Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.01.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 33 Fjórar samískar listakonur í Nor- ræna húsinu NY STENDUR yfir sýning á verk- um eftir fjórar listakonur frá Samalandi í sýningarsölum Nor- ræna hússins. Sýningin heitir á samísku „Geaidit“ sem mætti þýða sem sjónhverfingar. Verkin hafa vísan til uppnma þeirra sem Sama, en listakonurnar eru allar þekktar í heimalandinu og utan þess og hafa kynnt samíska menningu og listir á Norðurlöndum og víðar, segir í fréttatilkynningu. Listakon- urnar eru Britta Marakatt Labba og Maj-Lis Skaltje frá Svíþjóð, Ingunn Utsi frá Noregi og Marja Helander frá Finnlandi. Britta Marakatt Labba sýnir textílverk og segir í verkum sín- um sögur með því að sauma þær með litríku garni í efni. Hún stundaði nám í Sunderby lýðhá- skólanum, listadeild 1971-73, Listiðnaðarskólanum, Gautaborg- arháskóla - textíl- og handverks- deild 1974-78. Hún hefur gert skreytingar í opinberum bygging- um og verk hennar eru í eigu listasafna á Norðurlöndum. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Norð- urlöndum og víðar. Maj-Lis Skaltje hóf myndlistar- feril sinn að afloknu háskólaprófi og starfaði m.a. við svæðisútvarp Sama í Svíþjóð. Hún lauk Fil.pol.mag. frá Uppsala háskóla ái-ið 1966. Hún stundaði nám í Nor- ræna listaskólanum í Kokkola árin 1989-91 og í Myndlistaskólanum í Helsingfors 1991. Maj-Lis hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún notar ýmsa tækni við myndverk sín, m.a. skinn og tölvugrafík. Ingunn Utsi á að baki langan myndlistarferil og hefur sýnt á Norðurlöndum og víðar. Hún sýnir teikningar og skúlptúra unna úr rekavið og notar ýmis efni önnur til að fullkomna verkið. Hún stundaði nám í Listaskólanum í Þrándheimi árin 1973-75 og 1977. Hún hefur gert skreytingar í opin- berum byggingum og verk hennar eru í eigu listasafna í Noregi og Svíþjóð. Marja Helander stundar nám í ljósmyndun við listatækniháskól- ann í Helsinki. Hún hefur verið til- nefnd til FotoFinlandia verðlaun- anna og hefur tekið þátt í mörgum Ijósmyndasýningum. Marja Helander kannar ætt sína og þjóð með hjálp heimildaljósmynda. Þar sameinast sjónræn mannfræði, samískt landslag og nýjustu að- ferðir og tækni við gerð ljósmynda. í bakgrunni landslagsmyndanna er svipmót foi-föður samískrar ættar hennar, Kajda-Nilla, sem hlekkur á milli fortíðar og nútíðar. SIIDA samasafnið í Inari í Norður Finnlandi og Náttúru- stofnun Lapplands höfðu umsjón með sýningunni. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Henni lýkur 14. febrúar. EIN kvenmynda Gunnars Þjóðbjörns. U í Kona” í Bílar & list LISTAMAÐURINN Gunnar Þjóðbjörn Jónsson opnar sýningu á verkum sinum í bflar & list að Vegamótastíg 4 á morgun, laug- ardag, kl. 16. 011 verkin eru unn- in með olíu á striga og er þema sýningarinnar „Kona“. Gunnar lauk námi frá Glermesterskolen ved Holbæk f Danmörku árið 1996 og frá mál- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1993. Sýn- ingin er opin virka daga frá 10-18 og laugardaga 10-16. Valin til þátttöku í alþjóð- legri málverkasamkeppni VERK eftir Ernu G. Sigurðar- dóttur, Guðrúnu E. Ólafsdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Soffíu Sæ- mundsdóttur og Þorstein Helga- son voru valin til að keppa íýrir íslands hönd í alþjóðlegri mál- verkasamkeppni sem myndlistar- vörufyrirtækið Winsor & Newton stendur fyrir í tilefni aldamót- anna. Þátttakendur í keppninni eru frá 54 löndum og er þetta stærsta málverkasamkeppni sem haldin hefur verið og er það skráð í heimsmetabók Guinness. Valin eru