Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HALLDÓR Ásgrímsson, settur félagsmálaráðherra, hefur fellt úr gildi samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 2. júlí 1998 um að fela Pétri Jónssyni að taka við störfum Hrannars B. Arnarssonar, kjörins aðalfulltrúa í borgar- stjórn, sem óskað hafði eftir ótímabundnu leyfi frá störfum. Þessi úrskurður hefur vakið spurningar um lögmæti þeirra ákvarðana borgarstjórnar Reykjavíkur, sem teknar hafa verið síðan með 8 meðatkvæð- um, þar á meðal atkvæði Pét- urs Jónssonar, gegn sjö mótat- kvæðum. Á fundi borgarstjórnar fyrr á þessu ári var samþykkt með 8 atkvæðum Reykjavíkurlistans gegn 7 atkvæðum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins að varaborgarfulltrúi frá sömu stjórnmálasamtökum og sá sem forfallast tilheyrir taki sæti hans í borgarstjórn. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu því á hinn bóginn fram að R-listinn hefði verið borinn fram af Reykjavíkurlistanum einum en ekki öðrum stjórn- málaflokkum eða samtökum. Af þeim sökum hefði átt að boða Ónnu Geirsdóttur, sem skipaði 9. sæti R-listans, til starfa í borgarstjórn í forföllum Hrannars B. Péturssonar en ekki Pétur Jónsson, sem skip- aði 13. sæti listans, eins og gert var. Það væri ekki í samræmi við niðurstöður kosninganna. Þeim niðurstöðum væri ekki hægt að breyta með einfaldri borgarstjórnarsamþykkt. Ur- skurður setts félagsmálaráð- herra staðfestir þetta sjónar- mið. I úrskurði ráðherra sveit- arstjórnarmála segir m.a.: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „Samkvæmt þessu og með hliðsjón af því að kjósendur verða að geta treyst því að kjörseðill hafi að geyma tæm- andi upplýsingar um hvaða stjórnmálasamtök beri fram framboðslista verður að telja að skilyrðum 2. málsgreinar 35. greinar laga nr. 8/1986 hafi ekki verið fullnægt í því tilviki sem hér um ræðir. Varamaður átti því að taka sæti Hrannars B. Árnarssonar í borgarstjórn samkvæmt ákvæði 2. máls- greinar 35. greinar laga nr. 8/1986, það er í þeirri röð sem varamenn eru kosnir. Með vís- an til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu samþykkt borgarstjórn- ar Reykjavíkur úr gildi.“ Það er mat Ingu Jónu Þórð- ardóttur, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, í viðtali við Morgunblaðið sl. föstudag, að úrskurður ráðherra sveitar- stjórnarmála þýði að seta Pét- urs Jónssonar í borgarstjórn að undanförnu hafi verið ólögleg. Þar með hafi verið ógild sú ákvörðun borgarstjórnar 30. nóvember sl. að hækka útsvör á borgarbúa um tæpan milljarð króna á komandi ári, en hún var samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans, þar á meðal at- kvæði Péturs Jónssonar, gegn 7 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Ef seta Péturs sé ólögleg gildi hið sama um atkvæði hans. Tillagan um hækkun útsvara á borgarbúa árið 1999 hafí því í raun fallið á jöfnum atkvæðum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur viljað koma í veg fyrir, að nokkur vafi léki á því að út- svarshækkunin væri gild og þess vegna var fyrri samþykkt staðfest á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag og nú með at- kvæði Önnu Geirsdóttur, þess varaborgarfulltrúa, sem sam- kvæmt úrskurðinum átti að taka sæti í borgarstjórn. Urskurður setts félagsmála- ráðherra hefur sett meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, Reykjavíkurlistann, í ærinn vanda. