Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 13.02.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 49 ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Þuríður Jóns- dóttir fæddist á Bjamarstöðum í Bárðardal 2. ág'úst 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 5. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Marteinsson, f. 1867, d. 1961, bóndi á Bjarnarstöðum, og kona hans Vig- dís Jónsdóttir, f. 1873, d. 1953. Þuríður var yngst níu systkina. Þau vom: óskírður drengur, f. 1898, d. 1898, Jón, f. 1899, d. 1993, Þorsteinn, f. 1901, d. 1989, Friðrika, f. 1902, d. 1989, Mar- teinn, f. 1904, d. 1935, Kristín, f. 1908, Gústaf, f. 1910, d. 1969, og María tvíburasystir Þuríðar. Einnig ólust upp á Bjarnarstöð- um bróðursonur Jóns, Yngvi Marinó Gunnarsson, f. 1915, d. 1996, og Hjördís Kristjánsdótt- ir, f. 1930, dótturdóttir Hall- dórs, bróður Jóns. Þuríður var ógift og barn- Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Með ást og virðingu viljum við systkinin minnast hennar Þuru og þakka henni fóstrið. Það er mikið ábyrgðarstarf og ekki einföld ákvörðun sem liggur að baki því að taka að sér börn í fóstur. En við vor- um heppin. Við lentum hjá mjög góðu fólki, sem hafði alltaf okkar velferð í íyrimími. Þura bjó nær alla tíð á Bjarnarstöðum í félagsbú- skap við systkini sín, þau Nonna, Steina, Ænku og Maju, sem eiga sinn þátt í því að koma okkur til manns og við eram þakklát fyrir. Á Bjamarstöðum, í tíð þeima systkina, hafa mörg börn dvalið þar í sveit og oft kynslóð tekið við af kynslóð. Hafa þau flest haldið mikilli tryggð við systkinin í gegnum árin. Segir það mikið um manngæsku systkin- anna á Bjarnarstöðum. Þura var fríð sýnum, grönn, ákaf- lega rösk og kvik í hreyfingum. Var líkara því að hún gengi aldrei heldur hlypi alltaf við fót. Eftir að annað hnéð fór að gefa sig var það mikið atriði hjá henni að vera dugleg að hreyfa sig og hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. „Það er líka svo sálar- bætandi,“ eins og hún sagði. Þura var einstaklega glaðlynd og blíð, með ríka kímnigáfu. Átti hún létt með að finna og hlæja að skop- legum hliðum lífsins. Hún hafði mjög gaman af að segja frá og end- urtók þá gjarnan síðustu setning- una, eða fyndna partinn í frásögn- inni, um leið og hún hló dátt. Gjafmildi og greiðasemi var ríkj- andi í hennar skapgerð, sem margir hafa notið góðs af. Það fannst henni líka gefa lífinu innihald. Allt fram á síðasta ár má segja að Þura hafi ver- ið við góða heilsu, nema sjónin mjög döpur og fæturnir lélegir. Hún vildi ekki vera ósjálfbjarga og byrði á neinum og óskaði þess að fá að deyja í svefni eins og mamma hennar. Henni varð að ósk sinni. laus, en 1960 tók hún, ásamt systkin- um sínum, að sér tvö systkini. Þau eru: 1) Guðmundur Þór Ásmundsson, f. 1950, skólafulltrúi á Akureyri, kvæntur Berghildi Valdi- marsdóttur kenn- ara. Eiga þau tvær dætur. 2\ Hulda Guðný Ásmunds- dóttir, f. 1953, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Kristni Bald- urssyni bygginga- tæknifræðingi. Hún á fimm börn. Veturinn 1934-35 stundaði Þuríður nám við Húsmæðra- skólann á Laugum í Reykjadal. Einnig vann hún um tíma á Kristneshæli, en bjó annars alla tíð á Bjarnarstöðum í félagsbú- skap með íjórum systkinum sín- uin. títför Þuríðar fer fram frá Lundarbrekkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í heimagrafreit. þegar ég fæddist, svo í mínum huga varstu alltaf gömul kona. í hvert sinn sem ég kyssti þig og faðmaði bless á Bjarnarstöðum var ég alltaf hrædd um að það væri í