Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 56

Morgunblaðið - 29.01.1999, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR AGUST ÞORLÁKSSON + Halldór Ágúst Þorláksson fæddist á ísafirði 20. desember 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 21. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorlákur Bjarni Einarsson frá Kroppsstöðum í Skálavík, f. 1878, d. 1968, og Þórunn Fransdóttir frá Æð- ey í Ogurhreppi, f. 1884, d. 1970. Þor- lákur og Þórunn eignuðust fjóra syni. Þeir eru: Frans Páll, f. 1904, d. 1978, Kri- stján Karl, f. 1912, d. 1913, Hall- dór sem við minnumst hér, og Þórhallur, f. 1920. Halldór kvæntist Else A.V. Andreasen frá Kaupmannahöfn árið 1947. Þau slitu samvistum. Böm þeirra em: 1) Björn, f. 30.3. 1948, kvæntur Brynju Axelsdóttur, börn þeirra em: Halldór Ágúst, f. 29.9. 1972, Elísabet Björk, f. 19.1. 1975, dóttir hennar er Brynja Lísa Þóris- dóttir, f. 15.1. 1996, og Björn Þorlákur, f. 12.8. 1981. 2) Þor- lákur Bjami, f. 8.8. 1956, d. 4.11. 1978. 3) Anna Dagný, f. 22.12. 1959, dætur hennar em Elúi og Elsa Magnúsdætur, f. 18.5. 1979, og María Ellen Steingrímsdóttir, f. 16.10. 1995. 4) Eva Þórann, f. 14.4.1965, dæt- ur hennar era Edda Ingibjörg Þórsdóttir, f. 16.10. 1993, og Sóley Þórsdóttir, f. 26.7. 1995. títfor Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er kallið komið, elsku pabbi mi in sem áttir hug minn allan. Kveð ég þig í hinsta sinn. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar. Þær eru geymdar vel í mínu hjarta. Elsku Þorlákur, bróðir minn, komdu og sæktu pabba. Taktu hann með þér í faðminn þinn, elsku besti bróðir minn. Eva. Nú þegar hann elsku afi okkar er farinn á vit himneskra ævintýra fyllast hugir okkar, elstu bama- bavnanna, af hlýjum og fallegum mioningum. Hann afi átti efalaust fáa sína líka. Hann var eins skap- mikill og hann var blíður, eins sparsamur og hann var gjafmildur og eins þrjóskur og hann var eftir- látsamur. Hann var sannkallaður maður andstæðna og við söknum hans sárt. Hann á eftir að lifa innra með okkur alla ævi og við munum rækta og varðveita lífsspeki hans eins og við best getum. En honum var ofarlega í huga hve slæm áhrif velmegun nútímans getur haft á okkur bamabörnin og komandi kynslóðir. Hann sagði að maður ætti að vera þakklátur fyrir það sern maður fær og vinna hart að því takmarki sem maður stefnir að. Nægjusemi var ein af hans mestu dyggðum. I augum okkar var afi persónu- gervingur sjálfstæðis og dugnaðar, og við kveðjum hann af ástúð og virðingu. Halldór Ágúst, Elísabet Björk, Björn Þorlákur, Elsa Annette og Elín Viola. JL ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Hinn 10. janúar sl., aðeins nokkrum dögum fyrir snöggt and- lát sitt, kom Dalli bróðir minn til mín færandi mér rósablómvönd í tilefni 79 ára afmælis míns. Með blómunum var smekklega valið afmæliskort með skrautrituð- um texta á forhlið, „Besti bróðir í heimi“. Inni í kortinu voru heilla- óskir skrifaðar með óvenju fallegri rithönd. Nú þegar ég handleik þetta litla kort minnist ég atburðar sem átti sér stað þegar ég var sex eða sjö ára gamall. Dalli bróðir minn kom þá heim úr skólanum með bók, sem hann hafði fengið í verðlaun fyrir að vera bestur í skrift í sínum bekk. Eg man ennþá hve stoltur ég var af þessu afreki bróður míns. Áðurnefnt af- mæliskort fannst mér staðfesting á skriftarverðlaununum, því hvergi mátti merkja á fallegri skriftinni að sá sem skrifaði væri á áttugasta og öðru aldursári. Við bræður vorum báðir fæddir á ísafirði, en fjölskyldan fluttist til Akureyrar árið 1923 þar sem við bjuggum næstu fimm árin. Þessi ár voru ævintýralega skemmtileg fyr- ir okkur báða. Þegar við síðan fluttum öll til Reykjavíkur árið 1928 var Dalli bróðir orðinn tíu ára og ég átta