Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 1

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 1
23. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kuldinn sagður eins og ískló yfir byggðunum í norðri FROSTHÖRKUNUM í norðan- verðri Skandinavíu og Síberíu iinnir ekki og í fyrrinótt fór frost- ið í bænum Karasjok í Noregi nið- ur í 50,2 gráður. „Nú er miklu mildara, ekki nema 47 stiga frost,“ sagði Mona Solbakk, sem býr í Karasjok, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Sagði hún ástandið vissulega einkennilegt, fólk færi ekki út úr húsi nema brýna nauðsyn bæri til og reyndi að komast hjá því að nota bfla, því þeir geti farið illa séu þeir gang- settir í svo miklu frosti. Er kuld- anum líkt við ískló sem gripið hef- ur byggðina heljartaki en frost- þoka liggur yfir öllu. Skólahald hefur legið niðri alla vikuna og mikill kuldi hefur verið í sumum húsum, sérstaklega þeim sem kynt eru með rafmagni. Straumurinn fór af bænum í fyrradag skamma stund og ískóln- aði þá innandyra. Eftir að hann komst á að nýju var álagið svo mikið að yfirvöld hafa beðið fólk að stilla rafmagnsnotkun í hóf. „Þá hefur víða komið til vand- ræða, t.d. varð svo kalt á elliheim- ilinu hér að flytja varð rúm gamla fólksins að arninum í matsalnum til að halda á því hita,“ segir Sol- bakk. Fatnaður úr hreindýraskinni er það eina sem dugar í svo miklu frosti en ekki búa allir svo vel að eiga skinnklæði og því er fólki ráðlagt að vera ekki lengi á ferli útivið og þvo sér ekki í andliti og um augu áður en farið er út, þar sem húðfitan ver húðina. Einar Eyþórsson, sem kennir mannfræði við háskólann í AJta, segir kuldann vissulega hafa áhrif á daglegt Iíf. í Alta var í gær um 30 gráða frost en stinningskaldi hefur verið og því töluverð vind- kæling. Einar segist kynda húsið með eldiviði nótt og dag eins og aðrir í bænum, börnin leiki sér ekki útivið og þeim sé ekið í og úr skóla. Kuldinn hafi haft áhrif á samgöngur, t.d. hafi flugvél frosið föst við flugvöllinn í Alta, flestir bátar eru í höfn og bflar eru lítið á ferli enda hægara sagt en gert að koma þeim í gang, auk þess sem bensínið á það til að fijósa í leiðslunum. Saman opin berlega í fyrsta sinn KARL Bretaprins og ástkona hans, Camilla Parker-Bowles, sáust í fyrsta sinn saman opinber- lega í gærkvöldi er þau yfirgáfu afmælisveislu systur Parker-Bow- les á Ritz-hótelinu í London. Vakti það gríðarlega athygli en Ijöl- miðlar höfðu haft veður af því að parið hygðist láta sjá sig saman og skapaðist nánast umsáturs- ástand fyrir utan hótelið. Þrátt fyrir að ástarsamband Karls og Parker-Bowles hafi ver- ið á allra vitorði svo árum skiptir hefur prinsinn gætt þess vandlega að láta ekki sjá sig opinberlega með ástkonu sinni enda samband- ið viðkvæmt fyrir margra hluta sakir. Var þröng á þingi fyrir ut- an Ritz-hótelið af þessum sökum en fjölmargir ljósmyndarar létu sig hafa það að bíða allan daginn á gangstéttinni til að tryggja sér sem best sjónarhorn. Um 100 ljós- myndarar biðu átekta enda gátu menn sér þess til að mynd af par- inu gæti selst á allt að eina miiljón punda, um 130 milljónir ísl. kr. Réttað yfír Clinton Yitnaleiðsl- ur líklega á myndband Washington. Reuters. LEIÐTOGUM repúblikana og demókrata í öldungadeild Banda- ríkjaþings tókst ekki að ná sam- komulagi um framkvæmd réttar- haldanna yfir Bill Clinton Banda- ríkjaforseta. í gærkvöldi var sam- þykkt tillaga repúblikana sem held- ur opnum möguleikanum á að vitna- leiðslur í öldungadeildinni verði teknar upp á myndband. Þá er ekki útilokað að myndbandið verði síðar sýnt opinberlega. Vitnaleiðslur hefj- ast á mánudag. Demókratar halda því fram að með atkvæða- greiðslu í fyrra- dag, sem var nær alveg eftir flokkslínum, sé Ijóst að Clinton verði ekki sak- felldur við réttar- höldin. 