síðasta sinn. Því lagði ég allar kveðjustundir okk- ar vel á minnið. Svo núna þegar þetta raunverulega gerist er ég bara tóm að innan og vorkenni sjálfri mér í eigingh’ni minni. En ég fékk ekki bara nafnið í arf frá þér heldur líka sterka barnstrú. Því veit ég nú að þú ert hjá Guði og allir þar eru glaðir að hitta þig. Það var síðast/yrir ári sem við ræddum um Guð. Ég var að ganga í gegnum erfiðan tíma og hringdi í þig. Þú vissir að mér leið illa og spurðir hvort ég tiyði ekki enn á Guð. Þegar ég játaði fann ég að áhyggjur þínar af mér hurfu, því núna væri ég í góð- um höndum. Þið Maja voruð alla tíð mjög samrýndar systur. Hún hefur nú misst mikið og votta ég henni alla mína samúð. Elsku Þura, ég man skýrt okkar síðustu kveðjur, þið Maja á hlaðinu og ég veifa til ykkar úr bflnum. Þessa kveðjustund lagði ég á minnið eins og allar hinar með gamalkunn- an kvíða í maganum. Þakka þér allt. Með ást og virðingu. Melkorka Þuríður. „Sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjarta- hreinir því að þeir munu Guð sjá.“ (Matteus 5.5 og 8) Ég man ekki eftir mér nema að hafa þekkt hana Þuru, eins og hún var alltaf kölluð. Ég sá hana síðast í janúar sl. þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið á Húsavík og núna þeg- ar ég skrifa þessi orð sé ég hana fyr- ir mér liggjandi í rúminu, horfa á mig með fallegu augunum sínum en frá þeim streymdi ótrúleg hlýja og kærleikur. Svona var Þura, það var alveg sama hvernig henni leið, alltaf gaf hún endalaust af sér. Þura var einstök manneskja á all- an hátt enda var hjartarými hennar ótakmarkað og þolinmæðin hennar óendanleg. Það var sama hvað mað- ur gerði í sveitinni, alltaf stóð hún með manni og eina skiptið sem ég sá hana reiða við einhvern hafði sá hinn sami verið að skamma mig. Ég sé núna eftir að ég varð eldri að margt af því sem hún og systkini hennar kenndu mér hugsa ég enn út í í dag, s.s. að skræla kartöflur rétt en ekki að henda hálfri með flysinu. Mig langar að enda þessi fáu orð mín á lítflli bæn sem Þura kenndi mér og þakka um leið fyrir að vera svona lánsöm að hafa þekkt hana. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar samah í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir. Elsku Þura frænka hefur kvatt hið jarðneska líf. Það er huggun okkar sem syrgjum hana að svo starfsöm kona hafi ekki þurft að heyja langt stríð til að fá friðinn. Þegar ástvinir okkar kveðja leitar hugurinn til minninganna um þá og þannig er því farið með okkur, að þegar okkur barst fregnin um and- lát Þuru fór hugurinn að reika til þeirra fjölmörgu ánægjustunda sem við höfum átt á Bjarnarstöðum þó mislangar séu. Okkur fannst ótrú- legt, að sama hvað var mikið um að vera á heimilinu mátti Þura alltaf vera að því að líta á blessuð börnin, þolinmæði hennar við þau var ein- stök enda hændust þau að henni. I sumar þegar við komum í Bjarn- arstaði og dvöldum þar nokkra daga vai’ sama starfsemin og gleði yfir börnum sem réð ríkjum hjá henni. Ekki fyrir mörgum dögum þegar ég átti leið norður í land til að kveðja hinsta sinni ástkæran fóðurbróður minn leit ég til Þum og yfir henni var mikil ró og friður og þá varð mér ljóst að ekki væri langt eftir og er glaður yfir að hafa þá getað kvatt hana hinsta sinni með þeim hætti sem ég vildi og borið henni kveðju fjölskyldu minnar. Ég er þess fullviss að nú kemur hún við í Efstasundinu með pabba og lítur til með okkur öllum. Nær- vera hennar er ekki búin heldur hef- ur hún aðeins breyst. Minningar og birtan sem hún gaf okkur stjTkir og styður í harminum. Minningin