Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 34

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lokuð rúm STOÐ 2 greindi ný- lega frá því að á Land- spítala væru nú slíkir erfiðleikar að vista yrði sjúklinga á göng- um. Þessu til sönnun- ar birtust átakanlegar myndir af sjúku fólki í sjúkrarúmum á spít- alagöngum. Hvað veldur slíkum hörm- ungum? Náttúruham- farir, stríðsátök og farsóttir eru yfírleitt skýringin þegar sjón- varpið sýnir svipaðar myndir frá öðrum heimshlutum. En það er ekki hér, hérna er það furðufyrirbrigðið „lokuð rúm“ sem skapar þessar átakanlegu að- stæður. Stjórnandi á spítalanum skýrði það brosmild, að ekki væri nægj- anlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga til að „halda opnum“ öllum nimum á deildinni. Þessi umbúnu rúm á vistlegum sjúkrastofunum við ganginn væru „lokuð“. í þau kæmu engir sjúklingar vegna vöntunar á hjúkrunarfræðingum. A ganginum voru hins vegar sjúkrarúm, sem voru augljóslega ekki „lokuð“, því í þeim voru sjúk- lingar sem blöstu þar við gestum og gangandi. Ekkert skýrði hvers vegna unnt er að hjúkra sjúku fólki á göngum en ómögulegt að veita sömu þjónustu inni á sjúkra- stofunum við sama gang. Þar stóðu uppbúin rúm í röðum og ekki alveg einfalt að sjá að þau væru „lok- uð“ en rúmin á göng- unum „opin“. Það er vandséð hvers vegna það þarf fleira fólk til að hjúkra fólki við góðar aðstæður á sjúkra- stofum er við vondar aðstæður á göngum eins og Landspítalinn kýs nú að gera. Það sparar ekki rekstrar- kostnað að fylla gang- ana en spara stofurn- ar. Það kemur því hins vegar vel á fram- færi að ástandið á sjúkrahúsunum sé svo slæmt að helst minni á aðstæður á hamfara- svæðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjúkrahúsahagfræði Það sparar ekki rekstr- arkostnað, segir Þórarinn V. Þórarins- son, að fylla gangana en spara stofurnar. fréttir berast af betri nýtingu sjúkrahúsganga en sjúkrastofa. Og alltaf undrast ég jafn mikið það virðingarleysi gagnvart fólki, sjúklingunum, sem birtist í þess- um aðgerðum. Það stríðir gegn blygðunarkennd flestra að þurfa að hátta ofan í rúm á almannafæri. Það líður engum vel við þær að- stæður og þessi sérstæða meðferð flýtir örugglega ekki fyrir bata. En hvað skýrir þetta furðulega verklag? Eru til einhverjar reglur um lágmarksmönnun sjúkrastofa sem ekki gilda um gangana? Og ef hægt er að veita þjónustu þar, hvers vegna ekki inni á stofunum? Auðvitað eflir það skilning stjórn- málamanna á mikilvægi meiri framlaga til spítala og hærri launa starfsmanna að sýna myndir af veiku fólki við vondar aðstæður. En samrýmist það réttindum sjúklinga, rétti til persónuverndar í víðasta skilningi, að búa að tilefn- islausu til neyðarástand af þessu tagi, hver sem tilgangurinn ann- ars kann að vera? Nei, þetta er ekki boðlegt verklag og getur að- eins þróast við aðstæður þar sem viðskiptavinurinn á engra kosta völ. Það er því æðstu stjórnar sjúkrahúsanna að grípa inn í og koma í veg fyrir að sjúklingar sæti verri meðferð en nokkur rök standa til. Orðasambandið „lokað rúm“ er ekki einasta í andstöðu við lögmál íslenskrar tungu, það fer í bága við heilbrigða skynsemi og réttindi sjúklinga og á þess vegna að hreinsa úr fagmáli heil- brigðiskerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands. Þórarinn V. Þórarinsson Ar aldraðra JÆJA gott fólk, þá er runnið upp „ár aldraðra" enn á ný, en mér finnst ekki langt síðan ég var að flytja þætti í