Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 29.01.1999, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ ^48 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir INGIMAR Sveinsson heilsar upp á Spræk, reiðhest Guðrúnar konu sinnar. Sprækur verður 30 vetra í vor. Hann lítur mjög vel út og felur gráu hárin undir ennistoppnuin. Ingimar Sveinsson hefur ákveðnar skoðanir á fóðrun hrossa Fóðurþarfir íslenskra hrossa öðru- vísi en annarra hrossakynja Mun færri tilraunir hafa verið gerðar í hrossarækt í heiminum en í öðrum búfjár- greinum. Fóðurleiðbeiningar hafa því jafn- vel verið byggðar á þörfum annarra búfjár- tegunda. Ingimar Sveinsson sem kenndi hrossarækt á Hvanneyri um árabil sagði Ásdísi Haraldsdóttur að þegar kemur að fóðrun eigi alls ekki það sama við um íslensk hross og erlend vegna þess hve meltingarfæri þeirra eru ólík. Hann segir að tilraunir með íslenska hestinn séu mjög þýðingarmiklar til að undirbyggja leiðbein- ingar, kynningar og markaðssetningu hans. MELTINGARFÆRI íslenska hestsins gera hann betur fallinn til að lifa á gróffóðri meðan hestar af öðrum kynjum þrífast betur á kjarnfóðri. INGIMAR hefur í gegnum árin verið ötull við að safna upplýsingum um hrossarækt, hestahald og tamn- ingar og þykir mörgum að almenn- ur áhugi hans á velferð hestanna skíni í gegn í öllu hans starfí. Meðal áhugamála hans er fóðrun og eigin- leiki íslenska hestsins til að vinna úr því fóðri sem honum hefur staðið til boða í gegnum tíðina. íslenskir hestar með öðruvísi meltingarfæri Ingimar tók þátt í því að krufin voru 15 hross á Hvanneyri árið 1988 til að rannsaka meltingarfæri þeirra. Meðal þeirra spuminga sem ^ reynt var að fá svör við var hvort þau væru frábrugðin meltingarfær- um annarra hrossakynja og hvort hægt væri að komast að því hvers vegna íslenski hesturinn á svo auðvelt með að lifa á gróffóðri, eins og sinu. í niðurstöðunum sem birt- ust í lokaritgerð Kristínar Sverris- dóttur til kandídatsprófs við búvís- indadeildina á Hvanneyri kom fram að magi og mjógimi íslenska hests- ins em hlutfallslega minni en í öðr- um hrossakynjum og þá sérstaklega maginn, en aftur á móti er víðgirnið, ■> botnlangi og ristill, hlutfallslega stærra. Það vakti athygli að botn- langinn í íslensku hestunum var lengri en í 8 samanburðarkynjum þótt þau væru 100 kg þyngri en ís- lenski hesturinn. Kjarnfóður og það auðmeltasta úr grasinu meltist í mjógimi en gróffóður og tréni í víðgimi. Ingi- ^mar segir að þetta geri það að verk- um að íslensku hrossin séu mjög vel til þess fallin að lifa eingöngu á gróffóðri. Erlendu hrossin em hlut- fallslega betur fallin til að nýta kjarnfóður. Það er trúlega náttúraúrval sem ræður þessum mismun. I erfíðum ámm féll oft fjöldi hrossa hér á landi og í móðu- harðindunum 1783-1784 féllu 27.000 hross ýmist úr hor eða flúoreitmn. Af þeim 8.600 hrossum sem eftir lifðu vora 3.000 hryssur. Þetta eru formæður allra núlifandi íslenskra hesta í heiminum. Þau hross sem lifðu þetta af vom best fallin til að lifa á því sem þeim stóð til boða, þ.e. grasi á sumrin og sinu á veturna. Ingimar bendir á að vegna þess hvernig meltingarfærin em þoli ís- lenski hesturinn ekki nema tak- markaða kjamfóðurgjöf og þegar honum er gefíð kjarnfóður þarf að fara mjög hægt af stað, t.d. þegar hross em tekin á hús. Ekki megi þó gleyma því að þegar hestur er í góðri þjálfun og mikilli notkun sé gott að gefa honum kjamfóður með