Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 10

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 10
10 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Karlanefnd efndi til kappræðna um karlamál í Ráðhúsi Reykjavikur Talsmenn flokkanna boða 12 mánaða fæðingarorlof Morgunblaðið/Kristinn FYLGST með kappræðum um karlamál. Lengst til vinstri er Valdimar Jóhannesson, sem kvartaði yfir því að fulltrúar Frjálslynda fiokksins skyldu ekki fá tækifæri til að vera með framsögu á fundinum. Nær eitt hundrað manns, bæði konur og karlar, sátu líflegan kosningafund á vegum karlanefndar Jafnrétt- isráðs á fimmtudags- kvöld. Arna Schram fylgdist með. FÆÐINGARORLOF og hugsan- leg lenging þess í tólf mánuði var meðal þess sem rætt var um á kosn- ingafundi á vegum karlanefndar Jafnréttisráðs í Ráðhúsi Reykjavík- ur sl. fimmtudagskvöld. Yfirskrift fundarins var Kappræður um karla- mál og snerist m.a. um tillögur karlanefndar um að stefnt verði að lengingu fæðingarorlofs í tólf mán- uði. Af þeim yrðu fjórir mánuðir bundnir fóður, fjórir mánuðh- móð- ur en fjórum geti foreldrar skipt eftir hentugleika. Framsögumenn fundarins komu frá fjórum stjóm- málaöflum, og voru þeir Ami M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, Hjálmar Amason, þingmað- ur Framsóknarflokks, Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður og for- ystumaður Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, og Svanhildur Kaaber, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs. Þau þrjú síðastnefndu lýstu því afdráttarlaust yfir á fundinum að þeirra flokkar myndu beita sér fyi-ir tólf mánaða fæðingarorlofi á næsta kjörtímabili kæmust þeir í stjórnarmeirihluta. Ólafur Þ. Stephensen, foi-maður karlanefndar Jafnréttisráðs, sagði í upphafí fundar að jafnréttisum- ræðan hefði hingað til að mestu snúist um stöðu kvenna. „Það er hins vegar viðurkennt í auknum mæli að á sumum sviðum standa karlar höllum fæti og að jafnréttis- baráttan sé ekki togstreita á milli kynjanna heldur séu karlar og kon- ur saman í þessari baráttu og að aukið jafnrétti gagnist þeim báð- um;“ sagði hann. Árni tók íyrstur til máls af frum- mælendum og kvaðst gera ráð fyr- ir því að nýjar og vel útfærðar til- lögur um fæðingarorlof yrðu lagð- ar fram á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins í mars nk. Hann sagðist hins vegar velta því fyrir sér hvort fæðingarorlof væri ekki verkefni sem aðilar vinnumarkaðarins ættu að geta tekist á við í samningum sín í milli. Ekki síst þar sem um mikla fjármuni fyrir þá væri að ræða. Hann sæi því fýrir sér að að- ilar vinnumarkaðarins hefðu frum- kvæði að lausn þessara mála, sem síðar yrðu lögfest á Alþingi. „Ef þetta reynist hins vegar aðilum vinnumarkaðarins ofviða af ein- hverjum ástæðum held ég að þetta sé það mikilvægt mál að hið opin- bera verði að takast á við það og finna lausn á því sjálft," sagði hann og taldi þó vænlegra að finna „markaðslausn á málinu í stað rík- issjóðslausna“. Hjálmar lagði áherslu á að jafn- réttismál væru fjölskyldumál og kvaðst styðja hugmyndir karla- nefndar um lengingu fæðingaror- lofs. Hann sagði að sá stuðningur væri ekki eingöngu vegna réttinda barna til að njóta návistar við báða foreldra sína heldur einnig vegna jafnréttis beggja kynja. Því væri ástæða til að lengja fæðingarorlof- ið en um leið deila því á milli beggja aðila. í erindi sínu sagði Rannveig Guðmundsdóttir að íslenska samfé- lagið væri ótrúlega ófjölskyldu- vænt, ekki síst í ljósi þess hve ís- lenskar fjölskyldur hefðu verið barnmargar í gegnum tíðina. „Það er alveg ljóst að jafn réttur karla og kvenna næst ekki fyrr en hér verður rekin almennileg fjöl- skyldupólitík." Rannveig benti því næst á að Samfylkingin hefði mót- að stefnu um tólf mánaða fæðing- arorlof á fullum launum og að for- eldrar ættu að skipta því orlofi með sér. Feður ættu þó að hafa sjálf- stæðan rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs en geti tekið allt að sex mánuði. „Samiylkingin mun beita sér fyrir samráði við aðila vinnumarkaðarins [um framgang þessa máls], sérstaklega við sam- tök launafólks og önnur stjórn- málasamtök eftir því sem unnt verður.