Morgunblaðið - 13.02.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 23
Jarðhitaleit
meðal verkefna
í Grundarfírði
Morgunblaðið/KVM
FRA fundi númer 100 í hreppsráði Eyrarsveitar: Björg Ágústsdóttir sveitarstjúri, Eyþór Björnsson skrif-
stofustjóri, Gunnar Jóhann Elfsson, Sigríður Finsen og Ragnar Elbergsson hreppsráðsmenn.
HUNDRAÐASTI fundur í hrepps-
ráði Eyrarsveitar, Grundarflrði,
var haldinn fimmtudaginn 4. febr-
úar síðastliðinn. Hreppsráðið var
sett á laggimar eftir kosningarnar
1994, en áður hafði hreppsnefndin
ein fjallað um mál sem bárust til
Eyrarsveitar.
Hreppsráð hefur það hlutverk að
fjalla um mál og koma með tillögur
fyrir hreppsnefndina. í hreppsráði
eru 3 menn en 7 í hreppsnefnd.
Þeir sem skipa hreppsráð Eyrar-
sveitar eru: Sigríður Finsen, sem
er formaður, Gunnar Jóhann Elís-
son og Ragnar Elbergsson. Oddviti
Eyrarsveitar er Guðni E. Hall-
grímsson en sveitarstjóri er Björg
Agústsdóttir.
A dagskrá þessa 100. fundar
hreppsráðs var m.a. kynning At-
vinnuráðgjafar Vesturlands á hug-
myndum um stofnun Eignarhalds-
félags Vesturlands, og var Ólafur
Sveinsson, forstöðumaður Atvinnu-
ráðgjafar, gestur fundarins. Þá var
einnig rætt um ritun sögu Eyrar-
sveitar og hvemig best væri staðið
að því.
Helstu
viðfangsefni
Helstu viðfangsefni sveitar-
stjórnarinnar í Grandarfirði um
þessar mundir eru málefni tengd
jarðhitaleit sem fram hefur farið að
undanförnu í nágrenni þéttbýlisins.
Tekin hefur verið ákvörðun um að
sækja um styrk til frekari leitar í
nágrenni þéttbýlisins, en það em
Orkuráð, Byggðastofnun og iðnað-
arráðuneyti sem veita styrki til
átaks í jarðhitaleit í landinu 2. árið
í röð.
Ennfremur má nefna að sam-
göngumál era ofarlega í umræð-
unni hjá sveitarstjórninni í Grand-
arfirði. Helst skal nefna þverun
Kolgrafarfjarðar. Grundfirðingar
era orðnir hundleiðir á því hversu
lélegur vegurinn um Kolgrafar-
fjörð er og telja bráðnauðsynlegt
að nútímalegur vegur og brá liggi
þar til þess að áframhaldandi upp-
bygging í Grandarfirði og fjölgun
íbúa stöðvist ekki.
Sveitai-stjóri, hreppsnefnd og
hreppsráð hafa ítrekað sagt þing-
mönnum og fleiram þetta og jafn-
vel bent á mögulega fjáröflun til að
flýta þverun Kolgrafarfjarðar.
Sveitarstjórnin hefur samþykkt
að taka þátt í gerð „Staðardag-
skrár 21“ er felst í gerð umhverf-
isáætlunar fyrir sveitarfélagið, en
31 sveitarfélag á Islandi hefur lýst
yfir áhuga á að gera slíka áætlun.
Hér er umfangsmikið verkefni á
ferðinni og hefur því verið hleypt
af stokkunum. „Staðardagskrá 21“
er samstarfsverkefni umhverfis-
ráðuneytis og Sambands ísl. sveit-
arfélaga og tengist samþykktum
Kýótó ráðstefnunnar. Stefán
Gíslason er verkefnisstjóri. Var
hann ráðinn í 18 mánuði til að að-
stoða sveitarfélög og koma með
tillögur. Hann heimsótti Eyrar-
sveit í lok janúar sl. þegar haldinn
var kynningarfundur um verkefn-
ið.
Fjölgun
í Eyrarsveit
Ibúar í Eyrarsveit eru nú 943 og
hefur fjölgun verið 2% frá síðasta'
ári, en 17,7% á síðustu 10 áram. Er
þetta allt annað en annars staðar á
landsbyggðinni, þar sem fækkun
hefur átt sér stað. I Grandarfirði
eru 32,4% íbúa Eyrarsveitar á
aldrinum 0-15 ára en það er lægsti
meðalaldur sveitarfélags af stærð-
argráðunni 600 íbúar og fleiri hér á
landi.
Grannskólabygging er enn í
smíðum og verður að öllum líkind-
um fullbúin næsta haust. Hug-
myndir og óskir um stofnun fram-
haldsdeildar í Grandarfirði hafa nú
þegar komið fram enda hátt í 30
nemendur í flestum yngri árgöng-
um. Erfitt að sjá svo mörg ung-
menni fara héðan hvert haust til að
afla sér aukinnar menntunar í stað
þess að búa hér allt árið a.m.k.
nokkur árin enn.
ÍSLENSK
GARÐYRKJA
- okkar allra vegna
Blómavenlanirnar