Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 18

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ GLÆSILEG SÓFASETT FRÁ DE ANGELI Teg. Barbara 3+1+1 210.000 stgr. m/tauákl. Teg. Martine 3+1+1 leöur. CE> □□□□□□ 36 món. -----' 36 mán. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, simi 565 4100 VERSLUNAREIGENDUR ATHUGIÐ! @ »ÝTT Professionals Augnskuggar Professionals eru hannaðir af FÖRÐUNARMEISTURUM FRÁ Augnskuggar sem haldast á allan daginn. Skínandi fallegir í sumar-, vetur-, vor- og haustlitum Heildverslun Áslaugar Borg Álfheimum 15, sími 588 6717, fax 588 6718. VIÐSKIPTI s Wang Ronghua sendiherra Kína á Islandi Bjartar efnahags- horfur í Kína Morgunblaðið/Árni^Sæberg FRÁ fundi Islensk-kínverska viðskiptaráðsins í gær. F.v. Birgir Isleifur Gunnarsson Seölabankasfjóri, Wang Ronghua, sendiherra Kína á Is- landi, og Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, formaður Islensk-kínverska viðskiptaráðsins. KÍNVERJAR telja efnahagskrepp- una sem nú ríkir í Asíu aðallega eiga rætur sínar í óskynsamlegri efna- hagsuppbyggingu innan ASEAN- landanna, sem hefur skilað offram- leiðslu innan ákveðinna gi-eina sök- um of mikillar áherslu á útflutning. Þá benda þeir á ófullkomnar fjár- málastofnanir á svæðinu og segja opnun fjármagnsmarkaða í ýmsum Asíuríkjum hafa gerst of snemma og á of skömmum tíma. Löndin treysti um of á erlent fjármagn og óhag- kvæm erlend lán auk þess sem vægi skammtímalána sé of mikið í hag- kerfum þeirra. Þetta kom m.a. fram í framsöguræðu Wang Ronghua, sendiherra Kína á Islandi, á fundi sem Islensk-kínverska viðskiptaráð- ið stóð fyrir á miðvikudag um ástand efnahagsmála í SA-Asíu og viðhorf Kínverja til fjármálakreppunnar. Ronghua segir Kinverja hafa náð að koma í veg fyrir verðbólgu í land- inu þrátt fyrir kreppuna m.a. með umfangsmiklum kaupum á erlendum gjaldeyrisforða. Á ánmum 1994-97 keyptu Kínverjar alls 120 milljarða bandaríkjadala en í dag nemur gjaldeyrisforði landsins rúmlega 140 milljörðum dala. Engin lausn í gengisfellingn Hann segir gengislækkun gjald- miðla í mörgum löndum Asíu hafa dregið verulega úr útflutningi Kín- verja bæði til Japans og Suðm-- Kóreu. „Vissulega gætum við reynt að bregðast við þeirri staðreynd með því að lækka gengi kínverska yuansins en slík ráðstöfun væri einungis skamm- tímalausn. Verð útflutningsafurða myndi lækka og eftirspum þ.a.l. aukast um einhvem tíma. Hinsvegar myndi verð á innfluttum vömm hækka og vega þannig á móti jákvæð- um áhrifum gengisfellingar til lengri tíma litið.“ Ronghua bendir einnig á að gengislækkun kínverska yuansins myndi óhjákvæmilega leiða af sér frekari samdi'átt á svæðinu í heild sem og í Kína. Hann segir stjórnvöld þess í stað hafa lagt áherslu á að auka hagræði og samkeppnishæfni kín- verskra fyrirtækja tíl að mæta efna- hagsþrengingunum jafnframt því sem yfirvöld hafa gætt þess að viðhalda jafnvægi í viðskiptum við erlend ríki. Frá því að Kínverjar hófu að opna hagkerfi í auknum mæli, hefur er- lendum fjárfestum í landinu fainð fjölgandi. Ronghua bendir á að í dag séu yfír 160 erlend fjármálafyrirtæki með starfsemi í landinu