Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 52

Morgunblaðið - 13.02.1999, Side 52
1)2 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VALGARÐUR KRISTJÁNSSON + Valgarður Krist- jánsson fæddist á Ytri-Tjörnuin í Eyjafirði 15. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum 5. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram 12. febrúar. Frændi þegar fiðlan þegir, fúglinn kiy'pur lágt í skógi, þegar kaldir vetrar- vængir villa sýn á borg og hóli. Sé ég oft í óskahöllum ilmanskógnum betri landa ljúfling minn sem ofar öllum íslendingum kunni að standa. Hann sem eitt sinn undi hjá mér eins og tónn á fíðlustreingnum. Eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju þó að hrökkvi fíðlustrengur ég hef sæmt hann einni fylgju óskum mínum hvar hann gengur. (Halldór Laxness) Nú er hún þögnuð fiðlan hans mágs míns Valgarðs Kristjánssonar en hann lést 5. þessa mánaðar á Landspítalunum, eftir langvinn og erfíð veikindi, 81 árs gamall. Hann hafði verið fjötraður í eigin líkama um tíu ára skeið eftir heilablóðfall sem hann fékk og var það honum og fjölskyldu hans erfitt tímabil en Valgarður, þessi ljúflingur, hélt reisn sinni svo lengi sem stætt var. Fiðlustrengurinn er hrokkinn sundur, þennan fágaða, falslausa og 'stillta hljóm heyri ég ekki lengur nú er ég drúpi höfði og syrgi þennan góða og dagfarsprúða mann. Samleið okkar hefur varað í 50 ár og aldrei borið skugga á. Pað er margs að minnast eftir vegferð langa, ég var á milli þess að vera barn og unglingur þegar hann kom inn í fjölskyldu mína, sem unnusti elstu systur minnar, Bjargar. Eg I barna- skap mínum tók hon- um ekki vel fyrst í stað, en hann var ekki lengi að vinna traust mitt og virðingu, kanski var galdurinn hans bara að hann sýndi mér fulla virðingu og tók upp hanskann fyrir mig ef á þurfti að halda, með þeirri einlægni sem honum var í blóð borin. Hjá honum var aldrei nein uppgerð. Það mynduðust á milli okkar tengsl sem enst hafa alla ævi. Þegar ég var fjórtán ára fór það svo að ég var látin fara frá Stykkis- hólmi til Bjargar og Valgarðs til að ljúka námi við gagnfræðaskólann á Akranesi, en þau voru nýflutt þangað með tvö elstu börnin sín, Valgarður var þá nýráðinn fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi. Ekki voru húsakynnin stór, aðeins tvö herbergi og eldhús og ég svaf í stof- unni. Hann átti lítið píanó sem hann spilaði oft á, enda mjög músíkalskur og að mestu sjálfmenntaður á því sviði, hafði fengið lítilsháttar tilsögn á orgel sem ungur maður. Eg minnist sunnudagsmorgn- anna þegar ég vaknaði við matar- ilminn úr eldhúsinu og Valgarður var sestur við píanóið og spilaði „Ó, blessuð vertu sumarsól“, þótt um hávetur væri, eða eitthvað eftir Chopin eða Mozart - alltaf eitthvað fallegt og ijóðrænt, eitthvað sem hafði fallega laglínu. Ég kúrði mig undir sænginni og lét ekki á mér kræla, en hlustaði með aðdáun og leið undur vel, - þótt úti væri frost og snjór þá var allt í einu komin „sumarsól" í sálu og sinni. Þessi minning ómar og endurómar og mun gera það lengi. Seinna á góðum stundum, bæði heima hjá mér og hjá þeim hjónum við ýmis tækifæri, tók hann lagið og spilaði af hjartans lyst, stundum stilltum við saman strengi - hann á píanóið og ég á gítarinn - og allir sungu af hjartans lyst. Þetta voru góðir dagar og gaman að lifa. Eftir þetta skólaár á Akranesi sótti ég mjög þangað aftur, alltaf var jafn gott og gaman að koma til þeirra og mínir vinir voru einnig alltaf velkomnir og tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Mörgum árum seinna áttaði ég mig á að þegar ég vildi koma suður sótti Valgarður mig á bíl upp að vegamótum, en hann átti engan bíl. Ég naut vináttu hans við Leif sem var leigubílstjóri hér í bænum en ég