Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Bílaframleiðandinn Ford kaupir fólksbíladeild Volvo Ahyggjur innan sænsku ríkis- stjónmrimmr Kaupmannahöfn. Morgunblaðið, Gautaborg. Reuters. „ÞETTA er áfall fyrir sjálfstraust- ið,“ sagði í fréttaskýringu Dagens Nyheter af kaupum bandarísku Ford-bílaverksmiðjunnar á fólks- bílaframleiðslu Volvo íyrir fímmtíu milljarða sænskra króna, um 500 milijarða íslenskra króna. Fréttin um söluna er sú síðasta af mörgum fyrirtækjasölum eða flutningum, sem veldur sænsku stjórninni áhyggjum. Nú þegar Volvo stendur uppi með fullar hendur fjár eru lík- ur á að það verði notað til að kaupa Scania af Wallenberg-samsteyp- unni og renna traustum stoðum undir vörubflaframleiðsluna. Ýmsir vörpuðu þó öndinni léttar, því „Ford er betri en Fiat“ heyrðist víða, en Fiat var einn hugsanlegra kaupenda. Hluthafarnir hafa þó síð- asta orðið, en 1993 komu þeir í veg fyrir samruna Volvo og frönsku Renault-bílaverksmiðjanna. Meðal sérfræðinga þykir verðið eðlilegt, en stærðarmunur fyrirtækjanna er þó mikill. Á lista Financial Times í gær yfir 500 stærstu fyrirtæki heimsins er Ford í 48. sæti en Volvo í 352. sæti. Fullkomin viðbót segir Ford Ford Motor Co. í Bandaríkjunum sagði í gær að fólksbfladeild AB Volvo í Svíþjóð yrði fullkomin við- bót þess sem á vantaði í bílaúrvali Fords og veitti mikla möguleika á að auka umsvif sænska fyrirtækis- ins. Fyrstu fréttir sænska útvarpsins í gærmorgun voru að sala á Vol- vohlutabréfum hefði verið stöðvuð í kauphöllinni í Tókýó vegna óstað- fests orðróms um kaupin. Sá orðrómur fékkst svo staðfestur og kaupin voru kynnt á blaðamanna- fundum í Detroit og Gautaborg eft- ir hádegi. Hákan Frisinger, stjórn- arformaður Volvo, sagði að nú væri framtíð Volvo bjartari en áður og Jaeques Nasser, framkvæmdastjóri Ford, sagði að með kaupunum yrði framleiðslan breiðari og gæfí góðan vaxtargrundvöll. Rækilega var und- irstrikað að framleiðslunni yrði áfram stjórnað frá Gautaborg. „Við ætlum að fóstra og vernda Volvo Car,“ sagði aðalfram- kvæmdastjóri Ford, Jacques Nass- er, á blaðamannafundi. „Það er í okkar þágu og Volvo.“ Hann bætti því við að hann gerði ráð fyrir að Ford mundi selja sjö hundruð þús- und lúxusbfla um allan heim á næsta ári. „Ford er besti bandamaðurinn, besti samstarfsaðilinn og besti eig- andinn sem við gátum fengið,“ sagði forstjóri Volvo, Leif Johans- VOLVO-FORD SAMANBURÐUR Volvo AB í Svíþjóð ætlar að selja fólksbíladeild sína Ford Motor Co. í Bandaríkjunum fyrir tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Samkomulagið gerir Volvo kleift að einbeita sér að almenningsvögnum, vörubílum, flugiðnaði, búnaði í skip og vinnuvélar og það mun auka slaka markaðshlutdeild Fords í Evrópu. Markaður % af heildarsölu (1997) Önnur lönd 13 Bandarikin 69 % af heildarsölu (1997) Bílaiðnaður 80 Evrópa 18 Ford 1997 (*98) Sala $153,627m Hagnaður $6,920m Starfsmenn 363,892 Fjármögnun* $57,387m Fjármálaþjónusta 20 Markaður % af heildarsölu (1997) Önnur lönd 14 Svíþjóð 11 VOLVO