“ „Vinstri hreyfingin - grænt framboð styður eindregið tólf mán- aða fæðingarorlof,“ sagði Svanhild- ur Kaaber m.a., en velti því hins vegar fyi'ir sér hvemig setja ætti fram hugmyndir um skiptingu þess milli foreldra. „Ég held að það sé mikilvægt að ákvarðanir um skipt- ingu séu ekki bundnar ofan frá með einhverju valdboði heldur gef- ist fólki kostur á að ræða og ákveða hvemig því hentai' best að skipt- ingin sé, en ég held að sex mánuðir fyrir móður og barn sé lágmark." Á eftir Svanhildi kom Valdimar Jó- hannesson, talsmaður Frjálslynda flokksins, sem var gestur á fundin- um, og sagði að jafnréttismál væru mjög mikilvæg, en að sínu mati væra þau mjög vanrækt af stjórn- völdum. I umræðunum á eftir framsögu- erindum var m.a. rætt um hvort rétt væri að gera prófanir á öllum nýfæddum börnum til að sanna faðernið. Frammælendumir vora allir á því að ekki bæri að lögfesta slíkar prófanir, en hins vegar væra þær sjálfsagðar í þeim tilvikum þar sem ágreiningur væri um faðernið. „Ef upp rís einhver vafí á að eyða öllum vafa,“ sagði Hjálmar m.a. „Eyða honum vegna meintra og ómeintra feðra en ekki síst vegna barnanna." Þá var enn frekar rætt um lengingu fæðingarorlofs, fjöl- skylduhlutverk karla og aukna möguleika barna til að umgangast báða foreldra sína. Góð við- brögð við fjársöfnun GÓÐ viðbrögð hafa verið við fjársöfnun handa fjölskyldu í Grafarvogi en móðirin er alvar- lega krabbameinsveik og faðir- inn hefur ekki getað unnið vegna erfiðra aðstæðna fjöl- skyldunnar. Þau eiga þrjú börn. Séra Vigfús Þór Ámason, prestur í Grafarvogssókn, seg- ir viðbrögð góð og hafa komið frá öllu landinu. Vildi hann koma þakklæti á framfæri. Minna má á að söfnunarreikn- ingur er í Búnaðarbanka Is- lands, 0324-26-830, og notuð er kennitala Grafarvogskirkju, 520789-1389. Þorsteinn Pálsson Mikilvægt að viðhalda rétti til nýtingar auðlinda ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að mikilvægt sé að við viðhöldum rétti okkar til þess að nýta allar auðlindir sjávar, þar á meðal sjávarspendýr, en tímasetn- ingar séu mikilvægar í þeim efnum og hafa verði heildarhagsmuni í huga. Þorsteinn sagði aðspurður um þau mótmæli sem fram hafa komið að undanförnu vegna þingmannatil- lögu um að hvalveiðar hefjist á nýj- an leik að menn hefðu rétt til að mótmæla. Vandmeðfarið mál Aðspurður hvort hann teldi koma til álita að íslendingar hæfu hval- veiðar á nýjan leik sagði hann að ákveða þyrfti þann tíma. „Þetta er mjög vandmeðfarið mál. Það er mikilvægt að við viðhöldum rétti okkar til að nýta allar auðlindir sjávarins og þar á meðal sjávar- spendýr, en tímasetningar era mik- ilvægar í þessu málL Það verða menn að hafa í huga og reyndar heildarhagsmuni þegar ákvörðun verður tekin. Að því mun auðvitað koma, en það þarf að nýta rétt lag,“ sagði Þorsteinn. Athugasemd Athugasemd frá Guðmundi E. Sigvaldasyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi E. Sigvaldasyni, íyrrverandi forstöðumanni Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar: „Frétt á baksíðu Morgunblaðsins hinn 11. febrúar fjallar um kynferð- islega áreitni, sem kona varð fyrir á vinnustað. Nauðsyn krefur að upp- lýsa að vinnustaðurinn er Norræna eldfjallastöðin og umrætt óheillamál hefur dregið á eftir sér dilka af ýmsu miður geðslegu tagi. Þeir sem lesa frétt Morgunblaðsins með skertri athygli kynnu að halda að forstöðumaður stofnunarinnar væri flæktur í málið sem gerandi, en vandlegri lestur sýnir að svo er ekki. Frétt blaðsins byggir á viðtáli við