hugsaði aldrei um fyrirhöfnina hjá honum, mér fannst hann bara hafa gaman af þessu og basta. Hann lét það líta þannig út. Svona var hann á öllum sviðum, gjöfull og veitandi af öllu sem hann átti, and- legu sem veraldlegu. Þess fékk fjölskylda hans að njóta í ríkum mæli. Björg systir mín átti ást hans alla og það var ekkert það til sem hann vildi ekki veita henni og börnunum, en þau voru aldrei rík af veraldarauði, svo þessa heims gæðum voru takmörk sett, en þau eignuðust annars konar auð, mannauð, þar sem eru börnin þeirra fímm og öll barnabörnin og barnabarn, hvert um sig hinar mætustu manneskjur og hæfileik- aríkt fólk. Ég hef að mestu Islenskudagar í Kringlunni Jr i ir Fjölskyldudagskráin heldur áfram! Laugardagur 13. feb. Kl. 14.00 Bergljót Amalds les úr Talnapúkanum og Stafakörlunum. Kl. 15.00 Bubbi Morthens syngur nokkur lög. Kl. 15.15 Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni 1998 lesa valda íslenska bókmenntatexta. Kl. 16.00 Gunnar Helgason rithöfundur les úr Gogga og Grjóna. Kl. 16.15 Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni 1998 lesa valda íslenska bókmenntatexta. Stuttermabolir til styrktar (slenskri málstöð verða til sölu báða dagana. (slenskuátak Mjólkursamsölunnar hefur staöið í fimm ár við góðar undirtektir. Mjólkursamsalan hyggst nú nýta mjólkurfernurnar til að vekja athygli á bókmenntatextum af ýmsu tagi og hvetja til lesturs. staldrað við æskuminningar mínar um þennan mæta mann en ég á einnig margar góðar minningar frá því seinna á ævinni þegar ég skildi að mágur minn var hógvær, hjarta- hreinn og lítillátur maður sem hafði stórt skap en engan hef ég þekkt sem hafði betri stjórn á skapi sínu en hann. Að endingu vil ég þakka honum fyrir að birgja mig upp af ljóðum og lögum sem munu endast mér alla ævi. Þökk fyrir að kynna mig fyrir nótnaborðinu og tónstiganum. Og að sækja mig þegar ég vildi koma. Þakka fyrir að segja mér til í ensku, dönsku og fyrir að troða í mig regl- um um zetuna. Þökk fyrir að vera alltaf til stað- ar. Ekki ágengur. Ekki kröfuharð- ur. Bara til staðar. Elsku Björg mín og börnin ykkar öll, ég votta ykkur samúð mína. I mínum huga var Val- garður gjöfull í líkingu við þetta ljóð. Sérhvert vinarorð vermir s.em vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. Hvort sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, gefðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Þorst. Þ. Þorsteinss.) Svala Ivarsdóttir. Hann Valgarður vinur minn hef- ur kvatt okkur hérna megin. Nei, það verður enginn heimsbrestur þó að hann hverfí sjónum okkar, því að allt sem var gott og hefur lifað skil- ur eftir sig minningar sem hlúa að rót kærleikans og lifa í honum. Valgarði kynntist ég er hann hóf störf hjá sýslumannsembættinu í Hafnarfirði árið 1982 og störfuðum við saman i tæp átta ár. Það var svo margt sem að prýddi þennan mann. Hann var góður starfsmaður og félagi, einstakur í allri umgengni og virti samstai’fsfólk sitt og viðskipta- vinirnir fundu glöggt að þeir fengu góða þjónustu og virðulegt viðmót. Valgarður var greindur maður og vissi að virðing getur af sér virðingu. Mér fannst það alltaf sitja í fyrirrúmi hjá Valgarði að gleðja alla þá sem voru í kringum hann og þeir voru margir konfektkassarnir sem hann kom með og þá sagði hann gjarnan: „Mig langaði svo til þess að gleðja ykkur, þið eruð svo góð við mig?