Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 23

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 23 _______VIÐSKIPTI______ Ford dregur saman seglin í Bretlandi London. Reuters. BREZKT dótturfyrirtæki Ford Motor Co. hyggst draga meir úr framleiðslu í Dagenham, stærstu verksmiðju sinni í Bretlandi, vegna minni eftirspumar á veikum mörkuð- um í Evrópu og Rómönsku Ameríku. Þar sem dregið hefm- úr eftir- spurn í Evrópu og á öðrum útflutn- ingsmörkuðum eftir Fiesta, stolti Dagenham-verksmiðjunnar, kveðst Ford hafa ákveðið að stöðva bif- reiðaframleiðslu í 25 daga frá 1. febrúar til 30. apríl. Talið er að þessi síðasta aðhalds- aðgerð muni ná til 3.500 starfs- manna, eða um 12,5% starfsliðs Fords í Bretlandi, sem er skipað 28.000 mönnum. Starfsemi Fords í Bretlandi fer fram á 23 stöðum, en fyrst og fremst í Dagenham-verksmiðjunni, og eru starfsmenn hennar 7.300. Niðurskurðurinn kemur í kjölfar fleiri aðhaldsaðgerða í október þeg- ar hafizt var handa um að draga úr framleiðslunni í Bretlandi vegna minnkandi eftirspurnar í Evrópu, Brasilíu og Mexíkó. Air France einka- vætt að hluta París. Reuters. FRANSKA ríkisstjórnin hefur sett um 16,4% hlutabréfa í hinu ríkis- rekna flugfélagi Air France í um- ferð. Ráðuneyti fjármála og sam- gangna sögðu í sameiginlegri til- kynningu að um 32 milljónum hluta- bréfa í félaginu yrði komið í sölu á hlutabréfamarkaði. Ráðunautar frönsku stjórnarinn- ar leggja til að stofnanafjárfestum verði boðið hvert bréf á 12-14,2 evr- ur, eða 79-93 franka. Samkvæmt þessu er félagið metið á 2,34-2,77 milljarða eyra, eða 15,4-18,2 milljarða franka. Ágóði rík- isins verður 2,4-3 milljarðar franka. Litlum fjárfestum gefst kostur á bréfum með afslætti og bréf verða tekin frá fyrir flugliða og aðra starfsmenn. Þeir samþykktu að fá hlutabréf í staðinn fyrir kauplækk- anir, sem miðuðu að þvi að gera fé- lagið samkeppnishæfara. Upphaflega átti takmörkuð einkavæðing Air France að fara fram í fyrrahaust, en henni var frestað vegna iamandi verkfalls flugmanna. Það varð til þess að hagnaður á helmingi reikningsárs- ins 1998/99 minnkaði í 1,34 milljarða franka úr 1,75 milljörðum. fliiar pizzur ð uöeins 099 hr. Við bjóðum nú allar pizzur á 899 kr. Skiptir þá engu hversu stór pizzan er, hvort áleggstegundirnar eru I eða 10, hvort þú sækir uppáhaldspizzuna þína eða snæðir hana einfaldlega í góðu yfirlæti hjá okkur á Austurströnd eða í Hlíðarsmáranum. Athugið beinan síma á Austurströnd: 561 0070 Kynntu þér hin frábæru heimsendingartilboð okkar! ...fín sending! Hlíðarsmára 8 ~ Kópavogi Austurströnd 8 ~ Seltjarnarnesi Volvo V70 Cross Country er sniðinn fyrir ísland. Margir samverkandi þættir tryggja einstaka aksturseiginleika við ólíkar og erfiðar aðstæður, hvort sem er á leyndum hálkublettum í borginni eða þungri vetrarfærð á íjallvegum. Volvo V70 Cross Country hefur lágan þyngdarpunkt og góða þyngdardreifingu, en jafnframt næga veghæð sem haldið er stöðugri með sjálfvirkri hleðslujöfnun. Lágþrýst bensinvél með forþjöppu og millikæli skilar 193 hestóflum og hefur mikinn togkraft á öllu snúningssviðinu. Sjálfvirkur aldrifsbúnaður með seigju- tengslum deilir vélaraflinu milli hjólanna, í samræmi við breytilegar aðstæður. Fjölliðaöxull með fullri driflæsingu og háþróuð TRACS spólvöm tryggja ávallt besta mögulegt veggrip. Fullkomið hemlakerfi með ABS læsivöm og EBD afldreifingu lágmarkar hemlunarvegalengd. BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 aldrifinn o g albúinn VOLVO V70XC AWD CROSS COUNTRY Upplifðu hann í reynsluakstri Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Biley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sfmi 482 3100 Tvisturinn Faxastrá 36 • Vestmannaeyjum Sími 481 3141 ... FÆRIFLESTAN SNJO...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.