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri, segir að vísu að hér sé um úrskurð að ræða en ekki dóm. Sem og að borgarstj órnarmeirihlutinn hafí tekið ákvörðun um að skipa Pétur Jónsson sem vara- mann í góðri trú. Það breytir á hinn bóginn ekki því að úrskurður setts fé- lagsmálaráðherra er umtals- vert pólitískt áfall fyrir Reykjavíkurlistann, sem stend- ur nú frammi fyrir því, að nýr oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, Inga Jóna Þórðardóttir, hefur náð vissum undirtökum í þeirri baráttu, sem háð er á vettvangi borgar- stjórnarinnar. FERÐA- KOSTNAÐUR OG TÆKJAKAUP ORVALDUR Ingvarsson, lækningaforstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, segir í Morgunblaðinu í gær, að það kosti um 23 milljónir króna að kaupa tæki til ákveðinna krabbameinsrannsókna fyrir sjúkrahúsið og um 4 milljónir á ári að reka tækið. Hins vegar nemi ferðakostnaður þeirra 350 til 400 einstaklinga sem árlega þurfi að senda til Reykjavíkur í þessar rannsóknir um 50 millj- ónum króna. Þetta eru sláandi tölur og af þeim virðist ljóst, að ekkert vit er í öðru en að kaupa slíkt tæki fyrir sjúkrahúsið. Byggða- stefnu er hægt að framkvæma með ýmsum hætti. Það er aug- ljóslega landsbyggðinni í hag að byggja upp öfluga heilbrigð- isþjónustu í einstökum byggða- kjörnum úti á landi, ekki sízt þegar tölurnar tala sínu máli eins og í þessu dæmi. En um leið er ljóst, að viðunandi vinnuaðstaða laðar að hæfa starfsmenn, sem ella mundu hugsanlega flytjast búferlum til höfuðborgarsvæðisins. ÁFALL FYRIR REYKJAVÍKURLISTANN 6ÉG HEF ÁÐUR •fjallað um þá áherzlu sem Jón for- seti Sigurðsson lagði á rétt íslenzkrar tungu, enda væri hún forsenda alls sjálf- stæðis, einsog fjallað er um áður hér í Helgispjalli. Hún og landið eru hið eina sem heyi-ir okkur til og ekki öðrum. Hún er mikilvægasta forsenda arfleifðar okkar. Það stjórnar enginn íslenzku þjóðinni sem talar ekki tungu hennar. Við höfum sögulega reynslu fyrir því. Islenzkar bókmenntir eru skrifað- ar á þessa tungu og því eru þær okkur dýrmætari en ella. Þær eru ein af forsendum tilvistar okkar og sérstæðs þjóðemis. Því eru þær flestu öðru mikilvægari. Formælandi brezka Ihalds- flokksins, Norman Tebbit, hefur sagt í umræðum um samfélag Evr- ópubandalagsins, Fólk lætur engan stjóma sér sem talar ekki tungu þess. Ef við glötum tungu okkar, glöt- um við einnig þjóðmenningunni og sjálfstæðinu. Þá hrynur samfélag- ið. Þá getur ný þjóð heyrt Islandi til; útlend þjóð, arfleifðarsnauð og opin fyrir erlendri ásókn. Auðnu- laus þjóð í leit að sjálfri sér; ham- ingju sinni; og glataðri sjálfsvirð- ingu. En hún er ekki sízt forsenda hamingju. Eða höfum við nokkurn tíma heyrt talað um hamingju þeirra sem hafa glat- að sjálfum sér? Þar sem hamingjan býr í hjarta manns- ins verður hún einungis varðveitt þar. Einsog tungan sem við tölum. Og tilfinningar sem hún lýsir. Ef Þjóðverjar hefðu talað ensku 1939 hefði verið komizt hjá heims- styrjöldinni. Þá hefði Hitler ekki getað talað með sama hætti og hann gerði inní sært þjóðarstolt þeirra sem bandamenn höfðu nið- urlægt 1918. Það eru varla dæmi þess að lýðræðisríki hafi farið með hernað á hendur öðru lýðræðisríki. Það er jafnóhugsandi og sam- týngdar þjóðir hæfu styrjöld hver gegn annarri. Tungan er sameigin- legur sjóður aftan úr öldum. Og úr honum sprettur tilfinning þjóð- anna. Það var inní geðshræringu þýzku þjóðarinnar sem Hitler tal- aði tungumál sem