heyinu. En um leið og mikilli notk- un er hætt, til dæmis þegar eigand- inn skreppur í burtu í nokkra daga, þarf að draga úr eða hætta kjarn- fóðurgjöfinni á meðan. Fyrst þarf að minnka hana smám saman og hætta svo og byrja svo hægt aftur eftir að notkun eykst að nýju. Hestar eiga aldrei að Ieggja mikið af „Því miður hafa margir hestar verið eyðilagðir með rangri fóðmn,“ segir hann. ,jUlar snöggar fóður- breytingar em mjög erfíðar fyrir hesta og geta komið fram sem bólg- ur í fótum eða hófsperra. Slíkar fóð- urbreytingar eiga sér helst stað þegar hestar era teknir á hús, þeg- ar þeim er sleppt á vorin og ef hest- ar hafa lagt mikið af og byrjað er að fóðra þá snögglega. Aflagðir hestar þola mjög illa snöggt eldi. Það þarf að byrja á því að gefa þeim dauft hey fyrst og auka gjöfina mjög hægt. Ef fólk á ekki dauft hey, verð- ur að gefa minna magn. Einnig er hætta á að ef snögglega er byrjað að kappfóðra mögur hross þá fari þau allt of fljótt úr vetrarháranum og verði síðan loðin aftur er kemur fram á vorið eða sumarið." Gullnu regluna segir Ingimar vera að láta hesta aldrei leggja mik- ið af. Það getur tekið heilan vetur fyrir hest, sem er orðinn horaður þegar hann er tekinn á hús, að jafna sig. Aftur á móti er í góðu lagi að hross séu feit þegar þau eru tekin á hús. Með hæfilegri brúkun og ef sparlega er gefíð, eða tæpt viðhaldsfóður, en ekki svelt, eru þau fljót að komast í gott form. Þetta kom meðal annars í ljós í fóðurtilraununum sem Ingimar og Bjarni Guðmundsson gerðu á tamn- ingatryppum nemenda á Hvanneyri einn veturinn, þar sem borið var saman þurrhey og rúlluhey. Þau sem komu feit voru fljót að komast í gott stand. Hin sem komu mögur höfðu ekkert úthald allan veturinn. Einnig kom í ljós að hvort sem notað var þurrhey eða rúlluhey fóru hestar að þyngjast eftir að farið var að gefa þeim 3,1 fóðureiningu á dag. Þeir þurftu því rétt rúmlega 3 fe. til viðhaldsfóðurs. Best að fóðra tryppin sér á veturna „Hross í uppvexti em sérstaklega viðkvæm fyrir því að tapa holdum. Ef þau ganga alltaf í gegnum það að fítna á sumrin og leggja mikið af á vetuma tekur þau miklu lengri tima að safna nógu miklum vöðvum til að verða sterk. Þau verða líka öðru vísi í vextinum, rifjagleiðari og kvið- meiri. Hross sem lenda í slíkum hremmingum á fyrsta ári verða líka oft lappastyttri og samsvara sér illa. Ef ala á upp sterk og þolin hross þarf að fóðra tryppi sér á veturna. Ef þeim er gefið með bmkunarlaus- um fullorðnum hrossum og þess alltaf gætt að tryppin fái nóg er hætta á að fullorðnu hrossin verði ofalin. Tryppi í uppvexti þurfa líka orkuríkara fóður en fullorðnu hrossin sem ekki eru í brúkun. Aft- ur á móti er hægt að hafa þau með hryssum sem enn mjólka folöldum, en þær þurfa mjög mikla orku eða tvöfalt viðhaldsfóður." Ingimar segir að í beitartilraun- um á Hvanneyri, sem stóðu í 4 sum- ur, hafi komið í ljós að hestar sem voru holdgrannir á vorin og komu snögglega á góðan haga þyngdust um allt að 70 kg á tveimur vikum, eða um 5 kg á dag. Þetta er mjög óheppilegt fyrir hrossið. Þau sem vora í góðum holdum þyngdust mun minna. „Þegar brúkunarhrossum er sleppt á vorin er þeim mjög hætt við snöggum fóðurbreytingum, sér- staklega þegar þeim er sleppt á kaf- gras á ábornu landi. Sá misskilning- ur hefur verið við lýði að ekki sé gott að nota hrossin fyrst eftir að þeim er sleppt í sumarhagann. Ég tel einmitt að það væri það besta fyrir hrossið