56 þing- menn greiddu þá atkvæði með vitnaleiðslum og 44 á móti. Er þessi atkvæðagreiðsla talin örugg vísbending um hvernig atkvæði falli við lokaniðurstöðu þingsins en 67 atkvæði þarf til að víkja forsetanum úr embætti. Réttarhöldum Ijúki fyrir 12. febrúar í atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi felldu repúblikanar tillögu demó- krata sem ætlað var að koma í veg fyrir að yfirheyrslurnar yfir vitnun- um sem stefnt hefur verið fyrir öld- ungadeildina, Monicu Lewinsky, Vernon Jordan og Sidney Blumen- thal, verði teknar upp á myndband. Féllu atkvæði sem fyrr eftir flokkslínum. Þrátt fyiir ósætti flokkanna, sem virðist hafa aukist á síðustu dögum, voru talsmenn þeirra sammála um að stefna að því að réttarhöldunum ljúki fyrir 12. febrúar nk. Aftenposten/Ole Magnus Rapp SIGRID Næss, veðurathugunarmaður í Karasjok, mældi í gær 50,2 gráða frost. Kuldametið er frá árinu 1886 en þá fór kuldinn niður í 51,4 gráður. Spíri er í hitamælinum því kvikasilfur frýs í svo miklum kulda. Clinton Fær ekki bilinn GLEÐI Molstad-hjónanna í Alvdal í Noregi vegna happ- drættisvinnings sonar þeirra reyndist skammvinn, því í ljós hefur komið að pilturinn fær ekki vinninginn, bifreið að verð- mæti tæpar þrjár milljónir króna, í sínar hendur fyrr en hann verður átján ára, að því er segir í Aftenposten. Astæðan er sú að vinnings- hafinn er aðeins sjö ára og sam- kvæmt norskum lögum mega ófjárráða börn ekki hafa undir höndum hærri fjárhæð en sem nemur um 300.000 ísl. kr. Ber stjórnvöldum að fara með um- sýslu alls fjár umfram það þar til eigandinn verður fjárráða. Foreldrar piltsins eru að vonum sáiTeiðir og spyrja hvers vegna yfirvöld hafi ekki áður skipt sér af svipuðum dæmum. Fulltrúar stjórnvalda í Alvdal halda því hins vegar fram að þeim sé skylt að axla þessa ábyrgð samkvæmt lög- um. Utanríkisráðherrafundur Tengslahópsins vegna Kosovo haldinn í dag NATO setur stríðandi fylkingum úrslitakosti London. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ, NATO, lýsti því yfir í gær að það hefði aukið viðbúnað sinn til að vera reiðubúið að láta til skarar skn'ða í Kosovo-deilunni ef stríðandi fylkingar þar féllust ekki á friðartillögur Tengslahópsins sem fundar í dag í London. Fyrr um daginn mátti skilja orð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, sem svo að hann styddi yfirvofandi hern- aðaraðgerðir NATO í Kosovo. Sagði Annan að þjóðir heims yrðu að nota „þá blöndu valdbeiting- ar og málamiðlana sem væri lykillinn að friði á Balkanskaga“. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, varaði yfirvöld í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, og Frelsisher Kosovo, KLA, við því í gær að færu þau ekki að þeim skilyrðum sem Tengslahópur Bandaríkjanna, Rússlands, Bret- lands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu setti fram á fundi sínum ættu þau yfir höfði sér hernaðarað- gerðir. Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði í gær að Serbum og Kosovo-Albönum yrði gefinn vikufrestur til að setjast að samninga- borði og að friðarviðræðurnar ættu að fara fram í Frakklandi. Hinn rússneski starfsbróðir Fischers, ígor ívanov, hélt til Frakklands í gær til fundar við Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakka, áður en formlegur fundur Tengslahóps- ins hæfist. „Spurningin er hver staða Kosovo á að vera innan júgóslavneska sambandsríkisins og það er útilokað að ákvarða það með miklum átök- um,“ sagði Ivanov. Annan og Arbour höll undir valdbeitingu Enn kom til átaka í gær í Kosovo og segja Serb- ar að tveir serbneskir lögreglumenn hafi særst og tveir félagar í KLA fallið er þeir síðarnefndu hafi ráðist á þá. Alþjóðlegir eftirlitsmenn rannsökuðu hins vegar fullyrðingar KLA um að málum hefði verið þveröfugt farið, Serbar hefðu ráðist á félaga í KLA er þeir voru á leið yfir landamærin frá Al- baníu. Kofi Annan hitti í gær sendiherra aðildarríkja NATO að máli og minnti eftir fundinn á þann lær- dóm sem dreginn hefði verið af Bosníustríðinu. Sagði Annan að þjóðir heims kynnu að vera komn- ar að þeim punkti er valdbeiting væri eina lausnin sem efth- stæði. Þá lýsti Louise Arbour, yfirmaður stríðsglæpa- dómstóls SÞ, í gær yfir efasemdum um að viðræð- ur væru besta leiðin til að leysa vandann í Kosovo. Kvaðst hún staðráðin í því að komast að sannleik- anum að baki fjöldamorðunum í Racak fyrr í mán- uðinum en fullyrt var í Washington Post í gær að hleranir Vesturveldanna hefðu leitt í Ijós að hátt- settir embættismenn Serba hefðu fyi'irskipað þau. Því hafa talsmenn júgóslavnesku stjórnarinnar vísað á bug. ■ Árásin 1 Racak/25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.