Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ STUÐNINGUR BANDARÍKJAMANNA VIÐ HER- FORINGJASTJORNIR I ROMONSKU-AMERIKU Mistök“ fortíðar opinberuð? Mál Augusto Pinochet hefur orðið til þess að vekja á ný athygli á þeim stuðn- ingi, sem Bandaríkjamenn veittu herfor- ingiastjórnum í Rómönsku-Ameríku í kalda stríðinu. Ásgeir Sverrisson segir frá nýjum upplýsingum um afskipti Bandaríkjamanna af þróun mála í Chile á áttunda áratugnum og umræðum um hvort létta beri leynd af bandarískum skjölum varðandi þau mannréttindabrot, sem þar voru framin. MÁL Augusto Pin- ochet, fyrrum for- seta einræðisstjóm- arinnar í Chile, hef- ur sett stjómvöld í Bandaríkjunum í nokkurn vanda. Deilt er um hvemig bregðast beri við máli einræðisherrans og ræður þar mestu mismunandi hagsmuna- mat ólíkra stofnana. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Band- arikjanna, lét hins vegar sögulega yfirlýsingu falla fyrr í mánuðinum er hún sagði að stuðningur Band- aríkjamanna við herforingjastjómir í Rómönsku-Ameríku hefði verið „mistök“ og lét að því liggja að bandarísk stjórnvöld kynnu að fall- ast á að birta leyniskjöl varðandi ógnarstjóm Pinochets í Chile. Lengi hefur verið vitað að stjóm- völd í Bandaríkjunum höfðu afskipti af þróun innanríkismála og studdu leynt og ljóst einræðisstjómir her- foringja í Rómönsku-Ameríku á dögum kalda stríðsins. Eftir að Augusto Pinochet var handtekinn í Bretlandi og framsal- ---------------— skrafa spænska CIA war falið rannsóknardómarans að „bjarga Baltazar Garzón kom Chile“ fram hefur athygli __________ manna hins vegar beinst mjög að þætti Bandaríkjamanna í valdaráni Pinochets í Chile árið 1973 er hann steypti sitjandi og réttkjömum forseta landsins, Salvador Ailende, af stóli. Talið er að um 3.000 vinstrisinnaðir stjóm- arandstæðingar hafi verið myrtir auk þess sem þúsundir til viðbótar sættu pyntingum. Því er nú spurt hver hlutur Bandaríkjamanna var í rás atburða í Chile og hvort ráðamönnum þar vestra hafi verið kunnugt um þau stórfelldu mann- réttindabrot, sem framin vom í valdatíð herforingjastjórnar Pin- ochets. Hér ræðir einkum um fyrstu árin en Pinoehet var einráður í Chile frá 1973 til 1990 er hann lagði niður völd með skilyrðum, sem hann setti sjálfur og tryggðu honum friðhelgi. „Hræðileg mistök“ Madeleine Albirght er í hópi þeirra ráðamanna í Bandaríkjunum Reuters SALVADOR Allende, forseti Chile (t.h), ásamt Augusto Pinochet. Myndin var tekin í forsetatíð Allende. Reuters „PINOCHET er sekur“ segir á borðanum með myndum af Allende forseta og þeim sem „hurfú“ í tíð Pinochets. Myndin er frá göngu námsmanna í Santiago í Chile í októbermánuði. sem viil að gert verði upp við þessa sögu. I ræðu sem hún flutti 3. þessa mánaðar í Emory-háskóla í Atlanta- borg í Bandaríkjunum sagði hún að stjórn Bills Clintons forseta hefði nú ákveðið að skoðuð yrðu gaum- gæfilega leyniskjöl varðandi ein- ræðisstjórn Pinochets með tilliti til þess að leynd yrði hugsanlega létt af þeim. „Mörg okkar gera sér ljóst að mörg og alvarleg mistök voru gerð á þessu tímabili," sagði frú Al- bright er hún ræddi um samskipti Bandaríkjamanna og einræðisherra í Rómönsku-Ameríku á dögum kalda stríðsins. „Við erum nú að rannsaka skjöl sem tengjast Pin- ochet-tímabilinu í því augnamiði að birta þau,“ sagði hún. Utanríkis- ráðherrann bætti við að þetta væri liður í því ætlunarverki Bandaríkja- manna „að takast á við þau hræði- legu mistök“, sem þeir hefðu gerst sekir um á þessu tímabili. Utanríkisráðherrann hefur lög að mæla ef marka má skjöl, sem nýverið hafa verið birt eftir að - ákveðið hafði verið að aflétta að hluta leyndinni sem hvíldi yfir þeim. Þessi skjöl, sem birt voru _ í september, varða eink- um afskipti stjómar Ric- Nixons, þáverandi forseta hards Bandaríkjanna, af innanríkismálum Chile. Þessi skjöl verða ekld skilin á annan veg en þann að Nixon