Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 27 ERLENT Monica Lewinsky fær uppreisn æru Washington. The Daily Telegraph. FYRIR viku fengu Bandaríkjamenn loks að heyra og sjá Monicu Lewinsky. Konuna sem undanfarna mánuði hef- ur prýtt forsíður dag- blaða, slúðurdálka og skopmynda. Fengu þeir þá tækifæri til að meta persónuna, þegar þeir sáu upptökumar sem gerðar voru af vitna- leiðslum fyrir öldunga- deild Bandaríkjaþings og virðist sú mynd hafa gjörbreytt þeirri sem fjölmiðlar hafa dregið upp. Fyrir sjónir bar sjálfsörugga manneskju sem með tilsvörum sínum fipaði saksóknara og virðist það hafa fall- ið í kramið hjá almenningi vestra. „Hver er þessi fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins," spurði saksóknari Repúblikana, James Rogan, úr ræðustól öldungadeild- arinnar áður en upptakan var leik- in. Konan, sem hefur hingað til að- eins verið lýst í Starr-skýrslunni og með niðrandi orðum gamalla unnusta - Bill Clintons forseta þar á meðal, svaraði spurningum sak- sóknara af festu og sjálfsöryggi. Hún gerði að gamni sínu og leið- rétti saksóknarana með hnyttnum tilsvörum er þeim varð fótaskortur á tungunni. Sumir hafa jafnvel tek- ið svo djúpt í árinni að í viðtalinu hafi Lewinsky svipað til Banda- ríkjaforseta sjálfs. Fréttaskýrend- ur hafa lofað frammi- stöðu hennar í há- stert. Frést hefur af því að veitingahúsa- gestir hafi staðið upp og klappað íyrir Lewinsky þegar hún hafi gengið inn. Þeg- ar hún kom til Wash- ington að bera vitni, var hópur fólks sem hyllti hana á götu úti og í anddyri hótelsins sem hún gisti. Lewinsky sem ný- verið keypti hús ná- lægt æskuslóðum sín- um í Los Angeles er ekki á flæðiskeri stödd þótt hún hafi gefið upp vonir sínar um stjórnmálaferil í Wash- ington eða glæstan viðskiptaferil í New York. Talsmaður Lewinsky hafði eftir henni að hún hlakkaði til að takast á við framtíðina sem að öllu óbreyttu ætti að vera tíðinda- minni en undangengnir mánuðir. Tilboð um viðtöl og einkarétt á út- gáfu bókar hennar hafa streymt inn að undanfórnu. Um leið og Kenneth Starr, sér- skipaður saksóknari í málum Clint- ons, gefur formlegt leyfi sitt, mun ABC-sjónvarpsstöðin taka viðtal við Lewinsky. Næst í röðinni er Channel-4 sjónvarpsstöðin breska sem hefur boðið henni 400.000 sterlingspund (um 50 milljónir króna) fyrir viðtal og útgáfuréttur bókar Lewinsky, sem ráðgert er að komi út í byrjun næsta mánaðar, er metinn á um 1 milljón Banda- ríkjadala (um 70 milljónir króna). Elinor Smeal, formaður banda- rískra kvenréttindasamtaka, sagði í viðtali við New York Times á dög- unum að Lewinsky ætti ekki að skorta gylliboðin á næstunni. „Hún vissi hvað hún vildi og upp að vissu marki er hægt að segja að hún hafi fengið það“. Líkur eru jafnvel taldar á að Lewinsky stjórni eigin sjónvarps- spjallþætti í framtíðinni. Þá mun það vera hún sem spyr spurning- anna í stað þess að svara þeim. Monica Lewinsky Einstakt tilbo3sver3 Jeep Crand Cherokee 5.9 Limited Aðeins tveir bílar til, einn svartur og einn Ijósgrár sem er með topplúgu að auki. Báðir bílamir eru nýir og ókeyrðir og í ábyrgð frá umboði. Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun 20. og 21. febrúar Hvernig vaeri að taka stefnuna fyrir nýtt ár með því að fylla þig af orku? Losa um það gamla og búa til pláss fyrir meiri gleði og kærleika? Líföndun hjálpar við að ná djúpri slökun, takti við okkur sjálf og er um leið góð leið til að kynnast okkur sjálfum. Guðrún Arnalds. símar 551 8439 og 896 2396 ___________Ef við lærum að anda léttar verður líf okkar ósjálfrátt léttara Fullt vcr8 er 5. Eitt öflugasta tækið á markaðnum 5.9 I vél, 245 hö, sjálfskiptur Tveir loftpúðar, leðurinnrétting, vökva- og veltistýTi með cruise control, rafdrifnar rúður, loftkæling, ABS-hemlalæsivöm, „QuadraTrac" millikassi, fjögurra þrepa sjálfskipting með yfirgír, rafstýTðar sætisfestur, minni á stillingu ökumannssætis og á hliðarspeglum, opnanleg afturrúða, litað gler, tónjafnari, geislaspilari/segulband/útvarp, 8 hátalarar, hlíf yfir farangursrými, niðurfellanleg aftursætisbök 40/60,16’’ álfeígur, sjálfvirkt hitastýrikerfi í miðstöð, aksturstölva, áttaviti, útihitamælir, samlitir stuðarar og grill, þokuljós. g o ó í/ fi / Cl V ó v -FJOLSKYLDU-OC H USDYRAG.ARÐUR1N N Meó einu handcaki byróu cí i borð á baki biistjórasæcis. 4 ioftpuðar: bílscjóri, farþegt i framsæti og hiiðarpúóar. Það er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn i hann, enda er hann fyrsti fjölnotabíllinn I flokki bda í millistæró. Segja má aó Scénic sé í raun þrír bílar, fjölskyldubfll, feróabíll og sendibíll. Hann er aóeins 4.23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikið innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fýrir einstaklinga og fjölskyldur. Þaó er engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins af öllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengió ffábærar viðtökur. Ármúla 13, Sími 575 1200, Söludeild 575 1220

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.