ára. Hér í Reykjavík var á þessum árum hart í heimi, mikið atvinnu- leysi og bág kjör hjá okkur sem fleirum. Við vorum aldrei sendir í sveit á sumrin, heldur unnum við yfir sumartímann til þess að létta undir við heimilisreksturinn. Við unnum báðir hjá mjólkurbúinu á Korpúlfsstöðum og síðar við fisk- breiðslu hjá Kveldúlfi. Seinna skildu fyrst leiðir þegar Dalli fór til sjós, eftir stutt nám í gagnfræða- skóla og ég að loknum barnaskóla í Verslunarskólann. Á unglingsárum okkar var lítið um skemmtanir, enda ekki auraráð til slíks. Dalli var alltaf sílesandi. Hann fór vikulega á Bæjarbóka- safnið, og fljótt kom að því að litli bróðir kæmi með. Þó ekki væri nema tveggja ára aldursmunur á milli okkar kom skjótt í ljós að það var ljósára bil á milli míns smekks og hans á lestrarefni. Dalli valdi bækur um ferðalög, ævisögur mik- ilmenna sögunnar og skáldverk heimsþekktra höfunda. Mitt val var af allt öðrum toga. Ég las Gull- eyjuna, Róbinson Crasó, Tarzan apabróður og annað í slíkum dúr. Seinna, þegar ég dag nokkurn hafði ekkert til að lesa, tók ég til við lestur einnar af bókum bróður míns. Fyrir valinu urðu Vesaling- arnir eftir Victor Hugo. Fyrir mig varð þetta eins og að detta ofan af tungli til jarðar! Bókin flutti mig snögglega inn í nýjan heim, inn í veröld raunveraleika sem var mér áður algjörlega ókunnur. Þarna hafði bókmenntasmekkur bróður míns gjörbreytt vali mínu á lestr- arefni. Bók þessi fræddi mig meira um lífið og tilverana en öll mín skólaganga hafði gert fram að þessum tíma. Auk góðs bókmenntasmekks hafði bróðir minn gott auga fyrir allri list. Á stríðsáranum, þann tíma sem hann var í siglingum til Englands á íslenskum fiskiskipum, kom hann iðulega heim með mál- verk, fallega postulínsmuni, franskar klukkur og aðra kjörgripi, sem þá fengust langt undir verð- gildi vegna loftárásanna á Bret- land. Fyrstu stríðsárin var bróðir minn í siglingum á erlendum kaup- skipum. I fyrstu án herskipafylgd- ar og seinna í skipalestum í her- skipafylgd. Það var einskær heppni að sleppa lifandi úr þeim hildarleik. Hann skipti oft um skip vegna kyrrsetninga skipa og óhappa. TVeimur af þessum skipum var sökkt af kafbátum eftir að hann af- skráðist af þeim. Ég man eftir bréfi sem hann sendi okkur heim frá Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann var afskráð- ur vegna kyrrsetningar á skipinu. Þá greip hann til þess ráðs að skrá sig á skip sem var á leið til San Francisco. I San Francisco bjó föð- urbróðir okkar með konu og tveim- ur bömum. Eftir nokkra dvöl hjá frændfólki sínu vildi hann komast sem allra fyrst heim til Islands. Hann réðst þá enn einu sinni á skip, sem var í vöraflutningum til vesturstrandarinnar. Erfiðasti hjallinn var að finna skip sem færi beint til Islands. Að endingu frétti hann af norsku skipi sem færi beint til íslands. Þetta skip tókst honum að ráða sig á, en það flutti sprengjufarm til norsku flugsveit- arinnar á Islandi. Það var mikill léttir íyrir for- eldra okkar og mig að fá hann heil- an heim, því öll lifðum við við stöðugan kvíða vegna frétta af árásum þýskra kafbáta á skipalest- ir á leið yfir Atlantshafið. Ég man endurfund okkar bræðra þegar mér varð á að spyrja: „Þurftir þú endilega að velja þér skip heim hlaðið sprengjum?" Svarið var ein- falt: „Þetta var eina skipið sem fór beint heim.