og ut- anríkisráðherra hans, Henry Kiss- inger, hafi fyrirskipað leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, að vinna að því að Allende yrði steypt af stóli. Þeir Kissinger og Nixon virðast síð- an hafa afráðið að hundsa með öllu ábendingar, sem þeim bárust um að nýju valdhafamir væm teknir að beita fjöldaaftökum og pyntingum til að uppræta andstæðinga sína. „Bjargið Chile“ Raunar hófust afskipti Band- aríkjamanna af stjómmálaþróun- inni í Chile mun fyrr ef marka má skjöl, sem birt hafa verið í blöðum í Suður-Ameríku. Kemur það raunar ekki á óvart því löngu var ljóst fyrir kosningamar í Chile 4. september 1970 að vinstrimenn myndu komast til valda í landinu. Fyrr í þessum mánuði birti argentínska dagblaðið Clarín skjöl, sem leiða glögglega í ljós afstöðu bandarískra ráðamanna til yfirvof- andi sigurs sósíalista og kommúnista í Chile en þeir buðu saman fram í nafni „Þjóðfylkingar- innar“ („Unidad Popular" á spænsku). Þar kemur fram að Ric- hard Nixon hafði miklar áhyggjur af þróun mála í landinu og að hann fól Richard Helms, þáverandi yfir- manni CIA, að „bjarga Chile“. Kiss- inger var sama sinnis því á fundi einum í september 1970 sagði hann: „Ég fæ ekki séð að við eigum að leyfa að tiltekið ríki verði marxíst einfaldlega sökum þess að þjóðin, sem þar býr, er ábyrgðarlaus." í minnisblaði frá CIA, sem ritað var daginn eftir sigur Unidad Popular og Salvador Allende 4. september 1970 segir m.a: „Nixon forseti hefur komist að þeirri niður- stöðu að stjóm Allende í Chile sé óviðunandi fyrir Bandaríkin. For- setinn bað stofnunina (þ.e. CIA, innskot Morgunblaðsins) að koma í veg fyrir að hann komist til valda eða að steypa honum af stóli. For- setinn hefur heimilað að tíu milljón- um dollara verði varið í þessum til- gangi_.“ Valdaránið ákveðið Þessi áætlun mistókst og Allende var kjörinn forseti 24. október 1970. Afréð Nixon þá að fullri hörku skyldi beitt, líkt og fram kemur í skjölunum. Viku áður hafði stefnan verið mótuð eins og lesa má í leyni- legu skeyti sem Thomas Kara- messines, aðstoðarforstjóri CIA, sendi starfsmönnum leyniþjónust- unnar í Santiago, höfuðborg Chile, 16. október 1970: „Sú stefna hefur verið mótuð og henni verður fylgt að steypa beri Allende af stóli í valdaráni_Okkur ber að beita eins miklum þrýstingi og mögulegt er í þessu skyni og beita öllum mögu- legum aðferðum. Það er algjörlega nauðsynlegt að aðgerðir þessar verði leynilegar og að tryggt verði að böndin berist hvorki að ríkis- stjóminni né Bandaríkjunum." Valdaránið fór síðan fram 11. september 1973 er Pinochet, sem þá hafði verið skipaður yfirmaður hersins og heitið hafði opinberlega að sýna Allende hollustu, fór fyrir uppreisnarsveitunum. Allende fannst látinn á skrifstofu sinni og er enn deilt um hvort hann var myrtur eða framdi sjálfsmorð. í nýrri bók sem kom út á Spáni fyrir skemmstu og nefnist „Síðasti dagur Allende" (rEl último día de Allende") eftir Oscar Soto er fullyrt að Allende hafi kosið að fremja sjálfsmorð í stað þess að vera hrakinn í útlegð. Sagt er að byssan, sem Allende notaði til að stytta sér aldur, hafi verið gjöf frá Fidel Castro Kúbuleiðtoga. En afskiptum Bandaríkjamanna var ekki lokið. Fram kemur í skjöl- um þeim, sem nú hafa verið birt að þeim Kissinger og Nixon hafi verið greint frá þeirri kúgun og ógnar- stjóm, sem fylgdi í kjölfarið. Þannig segir í minnisblaði, sem utanríkis- ráðuneytið sendi Kissinger 16. nóvember 1973 að 320 manns, „þrisvar sinnum fleiri" en herfor- ingjastjórnin hafi viðurkennt, hafi verið teknir af lífi án dóms og laga frá 11. til 30. september. I þessu minnisblaði er frekar reynt að réttlæta ofbeld- ið en hitt og segir m.a. að svo virðist sem margar aftökurnar haíi verið „fremur glæpsamlegar". „Condor-áætlunin“ Pinochet kom á fót öryggislög- reglunni illræmdu, DINA, sem falið var að leita uppi og uppræta