Volvo 1997 (*98) % af heildarsölu (1997) Annað 21 Fólksbilar 52 Sala Hagnaður Starfsmenn Fjármögnun* $23,229m $1,31 Om 79,050 $10,649m N-Ameríka 28 Evrópa 47 Heimild: Hoover, Financial Times Vörubílar 27 son, á blaðamannafundinum. Hann bætti þvi við að verðið væri sann- gjarnt, hluthafar fengju sannvirði fjárfestingar sinnar og Volvo öðlað- ist fjárhagslegt bolmagn. Verð hlutabréfa í Volvo hækkar Salan gerir Volvo kleift að ein- beita sér að vörubflum, vinnuvélum í byggingariðnaði, vélum í skip og búnaði í flugvélar og eldflaugar. Jo- hansson sagði að ágóðanum af söl- unni yrði varið til að efla þessa starfsemi. I samræmi við þessa stefnu mun Volvo hætta framleiðslu almenningsvagna og vörubíla í verksmiðju sinni í Irvine í Skotlandi og munu 450 missa atvinnuna. Vol- vo sagði í nóvember að 6.000 störf yrðu lögð niður. Verð hlutabréfa í Volvo hækkaði um 10% þegar markaðurinn var opnaður í Stokkhólmi, en lækkaði aftur í 219,5 sænskar krónur, sem var níu króna hækkun um daginn. Volvo verður undir stjórn fyrir- tækis sem verður sameign Volvo og Ford. Stjórn fólksbfladeildarinnar Volvo Car verður áfram í Gauta- borg og mikill hluti rannsókna- og þróunarstarfs fyrirtækisins verður áfram í Svíþjóð. Þar sem sala hefur legið í loftinu lengi gætti ákveðins léttis hjá starfsfólkinu. Tuve Jo- hannesson sagðist ekki geta sagt neitt til um starfsfólkið, en 29 þús- und manns starfa við fólksbílafram- leiðsluna. „Hið sænskasta af öllu sænsku,“ var Volvo kallað aftur og aftur í gær. Nasser sagðist einnig hafa hug á að nýta góða stöðu Volvo- merkisins og jákvæða sænska gæðaímynd fyrirtækisins. Eftirvænting ríkir í sænskum viðskiptaheimi að sjá hvað Volvo gerir við peningana, sem fást fyrir fólksbflaframleiðsluna. Volvo keypti nýlega 13 prósenta hlut í Scania. Nú liggur í loftinu að Volvo hafí hug á að kaupa fyrirtækið alveg og leggja kapp á að verða enn öflugra á sviði vörubfla- og vélaframleiðslu. Scania tilheyrir Wallenberg-sam- steypunni, ekki Volvo. Meðan Pehr Gyllenhammar var framkvæmda- stjóri Volvo glímdi hann við Wallen- bergana um yfírráðin í sænsku efnahagslífi, en tapaði að vissu leyti er hann hætti hjá Volvo í kjölfar þess að hluthafarnir höfnuðu sam- runa Volvo og Renault 1993. Volvo á enn eftir að sannfæra sænska fjárfestingahópinn Investor AB, aðalfjárfestingaarm Wallen- berg-fjölskyldunnar, um að sam- runi Volvo-Scania sé besti kostur- inn. Investor hefur örlög Scania í hendi sér þar sem hópurinn á 45,5% hlut í fyrirtækinu. Trú á sænskum iðnaði Viðbrögðin við sölunni á þessum fánabera sænsks iðnaðar létu ekki standa á sér. Göran Persson forsæt- isráðherra vildi ekki tjá sig um söl- una fyrr en eftir blaðamannafund forstjóranna, en sagði hana þá góða fyrir Svíþjóð. Hún sýndi að erlend fyrirtæki tryðu á sænskan iðnað. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins, var ósammála og sagði strax í gær- morgun að salan undirstrikaði að bæta þyrfti aðstæður sænskra fyrir- tækja, einkum skattahliðina. Að Svíþjóð er land stórfyrirtækj- anna sést glögglega á áðurnefndum lista Financial Times, því þar eru sex sænsk fyrirtæki, eitt sænskt- fínnskt, en frá Finnlandi, Noregi og Danmörku eru eitt frá hverju landi. Ericsson hefur tilkynnt að Lundúnaskrifstofan öðlist aukið vægi, þó að höfuðstöðvarnar verði áfram í Stokkhólmi. Pappírsfyrir- tækið Stora flytur til Helsinki í kjölfar samruna við finnskt fyrir- tæki. Lyfjafyrirtækið Astra ráð- gerði samruna við hið breska Zeneca og flutning til Lundúna, en undirtektir hluthafa eru enn óljós- ar, svo nokkmydæmi séu tekin um landflóttann. I ljósi þessa kom Björn Rosengren atvinnuráðheiTa nýlega á nefnd með forsvarsmönn- um iðnaðarins og verklýðshreyfing- arinnar til að kanna ástandið. Orðrómurinn um hugsanlega sölu Volvo ýtti meðal annars undir stofnun þeirrar nefndar. Lego segir upp 1.000 manns Kaupmannahöfn. LEGO, hinn víðkunni danski leik- fangaframleiðandi, ætlar að segja upp 1.000 starfsmönnum á næsta ári til þess að fyrirtækið geti aftur skilað hagnaði. Eftirspum eftir hinum heims- frægu leikkubbum og öðrum leik- Annar Disney- garður við París? París. Reuters. EURO DISNEY gerir sér vonir um að opna annan skemmtigarð í Frakklandi árið 2002 til að minnast 10 ára afmælis Disneylands í París að sögn Gilles Pelisson forstjóra. Pelisson sagði í viðtali við franska biaðið Le Monde að nýi garðurinn yrði tileinkaður heimi kvikmynda og sjónvarps og mundi laða til sín 4,5 milljónir gesta fyrsta starfsár sitt og veita 4.500 manns atvinnu. Disneyland í París er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Evrópu og komu þangað 12,5 milljónir gesta í fyrra. Síðari garðurinn verður á sama stað í Marne-la-Vallee austur af París. Nýr Disneygarður verður opnaður í Tókýó á næsta ári og unnið er við nýjan garð í nágrenni Los Angeles. föngum Lego hefur minnkað á síð- ari árum á sama tíma og áhugi á tölvuleikjum hefur aukizt. Hagnaður fyrirtækisins minnk- aði í 62 milljónir danskra króna 1997 úr 470 milljónum danskra króna 1996. Sala fyrirtækisins nam 7,6 milljörðum danskra króna bæði árin. Kjeld Kirk Kristiansen aðal- framkvæmdastjóri sagði starfsfólki að niðurskurðurinn væri nauðsyn- legur til þess að fyrirtækið gæti aftur skilað hagnaði. Hann kvað fyrirtækið stefna að því að auka hagnað sinn um einn milljarð danskra króna. Talsmaður fyrirtækisins viður- kenndi að það væri rekið með tapi, þótt reikningar fyrirtækisins verði ekki birtir fyrr en í apríl. Aðallega verður sagt upp fólki í sölu- og markaðsdeildum og á skrifstofu. Tæpur helmingur 10.000 starfsmanna Lego starfar í Danmörku. Fyrsta tapið Lego, sem er í eigu Kristiansen- fjölskyldunnar, hefur ekki verið rekið með tapi síðan það var stofn- að 1932. Nýlega var tölvustýrt Lego-kerfi markaðssett. Fyrirtæk- ið á einnig skemmtigarða, þar á meðal einn í Windsor á Englandi. Stofnandi fyrirtækisins, Ole Kirk Kristiansen, var trésmiður, sem fékkst við leikfangagerð í tóm- stundum. Hinir heimsfrægu leikkubbar voru fundnir upp 1958.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.