um góða konu, góða frænku og góða fóð- ursystur lifir í huga fjölda fólks. Þessar minningar gaf hún okkur og við getum verið þakklát íyrir þær. Gunnar Jón Yngvason, Sigrún Gestsdóttir, Birta Rós og Yngvi Marinó. Eins og þrenningarfjólan, þrautseig, en veik- byggóogsmá. Þú hefur samt verið bömum og öldruðum skjól. Og þyngstu byrðunum þróttlitlum herðum á þú hefur valdið, nú bíður þín ljós og sól. Frá bamæsku var það boðorð sem efst var sett að bregðast ei skyldu við fjölskyldu, land sitt ogþjóð en fótskör neðar sinn eigin einstaklingsrétt og erja sitt land þótt kostaði svita og blóð. Systir, ég kveð þig með klökkva á þessari stund, kærleiksrík varstu en stolt og með fínan smekk. Trú yfir litlu, með alúð var ávaxtað pund að endingu hlýturðu að verða yfir mikið sett Iljördís Kristjánsdóttir. Elsku Maja, innilegar samúðar- kveðjur til þín og annarra aðstand- enda. Megi Guð blessa Þuru og minningu hennar. Hulda og Guðmundur Þór. Þegar- mamma mín eignaðist sína fyrstu dóttur vildi hún skíra barnið í höfuðið á fósturmóður sinni. „Æ, nei ekki nema þú hafir annað á undan því þetta er svo Ijótt nafn á lítið bam.“ Elsku Þura mín. Ekki fmnst mér nafnið ljótt og hef alltaf verið stolt að bera það. Ég hef ekki alveg gert mér grein fyrir því að þú sért farin. En þetta er nokkuð sem ég hef kviðið fjrir frá því ég var lítil stelpa. Þú varst komin yfir fimmtugt + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR EINARSSON, Egilsbraut 23, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 11. febrúar. Guðleifur Guðmundsson, Bára Stefánsdóttir, Einar Guðmundsson, Kolbrún Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín, móðir og amma okkar, EDDA ÞÓRZ, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 11. febrúar. Magnús Ó. Valdimarsson, Katrín Edda Magnúsdóttir, Björn Pétursson, Ágústa Edda Björnsdóttir, Eva Björnsdóttir, Hugrún Björnsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VILMUNDUR KRISTINN JÓNSSON, Háholti 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánu- daginn 15. febrúar kl. 14.00. Matthildur Nikulásdóttir, Svandís Vilmundardóttir, Kristný Viimundardóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Ingvar Friðriksson, Erla F. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNSJÓNSSONAR rafvirkja frá Þingeyri. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss ísafjarðar og heima- hjúkrunar Heilsugæslustöðvarinnar á ísafirði. Kristjana G. Guðsteinsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartkærar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andiát og útför okkar ástkæra ÆGIS BREIÐFJÖRÐS FRIÐLEIFSSONAR, Tjarnarlundi, Stokkseyri. Sveinsína Guðmundsdóttir, Björg Elísabet Ægisdóttir, Guðmundur Breiðfjörð Ægisson, Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir, Friðleifur Valdimar Ægisson, Guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir, Kristinn Karl Ægisson, Gróa Ingólfsdóttir, Ólafía Ingólfsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og veittuð ómetanlega hjálp vegna andláts og útfarar okkar ástkæra S. JÓHANNESAR SIGURÐSSONAR, Móatúni 7, Tálknafirði. Sérstakar þakkir fá sr. Sveinn Valgeirsson, kirkjukórar Patreksfjarðar-, Bíldudals- og Tálknafjarðarkirkju, Helga Gísladóttir, leiklistar- deild UMFT og Garðar Cortes. Guð blessi ykkur öll. Kristín Ólafsdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Árni Grétar Jóhannesson, Eydís Hulda Jóhannesdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Egill Sigurðsson, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.