fimm bestu málverkin í hverju þátttökulandi og verða þau send til London þar sem lokakeppnin fer fram. Líkur eni á að Karl Bretaprins muni opna sýningu á þessum verkum í London en hún verður einnig sett upp í Brussel, Stokkhólmi og New York, segir í fréttatilkynn- ingu. Skipuð var þriggja manna dómnefnd frá Pennanum, Hallar- múla og veitir Winsor & Newton verðlaun fyrir 12 bestu málverkin í lokakeppninni. Þær myndir verða síðan prentaðar á dagatal fyrir árið 2000 sem gefið verður út af Winsor & Newton. skólans, þá í Myndlista- og handíða- skólann 1994-’97 og að lokum í sjálf- stætt nám við Academie Výtvamich Umeníe Myndlistaakademíuna í Prag 1998. Sýningin stendur til föstudagsins 19. febrúar. ------------------- Heklu. Einar mun ganga út frá fullyrðingunni: „Listin hermir eft- ir náttúrunni". Gabríela með innsetningu í Galleríi Sævars Karls GABRÍELA Friðriksdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls á morgun, laugardag, kl. 14. Gabríela er stúdent frá MR 1992, var í myndlistaskólanum RYMI ‘92-’93, fór í fomámsdeild Mynd- lista- og handíðaskólans ‘93—’94, sumarið ‘94 í tréiðnaðardeild Iðn- Námskeið osf fyrirlestrar hjá MHÍ LEIFUR Þorsteinsson ljósmynd- ari heldur námskeið í myndbreyt- ingu í tölvu-“photoshop“ í tölvuveri MHÍ í Skipholti vikuna 8.-12. febr- áur. Unnið er með breytingar og lagfæringar á tónum og litum. íslensk myndlist í eina öld er yf- irskrift námskeiðs sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur sér um og hefst 8. febrúar. Kennt verður í Skipholti 1. Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur heldur fyrirlestur um samtímamyndlist tímabiisins 1960-95, innanlands og utan, í Skipholti 1, og hefjast fyrirlestr- arnir 9. febrúar. Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður heldur fyrirlest- ur í Laugarnesi mánudaginn 1. febrúar, er nefnist Flogið yfir Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGIN Norðurleið - Suður- leið lýkur nú á sunnudag. A sýn- ingunni eru verk eftir Ulrich Dúr- renfeld, Ulrike Geitel og Ralf Werner frá Köln, Erwin Herbst og Joachim Fleischer frá Stuttgart og Dominique Evrard frá Frakklandi. Sýningin er opin daglega nema mánudaga frá kl. 14-18. ------------- Tónlistar- og menningarkvöld í Þorlákskirkju TÓNLISTAR- og menningarkvöld verður í Þorlákskirkju á sunnudag kl. 20.30. Skólakór Kársnesskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti leikur orgelverk. Þá mun Söngfélag Þor- lákshafnar syngja undir stjórn Ró- berts Darlings. Ræðumaður kvöldsins verður biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson. Þóra Björnsdóttir Einsöngvara- próf Þóru Björnsdóttur ÞÓRA Björnsdóttir og Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika í Tónleikasal Söng- skólans, Smára, Veghúsastíg 7, Reykjavík, á morgun, laugardag kl. 14.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Þóru frá Söngskól- anum í Reykjavík. A efnisskránni eru m.a. íslenskir Ijóðasöngvar eftir Pál ísólfsson og Jón Asgeirsson og „Der Hirt auf dem Felsen“ eftir Schubert, þar sem Ármann Helga- son klarinettleikari verður þeim til fulltingis, ljóð Grieg og Fauré. Einnig verða fluttar aríur og atriði úr óperum m.a. atriði Paminu og drengjanna þriggja úr Töfraflaut- unni eftir Mozart. Þórunn Día Steinþórsdóttir, Guðríður Þ. Gísla- dóttir og María Mjöll Jónsdóttir syngja hlutverk drengjanna. Þóra Björnsdóttir hóf tónlistar- nám við Tónlistarskólann á Akra- nesi og stundaði söngnám einn vet- ur við Tónlistarskólann í Hafnar- firði. Haustið 1991 hóf hún nám hjá Katrínu Sigurðardóttur við Söng- skólann í Reykjavík og lauk 8. stigi vorið 1995. Þaðan lá leiðin í Bostaon Conservatory þar sem hún nam undir leiðsögn Sarah Goldstein. Undanfarin tvö ár hefur hún stund- að framhaldsnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Hún tók burtfarar- próf (Advanced Certificate) sl. vor. Þóra tók þátt í uppfærslu Nem- endaóperu Söngskólans á Töfra- heimi prakkarans eftir Ravel og Oklahoma eftir Rodgers. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við ýmsi tækifæri og er félagi í Kór ís- lensku óperunnar. ------♦♦♦------- Jojok-tónleik- ar á Samaviku FINNSKI tónlistarmaðurinn Wimme Saari heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Non-æna húsinu á morgun, laugardag kl. 20.30. Hann kemur hingað til landsins ásamt hljómsveit sinni, Wimme. I hljóm- sveitinni eru Matti Wallenius, Tapani Rinne og Jari Kokkonen. Þeir hafa áður leikið saman, m.a. í hljómsveitinni Rinne Radio. Tónlist Wimme hefur verið skilgreind á marga vegu, m.a. sem nútíma-jojk, ambiant-jojk, technó-jojk. Jojkið er í fyrirrúmi og hljóðfærin gefa lit og undirstrika stefið, en jojk er gamall hefðbundinn söngmáti Sama. Aðgangseyi'ir er 1.000 kr. Tvö tríó klassíska tímabilsins í Hásölum TÓNLISTARSKÓLI Hafnar- fjarðar heldur tónleika í Há- sölum á morgun, laugardag kl. 16. Þar koma fram þrír kennarar skólans, þau Petrea Óskarsdóttir, flautuleikari, Martin E. Frewer fiðluleikari og Þórhildur Jónsdóttir selló- leikari. A tónleikunum leika þau tvö tríó klassíska tíma- bilsins: Lundúnatríóið eftir J. Haydn og Tríó op. 87 eftir L. van Beethoven. Martin E. Frewer lærði bæði á fiðlu og píanó og fékk snemma styrk til náms. Hann er útskrifaður bæði sem stærðfræðingur frá Ox- ford University og fiðluleik- ari frá Guildliall School of Music and Drama. Martin hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands frá árinu 1983. Petrea Óskarsdóttir lauk burtfararprófi á þverflautu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1989 þar sem Bemhard Wilkinson var kennari hennar. Petra hélt síðan til Frakklands þar sem hún stundaði framhaldsnám í þrjú ár við Conservatoire de Region í Versölum þar sem Jean-Michel Varache var kennari hennar. Þórhildur Jónsdóttir lauk einleikaraprófi á selló frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík árið 1992 og var Gunnar Kvaran kennari hennar. Síðan lá leiðin til Manchester í Englandi þar sem hún stund- aði nám í fjögur ár við Royal Northern College of Music of Manchester. í Englandi var aðalkennari hennar Emma Femand. Tónleikarnir eru í röð tón- leika sem kennarar skólans verða með á næstu mánuðum í Hásölum. Bókakvöld Sagnfræð- ingafélagsins ÁRLEGUR bókafundur Sagnfræðingafélags Islands verður haldinn í húsi Sögufé- lags í Fischersundi á morgun, laugardag kl. 13.30. A fundinum verður rætt um fjórar bækur sem komu út fyrir jólin. Sigríður Matthías- dóttir ræðir um Mannkyn- bætur eftir Unni Birnu Karls- dóttur. Ami Daníel Júlíusson ræðir um bæði bindi af sögu Reykjavíkur á þessari öld eft- ir Eggert Þór Bernharðsson, sem tilnefndur var til bók- menntaverðlauna. Ármann Jakobsson fjallar um ævisögu Ái-na Magnússonar eftir Má Jónsson og Davíð Ólafsson um bók Eiríks Guðmundsson- ar, Gefðu mér veröldina. Stefán Sig- valdi sýnir í Gallerí Geysi STEFÁN Sigvaldi Ki-istins- son opnar sína fyi'stu einka- sýningu á morgun, laugardag, kl. 16. Stefán Sigvaldi er fjölfatl- aður og sýnir bæði teikningar og olíumálverk. Sýningin stendur til 14. febrúar og er opin virka daga kl. 8-22, föstudag til kl. 19 og um helg- ar frá kl. 12-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.