“ Manni verður hugsað til allra þeirra hugrökku sjómanna sem dag og nótt, mánuðum og jafnvel áram saman lögðu líf sitt í hættu og fómuðu lífi sínu í þessari ógn- vekjandi baráttu fyrir betra lífi fyrir okkur sem heima sátum og eftir lifðum. Þessir menn vora okk- ar hetjur. Ég mun alltaf minnst míns góða bróður sem eins úr þeirra hópi. Þórhallur Þorláksson. Halldór Ágúst Þorláksson föð- urbróðir minn er fallinn frá á 82. aldursári. Ég man fyi-st eftir Dalla, eins og hann var kallaður, á Kvisthaganum þegar ég var fjög- urra til fimm ára gamall er hann var að koma úr einni af sínum ófáu siglingum um heimsins höf. Heim- komunum fylgdi ávallt mikil spenna því hann kom ætíð hlaðinn varningi sem á þeim tíma var sjaldséður hér á landi. Þá kynntist ég Coca Cola í fyrsta skipti og ýmsum varningi sem síðar meir varð sjálfsagður hlutur í lífi fólks. Úr mörgum ferðunum kom hann með stórglæsileg listaverk sem í dag prýða heimili fjölskyldunnar og sem lýsa listrænu innsæi hans og smekk. Þau munu um ókomna tíð halda uppi minningu hans sem víðfóruls, harðduglegs og ósérhlíf- ins sjómanns. Jól og áramót sem fjölskyldan átti saman uppi í Laugarási era ljóslifandi í minningunni. Þá komu Dalli og Elsa og börnin til þess að fagna með okkur og áttum við ein- staklega skemmtilegar stundir yfir hátíðirnar. Sérstaklega eru mér minnisstæðar stundirnar með Þor- láki heitnum og Onnu þegar við lékum okkur saman og þótti okkur oft súrt í broti þegar heim þurfti að halda. Dalli var barngóður og okkur systkinunum sem annar faðir, ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Það var ósjaldan sem hann fór með mig í sund eða niður á höfn til að skoða skipin svo ekki sé minnst á þegar hann kom heim til okkar með fisk í soð- ið. Dalli fór sínar eigin leiðir, var í eðli sínu einfari, laus við yfir- borðskennd og skrum. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, líkaði illa bruðl, óregla og óráðsía. Ég og Andrea áttum afar ánægjulegar stundir með Dalla sem við metum mikils. Elsa, Bjössi, Brynja, Anna, Eva, börn og barnabarn, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Kæri frændi, ég kveð þig með söknuði, þú munt ætíð lifa í minn- ingunni. Einar Þór Þórhallsson. Látinn er föðurbróðir minn Halldór Ágúst Þorláksson. Dalli, eins og hann var ætíð kallaður, lærði ungur til vélstjóra og var starfsvettvangur hans alla tíð tengdur sjónum. Liðlega tvítugur að aldri, líkast til á áranum kring- um 1937, sigldi Dalli út í heim og var um árabil í föram á skipum fjarlægra heimsálfa. Geta má nærri að ömmu minni, móður hans, hafi oft verið órótt innan- brjósts á þessum áram, enda heimurinn annar í þá daga og fjar- skiptasamband ekki á hvers mann færi. Ekki bætti úr, að upp úr þessu braust síðari heimsstyrjöld- in út, og siglingar um höfin við- sjárverðar. Kannski má með nokkram sanni segja að hetjur hafsins hafi á þessum árum ekki eingöngu verið þær, sem einkenn- isbúningana báru og heiðraðir vora að loknum hildarleik. Heldur líka hinir, þeir óbreyttu, menn eins og Dalli, sem höfðu þann starfa að sigla farskipum hlöðnum vistum og fólki heilum í höfn innan um tundurdufl og óvinafley. Raunar þurfti hvorki heimsstyrjöld né við- sjárverð höfin til að Dalla væri hætta búin. Ekki ýkja löngu eftir heimkomuna á ný, þegar síga tók á seinni hluta stríðsins, nánar tiltek- ið í mars árið 1943, féll ljósa- sprengja frá breskum togara í Reykjavíkurhöfn niður í mitt Aust- urstræti með þeim afleiðingum að einn vegfarandi hlaut bana af steinsnar frá Dalla. Þessa er getið í annál í bók Gunnars M. Magnúss, Virkinu í Norðri. I minni barnæsku og raunar alla tíð var samgangur mikill inn- an fjölskyldu þeirra bræðra, föður míns og Dalla. Milli þeirra var frá fyrstu tíð vinátta sem aldrei bar skugga á. Eins var umhyggja hans í garð fjölskyldna bræðra sinna beggja engu minni en í garð sinn- ar eigin. Væri hann í landi kom hann dag hvern bæði niður til fundar við afa og ömmu og upp til okkar. Ósjaldan með nýjan fisk handa mömmu í soðið, en henni var hann sem besti bróðir. Frá þessum árum rifjast einkum upp fyrir mér að hafa alltaf átt vísan skilyrðislausan stuðning Dalla við minn málstað. En fyrir kom að „dramatísk" atvik ættu sér stað í samskiptum