útvarp, þrjá minnir mig, á ári sem bar sama heiti, en þá var ég hinum megin við girðinguna og tal- aði til þeirra sem komnir voru á efri ár, sagði sögur af yndis- legu fólki öldruðu, sem varð mér minis- stætt og hafði meiri áhrif á mig á sinni tíð en flestir yngri. En svo skall á árið, sem ég lokaðist inni í þessari girðingu sjálf og fékk bréf, sem gleymist ekki sökum þess, að ég var ávörp- uð „ellilífeyrisþegi". Ég man að ég horfði lengi á þetta orð og þótti það æ ljótara því lengur sem ég horfði. Það tók mig marga mánuði að sýna einhver merki þess, að ég hefði móttekið þetta bréf, og alltaf síðan hefi ég ætlað að skrifa um orðið. Þegar maður rennir huganum yfir samsvarandi orð í tungum grannþjóðanna finnur maður sárt til þess, hve ótækt þetta orð er. Ég sagði stundum í galsa, að sá sem setti þessi ósköp saman hafi hlotið að vera með magapínu eða einhvern annan slæman kvilla. Fyrst er nú til að taka, að orðið er sjö atkvæði, en samkvæmt lær- dómsmönnum skal ekkert samsett orð tungunnar vera lengra en sex atkvæði og þykir stundum í lengra lagi. Og nú skulum við sundurliða ósköpin: Það er þá fyrst orðið ELLI. Jú, ef við lifum lengi mun Elli kerling sækja að okkur fyrr eða síðar, en 67 ára fólk við sæmi- lega heilsu og sinnandi ýmiss kon- ar störfum á ekki að bendla við þá kerlingu, það má bíða. Þá kemur þessi dæmalausi LÍFEYRIR og hvað er lífeyrir? Sam- kvæmt orðabók er það framfærslufé (einkum gamalmenna, ekkna, bama). Nú getur hver og einn reiknað, hve langt þessir aurar duga til framfærslu, og fer það að sjálf- sögðu eftir því, hve duglegir menn eru og heilsugóðir til að afla fjár. Þá er það síðasti hluti orðsins, ÞEGI. Að þiggja eitthvað frá öðmm hefir alltaf hljómað í mínum eyr- um eins og einhver tegund ölmusu. „Æi, þiggðu þetta nú, hróið mitt,“ var sagt við fátæka hér fyrram og stungið að þeim kleinu. Þetta er nú ekki skemmtilegur né heldur Orðanotkun Á vissu skeiði í lífínu verða konur eftirlauna- konur, segir Anna Snorradóttir, karlar eftirlaunamenn og samanlagt erum við öll eftirlaunafólk. fallegur samsetningur. Verst af öllu er, þegar fólk er farið að nota þetta sem starfsheiti, sem stund- um fylgir blaðagreinum: Höfund- ur er ellilífeyrisþegi. Sem betur fer hefir minna borið á þessu upp á síðkastið og leggst vonandi af. Mér er sagt að sá sem er biskup verði alltaf biskup og sá sem er læknir hann sé alltaf læknir og engum dettur í hug að nefna þá ellilífeyrisþega, þegar þeir verða 67 ára, eða hvað? En þeir fara á eftirlaun á vissu skeiði í lífinu. Og nú er ég komin að kjarnanum. Ég vil að við steinhættum að nota þetta ljóta orð og verðum eftir- launafólk frá 67 ára aldri, hvaðan sem greiðslurnar koma. Ég spurði eitt sinn, þegar ég var að sækja pantaða leikhúsmiða, hvort þeir veittu afslátt fólki, sem komið væri á eftirlaun. Falleg stúlka leit framan í mig í mikilli forandrun og sagði: „Ha! Ert þú orðin ellilífeyrisþegi?" Ég svaraði um hæl: „Nei, en ég er komin á eftirlaun." Á vissu skeiði í lífinu verða konur eftirlaunakonur, karl- ar eftirlaunamenn og samanlagt erum við öll eftirlaunafólk. Að setjast í helgan stein Það má rétt aðeins minnast þess í lokin, að þar sem ég þekki best til og dvaldi ung að árum drógu menn sig í hlé, „they retired" eins og það heitir á ensku og merkir eiginlega að setjast í helgan stein. Þar var hvergi minnst á elli eða lífeyri heldur að draga sig út úr skarkala lífsins. Ef maður spyr um gamla vini, þá eru þeir komnir