Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 29 ERLENT Háttsettur fulltrúi Atlantshafsbandalagsins (NATO) í heimsókn á fslandi Öryggismál á tímamótum Á dögunum var staddur hér á landi Jer- ome W. Church, yfirmaður upplýsinga- og fræðsludeildar höfuðstöðva Evrópu- herstj órnar Atlantshafsbandalagsins (NATO). Andri Lúthersson ræddi við Church um stöðu mála á Balkanskaga og framtíðarhlutverk NATO. JEROME W. Church, yfírmaður upplýsinga- og fræðsludeildar höfuð- stöðva Evrópustjórnar (SHAPE) Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í erindi sínu á sameiginlegum fundin Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergs á dögun- um að NATO væri að mörgu leyti á tímamótum. Á fundinum fjallaði hann um mikilvægi herafla NÁTO á umbreytingartímum. Deilur Serba og albanska meiri- hlutans í Kosovo-héraði eru ofarlega á baugi um þessai- mundir og var Church því spurður út í stöðuna á Balkanskaga, fund Tengslahópsins svokallaða í París sem og hemaðar- legan undh’búning bandalagsins vegna stöðunnar í Kosovo. „Fyrir herstjórn NATO liggja nú þegar tillögur um hvernig hemaðai’- legum aðgerðum í Kosovo verður háttað. Við sem störfum í SHAPE höfum verið að velta þessum málum fyrir okkur í talsverðan tíma og fyrir liggur mikill fjöldi möguleika sem, efth' því hverjar niðurstöður RambouUlet-fundaiins verða, leiða til nákvæmari áforma sem síðan verður hrundið í framkvæmd. Við tökum við pólitískum fyrirskipunum um aðgerðir og erum ráðgefandi." Church segir engan vafa leika á því að þjóðir innan NATO og utan þess hafa litið á það sem er að gerast milli Serba og albanska meirihlutans í Kosovo, frá mismunandi sjónar- hornum á stundum. „Ríki sem kall- ast gætu málsvarar hópa á svæðinu hafa haft af því miklar áhyggjur að JEROME W. Church þeirra fólk sé að kynda undh' átök- um. Margir úr okkar hópi hafa haft þungar áhyggjur af framferði vopn- aðra flokka albanska meirihlutans í Kosovo og ég er þess fullviss að Rússar hugsi líkt um Serba.“ Church var spurður hvort hann teldi að Evi'ópuríki í NATO væru að beita Bandaríkin þrýstingi í þá veru að senda landsveitir til Kosovo. Sagði hann þá að innan NATO hefði um nokkurt skeið verið uppi sú hug- mynd að þróa með evrópskum aðild- arríkjum svokallaða „evrópska vam- arvitund“ (ESDI). „Ef það mál kæmist á góðan rek- spöl er hér komið kjörið tækifæri fyr- h' ewópsk aðildarríki NATO til að fai'a með mun stærra hlutverk innan bandalagsins en þau hafa hingað til gert. Annai’s vegai' erum við að tala um umtalsverða hemaðarlega getu Bandaríkjanna, sem við klárlega njót- um góðs af. Ef dæmið er hins vegar hugsað út ft'á ESDI er vel hugsandi að ófriðarástand komi upp þai' sem Evrópuríki NATO leggi til land- og flugher, ekki Bandaríkjamenn." NATO á tímamótum Á fundi æðstu ráðamanna aðildai’- ríkja NATO sem boðað hefur verið til í tilefni af 50 ára afmæli NATO í Was- hington í api-fl verða teknar ákvarð- anir um framtíð bandalagsins, stækk- unina í austur og horfur í öryggismál- um á næstu öld. Church var spurður um hlutverk NATO á nýrri öld