Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK , 'w;3 Morgunblaðið/RAX Gosið að minnka en mikil bráðnun Hólmar Gunnarsson komst ásamt felag-a sínum frá borði brennandi báts undan Þorlákshöfn Þetta var ótta- lega óhugnanlegt „PETTA var óttalega óhugnanlegt," sagði Hólmar Gunnarsson, annar tveggja skipverja á eikarbátnum Skálafelli AR, sem brann um það bil mflu utan við höfnina í Þorlákshöfn í gærmorgun. Hólmar og Hannes Sigurðsson, skipstjóri, komust heilir húfi um borð í Sigmund HF 369, sem var skammt undan. Bátnum var haldið frá Þorláks- höfn til Reykjavíkiu-, þar sem hann átti að fara í slipp en „þegar við vor- um komnir rétt suður fyrir vitann blossaði upp eldur,“ sagði Hólmar í samtali við Morgunblaðið. Þá var klukkan um átta. „Við vorum uppi í stýrishúsi og sáum glampa að neð- an. Við dældum á eldinn úr slökkvi- tækjunum og héldum að við værum búnir að slökkva en svo blossaði hann upp af krafti.“ Brælan rosaleg og 8* kolsvartamyrkur Gengið er úr stýrishúsinu ofan í lúkarinn þar sem eldurinn kom upp í eldavél og Hólmar sagði að brælan og stækjan hefði verið slík að ekki hefði verið verandi inni í stýrishús- inu. „Við rejmdum að slökkva með ví að dæla á eldinn en það var dautt öllu og ekkert hægt að gera, svo við forðuðum okkur,“ sagði Hólmar. Tæki, stýrishás og vistarverur báts- ins ónýtar að sjá Þeir náðu að hafa samband við Vest- mannaeyjaradíó og sáu bát skammt undan, sem reyndist vera Sigmund- ur HF 369, sigldu að honum, lögðu upp að og komust um borð. „Maður hafði eiginlega ekki tíma til að vera skelkaður," sagði Hólm- ar, spurður hvort hann hefði ekki orðið hræddur. „Þó fær maður inni- lokunarkennd; brælan var svo rosa- leg og úti var kolsvartamyrkur. Það var erfitt við þetta að eiga. En við vorum heppnir að það var bátur rétt hjá og veðrið var gott. Það var lán í óláni,“ sagði hann. Hólmar kvaðst ekki telja að þeir félagar hefðu verið í bráðri lífshættu, gúmmíbátur hefði verið frammí og alltaf tök á að kom- ast í hann. Eftir að þeir félagar komust frá borði tók Sigmundur HF Skálafell í tog og reyndi að draga það áleiðis inn til Þorlákshafnar. Jóhanna AR kom að skömmu síðar og tók við, enda stærri og öflugri bátur. Sjó var dælt á eldinn úr Jóhönnu en Sig- mundur hélt inn til hafnar með Hólmar og Hannes. Þeir fóru þar um borð í lóðsbátinn ásamt slökkvi- liðsmönnum úr Þorlákshöfn og héldu til móts við Jóhönnu. Eldurinn var slökktur skammt utan við hafn- armynnið. Hólmar sagði að báturinn virtist sér ónýtur; hann væri illa farinn og tæki, stýrishús og vistarverur ónýt- ar að sjá. „En ég veit ekki hvort vél- arrúmið hefur sloppið," sagði hann. Lítið hægt að hlaupa í burtu Viðar Zóphoníasson á Jóhönnu ÁR sagði, í samtali við Morgunblað- ið, að þeir hefðu reynt að sprauta á eldinn á landleið en það hefði logað út um alla glugga. Kári Hafsteins- son, sem ásamt Hafsteini Sigmunds- syni var um borð í Sigmundi HF, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu verið nýbúnir að leggja línu þegar Skálafellinu var siglt að þeim. „Þeir voru að sigla fram hjá okkur þegar eldurinn kom upp. Við tókum mennina yfir og bátinn í tog og byrjuðum að draga hann áleiðis í land.“ Kári sagði að allt framanvert Skálafellið hefði staðið í ljósum log- um. Skipverjamir, kunningjar sínir, hefðu verið heilir á húfi en skelkaðir. „Það er lítið hægt að hlaupa í burtu frá svona eldi,“ sagði Kári. MAGNtíS Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að held- ur hafi dregið úr eldgosinu í Gríinsvötnum. Bráðnun sé hins vegar veruleg og aska frá gosinu hafí dreifst víða um jökulinn. Eld- tungur sáust í skamma stund vest- an til í sprungunni uin kl. 11, þeg- ar Morgunblaðsmenn flugu yfir svæðið. Magnús Tumi flaug yfir gos- stöðvarnar fyrir hádegi í gær. Hann sagði að gosið væri minna en það var á föstudag þegar það hófst. Þá náði gosmökkurinn um 10 km hæð, en í gær náði hann um 8 km hæð. „Það er ljóst að sýnilegt gos er heldur minna. Það hafa hins veg- ar orðið talsverðar breytingar þarna. Það hefur átt sér stað tölu- verð bráðnun og það gæti verið að gosefnin hafi skriðið eitthvað inn í vötnin. Um það er ekki gott að segja. Það er að bráðna tals- vert stærra svæði norður frá gíg- ununi út í íshelluna. Gosið hefur einangrað sig á miðju gossprungunnar. Askan hefur dreifst um jökulinn og nær iangt niður eftir Skeiðarárjökli og alla leið austur á Breiðamerkur- jökul,“ sagði Magnús Tumi. Magnús Tumi sagði Ijóst að jarðhiti í Grímsvötnum hefði verið að aukast. Austan við vötnin hefðu myndast nýjar spmngur, sem gætu skýrst af auknum jarðhita. „Ef jarðhitinn heldur áfram að aukast gæti það opnað leið fyrir vatn út úr Grímsvötnum og þar ineð aukið iíkur á að einhvers konar hlaup hefjist. En um þetta er ekki hægt að segja mikið. Við þurfum að skoða það betur.“ Meiri gosórói mældist á jarð- skjálftaniadum Veðurstofunnar í gær en í fyrradag. Óróinn var mikiil við upphaf gossins fyrir há- degi á föstudag. Síðan dró heidur úr honum, en hann fór vaxandi þegar leið á nóttina og var meiri fyrir hádegi í gær en á sama tíma á föstudag. Jarðskjálftamælarnir eru tveir, við Kálfafell og Skrokköldu, og sýndu þeir báðir þessa sömu þróun. Hægt er að fylgjast með þeim á heimasíðu Veðurstofunnar. ■ Eldgosið/2,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.