hún skildi. Og geðshræringin var allri skynsemi jafngild samkvæmt hugmyndum Heideggers. Aristóteles segir í Stjómmálum að dyggð sé forsenda hamingju. Það er dyggð að varðveita sérkenni sín, arfleifð og þá ekki sízt tunguna sem er m.a. dýrmæt vegna þess hún er tengiliður einnar kynslóðar við aðra. Við Islendingar sem nú lif- um getum átt mikilvæg samtöl við þá sem sköpuðu gullaldarbók- menntir okkar - og það á þeirra eigin tungu. Slík samskipti era lítilli þjóð ómetanleg; stækka hana og efla henni þrek. Án þessa arfs hefð- um við ekki fengið sjálfstæði okkar, handritin né 200 mílna fiskveiðilög- sögu. Og án hans væri sjálfsvirðing okkar líklega heldur bágborin. Aristóteles segir að fólkið í köld- um löndum skorti gáfur og hæfi- leika og geti hvorki stjórnað sjálfu sér né öðram, þótt það eigi hug eða andlegt þrek (eða anda; ætli þjóð- félagsandi Hegels sé ekki líka ætt- aður þaðan) sem slagi uppí hug- dirfsku heliena. Allt þetta höfum við afsannað vegna menningar okkar og arfleifðar. Montesquieu gerði sér grein fyrir því með loft- lagskenningu sinni í Ánda laganna (sem menn ættu að hugsa um þeg- ar þeir lesa forsendur dóms Hæstaréttar um 5. gr. fiskveiðilag- anna þar sem fjallað er um anda laganna) að kaldlandaþjóðir búa yf- ir miklum krafti, viljastyrk og frelsisþrá. Ekki er ólíklegt að hann hafi dregið þessa ályktun af arfi okkar Islendinga sem allir mennt- aðir menn hafa haft spurnir af öld- um saman; einnig hann. M. HELGI spjall ÞÆR DEILUR, SEM staðið hafa meirihluta þessa árs um hinn miðlæga gagnagrunn, sem Alþingi hefur nú sett lög um, hafa að mörgu leyti verið óvenjulegar og sér- stæðar. Þar kemur margt til. I íyrsta lagi hefur hér verið fjall- að um nánast óþekkt svið. Við höfum lítið getað leitað til annarra þjóða um reynslu þeirra. Að mörgu leyti eram við Islending- ar frumkvöðlar í lagasetningu um þetta efni. I öðru lagi hafa þátttakendur í þess- um umræðum ekki sízt verið læknar og vísindamenn, sem sjaldan blanda sér í um- ræður á öpinberum vettvangi, á þann veg, sem þeir hafa gert að þessu sinni. I þriðja lagi hafa deilurnar verið dálítið óvenjuleg- ar vegna þess, að báðir aðilar hafa í þess- um umræðum haft töluvert til síns máls. Yfirleitt hafa rökin með og móti verið af- dráttarlausari, þegar komið hefur til jafn harðra þjóðfélagslegra átaka og orðið hafa um gagnagrunninn. Alþingi hefur nú tekið af skarið. Það er m.a. þess hlutverk. Gagnagi-unnsfram- varpið hefur fengið víðtæka meðferð á Al- þingi og það hefur verið rætt ítarlega í söl- um þess. Veigamiklar breytingar hafa ver- ið gerðar á frumvarpinu í meðferð Alþing- is. Þetta er mikilvægt. Því er veitt eftirtekt, að Hæstiréttur hefur í nokkrum málum, sumum mjög þýð- ingarmiklum, kveðið upp dóma, sem eyða öllum hugmyndum, sem fyrr á árum vora oft uppi um, að rétturinn gengi í dómum sínum aldrei gegn framkvæmdavaldinu. Nú efast enginn um sjálfstæði Hæstarétt- ar gagnvart framkvæmdavaldinu. Með sama hætti hefur löggjafarvaldið smátt og smátt verið að undirstrika sjálf- stæði sitt gagnvart framkvæmdavaldinu, sem því miður var ekki sem skyldi á fyrstu áratugum lýðveldisins. Þetta jafnvægi, sem smátt og smátt er að skapast á milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds er ákaflega mikilvægt. Það stuðlar að heilbrigðara þjóðfélagi. Dómar á borð við þann tímamótadóm, sem Hæstiréttur kvað upp í máli Valdi- mars Jóhannessonar gegn ríkinu, eru áminning