lögmann stúlkunnar, sem í hlut á, en vísvitandi gloppur í frásögn hans gefa tilefni til alvarlegra at- hugasemda. I úrskurði Kæranefnd- ai' jafnréttisráðs segir: „Með hlið- sjón af þeim flóknu aðstæðum sem forstöðumaður NE stóð frammi fyr- ir frá því hann fékk vitneskju um háttsemi NN í desember 1995, þeim skamma tíma sem leið frá því hann ritaði bréf sitt 26. febrúar 1996 og þar til XX hvarf af landi brott og að XX kærði sig ekki um að stjórn NE yrði tilkynnt um málið, verða við- brögð forstöðumanns ekki talin fela í sér slíkt athafnaleysi að stofnunin teljist hafa brotið gegn 6. gr. jafn- réttislaga." „Athafnaleysið" fólst í því að kalla ekki til sálfræðinga eða að- stoðarmenn af öðru tagi til að leita sátta í málinu. Mat mitt á stöðunni var að slíkt væri með öllu tilgangs- laust og gerði aðeins illt verra mið- að við aðstæður. Ragnar Aðal- steinsson veit fullvel að hann fer með afskaplega rangt mál þegar hann talar um að „vinnuveitendum sé gefinn kostur á að skjóta sér undan ábyrgð með því að gera kröfu um að kvörtun sé fundinn farvegur, sem hvergi er kynntur." Frá fyrsta degi umrædds máls lá það ljóst fyrir að farvegur kvörtun- ar var frá forstöðumanni til stjórn- ar. Málið var hins vegar þannig vaxið að XX gerði sér fulla gi-ein fyrir því að ef stjórninni yrði til- kynnt um málavöxtu þýddi það að verkefni hennar undir leiðsögn NN væri glatað. Hún kaus því að leita allra leiða til að ljúka verkinu, en varð þó að lokum að hverfa burt af stofnuninni vegna síendurtekins áreitis. Hún reyndi síðan að bjarga verkefni sínu með því að eiga bréfaskipti við þennan leiðbein- anda, en varð þegar allt um þraut að tilkynna mér formlega að öllu sambandi við manninn væri slitið. Nákvæmlega á þeim tímapunkti sendi ég stjórn stofnunarinnar ýt- arlega skýrslu um málið.“ MEÐ vísan til fréttar um nýlegt álit Kæranefndar jafm'éttismála varðandi meinta kynferðislega áreitni á vinnustað, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins, fimmtu- daginn 11. þessa mánaðai’, hefur undirrituðum lögmanni verið falið að koma eftirgreindum atriðum á framfæri við blaðið, en undirritað- ur hefur gætt hagsmuna þess manns, sem borinn hefur verið sök- um um að hafa beitt umrædda konu kynferðislegri áreitni á vinnustað. 1. Umbjóðandi minn hefur frá upphafi máls þessa staðfastlega neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar af hálfu konunn- ar og lýst sig saklausan af þeim. 2. Úmbjóðandi minn fær ekki séð að nokkur þau gögn hafi verið lögð fyrir Kærunefnd jafnréttis- mála sem réttlætt geti niðurstöðu nefndarinnar. Umbjóðandi minn hafnar því með öllu, að fram sé komin sönnun um það að hann hafi viðhaft þá háttsemi sem hann hef- ur verið sakaður um og fjallað var um í nefndu máli fyrir Kæranefnd jafnréttismála. 3. Umbjóðanda mínum var mein- uð aðild að málarekstri konunnar fyrir Kæranefnd jafnréttismála á hendur vinnuveitanda hans. Hann gat þar af leiðandi ekki haft nokk- ur áhrif á meðferð málsins íyi'ir kæranefndinni, t.d. hvaða vitni væra leidd, hvaða spurningum væri beint til aðila og vitna eða með því að tala máli sínu með öðr- um hætti fyrir nefndinni, ef frá er talin skýrslutaka af honum, áður en kæranefndin komst að niður- stöðu sinni. 4. Umbjóðandi minn vill að síð- ustu taka það fram, að máli þessu er ekki lokið af hans hálfu, enda telur hann að Kæranefnd jafnrétt- ismála hafi sakfellt hann saklaus- an, án tilhlýðilegrar ástæðu, án fullnægjandi gagna, án þess að hann ætti nokkra aðild að málinu, án þess að hann gæti haldið uppi vörnum af sinni hálfu og umfram allt án þess að lögvarin mannrétt- indi hans væra virt. Umbjóðandi minn óskar eftir því við Morgunblaðið, að framan- greindar athugasemdir hans vegna fréttar blaðsins frá í gær verði birtar hið fyrsta í Morgunblaðinu. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.