með saman- lagðar eignir upp á 40 milljarða bandaríkjadala. Hann segir megin- markmið ársins 1999 aðallega felast í að styrkja kínverskan landbúnað og auka rekstrarhagræði ríkisfyrirtækja enn frekar. Hann telur efnahagshorf- ur í Kína fyrir árið 1999 góðar og fulla ástæðu til bjartsýni. „Gert er ráð fyr- ir að þjóðarframleiðslan aukist um 8,6%. Verðmæti innfluttra afui'ða verða 170 milljarðar dollai-a og hækka um 18 milljarða á milli ára auk þess sem útlit er fyrir að útflutnings- verðmæti kínverskra afui'ða á þessu ári fari úr 192,5 milljörðum dollara í 206 milljarða," að sögn Ronghua. Viðræðum Lykilhótela hf. og Fosshótela ehf. slitið Fosshótel vilja auka gistirými í Reykjavík VIÐRÆÐUM Fosshótela ehf. og Lykilhótela hf. um rekstur Fosshót- ela á sex Lykilhótelum hefur verið slitið. Ólafur Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Fosshótela, segir að samningsaðilar hafi ekki getað kom- ið sér saman um rekstur hótelanna og því var viðræðum slitið. Ef samstarfið hefði orðið að veruleika hefðu Fosshótel orðið stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótelum og 917 herbergjum. Ólafur sagði að Fosshótel hygðust snúa sér að nýjum verkefnum, svo sem viðræðum við hótel á landsbyggð- inni undir heitinu Fosshótel- Partners. „Fjölmörg landsbyggðar- hótel hafa sýnt hugmyndinni áhuga. Þá hefur aukin eftirspurn eftir gistirými kallað á hugmyndir um að Fosshótel kaupi eða reisi hótel í Reykjavík." Ólafur sagði að í kjölfar aukins og jafnari ferða- mannastraums til borgarinnar hefði fyrirtækið í hyggju að auka gistiiými um 100-150 herbergi. Guðmundur Jónasson ehf. á 75% í Fosshótelum en Ómar Benedikts- son, framkvæmdastjóri Islands- flugs, og Lífeyrissjóður Austur- lands eiga 25%. Ólafur sagði að um tíma hefði staðið til að Jón Ragnars- son hjá Lykilhótelum gerðist hlut- hafi í Fosshótelum en af því verður ekki. Hann segir að nú standi yfir viðræður um að nokkur fyrirtæki gerist hluthafar í Fosshótelum. Ólafur vildi ekki nafngreina fyrir- tækin. Auqnablik... Nú er ISfeKr- Gleraugu með Hoya plastgleri, glampa- og rispuvörn. Styrkleiki +/-ó ásamt umgjörð. Áður 17.500, nú 12.500. Þú sparar 5.000 kr. Margskipt gler með breiðu lessvæði. Styrkleiki +/-6 ásamt umgjörð. Áður 35.450, nú 25.450. Þú sparar 10.000 kr. Við hugsum vei um sjón þína. PROFl£S^bPTIK Viðurkenndur siónfræðingur. _____________GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN LAUGAVEGI 24, SÍMI 552 0800 754 m.kr viðskipti á VÞÍ VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands námu 754 milljónum ki-óna í gær. Mest voru viðskipti með hluta- bréf, fyrir 259 milljónir króna, mest með bréf Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins fyrir tæplega 80 millj- ónir króna. Gengi bréfa í FBA var í lok dags 2,17, sem er 1,9% hækkun frá lokagengi dagsins á undan og 55% hæira en útboðsgengi. Verð hlutabréfa í UA hélt áfram að hækka og endaði gengið í 5,92 og hefur verð hlutabréfa hækkað um rúmlega 17% frá áramótum. Úrvalsvísitala lækkaði um 0,39%, sem má rekja til 2,1% lækkunar á bréfum í Eimskip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.