til löggjafarvaldsins um að vanda betur lagagerðina sjálfa og til ríkis- stjórna hverju sinni um að stjórnarskrá lýðveldisins er ekki marklaust plagg held- ur þvert á móti grundvallarskjal, sem taka verður fullt tillit til og setur bæði fram- kvæmdavaldi og löggjafarvaldi ákveðinn ramma, sem ekki verður farið út fyrir. Dómur Hæstaréttar í máli starfsmanna Landmælinga ríkisins hlýtur að vera bæði ráðherrum og lögfræðingum mikið um- hugsunarefni. Það er mikið áfall fyrir ráð- herra að tapa máli sem þessu fyrir Hæsta- rétti. Jafnframt vekur slíkur dómur spurn- ingar um þá lögfræðilegu ráðgjöf, sem ráðherrar fá. Eru lögfræðingar ekki nógu sjálfstæðir í ráðgjöf sinni? Eru þeir að semja álitsgerðir, sem fyrst og fremst eru tilbúnar röksemdir fyrir því að stjórnvöld geti gert það, sem þau stefna að og geti síðan varið sig með áliti lögfræðinga. Þetta er alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá lög- fræðinga, sem veita stjórnvöldum ráðgjöf. Þeir hljóta að staldra við og spyrja sig, hvert hlutverk þeirra sé. En þegar á allt er litið verður ekki ann- að sagt en að grundvallarstofnanir lýð- veldisins eru að standast prófið. Minni- hlutinn á Alþingi getur deilt á meirihlut- ann fyrir þá ákvörðun, sem tekin var. Hins vegar hefur varla örlað á þeirri gagnrýni, að frumvarpið hafi ekki fengið nægilega góða efnislega meðferð. Að vísu var undan því kvartað, að ákveðnir aðilar hefðu ekki fengið áheyrn hjá þeirri þingnefnd, sem um málið fjallaði. Sú gagnrýni var tæplega á rökum reist, þar sem sömu aðilar höfðu áður komið á fund viðkomandi þingnefnd- ar. Þótt ráðherrum í ríkisstjórn hafi ekki líkað dómur Hæstaréttar um fiskveiðimál- ið og þeir hafi óspart gagnrýnt dóminn, sem þeir hafa fullt leyfi til, hafa þeir hins vegar brugðizt við eins og vera ber með því að leggja frumvarp fyrir Alþingi, sem þeir telja, að uppfylli kröfur dómsins. Þótt menn deili um efni frumvarpsins fer hins vegar ekki á milli mála, að ríkisstjórnin hefur, eins og henni er skylt, tekið dóminn alvarlega og hagað gerðum sínum í sam- ræmi við það. En fram hjá því verður ekki gengið að Hæstiréttur talar um fiskimiðin sem sameign þjóðarinnar í forsendum sín- um og á þeim forsendum þurfa menn að fá leyfi eigandans til að nýta þau, veiðileyfi eða veiðiheimild. Sumir, þ. á m. Morgunblaðið, telja að ríkisstjórnin hafi ekki gengið nægilega langt með því frumvarpi. Fyrirsjáanlegt er að málið kemur aftur til kasta Hæstarétt- ar, sem mun óhjákvæmilega kveða upp efnislegan dóm, sem varðar beint 7. grein laganna frá 1990. Frá sjónarhóli ríkis- stjórnar getur hins vegar verið skiljanlegt að standa þannig að málum að fá ótvíræð- an úrskurð frá Hæstarétti um öll efnisat- riði málsins. Þá er ekki lengur um neitt að deila. En það er auðvitað umhugsunarefni, að slík málaferli mundi ríkisstjórnin reka á kostnað skattgreiðenda, þ.e. eigenda auð- lindarinnar. Það er svo álitamál út frá pólitískum hagsmunum bæði stjórnarflokka og stjórnarandstöðu, hvort skynsamlegra sé að láta reyna á stöðu málsins til hins ýtrasta fyrir Hæstarétti og eiga það yfir höfði sér að málið verði óleyst í miðri kosningabaráttunni í vor. Það er hins veg- ar ekkert álitamál, að fyrir atvinnugrein- ina sjálfa er langvarandi óvissa á meðan málið er í meðferð dómsstóla erfið. Þjóðin hefði orðið ósátt REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 19. desember EINS OG SAGT var hér að framan