and- stæðinga herforingjastjómarinnar. Það var síðan að fmmkvæði yfir- manns DINA, Manuel Contreras, sem „Condor-áætluninni" var hrint af stokkunum en hún kvað á um samstarf herforingjastjóma í Rómönsku-Ameríku í því skyni að sigrast á andstæðingum sínum með kúgunum, mannránum, pyntingum og morðum. Fullyrt hefur verið að efnt hafi verið til þessa samstarfs, sem kostaði þúsundir manna lífið, með vitund og vilja Bandaríkja- stjómar en það hefur ekki verið sannað svo óyggjandi sé. Hins veg- ar liggur fyrir að Contreras átti fund með Vernon Walters, þáver- andi aðstoðarforstjóra CIA í ágúst Albright vill birta leyniskjöl 1975. Þá hefur fyi-mm starfsmaður CIA, Ralph McGehee, fullyrt í sjón- varpsviðtali að CIA hafi sent her- stjóminni í Chile lista með nöfnum þeirra, sem gmnaðir vore um að vera „virkir“ andstæðingar ráða- manna. Þessir menn hafi síðan verið handteknir og „gerðir óvirkir“. Contreras tengist hins vegar Pin- ochet-málinu því spænski rannsókn- ardómarinn, Baltazar Garzón, hyggst sanna að yfirmaður DINA hafi tekið við fyrirskipunum beint og milliliðalaust frá Pinochet í „skítuga stríðinu" gegn vinstrimönnum í Chile. I skeyti sem til er frá hemaðarfulltrúa við send- iráð Bandaríkjanna í Chile og dag- sett er 15. apríl 1975 er fjallað um starfsemi DINA. Segir þar m.a. að Contreras „gefi einungis Pinochet forseta skýrslu“ og taki „aðeins við fyrirskipunum frá honum.“ Deilur í sljórnkerfinu Vera kann að í bandarískum skjalasöfnum sé að finna upplýs- ingar, sem dugað gætu til að fá Augusto Pinochet dæmdan fyrir glæpi gegn mannkyni, fjöldamorð og pyntingar. Þess- ar upplýsingar hefur Baltazar Garzón farið fram á en beiðni hans snýst ein- vörðungu um skjöl, sem varða mannréttinda- brot stjórnar Pin- ochets og „Cond- or-áætlunina“. Ekki er farið fram á að skjöl er varða almennt stefnu Band- aríkjamanna gagnvart Chile eða öðmm ríkjum Rómönsku- Ameríku fáist birt. Endurskoðun sú sem utanríkisráðherrann vísaði til í ræðu sinn í Atlanta er ekki í höndum undirmanna hennar heldur fer hún fram á vegum Öiyggisráðs Bandaríkjaforseta. Ýmsir þeir sem komið hafa nálægt málinu segja að mikillar tregðu gæti þar og hófleg bjartsýni ríkir um að skjöl þessi fáist birt. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að ráðamenn greini á um hvort verða beri við þessari ósk spænska rannsóknardómarans. I utanríkisráðuneytinu séu menn al- mennt þeirrar skoðunar að Band- aríkjamenn eigi að gera upp við fortíðina með því að skýra frá sam- skiptunum við einræðisstjóm Pin- ochets. Þetta beri að gera í nafni réttlætisins og því sé óhjákvæmi- legt að leynd verði aflétt af þeim skjölum er varða mannréttindabrot. Margir þingmenn Demókrataflokks- ins era og þessarar skoðunar. í Öryggisráðinu og innan leyn- iþjónustunnar em menn hins vegar á öndverðri skoðun. Þar á bæ er því haldið fram að það myndi fela í sér hættulegt fordæmi ef skjölin yi-ðu birt. Fram gætu þá komið kröfur um að fyrram ráðamenn t.a.m. á borð við Henry Kissinger yrðu handtekn- ir á þeim forsendum að þeir hafi borið ábyrgð á margvíslegum glæpa- verkum Bar.daríkjamanna á erlendri gmnd. Þá em ráðamenn í Band- aríkjunum á varðbergi gagnvart sér- hverri þeirri þróun, sem orðið getur til þess að draga úr skriðþunga Bandaríkjanna á vettvangi mann- réttindamála. Stjómvöld í Band- aríkjunum standa því frammi fyrir sögulegri ákvörðun. Verði Pinochet- skjölin birt mun sú ákvörðun marka þáttaskil og trúlega leiða til uppgjörs við þann stuðning, sem Bandaríkja- menn veittu stjómum glæpamanna í Rómönsku-Ameríku á dögum kalda stríðsins. Verði skjölin hins vegar ekki birt mun Pinochet-málið verða til þess að auka þrýstinginn á Band- aríkjamenn og jafnvel hafa í fór með sér að þeir glati forustuhlutverki því sem þeir hafa tekið sér á vettvangi alþjóðlegra mannréttindamála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.