Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 30

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ósló. Morgunblaðið. STEINAR Bastesen, hvalveiðimað- ur og þingmaður á norska Stór- þinginu, safnar nú stuðningsyfir- lýsingum í því skyni að stofna nýj- an stjdrnmáiaflokk. Mikil átök manna í millum hafa sett svip sinn á starf flokksins Þverpdiitísk þjdð- arsamtök, sem Bastesen er þing- maður fyrir. Bastesen viðurkenndi i samtali við Dagbladet að samstarf sitt og Haralds Harams, leiðtoga Þverpdlitískra þjdðarsamtaka, Bastesen safnar und- irskriftum væri ekki ýlqa gott. Viðurkenndi Bastesen einnig að hann safnaði nú undirskriftum í því augnamiði að stilla upp lista í Ósld fyrir kom- andi sveitarstjdmarkosningar, sem fram eiga að fara í haust. Lýsir Haram framferði Baste- sens sem svikum við flokkinn. Sagði einnig Arvid Falch, annar fulltrúi flokksins á Stdrþinginu, að löngu væri orðið tímabært að Bastesen gerðist einfaldlega full- trúi fyrir þann flokk sem hann er jafnan kenndur við, Sjávarsíðu- flokkinn. Ætli Bastesen og samstarfsmenn hans í raun og vem að bjdða fram undir merkjum nýs flokks þurfa þeir að hafa safnað fímm þúsund undirskriftum fyrir 1. febrúar. l,i . ’ .>»«.4^ ■ ■ ■ Takmarkað magn! Frábær hugbúnaður fylgir: , • Claris Works (ritvinnsla, t J töflureiknir, gagnagrunnur ofl.) L * Internet Explorer og Netscape netvafrar fs • Fax STF fax hugbúnaður v / • Kai's Photo Soap SE myndvinnsluforrit * • MDK skotleikur • Nanosaur skotleikur • Thingin Things og Sammy fyrir bömin 3ja mánaða internet áskrift... __________ islandia intemet iMACertölan sem farið hcfnr sígnr- för um heiminn! iMAC er tfjjva fvrir alla! G3 örgjörvi 4 Gh harður 56 Kb mótald Gcisladrif Víöóma hátalarar Deilt um doll- aradrauma Argentínu Stjórnvöld í Argentínu hafa viðrað hugmyndir um að taka upp Bandaríkja- dollara sem gjaldmiðil í stað pesós. HAGFRÆÐINGAR hafa undan- farna daga óspart skipst á skoð- unum um hugmyndir Argentínu- manna um að taka gjaldmiðil sinn, pesóinn, úr umferð og notast í stað- inn alfarið við Bandaríkjadollara. Eru menn alls ekki á eitt sáttir í þessum efnum og er því jafnvel haldið fram að Ai-gentínumenn hafi ekki raunverulega í hyggju að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd, markmið þeirra hafi ein- faldlega verið að styrkja trú mark- aða á hagkerfi landsins. Hefur enda komið á daginn að dregið hefur úr áhyggjum alþjóðlegra fjárfesta um að Argentína feti í fótspor Brasilíu og felli gengi gjaldmiðils síns. Hugmyndir Argentínumanna tengjast þeim fjármálaörðugleikum sem þjakað hafa Brasilíu undanfarn- ar tvær vikur. Var það Pedro Pou, forseti ai-gentínska seðlabankans, sem tilkynnti á blaðamannafundi í liðinni viku að nú væru til athugunar þrjár ólíkar leiðir til að draga úr, eða hætta algerlega, notkun pesós: ins og taka upp dollara þess í stað. í þeirri fyrstu fælist að pesóinn yi-ði einfaldlega lagður niður og dollari tekinn upp. I öðru lagi mætti koma á eins konar myntbandalagi Ameríku- ríkjanna, en það fæli m.a. í sér að stofnaður yrði seðlabanki íyrir allt svæðið. Síðasti kosturinn yrði ein- faldara myntbandalag, sem ekki fæli í sér stofnun sérstaks seðlabanka. Sagði Pou að Argentínumenn ættu nú í viðræðum við fulltrúa Bandaríkjastjórnar um þessi mál og staðfesti talsmaður bandaríska fjár- málaráðuneytisins að þótt enginn formlegur vinnuhópur hefði verið skipaður væru Bandaríkjamenn alltaf tilbúnir að ræða slík málefni við fulltrúa erlendra ríkja. Pou lagði að vísu áherslu á að dollari yrði ekki tekinn upp í Ar- gentínu „á næstu dögum eða jafnvel vikum“. Sagði hann að hér væri um að ræða langtíma áaatlun sem Ar- gentínumenn vildu gera til að auka hagvöxt í landinu, með því að sam- ræma vexti í Argentínu við það sem gerist í Bandaríkjunum. Tóku upp myntráð árið 1991 Óðaverðbólga geisaði í Argentínu á níunda áratugnum og náði há- marki árið 1989 þegar verðbólga var um og yfír 5000%. Ákváðu stjórn- völd í kjölfarið að setja myntráð á laggirnar til að