til að það nýti þessa miklu orku sem er í nýgræðingnum. Gott er að hrossin komi ekki með tóman maga á nýgræðinginn og best er að gefa gróft hey með til að byrja með. Það er líka auðvelt að eyðileggja lappirnar á hestunum á haustin, ef þeim er sleppt á áborna há og leyft að éta að vild. Annar misskilningur hefur oft heyrst að ekki eigi að fara í ferðalag á feitum hestum. Svo framarlega sem hestarnir eru þjálfaðir og ekki er farið of geyst af stað gerir það hestunum ekkert mein. Þeir grenn- ast eitthvað á leiðinni, svipað og reiðhestar sem komast í þjálfun, en halda kraftinum. Aftur á móti getur það skapað mikil vandræði ef hest- ur er ekki í nógu góðum holdum þegar hann leggur af stað. Það er ljóst að hann mun ekki bæta við sig holdum í ferðinni og hætt er við að hann skorti úthald." Meiri líta í vöðvum íslenskra hesta en annarra kynja „Komið hefur í ljós í rannsóknum sem ég hef tekið þátt í að meiri fíta er inni í vöðvum á íslenska hestin- um en í öðrum kynjum. Þjálfaðir hestar geta brennt fítu beint án þess að breyta henni í glúkósa. Ef þeir gera það í þolvöðvum sem nýta vel súrefni þurfa þeir ekki að losna við nema 4-6% orkunnar sem þeir brenna við mikið álag, með svita. Stóm hestakynin, sem alin eru mestmegnis á korni og brenna eink- um glúkósa sem orkugjafa, að mikl- um hluta í snerpivöðvum, þurfa að losna við 60-70% orkunnar sem þeir nota með svita. Fitan nýtist því ís- lensku hestunum vel sem orku- gjafí.“ Ingimar segir það mjög nauðsyn- legt að það fylgi kynningu á ís- lenska hestinum erlendis hversu fóðurþarfir hans eru frábrugðnar öðrum hrossakynjum. Fóðran vefst oft fyrir nýjum eigendum. „Það er allt of mikið um að hross sem seld era úr landi séu eyðilögð með offóðrun. Nýir eigendur átta sig ekki á þessum líffræðilega mun á ís- lensku hrossunum og fóðra þau eins og hin hrossin, en oft er hlutfall kjarnfóðurs í fóðri þeirra allt upp í 70%. Svo eru aðrir sem halda að ís- lenski hesturinn þurfi lítið sem ekk- ert fóður. Ég er hræddur um að við náum aldrei markaði til dæmis í Ameríku ef ekki fylgja fullkomnar upplýsingar um eðli og þarfir hests- ins. Islenski hesturinn er svo geysi- lega frábrugðinn því sem fólk hefur áður kynnst, bæði í skapgerð, gang- tegundum, umgengni og fóðurþörf- um að oft fer ýmislegt úrskeiðis. Upplýsingar er erfítt að fá, jafnvel hjá virtum háskólum sem hafa upp- lýsingar um öll önnur hrossakyn. Sömu sögu má reyndar segja um mörg Evrópulönd, jafnvel þar sem era mun fleiri íslenskir hestar og hafa verið lengi.“ Að velja saman vini og gefa reglulega En það er margt annað en melt- ingarfærin sem getur haft áhrif á það hvemig hestar þrífast. Ingimar segir að það skipti máli hvernig hestum er raðað saman í hesthúsi. Þeir þurfí félagsskap, en ef stíu- félaginn er óvinveittur og kúgar hestinn verður hann trekktur á taugum og getur ekki hvílst. Það kemur bæði niður á fóðurnýting- unni og stundum getur jafnvel reynst erfítt að temja slíka hesta. Þetta lagist aftur á móti yfirleitt ef þeir eru settir hjá hestum sem eru þeim vinveittari. „Hestar vilja hafa reglu á hlutun- um og öll óregla getur haft slæm áhrif á þá. Til dæmis er mikilvægt að hestum sé alltaf gefíð eins og á sama tíma að deginum og að sem flest í umgengni við þá sé í fóstum skorðum. Slík regla er jafnvel enn mikilvægari en að gefa hestum fleiri en eina gjöf á dag,“ sagði Ingimar Sveinsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.