Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 31 um aldamót - sagnaarfur norrænna ríkja - þær segja frá trú, von og kærleika. I bókinni eru sögur og myndir eftir Islendinga og tak- markið er að dreifa bókinni á öll heimili á Norðurlöndum. Við feng- um þýðingarstyrk frá Kristnisjóði til þess að gefa út þessa bók, sem er eitt af stærstu verkefnum næsta árs. Að öðru leyti munum við ein- beita okkur að kristilegum bókum og tónlist fyrir almenning jafn- framt því sem við verðum með víðtæka útgáfu fyrir barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar eins og verið hefur. Pess má geta að við gefum einnig út lög og reglur kirkj- unnar, bækur sagnfræðilegs eðlis, m.a. gáfum við út sögu Þorláks helga. Við höfum einnig gefið út mikið af bókum eftir biskupinn, séra Karl Sigurbjörnsson. Alls höf- um við gefið út 150 titla á sjö ár- um.“ Hvernig skyldi salan ganga á hinu kristilega efni Skálholtsútgáf- unnar? „Hún gengur mjög vel hér í búðinni en því miður síður í hinum stærri bókabúðum. Slíkum bókum er oft ekki valinn nógu góður stað- ur í almennum bókabúðum. Einnig seljum við allt fræðsluefni til kirkn- anna. Staðreyndin er sú að fólk hef- ur mikinn áhuga á efni sem er trú- arlegs eðlis. Við gefum ekki út bækur um dulrænt efni en við ætl- um hins vegar að gefa út bók um kristna íhugun (meditation) á næsta ári. Við fáum geysilega mikið sent af handritum. Við höfum sett okkur það markmið að gefa út sem mest af barnabókum sem byggjast á kristnum grunni. Það þarf ekki að ræða um Jesú á hverri síðu til þess að bók byggist á kristnum grunni. Bækur geta verið siðferðilega upp- byggilegar án þess að slíkt komi til. Ævintýri frá ýmsum löndum sem við erum að gefa út eru til dæmis af slíkum toga. Hirðir og hundrað kindur er smellin bók um Jesú sem góða hirðinn sem týndi einum sauð og skildi hina 99 eftir til að leita að honum. Góð barnabók er bók sem byggir sálarlíf barns upp og styður við kristilegt uppeldi þess, þannig útgáfa fyi-ir börn vill Skálholtsút- gáfan vera.“ Skálholtsútgáfan og Kirkjuhúsið eru algerlega í eigu kirkjunnar en eru rekin sem sjálfstæð stofnun. I stjórn fyrirtækjanna sitja níu manns, en þrír skipa framkvæmda- nefnd sem sér um daglegan rekst- ur. Markmiðið er að láta reksturinn bera sig. Við getum þó sótt um styrk til einstaka útgáfuverkefna. Við setjum okkur að vera áræðin í útgáfu en geta þó haldið utan um verkefnin og séð út úr þeim. Það er í reglum útgáfunnar að ef hún skil- ar hagnaði þá á hann að fara til út- gáfu á bókum sem byggjast á kristnum grunni. Starfsmenn eru þrír í fullu starfi og einn í hálfu starfi, allt konur, vel menntaðar. Tvær þeirra hafa áttunda stigs próf í söng en við segjum stundum að við hinar tvær „séum í sjöunda himni“, það er oft tekið lagið hér. Á vegum útgáfunnar starfa hins veg- ar fjölmargir verktakar. Mjög mikil vinnudreifing er í útgáfunni." Það eru starfandi fleiri kristileg- ar útgáfur á Islandi, en þær eru fá- ar að sögn Eddu Möller. „Fíladelfía hefur þurft að draga saman seglin og einnig Saltútgáfan, útgáfa KFUM og K. Við höfum hins vegar aukið útgáfuna mjög mikið og sýnt að okkar mati mikla bjartsýni og áræði. Skálholtsútgáfan er farin að velta 40 til 50 milljónum króna á ári. Það má heldur ekki minna vera til þess að reka svona fyrirtæki." Áð lokum getur Edda þess að þótt vissulega lúti rekstur Kirkju- hússins og Skálholtsútgáfunnar um ýmislegt lögmálum markaðarins þá sé eitt og annað sem geri starfsem- ina þarna sérstaka. „Fólk sem kem- ur hér og verslar þarf oft að létta á sér, enda eru þær vörur sem seldar eru hér margar tengdar stórum viðburðum í lífi fólks og einnig and- láti ástvina. Ef þörf er á er gott að geta vísað fólki til prestanna sinna eða jafnvel upp á efri hæðir hússins hér, þar sem margir prestar eru starfandi. Hér gefa menn sér tíma fyrir fólk. Fjölskylduþjónusta ■ f : yk rbT: * ■B&tSZK*: ■ ■ wm . . . ..■ EDDA Möller og Guðrún Finnbjamardóttir, sem einnig starfar hjá Kirkjuhúsinu. kirkjunnar er líka hér í nágrenninu, á Klapparstíg 27, þangað vísum við þeim sem gagn geta haft af þeirri þjónustu. Hingað kemur fólk í gleði og sorg til að kaupa gjafir handa sínum nánustu, það er því ekki óeðlilegt að persónuleg mál beri hér á góma. Það skaðar ekki í þessu starfi að ég hef verið virk í kirkju- starfi í minni kirkju - Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þar er ég þar sem hlutirnir eru að gerast og sé líka og finn hvað vant- ar í hinu kirkjulega starfi. Loks má geta þess að við fáum hér mikinn stuðning frá Fræðsludeild kirkj- unnar og biskupi sjálfum. Karl Sig- urbjömsson er einn okkar helsti velgjörðarmaður því hann hefur svo mikinn áhuga á kristilegri út- gáfu.“ W pJ W *" " X, " .w%. Vetrarmánuðir eru fegursti tími ársins í Austurlöndum, blómskrúð, sólskin, þurrt og hæfílega heitt. Verðlagið leyfir lúxuslíf, sem fáir láta eftir sér á Vesturlöndum. Thailand er sannkölluð gullakista ferða- manns, og enn geturðu tryggt þér frábæra ferð með flugi, flutningum, gistingu á völdum hótelum með stórum morgunverði og fararstjórn fyrir að meðaltali aðeins kr. 6.700 á dag með fluginu inniföldu. En gjaldmiðlar Austurlanda eru aftur á uppleið og senn hlvtur verðið að hœkka. TRYGGDU ÞÉR SUMARSÆLU UM HÁVETUR í HEILLANDI UMHVERFI BÓKUNARSTAÐA: 17. janúar UPPSELT, biðlisti. 31.janúar 7 sæti 14. febrúar 4 sæti 28. febrúar 12 sœti 14. mars laus sæti 25. mars ný páskaferð Malasía og Bali 11 dagar - laus sœti. 28. mars 10 sœti, páskar 11. apríl 12 sæti 25. apríl laus sæti 9. maí. laus sæti 16. maí. UPPSELT 30. maí. laus sæti Margar ferðir okkar eru uppseldar, en þú getur tryggt þér láza verðið í allar vetrarferðirnar með því að stað- festa pöntun fyrir 31. desember. OPIÐ ÍDAG FRÁ KL. 14-16 FERÐASKRI HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@ heimskiubbur.is, heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.