Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 13.02.1999, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 63 Morgunblaðið/Ásdls UM 300 manns voru viðstaddir opnun nýrrar félag'smiðstöðvar í Setbergsskóla. Ný félagsmiðstöð opnuð í Hafnarfirði Kjördæmisfélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík Auðlindin í hendur löglegra eigenda ERNA V. Ingólfsdóttir hjúki-unar- fi'æðingur var kjörin formaður kjör- dæmisfélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi á stofnfundi félagsins á fimmtudag. Fundurinn, sem ríflega 70 manns sóttu, sam- þykkti ályktun, þar sem segir að svarið við þeiiri ósvinnu, sem gild- andi fískveiðistjórn veldur, geti að- eins verið að auðlindin verði færð í hendur löglegra eigenda. Aðrir í stjórn kjördæmisfélagsins eru Árni Gunnarsson rithöfundur, Gunnar Bæringsson útibússtjóri, Oskar Þór Karisson fiskverkandi og Ragnar Steinarsson tannlæknir. I varastjórn voru kjörnir Helgi Frið- geirsson sjómaður og Reynii- H. Jó- hannsson prentari. Ályktun fundarins, sem samþykkt var samhljóða, er svohljóðandi: „Stofnfundur kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi ályktar, að þessa dagana megi í fréttum sjá sláandi dæmi um hvernig gildandi fískveiðistjórn ligg- ur eins og mai-a á þeim hluta útgerð- ar- og sjómanna, sem lent hafa utan- garðs í kerfinu. Kvótaleiga á kvóta- þingi hefur hækkað um 22% á fáein- um mánuðum, frá því siðlausa verði, sem fyrr var. Nú kastar tólfunum, þegar kvótaleiga fyrir þorsk er kom- in upp fyrir eitt hundrað krónur fyr- ir hvert kíló. Þetta er átakanlega til mai'ks um hvert kverkatak fískveiðistjórnin veitir kvótabröskurum gagnvart mönnum í nauð, í viðleitni þeirra til að framfleyta sér. Þarna sanna sig þau þrælatök, sem kerfíð gefur hin- um aðalbomu, lénsherrunum, kost á gagnvart lénsþrælunum. Orð sjávar- útvegsráðherra í Ríkisútvarpinu í hádegi 11. þ.m. staðfesta stöðu þess- ara mála og hverra hagsmuni hann stendur vörð um. Þetta er þó aðeins lítið sýnishorn af þeirri ósvinnu, sem gildandi fisk- veiðistjórn veldur. Svarið við þessum ófógnuði getur aðeins verið: Braskið burt! Auðlind- ina í hendur löglegra eigenda!" Námskeið í líföndun GUÐRÚN Ai-naids verður með nám- skeið í líföndun helgina 20.-21. febrú- ar. Á námskeiðinu verður skoðað hvernig lífsmynstrin speglast í önd- uninni, eins og segú' í fréttatilkynn- ingu, og hvernig nota má öndunina til að losa um tilfínningai'. Nám- skeiðið er haldið í Sjálfefli, Nýbýla- vegi 30, Kópavogi, frá klukkan 10-18 laugardag og sunnudag. LEIÐRÉTT Misritun SKAMMSTÖFUN LGI (Location Greenland - Iceland) misritaðist í frásögn Morgunblaðsms um útnefn- ingar í keppni ÍMARK um athyglis- verðustu auglýsingarnar á fimmtu- dag. LGI er annar tveggja framleið- enda auglýsingar Össurar hf. „A Perfect Part of Me“ sem útnefnd er í flokki tímaritaauglýsinga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Aðeins önnur látin í MINNINGARGREIN um Guðjón Ólafsson frá Blómsturvöllum í Morg- unblaðinu 6. febrúar síðastliðinn, rit- aðri af Franz Gíslasyni, urðu þau leiðu mistök að segja að „báðai' Mar- grétarnar á Maríubakka“ væru látn- ar, en svo er ekki. Mai'grét, ekkja Sigurðar bónda á Maríubakka, er á lífi og eru allir hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Rætt um krabbamein og andlega heilsu hjá Styrk STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeiiTa, hef- ur opið hús mánudaginn 15. febrúar kl. 20.30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Dr. Snorri Ingimarsson ræðir um krabbamein og andlega heilsu. Snorri er sérfræðingur í krabba- meinslækningum og geðlækningum. í frétt frá Styrki segir að allir vel- unnarar félagsins séu velkomnir. Lesið úr verkum Heiner Muller ANDREAS Storm les verk Heiner Miiller í Goethe-Zentrum Reykja- vík, Lindargötu 46 í dag, laugardag, kl. 16.30 Heiner Miiller, sem samdi flest verk sín í Austur-Berlín, höfuðborg Þýska alþýðulýðveldisins, flakkaði yfir landamæri í hinum ytri heimi, segir í kynningu. Hann var einn fárra austurþýskra listamanna sem leyft var að ferðast vestur yfir til að standa að gestauppfærslum. Þannig SÝNINGU ljósmyndara og blaða- ljósmyndara í Gerðarsafni í Kópavogi lýkur um helgina en í tengslum við hana voru fluttir þar fyrirlestrar um síðustu helgi. Þá gafst gestum kostur á að velja uppáhaldsmynd og setja nafn sitt í pott sem síðan var dregið úr þegar tekið hafði ver- EINAR Jóhannesson klarínettu- leikari, Unnur Sveinbjarnardótt- ir víóluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Safn- aðarheimilinu á Akranesi á morgun, sunnudag, kl. 16 og í Salnum í Kópavogi á þriðjudag- tókst honum að fljdja