eru deilurnar um gagnagrunninn dá- lítið óvenjulegar að því leyti, að báðir málsaðilar hafa haft nokkuð til síns máls. Þótt efasemdir um að nægilega vel væri séð fyrir persónuverndinni hafi smátt og smátt vikið til hliðar sem aðalatriði máls- ins, hefur einkaleyfið til rekstrarleyfishafa orðið æ veigameira í umræðunum. Rök og gagnrök í því máli eru sterk á báða bóga. Hins vegar má fullyrða, að íslenzka þjóðin hefði ekki orðið sátt við það, ef hlaupizt hefði verið frá frumvarpinu. Vissulega er tekin áhætta með lagasetningunni, en stjórnmálum fylgir áhætta. Stofnun og starfsemi Islenzkrar erfða- greiningar er ævintýri. Það er ævintýri, að sjá slíkt fyrirtæki verða til á Islandi, sem veitir nú á þriðja hundrað manns atvinnu og er samkvæmt upplýsingum í morgun- korni Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. í gær, föstudag, metið á 18 milljarða króna. Það fyrirtæki, sem hæst er metið á Verðbréfaþingi, er Eimskipafélag Islands hf. en markaðsvirði þess er samkvæmt töflu, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, laugardag, rúmlega 23 milljarðar. Það er ævintýri, að slíkum fjölda há- menntaðra Islendinga, sem höfðu haslað sér völl í öðrum löndum, skuli hafa verið gert kleift að flytjast heim til að stayfa við þetta fyrirtæki. Ekkert fyrirtæki á íslandi hefur jafn marga starfsmenn með doktors- gráðu í sinni þjónustu og Islenzk erfða- greining. Heimflutningur þessa unga fólks hefur mikil áhrif út í allt samfélag. Það skiptir máli vegna þess, að foreldrar, afar og ömmur verða hamingjusamari yfir því að börn þeirra og barnabörn era komin heim til Islands. Það skiptir máli vegna þess, að þetta hámenntaða unga fólk á eft- ir að hafa margvísleg jákvæð áhrif fyrir þjóðfélagið allt. Og það skiptir máli vegna þess, að möguleikar á verðmætasköpun í fyrirtækinu eru gífurlegir. Sumir segja, að aðrir hafi haft þessar hugmyndir. Það kann að vera rétt. En Kári Stefánsson hrinti þeim í framkvæmd. Islenzk erfðagreining er hans verk. Og einmitt vegna þess, að hann hafði sýnt í verki að hann gat komið slíku fyrirtæki á fót virðist almenningur tilbúinn að treysta honum fyrir því að setja upp miðlægan gagnagrunn um heilbrigðismál, þrátt fyrir gífurlegan fyrirvara vísindaheimsins á slíku fyrirtæki. Nú er það svo, að íslenzk erfðagi-eining á eftir að sanna tilverurétt sinn, þótt vel hafi gengið fram að þessu. Það er ekkert öruggt mál, að dæmið gangi upp. En lík- urnar eru meiri en minni úr því, sem kom- ið er. Þótt deilunum um gagnagrunninn sé lokið að því leyti, að lögin hafa verið sett, er verkið óunnið. Það á eftir að koma í Ijós, hvort Kára Stefánssyni tekst að fá fjár- festa til að leggja fé í þetta nýja fyrirtæki og jafnvel þótt fjármagnið verði fyrir hendi á eftir að koma í Ijós, hvort gagna- grunnurinn verður að veruleika eins og hann er hugsaður. Þótt lögin hafi verið sett er sigurinn ekki unninn. Eins og gjarnan vill verða í opinberum umræðum hér og í því návígi, sem við bú- um við, hefur Kári Stefánsson orðið fyrir umtalsverðri persónulegri ágjöf í þessum umræðum. Það er hlutskipti frumkvöðla bæði hér og annars staðar. Sá stjórnmálamaður, sem orðið hefur fyrir mestri ágjöf vegna gagnagrunns- málsins, er tvímælalaust Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir stuðning við málið. Hann hef- ur verið gagnrýndur fyrir að koma fram á vettvangi Islenzkrar erfðagreiningar og gera þar með stuðning sinn sýnilegan. En