í raggustólinn, farnir að lesa bækur, dunda í garðinum eða skoða sig um. I Danmörku verður maður „pensionist“, sem merkir að vera kominn á eftirlaun og gildir jafnt um karla og konur og ekki orð um elli eða lífeyri. Hægt var að „fortids-pensioneres" (og er sjálfsagt enn) ef fólk hafði efni á og löngun til að hætta starfi fyrir tilskilinn tíma. Væri nú ekki upplagt að nota þetta „ár aldr- aðra“ til þess að steinhætta að nefna okkur ellilífeyrisþega en nota þess í stað kurteislegra orð: Eftirlaunafólk? Þetta var nú er- indið. Höfundur er húsfrú í Reykjavík og hefur starfað við fjölmiðlun. Anna Snorradóttir Tvískinnungur um viðskiptabönn STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismað- ur svaraði grein minni til vamar viðskipta- bönnum hér í blaðinu þann 20. þ.m. í grein- inni staðfestir hann tvennt: Hann er ekki siðferðilega andvígur viðskiptaþönnum sem slíkum og hann viður- kennir skyldu Islands sem aðildaiTÍkis Sam- einuðu þjóðanna til að framfylgja ákvörðunum öryggisráðs SÞ. Fyrst um skyldur okkar gagnvart Sam- einuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að Steingrímur viðurkenni skyldur okkar til að framfylgja við- skiptabönnum, bendir hann á að Is- land þui-fi að fullgilda slíkar ákvarð- anir með einum eða öðrum hætti, t.d. með reglugerð af hendi utanríkisráð- herra, og virðist gefa í skyn að við getum sem best látið slíkt undir höf- uð leggjast. Þetta er ekki mikilfeng- leg skýringartilraun og hefur verið Viðskiptabönn Afnám viðskiptabanns- ins má ekki verða til þess að verðlauna of- beldismenn, segir Arni Páll Arnason, sem hafa fórnað lífi ótaldra þús- unda saklausra borgara til þess eins að þurfa ekki að standa við gerða samninga um afvopnun. notuð um aldir, þegar ríki hafa kosið að virða samninga einungis að því marki að hentar þeirra hagsmunum og nota hnefaréttinn í staðinn. Sam- einuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að binda enda á það öngþveiti og óöryggi sem ríkt hafði í alþjóðamál- um vegna þessa og grunnmarkmið þeirra var að binda þjóðir heims saman í eitt öryggiskerfi, þar sem allir ættu sömu réttindi og skyldur. Þetta öryggiskerfi er svo að sjálf- sögðu gallað, en það verður ekki betra með því að menn þykist leysa málin með því að virða það að vettugi. Steingrímur gerir greinarmun á „góðum“ viðskiptabönnum, s.s. eins og viðskiptabanninu á Suður-Afríku á sínum tíma og „slæmum“ við- skiptabönnum, eins og yfirstandandi viðskiptabanni á Irak. Að hans áliti felst greinarmunurinn helst í því að viðskiptabannið í Irak bitnar á sak- lausu fólki, konum og börnum, sem líða næringarskort, en viðskipta- bannið á Suður-AfiTku hafi ekki bitnað á almenningi, enda hafi Suð- ur-Afríka verið ríkt land, auk þess sem hinn undirokaði meirihluti í landinu hafi óskað eftir viðskipta- banninu. Steingn'mur vill einnig setja skorður við viðskiptabönnum til að tryggja að þau bitni ekki á saklausum almenningi og valdi ekki hungursneyð. Steingrími yfirsést hins vegar al- gerlega sú staðreynd að ástceða vannæringar og bai-nadauða í írak er ekki viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna, heldur viðurstyggilegt stjórnarfar í landinu. Iraksstjórn hefur frá upphafi viðskiptabannsins verið heimilt að afla sér tekna til að kaupa mat og lyf, en hún kaus frem- ur að svelta sitt fólk, allt fram til þess að stofnanir Sameinuðu þjóð- anna náðu að þvinga hana til sam- starfs árið 1996. Þá ber fulltrúum al- þjóðastofnana