og hverjar helstu hættumar væm, nú þegai' kalda stríðinu er lokið. ,Á- fundinum verður herafli banda- lagsins og stefna þess endurskil- gi'eind. NATO er stofnun sem þróast hægt og bítandi, það breytist ekki í stökkum. NATO-ríkin munu halda áfram að sjá bandalaginu fyrir her- afla þó að fækkað verði í sveitum þess í Evrópu. Vera bandarísks her- afla í Evrópu er mun minni en áður og ekkert NATO-ríkjanna er í mun að snúa þeirri þróun við. Tengslin yf- ir hafíð, milli Evrópu og Bandaríkj- anna, verða hin sömu - með Island áfram sem mikilvæga brú þar á milli“, sagði Church. Rætt hefm' verið um að hin eld- fíma staða á Balkanskaga marki framtíðarstefnu NATO - að átök þjóðarbrota kalli á nýjar öryggisráð- stafanh'. Church svaraj’ því til að „stefna NATO í öryggisumhverfí Evrópu efth' kalda stríðið tekur mið af þeirri forsendu að herstyi'k NATO þurfi að nota til beinna af- skipta og samvinnu við lausn deilu- mála, sem eykur þátt bandalagsins við að koma í veg fyrir hættuástand - forðast afturhvarf til kalda stríðsins. f þessu samhengi eru atburðirnir á Balkanskaga mikilvægir. NATO tek- ur mið af aðstæðum og þróast með atburðum. Ef átökin í Bosníu og Kosovo hefðu ekki komið til væri NATO ekki eins sýnilegt í dag.“ Þegar NATO hefur aðgerðir liggja sameiginlegir hagsmunir að baki. Atlantshafsbandalagið er kjörinn vettvangur fyrir sameiginlega hags- muni og aðgerðir sem af þeim leiða. „Þetta ræðst af hinu sérstaka tvíeðli bandalagsins, þ.e. að pólitíska hliðin er skýrt aðgreind frá hinni hernað- ai'legu. Þetta er sú forsenda sem gerir bandalagið afskaplega mikil- vægt í því öryggislega umhverfi sem við búum við. Hvað ógnir varðar tel ég að NATO þurfí ekki að búa við aðsteðjandi hættu til að sanna til- verurétt sinn. Við höfum verið hér undanfarin níu ár og staðið okkur vel.“ Byssuframleiðendur snúast til varnar BYSSUFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum hafa hafíð gagn- sókn gegn vaxandi fjölda málshöfð- ana gegn þeim. Unnu þeir sinn fyrsta sigur nú nýlega þegar öld- ungadeild Georgíuþings samþykkti frumvai'p, sem ætlað er að girða fyrir mál af þessu tagi. Þeir urðu hins vegar fyrir áfalli í vikunni er dómstóll í New York komst að þeirri niðurstöðu, að framleiðendur hefðu gerst sekir um vanrækslu og bæra því nokkra áburgð á dauða sex manna. Frumvarpið flaug í gegnum þing- ið í síðasta mánuði og Roy Barnes, ríkisstjóri í Georgíu, sem naut stuðnings Samtaka bandarískra byssueigenda, NRA, í síðustu kosn- ingum, ætlaði að undirrita það sem lög í þessari viku. Það eru einkum borgir eða borgaryfirvöld víða, sem standa að málssókninni gegn byssu- framleiðendum, og þar á meðal eru Atlanta, höfuðborg Georgíu, og fjór- ar aðrar borgir í ríkinu. Frumvarp- ið tekur hins vegar af öll tvímæli um það, að jafnt fyrirliggjandi málum sem væntanlegum skuli vísað frá. Hafa borgaryfirvöld í Atlanta ákveðið að fá úr því skorið hvort frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrána. New Orleans reið á vaðið Byssuframleiðendur vonast til að fá 25 til 30 ríki til að setja