Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 16
16 LAUGAKDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurbætur á Þjóðminjasafninu hefjast af fullum krafti 1 sumar döBBödddBöBddd dgddddoddddddd □□□□□□□□ omDDn VIÐ suðurenda Þjóðminjasafnsins verður byggður nýr inngangur f húsið, en innganginum við Hringbraut verður lokað. Opnun safnsins frestað til 17. júní árið 2001 OPNUN Þjóðminjasafnsins við Suð- urgötu hefur verið frestað til ársins 2001, en ljóst þykir að endurbætur á húsinu reynast umfangsmeiri en áð- ur var reiknað með. Auk þess hefur flutningur muna úr húsinu tafist, m.a. vegna athugasemda sem gerðar hafa verið við brunavarnir í bráða- birgðahúsnæðinu. Kostnaður við endurbæturnar er áætlaður 500 milljónir. Á næstunni verður auglýst útboð vegna hönnunar sýningar í safninu, en þetta er í fyrsta skipti sem ríkið efnir til útboðs af þessum toga. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra gi-eindi í gær frá því að ákveð- ið hefði verið að fresta opnun Þjóð- minjasafnsins við Suðurgötu til 17. júní árið 2001, en þegar ákvörðun um endurbætumar var tilkynnt í árslok 1997 var stefnt að því að ljúka framkvæmdunum fyrir 17. júní áríð 2000. Björn sagði að komið hefði í ljós að endurbæturnar væm tíma- frekari en gert var ráð fyrir auk þess sem flutningur muna úr húsinu hefði tafist. Hann sagði að ekki væri ástæða til að setja þessari fram- kvæmd of nauman tímaramma. Aðalatriði væri að vinna vel og skipulega að uppbyggingu safnsins. Þjóðminjasafnið yrði þungamiðja varðveislu menningararfs þjóðarinn- ar. Menningarhlutverk þess yrði mikið fyrir þjóðina, en einnig fyrir ferðamenn sem sækja landið heim. Tilboði tekið í fyrsta verkþátt Sturla Böðvarsson, formaður byggingamefndar Þjóðminjasafns- ins, sagði að undirbúningi fram- kvæmda miðaði vel. Búið væri að bjóða út verkþætti og taka fyrstu til- boðum. Samningur hefði verið gerð- ur við verktakafyrirtækið ístak um fyrsta áfanga, sem fæli í sér að rífa innan úr húsinu og steypa upp við- byggingu sunnan við húsið. Næsti áfangi yrði endurbætur á Jarðfræði- húsi Háskóla Islands. Háskólinn nýt- ir það hús enn, en þar verða í fram- tíðinni skrifstofur og vinnuaðstaða fyrir starfsmenn Þjóðminjasafns. Sturla sagði að eitt af hlutverkum byggingarnefndar hefði verið að út- vega bráðabirgðahúsnæði meðan framkvæmdir við hús Þjóðminja- safns við Suðurgötu stæðu yfir. Mununum yrði komið fyrir á tveimur stöðum, annars vegar við Lyngháls í húsi sem áður hýsti Fjölbrautaskóla Garðabæjar og í húsi við Vesturvör í Kópavogi. Sturla sagði að húsið við Vesturvör væri hugsað sem framtíð- argeymsluhúsnæði safnsins þar sem m.a. yrði góð vinnuaðstaða til skrán- ingar. Flutningur á munum stöðvaður Fyrr í vetur voru gerðar athuga- semdi við brunavarnir I húsinu við Vesturvör og var þá tekin ákvörðun um að stöðva flutning muna í húsið. Sturla sagði að unnið hefði verið að því að koma eldvamarmálum í gott lag í samvinnu við Eldvamareftirlit- ið og Brunamálastofnun. Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri sagði að áformað væri að hefja flutn- ing muna úr Þjóðminjasafninu fljót- lega eftir páska og honum yrði lokið í júnílok. Miklar breytingar verða á starf- semi Þjóðminjasafnsins þegar það hefur starfsemi að nýju við Suður- götu árið 2001. Húsið verður ein- göngu notað sem sýningarhúsnæði, en það er í dag notað undir sýningar, skiTfstofur og geymslur. I dag er sýningaraðstaða í húsinu á um 800 fermetrum, en eftir breytingarnar þrefaldast sýningarplássið. Nýr inn- gangur í húsið verður byggður við suðurenda þess, en innganginum við Hringbraut verður lokað. Að sögn Ögmundar Skarphéðinssonai- arki- tekts er við hönnun safnsins miðað við að nýta nýjustu sýningartækni eins og hún gerist best erlendis. Notast yrði m.a. við margmiðlunar- tækni og nýjustu tölvutækni. Hönnun sýningar boðin út Gunnar Jóhann Birgisson, for- maður þjóðminjaráðs, sagði að ákveðið hefði verið að efna til sam- keppni um hönnun sýningar í Þjóð- minjasafninu. Samkeppnin yrði aug- lýst á næstunni. Öllum yrði heimil þátttaka. Sérstök dómnefnd kæmi til með að velja bestu tillöguna. í henni eiga m.a. sæti þjóðminjavörður og safnstjóri Þjóðminjasafns. Þór Magnússon þjóðminjavörður sagði að þó að húsi Þjóðminjasafns- ins við Suðurgötu hefði verið lokað væri önnur starfsemi safnsins en sýningarstarfsemi í fullum gangi. Hann sagði að nú væri t.d. unnið að átaki í skráningarmálum. Unnið væri að því að taka myndir af öllum munum safnsins og fyrirhugað væri að skanna þær inn á tölvu. Áformað væri að gera gagnasafn Þjóðminja- safnsins aðgengilegt á Veraldarvefn- um. Gagnasafnið yrði síðan tengt gagnsafni byggðasafna um allt land. Prófkjör Samfylk- ing ar á Noröur- landi PRÓFKJÖR Samfylkingar á Norðurlandi eystra og Norður- landi vestra fer fram í dag. Sex eru í framboði á Norðurlandi eystra, en átta á Norðurlandi vestra. Kjörstaðir í fjölmennustu bæjarfélögunum á Norðurlandi eystra eru opnir á milli kl. 10-21. Þetta eru Akureyri, en kosið er í Húsi aldraðra, Húsa- vík, en kosið er í Borgarhóls- skóla og Dalvík, en þar er kos- ið á Hafnarbraut 7. A Ólafsfirði er kosið í ÚÍÓ-húsinu, en þar verður kjörstað lokað kl. 18. Kjörstaðir í Hrísey, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn eru opnir frá 13-17. Kjörstaður í Mývatnssveit er opinn frá kl. 13-16. Byrjað verður að telja at- kvæði kl. 17 og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir að síðustu kjörstöðum lokað kl. 21. Á Norðurlandi vestra er kos- ið í 9 kjördeildum. Á stærri stöðum eni kjördeildir opnar milli kl. 10-20. Þetta á við um Selið á Hvammstanga, Félags- heimilið á Blönduósi, Fellsborg á Skagaströnd, Safnahúsið á Sauðárkróki, Höfðaborg á Hofsósi og Aiþýðuhúsið á Siglufirði. Einnig er kosið í Vesturhópsskóla þar sem kosningu lýkur kl. 14:30, Laugabakka þar sem kosningu lýkur kl. 17, Húnaveri þar sem kosningu lýkur kl 18, Hólum þar sem kosningu lýkur kl. 16 og Varmahlíð þar sem kosið er til kl. 20. Óvíst er hvenær fyrstu tölur verða birtar á Norðurlandi vestra, en stefnt er að því að þær verði tilbúnar um eða eftir miðnætti. Landsbankinn lánar kanad- ísku fyrirtæki 500 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ UNDIRRITUN lánasamnings Landsbankans við Barry Group. Frá vinstri eru David Middleton, fram- kvæmdastjóri hjá Barry Group, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Bill Barry, forstjóri Barry Group, Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, og Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Stúdentaráð gagnrýnir