saman um að íraks- stjórn hafi beitt ýmsum ráðum til að torvelda dreifingu matvæla og hjálpargagna, beinlínis í því skyni að skapa eymd og hungur meðal sinna eigin borgara. Vitað er að irösk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að kaupa ungbarnamjólk og önnur hjálpargögn fyrh’ börn, þrátt fyrir að heimild hafi verið fyrir hendi. Þrátt fyrir allt þetta hefur stofn- unum Sameinuðu þjóð- anna tekist að stöðva vannæringu og tryggja almenningi helstu lyf og lækninga- tæki. Viðskiptabann á Irak er ekki markmið hins alþjóðlega samfélags og vestræn ríki hafa veitt gífurlegt fé í mannúðaraðstoð í Irak, fyrir ut- an það fé sem Irakar afla nú loks sjálfir til sinna þarfa með sölu á olíu. Af hálfu Sameinuðu þjóðanna er fjöldi manns við störf til að reyna að tryggja íröskum almenningi heil- næmt vatn, hreinsibúnað og vatns- veitur; námsgögn; jarðyrkutæki, áburð og fræ; raforku og endurbæt- ur á olíuöflunarkerfinu, þrátt fyrir að þeirra eigin stjórnvöld geri það sem hægt er til að spilla fyrir. Oft tekur mánuði að fá hjálpargögn af- hent, vegna hindrana stjórnvalda, sem oftar en ekki hafa miðað að því að sitja á birgðunum nógu lengi til að valda umtalsverðum skaða. Til að fullkomna myndina era vestrænir fréttamenn svo kallaðir til valinna staða og þeim sýnd hræðilega útleik- in fórnarlömb íraskra stjórnvalda með þeim orðum að hörmungarnar séu afleiðingar viðskiptabannsins og mannvonsku stjórnvalda vestrænna ríkja. Það er einfaldlega ósatt. Greinarmunur Steingríms á góð- um og slæmum viðskiptabönnum og tillögur hans um að settar verði hömlur við beitingu viðskiptabanna hrekja hann hins vegar enn frekar út í röklegar ógöngur. Harðstjórar hafa yfirleitt alla þræði þjóðfélagsins í hendi sér og það er þeim í lófa lagið að láta viðskiptabannið bitna hart á almenningi, en halda verndarhendi yfir sjálfum sér og sínum klíku- bræðram. Á að mati þingmannsins alltaf að hætta viðskiptabönnum þegar harðstjórar uppgötva þá auð- veldu leið að láta sína eigin borgara líða og deyja fyrir framan myndavél- arnar? Á að verðlauna siðleysið með þeim hætti? Á þá Slóbódan Mílósevíc að hætta þeirri heimskulegu iðju að ráðast gegn þjóðernisminnihlutum, vítt og breitt á Balkanskaga, og snúa sér þess í stað að því að láta sína eig- in borgara svelta? Mun Steingrímur þá hlaupa til og krefjast afnáms við- skiptabanns á Júgóslavíu? Éins og ég sagði í fyrri grein minni tel ég viðskiptabönn gallað úr- ræði, en það er engu að síður annað tveggja úrræða sem fyrir hendi eru. Hitt úrræðið er valdbeiting. 011 vilj- um við á einhvern hátt reyna að halda aftur af harðstjóram í illvirkj- um þeirra. Til þess verður að beita tiltækum ráðum, en jafnframt forð- ast að valda saklausu fólki þjáning- um. I því samhengi er fráleitt að af- baka staðreyndir málsins, gera Sameinuðu þjóðirnar að skúrki og úthrópa íslensk stjómvöld sem barnamorðingja. Málflutningur ís- lenskra stjórnvalda innan alþjóða- stofnana á að miða að því að við- skiptabanninu verði aflétt svo fljótt sem auðið er, en að þess verði jafn- framt gætt að íröskum almenningi og nágrannaríkjum stafi ekki hætta af ofbeldi íraskra stjórnvalda í kjöl- farið. Afnám viðskiptabannsins má ekki verða til þess að verðlauna of- beldismenn, sem hafa fórnað lífi ótaldra þúsunda saklausra borgara til þess eins að þurfa ekki að standa við gerða samninga um afvopnun. Höfundur er lögmaður. Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.