“ Það var hreint eins og hann tæki aldrei eftir því að það var hann sem var gerandinn í öllum gæðunum. Valgarði nægði ekki að strá í kringum sig konfekti til allra átta, það var honum ekki nóg og það kostaði bara peninga. Hann stráði líka í kringum sig hlýjum orðum sem hann batt í ljóð með sinni fal- legu rithendi. Það var alltaf af nógu að taka þar. Eftirfarandi er ljóðið Að morgni dags: Að mæta ykkar blíðu brosum í byrjun hvers vinnudags veitir mér yndi og orku alveg til sólarlags. Þau veittu mér yndi og orku sem aldrei mér hverfur frá. Ó, leyfið þið brosunum blíðu aðbúaméralltafhjá. (Valgarður Kristjánsson) Síðustu árin hefur Valgarður átt við mikla vanheilsu að stríða, en þrátt fyrir það hefur hann aldrei látið bugast og alltaf sýnt sama dugnaðinn, farið í sundið sitt og í gönguferðir. Oft kom hann við á sýsluskrifstofunni meðan hún var enn á Strandgötunni, til þess að heilsa upp á gamla samstarfsfólkið og fá sér kaffisopa. Að leiðarlokum kveð ég þennan vin minn og þakka honum vináttuna og samfylgdina. Elsku Björg, við Guðmundur og dæturnar sendum þér og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Erna S. Kristinsdóttir. SIGHVATUR ÁSBJÖRNSSON + Sighvatur Ás- björnsson var fæddur á Guðmund- arstöðum í Vopna- firði 8. ágúst 1918. Hann lést á Dvalar- hcimili aldraðra á Vopnafirði 3. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ásbjörn Stefánsson, bóndi á Guðmund- arstöðum, f. 27.10. 1877, d. 4.6. 1947, og kona hans Astríður Kristjana Sveinsdóttir, f. 6.12. 1886, d. 12.11. 1958. Systkini Sighvats eldri en hann voru: Stefán, Kristjana, Björn Frændi minn, Sighvatur Ásbjörns- son, verður jarðsunginn í dag. Um Sighvat á ég góðar minningar um tvö vor fyrir hartnær fímmtíu árurn er ég var, fermingardrengurinn, titlað- ur vormaður hjá þeim bræðrum á Guðmundarstöðum. Hann var mjög hæglátur og fáskiptinn við fyrstu sýn en glaðvær og skemmtilegur þegar menn fóru að kynnast honum nánar. Hann var afskaplega vinnusamur og duglegur og það var gott að vinna með honum einum. Ég man aldi-ei eftir því að mér sárnaði við Sighvat á þessum vordögum né fyndist hann ósanngjarn eða kröfuharður. Það var erfitt og sporin mörg og oft var mað- ur gersamlega uppgefínn á kvöldin. Á Guðmundarstöðum var búið upp á gamla móðinn og mörgum fundust búskaparhættir þar aftan úr grárri fomeskju. En Sighvatur hafði lag á því að segja okkur unglingunum til þannig að við fundum ekki til þess að vinnubrögðin væru gamaidags. Allir þeir mörgu unglingar sem voru í sveit á Guðmundarstöðum hændust að Sighvati. Hann hafði lag á að koma þeim í léttara skap og gleyma heimþrá ef á henni bólaði. Sighvatur var alls ekki skaplaus og Guðrún Ólafía og yngri en hann: Stefanía, Anna og Sólveig. Fóstursyst- ur hans voru Ástríður Helgadótt- ir og Hrönn Jóns- dóttir. Sighvatur bjó á Guðmundarstöðum til ársins 1984 en dvaldi eftir það á Dvalarheimili aldraðra á Vopna- firði. Hann var ókvæntur og barn- laus. Utför lians verður gerð frá Hofi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. maður og mörgum hefur eflaust þótt hann sérlundaður. Hann vildi ógjarnan fara að heiman nema helst vegna búskaparins út á Tanga en svo var Vopnafjarðarkaupstaður kallaður. Ég held að hann hafi aldrei komið til Reykjavíkur en tvisvar til Akureyrar sér til lækninga. Ég held að honum hafi þótt afar vænt um sveitina sína og jörðina. Guðmundur Friðjónsson segir í kvæði sínu um ekkjuna við ána: „Hún elskaði naumast landið en aðeins þennan blett.“ Það hlýtur að hafa verið Sig-. hvati erfitt að hverfa frá Guðmund- arstöðum fyrir fímmtán árum og hætta að hugsa um skepnurnar sín- ar og ganga um landið sitt að bústörfum. Ég býst við að honum hafi liðið efth- atvikum vel á heimili aldraðra á Tanganum með Stefáni, bróður sín- um, og með Ástu, fóstursystur sína, í næsta húsi. Það er þó ekki gott að segja. Hann var aldrei ræðinn né mannblendinn og bar ekki tilfinning- ar sínar á torg. Ég hafði of lítið sam- band við hann síðustu áratugina en ég man hann eins og hann var á vor- dögunum fyrir nær hálfri öld. Biöm Dagbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.