ná stjóm á efnahags- málunum. Var þessu hrint í fram- kvæmd árið 1991. Þetta fól í sér að gengi pesósins var tengt dollara og fyrir hvern pesó í umferð lagði seðlabankinn áherslu á að eiga einn dollara á móti í sjóðum sínum. Vald seðlabankans í peningamál- um varð í raun heldur lítið við þess- ar aðstæður og er bankanum t.d. ekki lengur kleift að hlutast til um gengi pesósins með beinum hætti. Þótt sjálfstæðri peningastefnu væri þar með að nokkru fórnað tókst með þessu að koma á stöðugleika í fjár- málum landsins, enda kemur svo miðstýrt fyrirkomulag í veg fyrir sí- fellda seðlaprentun, sem stuðlar að óðaverðbólgu. Þrátt fyrir stöðugleikann hefur Argentínumönnum hins vegar ekki tekist að komast hjá háum vaxta- greiðslum enda virðist sem alþjóð- legar fjái-málastofnanir eigi erfitt með að yfn-vinna ótta um að Argent- ínumenn muni slíta tengingunni við dollara. Hefur Argentínumönnum ekki tekist að öðlast þá tiltrú mark- aða á gjaldmiðilinn sem að var stefnt og er afleiðingin sú að vextir í landinu eru áfram mjög háir. Skiptar skoðanir meðal hagfræðinga Skiptar skoðanir eru meðal hag- fræðinga um ágæti þeirra hug- mynda sem Argentínumenn hafa nú sett fram. Segja fylgjendur slíkra hugmynda að í raun muni Argent- ínumenn ekki tapa neinu ef þeir tækju pesóinn úr umferð - nema ef vera skyldi hluta af þjóðarstolti sínu - en gætu með því að láta stefnu- mörkun í gjaldmiðilsmálum í raun í hendur Bandaríkjamanna líklega forðað sér frá viðlíka vandræðum og riðu yfir nýlega í Brasilíu. En þessu eru ekki allir sammála. „Það er fáránlegt að halda að Ar- gentínumenn geti varið efnahag sinn með því að kasta pesóinum fyrir róða og taka þess í stað upp dollara þegar á það er litið að þein-a helsti viðskiptaaðili er Brasilía og að gengi brasilíska gjaldmiðilsins hefur hrap- að mjög að undanförnu," sagði Peter Kenen, hagfræðingur við Princeton- háskóla. Gerir Kenen lítið úr hugmyndum þess efnis að álfan í heild geti mynd- að sterka blokk með mjmtbandalagi áþekku EMU-bandalagi Evrópu- sambandsríkjanna, ekki síst þar sem önnur ríki S-Ameríku hafa ekki lýst jafn miklum áhuga og Argentínu- menn á að gefa upp á bátinn stjóm gjaldmiðilsins í því skyni að tryggja verðstöðugleika. „Evrópa er alveg sér á báti. Þar er til staðar áratuga- löng saga sameiginlegra ákvarðana," segir Kenen. „An fimmtíu ára Evr- ópusamvinnu hefði ekkert evrópskt myntbandalag komið til.“ Umræða sem áður var talin óhugsandi A það er bent að í raun yrði ekki um svo mikla breytingu að ræða fyr- ir Argentínumenn, ef þeir tengdust dollaranum, því núverandi fyrir- komulag, myntráðið, bindur hvort eð er hendur seðlabankans í landinu. Mætti í raun alveg eins láta banda- ríska seðlabankann um slíkt þótt það hefði þann ókost í för með sér að Argentínumenn sjálfir hefðu engin áhrif á ákvarðanir og stefnumörkun bandaríska seðlabankans, og væru þannig eins konar gísl Bandaríkja- manna í peningamálum. Ekki er heldur líklegt að upptaka dollarans í Argentínu myndi breyta miklu fyrir Bandaríkjamenn og að mati The Wall Street Journal gæti seðlabankinn bandaríski nokkuð auðveldlega annað þeirri auknu eft- irspurn sem fylgja myndi í kjölfarið. Er dollarinn nú þegar nánast jafn- gildur pesóinum í Argentínu þótt öll starfsemi argentínska ííkisins bygg- ist reyndar á notkun pesós. En hvort sem Argentínumönnum er alvara með að taka upp dollarann eða hvort þeir ljáðu máls á þessum möguleika í þeirri von að umræðan ein og sér myndi valda því að þeim reynist ekki nauðsynlegt að taka skrefið til fulls þá segja sérfræðing- ar að umræðan nú sýni í það minnsta að það sem áður var talið óhugsandi er alls ekki svo fjar- stæðukennt í dag. I heimi þar sem hrun í einni heimsálfu hefur um- svifalaust áhrif á hagvöxt annars staðar er eðlilegt að þeirri spurn- ingu sé velt upp hvort lítið og af- markað efnahagssvæði geti átt sinn eiginn gjaldmiðill og varið hann gegn þeim kraftmiklu vindum sem oft blása í efnahagsmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.