Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 70

Morgunblaðið - 29.01.1999, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Haldið upp á daginn ELDRI kona sést hér stökkva í tjörnina. ANNAR „Rostungur" yljar sér við bál sem kveikt var á tjam- arbakkanuni. SÍÐASTLIÐINN laugardag voru 55 ár liðin frá því að umsátri Þjóðverja um Sankti Pétursborg lauk, en þá var borgin nefnd eftir byltingar- manninum Lenín og kölluð Lenín- grad. Til þess að halda upp á daginn tóku „Rostungar“ borgarinnar sig til og stungu sér til sunds í ískaldri tjörninni í Sigurgarði, en hópur þessi telur klakasund allra meina bót. Þéttir á velli SUMOGLIMUKAPPARNIR Sekiwake Chiyotaikai og meistarinn Wakanohana sjást hér reyna að halda sér innan hringsins í Nýársstórmóti súmóglímukappa í Tókyó, en keppnin fór fram á sunnu- daginn var. Fyrsta keppnin milli þeirra félaga fór á þann veg að Chicotaikai stóð uppi sem sigurvegari. Aðeins í nokkra daga Minnst 40% afsláttur RCWELLS Kringiunni 7, sími 588 4422 FYRIR ALLA í ► FJÖLSKYLDUNNM ÍSLENSK TEIKNIMYND Lirfa lærir á lífíð Allir þekkja verkin Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Karlsson f Skrípó, vinnur að teiknimyndinni Litla lirfan ijóta. LITLA lirfan ljóta í garðinum heima hjá sér. I þessum garði á Lirfan heima. hans Gunnars Karls- sonar, en hann hefur gert nær allar íslensku teiknuðu auglýsingarn- ar sem birtast í sjón- varpinu. SKRÍPÓ heitir fyrirtækið hans Gunnars, og nýlega fékk það vilyrði um styrk frá Kvikmyndasjóði Is- lands upp á 4,5 milljónir króna til framleiðslu 30 mínútna langi-ar ís- lenskrar teiknimyndar sem mun heita Litla lii-fan ljóta. Sagan er eftir Friðrik Erlingsson, og í fyrra fengu þeir félagar styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til sama verkefnis. Átti að verða bók „Þetta er lífsraunasaga lítillar, ljótrar lirfu. Hún horfir á heiminn og hittir hin og þessi önnur skordýr, sem hún lærir ýmislegt af. Það er reyndar ekki þannig að við Friðrik séum svo hugmyndasnauðir að við séum að herma eftir kvikmyndunum Antz og A Bug’s Life, hugmyndin að sögunni er miklu eldri en það. Upp- haflega vildi Friðrik gera bók út frá þessari sögu og ætlaði að fá mig til að teikna myndirnar í hana, en ég vildi gera teiknimynd fyrir sjónvarp þar sem það er mitt aðalfag," segir Gunnar um aðdragandann að litlu lirfumyndinni. „Ég er lærður listmálari, en hef jafnframt starfað við að mynd- skreyta bamabækur og teikna aug- lýsingar. Einhvern tímann í gamla daga fór ég líka á námskeið í teikni- myndateiknun, en það var ekki möguleiki að nýta sér það af nokkru viti hér á Islandi fyrr en fyrir fjórum árum þegar ódýru tölvurnar komu, og þá steypti ég mér út í þetta af ein- skærum áhuga. Áður þurfti annað- hvort hundruð manna til að vinna eina teiknimynd eða 20 milljóna króna tölvu.“ - Er ekki ólíkt að vinna á tölvu og að teikna fríhendis? „Nei, reyndar ekki. Maður verður að geta teiknað til að vinna við tölv- una, hún gerir ekkert sjálf. Það er teikniborð tengt henni og á það teiknar maður fígúrurnar með þar til gerðum penna.“ Mikil gróska Lirfan verður þrívíð teiknimynd, ekki ósvipuð auglýsingunni um mjólkurdropann Dreitil. Um þessar mundir er Gunnar að vinna að þrem- ur 30 sekúndna auglýsingum, en hver þeirra tekur um einn og hálfan mánuð að vinna, ef vel er unnið. Þetta hljóta að vera mjög dýrar aug- lýsingar. „Já, og þá er það ekki af því að tímakaupið sé svo hátt, heldur er svo mikil vinna í hverri og einni. Það breytir því samt ekki að það er mikil gróska í greininni og sífellt meiri eft- irspurn. Svo mikil að ég hef ekki tek- ið helgarfrí í fjögur ár, eða alveg síð- an ég byrjaði í þessu.“ - Er konan þín kannski skilin við þig? „Nei, ég flutti vinnuna heim, öðru- vísi gekk þetta ekki. Svo er ég kom- inn með fastan starfsmann, auk þess að ráða lausamenn í sérstök verk- efni, því ég lofa sífellt upp í ermina á mér.“ - Er þetta fyrsta teiknimyndin með sögu sem þú teiknar? „Já, fyrsta lengri teiknimyndin og veit eiginlega ekki ennþá hversu mikið verk þetta verður, en það er víst að styrkurinn mun koma að góð- um notum. Við hefðum reyndar þurft að fá helmingi hærri upphæð, því ég býst við að þurfa að kaupa ný tæki til að geta gert þessa mynd. Heildar- kostnaðurinn verður líkast til um 18 milljónir. í umsókninni til Kvik- myndasjóðs reiknaði ég með að myndin yrði sex mánaða vinna fyrir fjóra menn. Litla lirfan ljóta verður frekar róleg mynd, sem þýðir minni vinnu þar sem fígúrurnar eru minna á hreyfingu. Það er helst að mynda- vélin hreyfíst. Sögumaður les svo yf- ir myndirnar. Benedikt Erlingsson leikari, sem er bróðir Friðriks, las fyrir okkur söguna, og hann gerði það mjög skcmmtilega." - En verður þetta fyrsta íslenska teiknimyndin? „Nei, reyndar ekki, en Litla iirfan ijóta verður vonandi fyrsta íslenska þrívíddarteiknimyndin.“ DREITILL, Egill og fleiri góðir frá hendi Gunnars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.