ráðherra MENNTAMÁLARÁÐHERRA gengur þvert á vilja Háskóla Is- lands í frumvarpi til laga, sem hann lagði fram á miðvikudag, segir í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Islands. I tilkynningunni segir að stúdent- ar í háskólaráði hafi lagt fram tvær breytingartillögur við drög rektors og ráðuneytisins að frumvarpinu, sem allar hafi verið samþykktar í háskólaráði. Þar segir ennfremur að í frumvarpinu, sem hafi verið lagt fram á miðvikudag, líti ráðherra hins vegar framhjá tveimur þeirra tillagna sem samþykktar hafi verið og gangi þar með þvert á vilja há- skólaráðs og þar með Háskóla Is- lands. Fyrri tillagan varðar stöðu Stúd- entaráðs en í tilkynningunni segir að Háskólaráð hafi óskað eftir því að fá í lög skýra heimild tíl að semja við Stúdentaráð um afmörkuð rekstrarverkefni án útboðs en að í frumvarpinu sé lagt til að þessi lagaheimild verði afnumin. Síðari tillagan varðar fulltrúa ráðherra í háskólaráði en háskólaráð hafnaði pólitískum fulltrúum, því það telji að ekki sé hægt að sætta sig við að þeir séu skipaðir af menntamálaráð- hen-a einum án tilnefningar. í tilkynningunni harma stúdentar það ef menntamálaráðherra hyggst ekki taka tillit til vilja háskólaráðs í þessu mikilvæga máli, sem snerti í raun innanhússmál skólans. LANDSBANKI íslands hefur gengið frá lánasamningi við kanadíska fyrirtækið Barry Group, sem starfrækir fiskvinnslu og út- gerð á Nýfundnalandi og Nova Scotia. Að sögn Kristins Briem, aðstoð- armanns bankastjóra Landsbank- ans, felur samningurinnn í sér af- urðalánafyrirgreiðslu að fjárhæð allt að 7 milljónir Bandaríkjadala sem svarar til um 500 milljóna ís- lenskra króna. Barry Group rekur fjölbreytta fiskvinnslu á 17 stöðum í Kanada og gerir út 3 fiskiskip, en hefur tryggt sér afla af 55 fiskiskipum til viðbót- ar. Jafnframt kaupir fyrirtækið hrá- efni til vinnslu á mörkuðum frá öðr- um löndum, m.a. frá íslandi. Velta þess á síðasta ári var yfir 4 milljarðar króna og starfsmenn fyr- irtækisins eru um 3.500 talsins þótt heilsársstörf séu nokkru færri þar sem sumar vinnlustöðvar eru lokað- ar hluta úr ári. SH hafði milligöngu um viðskiptin Að sögn Kristins hefur Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hf. annast sölu á hluta af afurðum Barry Group og hafði í upphafi milligöngu um afurðarlánaviðskiptin. „Landsbankinn átti sín fyrstu lánaviðskipti við kanadískt fyrir- tæki á síðasta ári þegar gengið var frá samningum við San Souci í Nova Scotia, dótturfyrirtæki SÍF. Samn- ingurinn við Barry Group er hins vegar fyrsti lánasamingurinn við er- lent fyrirtæki sem ekki er í eigu ís- lenskra aðila,“ sagði Kristinn. Kristinn segii- lánveitinguna í samræmi við þá stefnumótun Landsbankans að auka alþjóðlega starfsemi og styðja við útrás ís- lenskra fyrirtækja. „Vegna mikillar reynslu og þekkingar á sjávararút- vegi er Landsbankinn í sumum til- vikum betur í stakk búinn til að annast lánsfjármögnun erlendra sjávarútvegsfyrirtækja en erlendir bankar. Þá er afurðalánakerfi ís- lendinga á margan hátt betur sniðið að þörfum sjávarútvegsfyrirtækja en hliðstæð þjónusta erlendra banka.“ Að sögn Kristins hefur bankinn að auki hafið viðskipti við fyrirtæki á sviði sjávarútvegs í Noregi og á Spáni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.