagið byggt á umburðar- lyndri kúgun (repressive tolerance) sem gerði það að verkum að fólk gerði sér ekki grein fyrir því að það hafði verið svipt réttindum sín- um. Þar af leiðandi bæri ánægja með skipan mála vott um falska vitund. Hugmyndir manna um meinta kúgun tóku nú æ oftar að skjóta upp kollinum. Öll ögun tók á sig mynd kúgunar í hugum gagn- rýnenda. Það var sama hvar borið var niður. Tilfinninga- og kynferðis- leg þörf mannsins vai' heft á sama hátt og hin stjómmála- og efnalega athafnaþrá hans. Gerð var krafa til nýrrar tegundar einstaklingshyggju þar sem hver og einn einstaklingur fengi að njóta sín í samfélagi við aðra. Manninum væri nauðsyn á að nýta hæfileika sína til sköpunar. Mælikvarðinn skyldi vera geta og þarfir hvers og eins en ekki sam- keppni manna á milli. Samkeppni varð að blótsyrði þar sem hún var talin brjóta upp einingu samfélags- ins. Menn áttu að sýna samstöðu, traust og gagnkvæma virðingu. Tungutak þessarar baráttu var fyrst og fremst sótt í marxismann. AIls kyns slagorð einkenndu mál- flutning stúdenta en minna fór fyrir heimspekilegum lausnum. Hetjurn- ar voru byltingarmenn eins og Mao og Che Guevara sem prýddu gjarn- an hýbýli og kröfugöngur stúdenta. Þannig einkenndist baráttan mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.