við þá félagana eldri bróður minn Örn og Bjössa son Dalla, sem þá vildu meina að ég væri hinn rétti og slétti bófi leiks- ins. Jafnvel þegar augljóst sak- leysi mitt vafðist fyrir öðrum kom Dalli mér ætíð til varnar, væri hann tiltækur. Slík var hollusta hans allar götur síðar í minn garð, skilyrðislaus, sjálfsögð og einlæg. Dalli var vinmargur maður enda hjartahlýr og bóngóður. Honum var einkar eðlislægt að hrósa sam- ferðamönnum sínum og lá þá ekki á lofsorðunum sem fluttu voru af leiftrandi sannfæringu. Minnist ég þessa seinast á gamlárskvöld þeg- ar hann sagðist hreint ekki eiga orð til að lýsa gjörvulleika frændsystkina sinna af yngri kyn- slóðinni. Hvassyrtur átti hann til að vera, ef því var að skipta en á mannamótum jafnan glaður og reifur. Kvikur í hreyfingum og léttur á fæti var hann og eftirsótt- ur dansherra. I minningunni eins konar menúett á ferðinni. Vandað til hvers spors, eins og stuðla og höfuðstafa í vel ortu kvæði, uppá tá og afturá hæl, stigið skyldi, og allt með stæl. Heimili hans, annars fábrotið hin seinni ár, bar þess glöggt vitni hversu listfengt auga hans var. Hafði hann lagt sig eftir að eignast á ferðum sínum jafnt fíngerðasta postulín sem annað það sem heill- aði félítinn ungan mann. Ekki fór Dalli varhluta af þung- um sorgum á lífsleið sinni fremur en margur. I nóvember árið 1978 máttu þau hjónin Elsa og hann sjá á eftir Þorláki syni sínum aðeins liðlega tvítugum að aldri. En hann var næstelstur fjögurra barna. Dalli og Elsa slitu samvistum fyrir allmörgum áram, en var engu að síður afar kært með þeim allt til hinstu stundar. Þegar aldurinn fór að færast yfir og vinnuamstri lauk dvaldi Dalli oft vetrarlangt á suðlægari breidd- argráðum, enda alla tíð mikill sól- unnandi. Sólskinið mýkti bæði lík- ama og sálu. En sínar bestu stund- ir átti hann engu að síður í Sund- laug Vesturbæjar. Þar var hann daglegur gestur um langt árabil, og þangað lá leið hans þegar kallið kom. Þó aldurinn væri vissulega hár í árum talið, kom fráfall hans svip- lega og söknuður náinna aðstand- enda sár. Nú þegar komið er að kveðjustund, þakka ég og fjöl- skylda mín Dalla fyrir allt og allt. Guð blessi minningu frænda míns, Halldórs Ágústs Þorlákssonar. Þórunn Þórhallsdóttir. Ég minnist vinar míns, sérstaks öldungs og heiðursmanns, Halldórs Þorlákssonar. Kynni okkar bar fyrst að í togar- anum Viðey RE árið 1991, þar sem hann var vaktmaður. Halldór var sjómaður nær allan sinn starfsferil, síðast vélstjóri á Víkingi AK. Hann var í siglingum öll stríðsárin ýmist á farskipum eða fiskiskipum. Vinnusemi og skyldurækni ein- kenndu öll hans störf. Mér þótti maðurinn helst til þurr á manninn við fyrstu kynni, en átti eftir að reyna annað. Undir hrjúfu yfir- borði leyndust miklar og góðar til- finningar, en lítt vildi hann flíka þeim. Halldór átti við talsverða van- heilsu að stríða síðustu ár, en síst af öllu vildi hann vera öðrum til byrði, bjó einn að sínu og stundaði laugar til síðasta dags. Hann stóð, þar til hann féll, era einkunnarorð að sönnu um þennan mann. Hann unni barnabörnum sínum og barnabarnabarni og var það hans gleðigjafi, þegar þau komu í heim- sókn. Hrjúfleiki, sem annars ein- kenndi þennan gamla sjósóknara, fór af honum við þær aðstæður. Þau náðu vel saman, hann og María Ellen sem ég á með dóttur hans Önnu Dagnýju. Hann var í essinu sínu þegar hún birtist og allt lét hann eftir henni þegar hún heimsótti hann. Hún syrgir hann á sína vísu og með þessum orðum séra Matthíasar kveður hún hann: Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum, í líknarmildum fóðurörmum þínum, og hvfli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Fjölskyldu Halldórs votta ég samúð mína. Steingrímur Eiriksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.