Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 33 Fjórar samískar listakonur í Nor- ræna húsinu NY STENDUR yfir sýning á verk- um eftir fjórar listakonur frá Samalandi í sýningarsölum Nor- ræna hússins. Sýningin heitir á samísku „Geaidit“ sem mætti þýða sem sjónhverfingar. Verkin hafa vísan til uppnma þeirra sem Sama, en listakonurnar eru allar þekktar í heimalandinu og utan þess og hafa kynnt samíska menningu og listir á Norðurlöndum og víðar, segir í fréttatilkynningu. Listakon- urnar eru Britta Marakatt Labba og Maj-Lis Skaltje frá Svíþjóð, Ingunn Utsi frá Noregi og Marja Helander frá Finnlandi. Britta Marakatt Labba sýnir textílverk og segir í verkum sín- um sögur með því að sauma þær með litríku garni í efni. Hún stundaði nám í Sunderby lýðhá- skólanum, listadeild 1971-73, Listiðnaðarskólanum, Gautaborg- arháskóla - textíl- og handverks- deild 1974-78. Hún hefur gert skreytingar í opinberum bygging- um og verk hennar eru í eigu listasafna á Norðurlöndum. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Norð- urlöndum og víðar. Maj-Lis Skaltje hóf myndlistar- feril sinn að afloknu háskólaprófi og starfaði m.a. við svæðisútvarp Sama í Svíþjóð. Hún lauk Fil.pol.mag. frá Uppsala háskóla ái-ið 1966. Hún stundaði nám í Nor- ræna listaskólanum í Kokkola árin 1989-91 og í Myndlistaskólanum í Helsingfors 1991. Maj-Lis hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún notar ýmsa tækni við myndverk sín, m.a. skinn og tölvugrafík. Ingunn Utsi á að baki langan myndlistarferil og hefur sýnt á Norðurlöndum og víðar. Hún sýnir teikningar og skúlptúra unna úr rekavið og notar ýmis efni önnur til að fullkomna verkið. Hún stundaði nám í Listaskólanum í Þrándheimi árin 1973-75 og 1977. Hún hefur gert skreytingar í opin- berum byggingum og verk hennar eru í eigu listasafna í Noregi og Svíþjóð. Marja Helander stundar nám í ljósmyndun við listatækniháskól- ann í Helsinki. Hún hefur verið til- nefnd til FotoFinlandia verðlaun- anna og hefur tekið þátt í mörgum Ijósmyndasýningum. Marja Helander kannar ætt sína og þjóð með hjálp heimildaljósmynda. Þar sameinast sjónræn mannfræði, samískt landslag og nýjustu að- ferðir og tækni við gerð ljósmynda. í bakgrunni landslagsmyndanna er svipmót foi-föður samískrar ættar hennar, Kajda-Nilla, sem hlekkur á milli fortíðar og nútíðar. SIIDA samasafnið í Inari í Norður Finnlandi og Náttúru- stofnun Lapplands höfðu umsjón með sýningunni. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Henni lýkur 14. febrúar. EIN kvenmynda Gunnars Þjóðbjörns. U í Kona” í Bílar & list LISTAMAÐURINN Gunnar Þjóðbjörn Jónsson opnar sýningu á verkum sinum í bflar & list að Vegamótastíg 4 á morgun, laug- ardag, kl. 16. 011 verkin eru unn- in með olíu á striga og er þema sýningarinnar „Kona“. Gunnar lauk námi frá Glermesterskolen ved Holbæk f Danmörku árið 1996 og frá mál- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1993. Sýn- ingin er opin virka daga frá 10-18 og laugardaga 10-16. Valin til þátttöku í alþjóð- legri málverkasamkeppni VERK eftir Ernu G. Sigurðar- dóttur, Guðrúnu E. Ólafsdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Soffíu Sæ- mundsdóttur og Þorstein Helga- son voru valin til að keppa íýrir íslands hönd í alþjóðlegri mál- verkasamkeppni sem myndlistar- vörufyrirtækið Winsor & Newton stendur fyrir í tilefni aldamót- anna. Þátttakendur í keppninni eru frá 54 löndum og er þetta stærsta málverkasamkeppni sem haldin hefur verið og er það skráð í heimsmetabók Guinness. Valin eru fimm bestu málverkin í hverju