Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 43 UMRÆÐAN/PROFKJOR Loksins, loksins! UM NÆSTU helgi fer fram prófkjör Sam- fylkingarinnar sem er samstarfsvettvangur félagshyggjufólks. Mik- ið hefur verið gert úr erfiðum fæðingarhríð- um og ekki allir sáttir við niðurstöðuna. Ekk- ert er fullkomið og þetta er aðeins skref á leið sem vonandi verð- ur löng. Það sem mest er um vert er að nú gefst tækifæri til að reyna hvort um virki- lega félagshyggjubreið- fylkingu er að ræða. Ég hvorki sé eða heyri fjölmiðil, að ekki sé þar fjallað um „GÓÐÆRIГ í ís- lensku þjóð- og efnahagslífí. Þar hafa pólitíkusar stjórnarflokkanna verið yfirlýsingaglaðastir, en jafnan haft varann á og bætt við „það verð- ur að gæta ýtrasta aðhalds og spamaðar í ríkisútgjöldum". í tilefni „GÓÐÆRISINS" hafa margar stéttir knúið fram launa- hækkanir sem sumar nema á annan tug prósenta. Gerðir hafa verið að- lögunar- og vinnustaðasamningar hjá opinberum og einkareknum fyr- Arnór Pétursson irtækjum, færandi launþegum verulegar launahækkanir. Sveit- arstjórnarmenn og for- svarsmenn fyrirtækja og stofnana hafa notað tækifærið og hækkað eigin laun verulega. í haust sá ég haft eftir forsætisráðherra að ákveðnar launahækk- anir væru „alveg innan ramma“ og á dögunum sagði hann að allt útlit væri fyrir að GÓÐÆRIÐ mundi standa nokkur ár til viðbótar. Góðæri hefur fylgt kaupæði og viðskipta- jöfnuðurinn daglega orðið óhag- stæðari. Kaupæði þetta er þó aðeins bundið við hluta þjóðarinnar, það er þá sem hafa getað skarað eld að sinni köku bæði með og án aðstoðar valdhafa. Til hliðar standa þeir sem minnst hafa, s.s. öryrkjar og ellilífeyrisþeg- ar, og finna aðeins lyktina af réttun- um. Fyrir jólin kom það gleggst í ljós, því á meðan þeir sem betur máttu stóðu í biðröðum til að kaupa raftæki, bifreiðar, utanlandsferðir eða annan munað, mynduðust einnig lengstu biðraðir frá kreppu- árunum við velgjörðarpotta félags- og líknarstofnana. Það skyldi þó aldrei verða eini árangm- gósentím- ans, fyrir utan að skipta þjóðinni Til hliðar við góðærið standa þeir sem minnst hafa, s.s. öryi-kjar og ellilífeyrisþegar, segir Arndr Pétursson, og finna aðeins lyktina af réttunum. upp í ríka og fátæka að íslendingar lærðu að standa í biðröðum. Til að snúa þessu ranglæti við þarf sterka fylkingu félagshyggju- fólks, en hún verður ekki trúverðug nema hana skipi breiður hópur sem endurspeglar sem flesta hagsmuna- aðila í þjóðfélaginu. Aðeins þá verð- ur Samfylkingin raunverulegur val- kostur félagshyggjufólks og það skilar sér í kjörkössunum í vor. Þá munu allir loks fá sinn réttláta skerf af góðærinu. Höfundur er fommður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra og fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylkingar- innar. Skekkjur í upp- gjöri menntamála ÞAÐ FER að verða tímabært að gera upp átta ára valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Eflaust dettur flestum í hug at- hafnasemi núverandi ráðherra á sviði tölvu- mála og vissulega á hann heiður skilinn að því leyti. Hitt er þó mik- ilvægara að fram fari mat á stöðu og þróun skóla og skólastiga og hvemig staða mennta- mála er að því leyti þeg- ar ný öld er í sjónmáli. Vissulega hafa sjálf- Magnús stæðismenn með ráð- Ingólfsson herrann í fararbroddi látið hendur standa fram úr ermum. Lagasmíð og áform um gæðastýr- ingu og mat af ýmsu tagi hafa verið áberandi en fyrst og fremst hefur endurhæfing kerfisins frá vinstri villu verið hið pólitíska erindi ráð- herrans. Þannig hefur verið valið að hafa flokkspólitískar kreddur að leið- arljósi í menntakerfi þjóðarinnar í stað þess að ná sátt um stefnumótun úti í þjóðfélaginu og á löggjafarþing- inu. Skólinn á að efla þroska nem- enda og undirbúa þá undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi. Gegn því markmiði vinna sjálfstæðismenn með málatilbúnaði þar sem pólitísk miðstýring er t.d. aukin á framhalds- skólastiginu með skipun skólanefnda á kostnað kennara sem nú eru svo til áhrifalausir. Um leið eru nemendur meðhöndlaðir eins og sakamenn með sektarálagningu fyrir ófullnægjandi árangur. Flestir skólamenn hafa í hjarta sínu andstyggð á þessari ófag- legu stefnu enda vinnur hún gegn skólanum. Og á grunnskólastiginu sem er hin námslega undirstaða þjóðarinnar er ástandið sýnu verst. Innihald pakkans sem sveitarfélögin fengu er þetta: Kennaraskortur, ónóg sérkennsla, sérúrræði og sál- fræðiþjónusta, aga- vandamál og linnulaus- ar kjaradeilur. Þetta er myndin sem þjóðin hef- ur af grunnskólanum sem sveitarfélögin sitja uppi með en ábyrgðin er Sjálfstæðisflokksins. Á háskólastiginu er við- varandi fjársvelti sem oft á tíðum virðist vera eina stjómtækið sem framkvæmdavaldið hef- ur gagnvart æðri menntun í landinu. Ekki eru námsmenn of