hvert er hlutverk forsætisráðherra, sem stendur frammi fyrir ákvörðun, sem getur hugsanlega skapað nýja atvinnugrein á Is- landi, sem sumir telja raunar að muni að lokum tryggja jafnvel 2.000 ný störf í land- inu? Ætli sá forsætisráðherra sem sýndi slíkum hugmyndum áhuga- og afskipta- leysi yrði ekki gagnrýndur fyrir það? Margir helztu gagnrýnendur hinna nýju laga hafa einmitt verið stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og þess vegna ekki sízt hefur slík ákvörðun verið erfið fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Það hefur ekki reynzt stjórnmálamönnum skeinu- hætt að sýna pólitískt þrek, þvert á móti. Sættir í samfélagi vísinda SJAVARUTVEGUR- inn getur ekki búið við þann stöðuga ófrið, sem deilurnar um fiskveiðistjómun hafa leitt yfir at- vinnugremina. Með sama hætti er alveg ljóst, að það er afar erfitt fyrir Kára Stef- ánsson að hefjast handa um uppbyggingu hins miðlæga gagnagrunns, sem ganga verður út frá sem vísu, að hann fái rekstr- arleyfi til, á meðan svo mikið ósætti ríkir í hinu íslenzka vísindasamfélagi um málið. Það veldur óþægindum við útvegun áhættufjármagns til verksins og erfiðleik- um við framkvæmd þess. Helztu gagnrýnendur frumvarpsins og nú laganna hafa verið merkir forystumenn í hópi lækna og vísindamanna hér heima fyrir og þekktir íslenzkir vísindamenn í öðrum löndum, sem sumir hverjir hafa sjálfir áform um að byggja upp atvinnu- starfsemi á sviði erfðafræði hér á íslandi eins og t.d. dr. Bernharð Pálsson. Rök- semdir þessara manna hafa verið sterkar og þeir hafa haft mikið til síns máls. Ef Kári Stefánsspn hefði ekki verið búinn að byggja upp íslenzka erfðagi’einingu og Morgunblaðið/Ásdís sýna í verki hvað hægt er að gera er alls ekki víst, að rök hans hefðu að lokum veg- ið þyngra. Nú þegar Alþingi hefur tekið af skarið er hins vegar tímabært, að læknar og vís- indamenn í andstæðum fylkingum setjist niður og nái sáttum um framkvæmd máls- ins. Báðir aðilar eiga mikilla hagsmuna að gæta að það takist. Kári Stefánsson og samherjar hans að því leyti, sem áður var rakið um útvegun fjármagns og við upp- byggingu grunnsins. Á hinn bóginn verður tilvera lækna og annarra vísindamanna erfið á næstu árum, ef þeir liggja undir stöðugum ásökunum um að bregða fæti fyrir framgang máls, sem Alþingi hefur samþykkt lög um. Lögin liggja fyrir með þeim breyting- um, sem á hinu upphaflega frumvarpi hafa verið gerðar. Það er alveg ljóst, að þeir sem gagnrýndu frumvarpið í upphafi hafa haft töluvert til síns máls og tillit hefur verið tekið til gagnrýni þeirra. Því fer fjarri, að þeir gangi frá þessum deilum, sem sá hópur, sem hafi tapað. Þvert á móti er ljóst, að sjónarmið þeirra hafa verið virt og tillit til þeirra tekið. Lagasetning Al- þingis hefur mótazt að hluta til af þeim röksemdum, sem þeir hafa fært fram. Að töluverðu leyti má þess vegna halda þri fram, að lagasetning Alþingis sé mála- miðlun á milli þeirra ólíku viðhorfa, sem fram hafa komið í gagnagrunnsmálinu. Á þessum forsendum á ekki að vera erfitt fyrir deiluaðila að ná sáttum um fram- kvæmd málsins. Það era miklir hagsmunir tengdir því fyrir þjóðina, að þær sættir takist. „Hins vegar má fullyrða, að íslenzka þjóðin hefði ekki orðið sátt við það, ef hlaupizt hefði verið frá frum- varpinu. Vissu- lega er tekin áhætta með iagasetningunni, en stjórnmálum fylgir áhætta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.