sams kon- ar lög og verður frumvarp þess efn- is lagt fyrir þingið í Louisiana strax og það kemur saman í mars. New Orleans varð raunar fyrst til þess ásamt nokkrum öðrum borgum að krefja byssuframleiðendur um miklar bætur fyrir þann kostnað, sem lögreglan og heilbrigðisyfírvöld í ríkinu rekja beint til ofbeldis og óheftrar byssueignar. Það er ekki síst árangursrík atlaga að tóbaks- fyrirtækjunum, sem er fyi'irmyndin að þessu leyti. Samtök bandarískra byssufram- leiðenda, NRA, eiga víða hauk í homi enda eru þau öflugur þrýsti- hópur og örlát á fé í kosningasjóði. Að hafa leyfi til að bera byssu er auk þess helgur réttur í augum margra Bandaríkjamanna og mörg- um þingmanninum á Georgíuþingi gramdist það, að Atlanta skyldi höfða málið á sama tíma og byssu- framleiðendur voru með sína stærstu kaupstefnu í borginni. Sóttu hana um 30.000 manns. Akveðið hafði verið, að næsta sýn- ing yrði í New Orleans en við það var hætt þegar borgin höfðaði sitt mál. Reyndir lögfræðingar Þeir, sem berjast gegn byssu- framleiðendunum, spá því, að þeim og NRA muni verða vel ágengt í sumum ríkjum en annars staðar ekki. Eftir sem áður muni fjöldi borga höfða mál á hendur þeim en þær njóta margar ráðgjafar sömu lögfræðinga og slógust við tóbaks- fyrirtækin. Við styrkjum spennandi menningarviðburði á Norðurlöndum Nú eru síðustu forvöð að sækja um styrki til norrænna menningarverkefna. Hafið samband við skrifstofu Norræná menn- ingarsjóðsins í Kaupmannahöfn til að fá upplýs- ingar, umsóknareyðublöð eða leiðbeiningar. A vefsíðu sjóðsins má lesa um starf hans og eins hvaða verkefni hafa hlotið styrk. Pantið umsóknareyðublöð skriflega eða sím- leiðis, einnig er hægt að sækja þau á vefsíðu sjóðsins. Athugið ný umsóknareyðublöð! Umsóknir þurfa að vera póststimplaðar í síðasta lagi 15. mars 1999 til að koma til greina við næstu úthlutun í júní. NORRÆNI MENNIN G ARS J ÓÐURINN Store Strandstræde 18, DK-1255 Kðbenhavn K, Danmörku. Sími: +45 33 96 02 00. Netfang: kulturfonden@nmr.dk Veffang: www.nordiskkulturfond.dk Chrysler Stratus lx,.5v6 Draumabíll á draumaverði 2,5 1,2ventla SOHC vél, 160 hö, i»ra þrepa sjáfskipting með Auto-stick, ABS-hemla- læsivörn, leðuráklæði á sætum, vökva- og veltistýri, cruise control, tveir loftpúðar, rafmagn og hiti í sætum, 4 höfuðpúðar, niðurfellanlegt sætisbak að aftan með læsingu, loftkæling, lesljós fyrir ökumann og farþega, litaðgler, rafmagnsloftnet, fullkomin hljómflutningstæki með 6 hátölurum og þjófavörn, taumottur, 15" álfelgur o.fl. Einstakt tækifæri til að tryggja sér nýja lúxusbifreið hjá traustum aðila á ótrúlegu verði. AÐEINS ORFA EINTOK EFTIR! NYBYLAVECI Aukin ökuréttindi - Meirapróf Leigubifreið • Vörubifreið • Hópbifreið Tekurþú þátt ígóðœrinu? Náðu þér í réttindi til aukinna ökuréttinda fyrir sumarið Nœsta námskeið í Revkjavík hefst mánudaginn 15. febrúar Skráning fer fram í símum 581 1919 og 898 3810. Gerðið verðsamanburð. IRí iTillTlliEI-lf HB AiiKiN pKURrrnNm I LEICUBIRREin ■ VpRUBIFREIH • HðPBIFRBID

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.