þátttökulandi og verða þau send til London þar sem lokakeppnin fer fram. Líkur eni á að Karl Bretaprins muni opna sýningu á þessum verkum í London en hún verður einnig sett upp í Brussel, Stokkhólmi og New York, segir í fréttatilkynn- ingu. Skipuð var þriggja manna dómnefnd frá Pennanum, Hallar- múla og veitir Winsor & Newton verðlaun fyrir 12 bestu málverkin í lokakeppninni. Þær myndir verða síðan prentaðar á dagatal fyrir árið 2000 sem gefið verður út af Winsor & Newton. skólans, þá í Myndlista- og handíða- skólann 1994-’97 og að lokum í sjálf- stætt nám við Academie Výtvamich Umeníe Myndlistaakademíuna í Prag 1998. Sýningin stendur til föstudagsins 19. febrúar. ------------------- Heklu. Einar mun ganga út frá fullyrðingunni: „Listin hermir eft- ir náttúrunni". Gabríela með innsetningu í Galleríi Sævars Karls GABRÍELA Friðriksdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls á morgun, laugardag, kl. 14. Gabríela er stúdent frá MR 1992, var í myndlistaskólanum RYMI ‘92-’93, fór í fomámsdeild Mynd- lista- og handíðaskólans ‘93—’94, sumarið ‘94 í tréiðnaðardeild Iðn- Námskeið osf fyrirlestrar hjá MHÍ LEIFUR Þorsteinsson ljósmynd- ari heldur námskeið í myndbreyt- ingu í tölvu-“photoshop“ í tölvuveri MHÍ í Skipholti vikuna 8.-12. febr- áur. Unnið er með breytingar og lagfæringar á tónum og litum. íslensk myndlist í eina öld er yf- irskrift námskeiðs sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sér um og hefst 8. febrúar. Kennt verður í Skipholti 1. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur heldur fyrirlestur um samtímamyndlist tímabiisins 1960-95, innanlands og utan, í Skipholti 1, og hefjast fyrirlestr- arnir 9. febrúar. Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður heldur fyrirlest- ur í Laugarnesi mánudaginn 1. febrúar, er nefnist Flogið yfir Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGIN Norðurleið - Suður- leið lýkur nú á sunnudag. A sýn- ingunni eru verk eftir Ulrich Dúr- renfeld, Ulrike Geitel og Ralf Werner frá Köln, Erwin Herbst og Joachim Fleischer frá Stuttgart og Dominique Evrard frá Frakklandi. Sýningin er opin daglega nema mánudaga frá kl. 14-18. ------------- Tónlistar- og menningarkvöld í Þorlákskirkju TÓNLISTAR- og menningarkvöld verður í Þorlákskirkju á sunnudag kl. 20.30. Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti leikur orgelverk. Þá mun Söngfélag Þor- lákshafnar syngja undir stjórn Ró- berts Darlings. Ræðumaður kvöldsins verður biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson. Þóra Björnsdóttir Einsöngvara- próf Þóru Björnsdóttur ÞÓRA Björnsdóttir og Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika í Tónleikasal Söng- skólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, á morgun, laugardag kl. 14.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Þóru frá Söngskól- anum í Reykjavík. A efnisskránni eru m.a. íslenskir Ijóðasöngvar eftir Pál ísólfsson og Jón Asgeirsson og „Der Hirt auf dem Felsen“ eftir Schubert, þar sem Ármann Helga- son klarinettleikari verður þeim til fulltingis, ljóð Grieg og Fauré. Einnig verða fluttar aríur og atriði úr óperum m.a. atriði Paminu og drengjanna þriggja úr Töfraflaut- unni eftir Mozart. Þórunn Día Steinþórsdóttir, Guðríður Þ. Gísla- dóttir og María Mjöll Jónsdóttir syngja hlutverk drengjanna. Þóra Björnsdóttir hóf tónlistar- nám við Tónlistarskólann á Akra- nesi og stundaði söngnám einn vet- ur við Tónlistarskólann í Hafnar- firði. Haustið 1991 hóf hún nám hjá Katrínu Sigurðardóttur við Söng- skólann í Reykjavík og lauk 8. stigi vorið 1995. Þaðan lá leiðin í Bostaon Conservatory þar sem hún nam undir leiðsögn Sarah Goldstein. Undanfarin tvö ár hefur hún stund- að framhaldsnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hún tók burtfarar- próf (Advanced Certificate) sl. vor. Þóra tók þátt í uppfærslu Nem- endaóperu Söngskólans á Töfra- heimi prakkarans eftir Ravel og Oklahoma eftir Rodgers. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmsi tækifæri og er félagi í Kór ís- lensku óperunnar. ------♦♦♦------- Jojok-tónleik- ar á Samaviku FINNSKI tónlistarmaðurinn Wimme Saari heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Non-æna húsinu á morgun, laugardag kl. 20.30. Hann kemur hingað til landsins ásamt hljómsveit sinni, Wimme. I hljóm- sveitinni eru Matti Wallenius, Tapani Rinne og Jari Kokkonen. Þeir hafa áður leikið saman, m.a. í hljómsveitinni Rinne Radio. Tónlist Wimme hefur verið skilgreind á marga vegu, m.a. sem nútíma-jojk, ambiant-jojk, technó-jojk. Jojkið er í fyrirrúmi og hljóðfærin gefa lit og undirstrika stefið, en jojk er gamall hefðbundinn söngmáti Sama. Aðgangseyi'ir er 1.000 kr. Tvö tríó klassíska tímabilsins í Hásölum TÓNLISTARSKÓLI Hafnar- fjarðar heldur tónleika í Há- sölum á morgun, laugardag kl. 16. Þar koma fram þrír kennarar skólans, þau Petrea Óskarsdóttir, flautuleikari, Martin E. Frewer fiðluleikari og Þórhildur Jónsdóttir selló- leikari. A tónleikunum leika þau tvö tríó klassíska tíma- bilsins: Lundúnatríóið eftir J. Haydn og Tríó op. 87 eftir L. van Beethoven. Martin E. Frewer lærði bæði á fiðlu og píanó og fékk snemma styrk til náms. Hann er útskrifaður bæði sem stærðfræðingur frá Ox- ford University og fiðluleik- ari frá Guildliall School of Music and Drama. Martin hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands frá árinu 1983. Petrea Óskarsdóttir lauk burtfararprófi á þverflautu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989 þar sem Bemhard Wilkinson var kennari hennar. Petra hélt síðan til Frakklands þar sem hún stundaði framhaldsnám í þrjú ár við Conservatoire de Region í Versölum þar sem Jean-Michel Varache var kennari hennar. Þórhildur Jónsdóttir lauk einleikaraprófi á selló frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík árið 1992 og var Gunnar Kvaran kennari hennar. Síðan lá leiðin til Manchester í Englandi þar sem hún stund- aði nám í fjögur ár við Royal Northern College of Music of Manchester. í Englandi var aðalkennari hennar Emma Femand. Tónleikarnir eru í röð tón- leika sem kennarar skólans verða með á næstu mánuðum í Hásölum. Bókakvöld Sagnfræð- ingafélagsins ÁRLEGUR bókafundur Sagnfræðingafélags Islands verður haldinn í húsi Sögufé- lags í Fischersundi á morgun, laugardag kl. 13.30. A fundinum verður rætt um fjórar bækur sem komu út fyrir jólin. Sigríður Matthías- dóttir ræðir um Mannkyn- bætur eftir Unni Birnu Karls- dóttur. Ami Daníel Júlíusson ræðir um bæði bindi af sögu Reykjavíkur á þessari öld eft- ir Eggert Þór Bernharðsson, sem tilnefndur var til bók- menntaverðlauna. Ármann Jakobsson fjallar um ævisögu Ái-na Magnússonar eftir Má Jónsson og Davíð Ólafsson um bók Eiríks Guðmundsson- ar, Gefðu mér veröldina. Stefán Sig- valdi sýnir í Gallerí Geysi STEFÁN Sigvaldi Ki-istins- son opnar sína fyi'stu einka- sýningu á morgun, laugardag, kl. 16. Stefán Sigvaldi er fjölfatl- aður og sýnir bæði teikningar og olíumálverk. Sýningin stendur til 14. febrúar og er opin virka daga kl. 8-22, föstudag til kl. 19 og um helg- ar frá kl. 12-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.