Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gíbraltar enn orðið bitbein í samskiptum Breta og Spánverja Efnt til viðræðna um lausn deiiunnar Madrid, London. Reuters, The Daily Telegraph. SPÆNSK og bresk stjórnvöld ákváðu í gær að efna til viðræðna í því skyni að leysa nýjustu deilu ríkjanna um Gíbraltar sem komin var á það stig í fyrradag að þrýst var á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu að senda þangað herskip til að sýna Spánverjum að þeir kæmust ekki upp með neinn yfirgang. Þeir Abel Matutes, utanríkisráð- herra Spánar, og Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, ræddust hins vegar við í síma á fimmtudags- kvöld og urðu þá sammála um að reyna að draga úr spennu milli landanna íyrir fund leiðtoga Evr- ópusambandsríkjanna 21. febniar næstkomandi. Urðu þeir sammála um að fresta öllum frekari aðgerð- um í málinu uns þeir hefðu átt fund saman. Bretar mótmæltu form- lega við Evrópusambandið Astæða væringanna að þessu sinni er deila um fiskveiðar úti fyr- ir höfðanum en lögi’eglan á Gí- braltar tók í síðasta mánuði spænskan fiskibát fyrir ólöglegar veiðar innan landhelginnar. Bragðust Spánverjar illa við og hertu eftirlit við landamæri Gí- braltar og hafa hótað að hætta að viðurkenna ökuskírteini sem þar eru gefin út. Jafnframt höfðu þeir uppi vangaveltur um að banna flugvélum, sem era að koma til eða fara frá klettahöfðanum, að fara um spænska lofthelgi. Mótmæltu Bretar þessum hugmyndum harð- lega og bára fram formlega kvörtun við Jacques Santer, for- seta framkvæmdastjórnar ESB. Bretar hafa ráðið Gíbraltar frá 1717 og hefur það lengi verið Spán- verjum þyrnir í augum. Stungu þeir í fyn-a upp á sameiginlegu for- ræði yfir höfðanum og lofuðu Bret- ar að íhuga málið. Þeir hafa hins vegar sagt að ekki komi til greina að samþykkja slíkar tillögur á með- an 30.000 íbúar Gíbraltar kjósa sjálfir að vera áfram undir bresk- um yfirráðum. Era engar breytingai- fyrirsjáanlegar á þeim vilja íbúa Gíbraltar. Fannst látin í baðkarinu eftir þrjú ár Madríd. Reuters. SPÆNSK kona fannst nýlega lát- in í baðkari á heimili sínu, eftir að hafa legið þar í allt að þrjú ár. Lík konunnar, sem var sjötug að aldri, fannst á heimili hennar í Madríd eftir að nágrannar höfðu talið fjölskyldu hennar á að sækja hana heim. Ættingjar konunnar höfðu ekki heimsótt hana í langan tíma enda hafði þeim sárnað mjög er hún kom ekki við útför bræðra sinna. I ljós hefur hins vegar komið að konan Iést á undan mönnunum tveimur. Sagði lög- regla að a.m.k. 18 mánuði væru liðnir frá andláti hennar og hugs- anlega 3 ár, en úr því yrði skorið með krufningu. Nágrannar konunnar sáu hana síðast árið 1996, en þá hafði liðið yfir hana á götu úti. Þeir kölluðu í tvígang á lögreglu til að sjá hvort hún væri heil á húfi, en enginn hafði komið til dyra er bankað var og því ekkert aðhafst í málinu. Nágrannarnir vildu á endanum ekki sætta sig við þessi málalok og þegar þeim varð endanlega ljóst að fjölskylda konunnar hafði alls ekki í hyggju að grafa stríðsöxina höfðu þeir uppi á þriðja bróðurnum, sem býr í borginni San Sebastian í norður- hluta Spánar. Var hann talinn á að bijóta upp hurðina heima hjá konunni og komst fjölskylda hennar þá fyrst á raun um hvern- ig komið var. Arafat vill ríkjasam- band við Jórdaníu Hebron. Reuters. YASSER Arafat hvatti í gær í fyrsta sinn til þess að Palestínumenn á sjálfstjórnarsvæðunum á Vestur- bakkanum gangi í ríkjasamband við Jórdaníu, þar sem meirihluti íbú- anna eru Palestínumenn. Arafat sagði á pólitískum fundi í þeim hluta Hebron-borgar sem er undir palestínskri stjórn, að þing PLO, Frelsishreyfingar Palestínu- manna, kysi helzt ríkjasamband við Jórdaníu ef Abdallah konungur, sem tók við af föður sínum Hussein við andlát hans um síðustu helgi, væri samþykkur hugmyndinni. Fram að þessu hefur Arafat og þing PLO, sem ber heitið Þjóðarráð Palestínu, oftsinnis lagt til að stofnað yrði ríkjasamband Palestínu og Jórdaníu, en það gæti aðeins gerzt eftir að búið væri að stofna sjálfstætt Palestínuríki. „Við eram reiðubúnir að stofna ríkjasamband með Jórdaníu fyrir eða eftir stofnun Palestínuríkis. Vilji Jórdanía tafarlausar viðræður um og samræmingu þeirra skrefa sem stíga þarf til að stofna ríkjasamband, þá erum við tilbúnir," sagði Nabil Abu Rdeineh, talsmaður Arafats í samtali við Reuters. ----------------- Adams spáir sameiningu innan 15 ára GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldishers- ins (IRA), sagðist í gær sannfærður um að innan fimmtán ára myndi sameining Irlands hafa átt sér stað eða að hún yrði þá, í það minnsta, yf- irvofandi. Vöktu ummæli Adams sterk viðbrögð meðal sambands- sinna, sem vilja að N-frland verði áfram hluti Bretlands, og er haft eft- ir talsmanni Davids Trimbles, verð- andi forsætisráðherra, í síðdegis- blaðinu The Belfast Telegraph að sameining væri alls ekki á dagskrá og að Adams myndi örugglega ekki endast örendið til að sjá sameinað írland. Adams hélt því fram að efnahags- leg og samfélagsleg rök sameiningar væra afar sterk en sambandssinnar létu hafa eftir sér að Adams léti þessi ummæli falla nú til að friða vopnabræður sína í IRA, sem telji hann hafa misreiknað sig er hann ákvað að samþykkja friðarsamkomu- lagið á síðasta ári. EVRÓPUMEI ANNA 9 Magnaður kraftur og ósvikin þœgindi aiía leið. Alvöru jeppar með hátt og lágt drif, sjálfstæða grind og hagkvæmni í rekstri. Sestu inn...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.