sælir af sínu hlutskipti enda efnahagslegt jafn- rétti til náms óþekkt hugtak í orðræðu nú- verandi valdhafa og hagur náms- manna eftir því verri en var fyrir áratug. Ekki er lesturinn fagur en þetta er raunveruleiki þess fjórð- ungs þjóðarinnar sem tilheyi'ir menntakei'finu. Reyndar veit þjóðin inu, nánai- tiltekið menntamálaráðu- neytinu og hefja endurreisn skóla- kerfisins. Þai' er þetta einna brýnast: Styrkja þarf grunnskólann með öllum ráðum eftir greiningu og mat á vanda hans. Styrkja þarf grunn-, endur- og sí- menntun kennara á öllum skólastig- um. Stöðva þarf óviðunandi brottfall nemenda úr framhaldsskólum með fjölþættum aðgerðum. Breyta þarf löggjöf um innra starf skóla aftur í lýðræðisátt. Bæta þarf hag námsmanna með raunverulegt efnahagslegt jafnrétti að markmiði. Þjóðarátak þarf í umræðu, fræðslu og rannsóknum á sviði upp- eldismála. Höfundur er kennari og stjórnmála- fræðingur og sækist eftir 2. til 3. sæti Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Það er brýnt að koma Sjálfstæðisflokknum út úr stjórnarráðinu, segir Magmís Ingólfsson, nánar tiltekið mennta- málaráðuneytinu og hefja endurreisn skóla- kerfisins. öll að það er eitthvað brogað við stefnu sem er undarlegt sambland af íhaldskreddum og sovétkommún- isma. Það er því brýnt að koma Sjálf- stæðisflokknum út úr stjórnarráð- ori/lcime Náttúrulegar sænskar snyrtivörur Viljum bæta við okkur leiðbeinendum. Góðir tekjumöguleikar. 39S jSími 567 7838 - fax 557 3499 e-mail raha@islandia.is tv.xnet.is/orifiame PIPAR OG SALT Klapparstíg 44, sími 562 3614. Ekki verði sótt um aðild að Evrópusambandinu I MALEFNASKRÁ Samfylkingarinnar er tekið fram að ekki sé fyrirhugað að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu á næsta kjörtímabili. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga nú þegar gengið er til prófkjörs Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Það hafa ekki verið mjög skiptar skoðanir um það innan Alþýðu- bandalagsins að Island hefur ekkert að gera í Evrópusambandið. Rökin eru í fyrsta lagi pólitísk, því með aðild réðum við litlu sem engu um okkar mál sem væru þar með að meiru eða minna Eg vil því að mín afstaða sé öllum ljós, segir Arni Þór Signrðsson, ég er ekki að leita eftir umboði kjósenda til þess að knýja þjóðina inn í Evrópusambandið. leyti komin í hendur annan'a. í öðru lagi höfum við verið andvíg Evrópusambandsaðild vegna þess að auðlindastefna þess er óvið- unandi fyrir okkur Islendinga. Það er forsenda fyrir sjálfbærri um- hverfis- og auðlindastefnu að ís- lendingar fari sjálfir með forræði auðlinda sinna. I þriðja lagi eru rök- in efnahagsleg, því þar með yrði ís- land ofurselt kröfum og áherslum markaðarins á öllum sviðum og gæti sig lítið hreyft. Evrópusam- bandsmálið er ekki bara spurning um aðild að sambandinu, það er líka spurning um lífsviðhorf. Éf við vær- um aðilar að Evrópusambandinu gætum við ekki fylgt okkar eigin stefnu og áherslum í t.d. efnahags- málum, félagsmálum eða menning- armálum í samræmi við okkar að- stæður. Við yrðum að fylgja stefnu sambandsins sem í litlu ef nokkru tæki mið af íslenskum aðstæðum. Árni Þór Sigurðsson Þessi mál þarf að skoða nú og þau verða á dagskrá á næsta kjörtímabili. Ég hef veitt því athygli að að- eins einn frambjóðandi í prófkjöri Samfylking- arinnar hefur nefnt Evrópusambandið á nafn í kosningabaráttu sinni. Þar er krafist inngöngu í Evrópu- sambandið. Þótt ekki hafi verið sérstaklega skiptar skoðanir um málið til þessa innan Alþýðubandalagsins og þótt Samfylkingin hafi gert áherslur Al- þýðubandalagsins að sínum í þessu máli veit maður aldrei hvaða stefnu málin taka þegar á hólminn er kom- ið. Ég vil því að mín afstaða sé öll- um ljós: ég er ekki að leita eftir um- boði kjósenda til þess að knýja þjóð- ina inn í Evrópusambandið. Kjósendur eiga rétt á að fá að vita afstöðu frambjóðenda til allra helstu þjóðfélagsmála og þar sem Evrópumálin verða á dagskrá þykir mér brýnt að koma minni afstöðu á framfæri. Ég skora á meðframbjóð- endur mína að gera slíkt hið sama. Höfundur sækist eftir 1. sæti Al- þýðubandalagsins íprófkjöri Sam- fylkingarinnar i Reykjavik. Ofnasmiðja Reykjavíkur Vagnhöfða 11 112 Reykjavík Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. BBRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. Leitiö tilboða. I|,VI --------------- THOR S:577-5177 Fax:577-5178 http://WWW.SIMNET.IS/THOR Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR LOKAGJALDDAGI INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 GKR. 1994-l.fl.D 5 ár 10.02.99 kr. 13.629,70 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. janúar 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS |8I H I HHHHH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.