skoðanir sínar á leikhúsinu yfir , járntjaldið". Text- inn „Hamletmaschine" og leikritið „Germania - Tod in Berlin“ eru á meðal öfgakenndustu og þéttustu texta Mullers. Bæði verkin eru nán- ast óþekkt á Islandi og verða því kynnt hér í fyi'sta skipti. Upplestur- inn er hluti af sýningu um Heiner Múller sem einnig verður í Goethe- Zenti'um. Andreas Storm er leikari og leik- stjóri. Hann fæddist í Bremen árið 1969 en býr nú og starfar til skiptis í Hamborg og Zúrich. Til ársins 1997 var hann fastráðinn við Badisches Staatstheater í Karlsruhe. Aðgangur er ókeypis. Norskur prédik- ari hjá KSS NORSKI prédikarinn Gunnar Hamnöy, sem nú er staddur hér- lendis á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, verður í kvöld á fundi hjá Kristilegum skólasamtök- um. Hefst fundurinn kiukkan 20.30. Fundurinn í kvöld verður opinn, þ.e. ekki eingöngu féiagsmönnum KSS, og verður mál Gunnars túlkað af norsku. Fundarstaður er hús KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. ið saman hvaða mynd hlaut flest atkvæði. Fékk mynd Þórs Gísla- sonar, ljósmyndara á Akureyri, flest atkvæði. Nafn Björns Bene- dikts Guðnasonar, nema á fjöl- miðlabraut í Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ, kom upp úr pott- inum og fékk hann myndina til eignar. inn kemur kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Brahms, Schumann, Bruch og Þorkel Sig- urbjörnsson. Tilefni tónleikanna er að í vor verða liðin þrjátíu ár frá því Einar og Unnur luku ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík. ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðai' hefur opnað nýja félagsmiðstöð í Setbergsskóla. Félagsmiðstöðin, sem aðallega er ætluð börnum og unglingum í Setbergshverfi, hefur hlotið nafnið Setrið og er í eystri hluta skólans, þar sem áður voru til húsa Náms- flokkar HafnarQarðar. Forstöðu- maður miðstöðvarinnar er Þórður Björnsson félagsmálafi-eðingur. Um 300 manns voru viðstaddir TÆPLEGA 200 fleiri sakamál voru höfðuð fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur árið 1998 en 1997. Gjaldþrota- beiðnum fækkaði um 256 milli ára, eða um fimmtung. I heild fjölgaði málum til afgreiðslu fyrir dómnum um 881. Auk þess, sem fyrr var talið, á aukningin sér þá skýringu helsta, að kominn er til sögu nýr flokkur dómsmála: ítrekun sektarboða til áritunar. Héraðsdómi Reykjavíkur bárust 11.632 mál til afgreiðslu árið 1998. Almenn einkamál voru 6.276, um 200 fleiri en árið áður. Af þessum málum fóru 777 til munnlegs flutn- ings, 10 færri en 1997. Á síðasta ári liðu að meðaltali um sjö og hálfur mánuður frá því einkamál var höfðað og þar til dóm- ur gekk, þegar um munnlegan ílutning var að ræða. I frétt frá Héraðsdómi segir að þessi tími hafi styst töluvert á undanförnum árum og standi góðar vonir til að meðal- ÓMAR Kristjánsson, forstjóri flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, segir að verslunum í flugstöðinni sé ekki lok- að á ferðamenn nema í undantekn- ingartilfellum. AIls eru átta búðir í flugstöðinni. Ómar segir að það sé aí'ar sjaldgæft að búðum sé lokað á ferðamenn, í mesta lagi 10 slík tilfelli komi upp á ári og þá væri um smærri verslan- irnar að ræða, því reglan væri sú að ef um 70 farþegar eða fleiri væru í stöðinni þá væru allar verslanirnar opnar. Stóru búðunum, þ.e., Island- icu, fríhöfninni og TF-búðinni ásamt veitingarekstrinum ber skylda til að hafa alltaf opið ef ein- hver er í stöðinni, segir Ómar. Ef færri en 70 farþegar eru í opnunina en þar sungu þau Jón Ragnar Jónsson og Birna Dögg Guðbergsdóttir, nemendur í 9. bekk Setbergsskóla, nokkur lög og gestum var boðið upp á kaffi, gos og ineðlæti. Setrið verður opið á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum frá 17.15 til 19 en einnig verður opið frá 20 til 22 á miðvikudags- kvöldum og 20 til 23 á fostudags- kvöldum. afgreiðslutími munnlega fluttra einkamála geti orðið um 7 mánuðir en varla styttri, að óbreyttu fyrir- komulagi. Sakamálin voru 1.252 1998 en 1.062 árið áður. Að meðaltali liðu tveú- og hálfur mánuður frá því ríkis- saksóknari höfðaði sakamál þar til dómur gekk en í sakamálum þar sem lögreglustjórar fara með ákæruvald liðu að meðaltali þrjár vikur frá því ákæra barst dómi og þar til dómur lá fyi-ir. Er þessi tími svipaður og und- anfarin ár. Þótt gjaldþrotabeiðnum hafi fækkað um tæplega 500 frá árinu 1996 hefur uppkveðnum gjaldþrota- úrskurðum lítið fækkað, að því er fram kemur í frétt Héraðsdóms. Úr- skurðirnir voru 414 í fyrra, 453 árið áður og 476 árið 1996. Lögregla leitaði 251 sinni til dóms- ins með beiðni um úrskurði í þágu rannsóknar. Slíkar beiðnir voru 323 árið 1997 en 232 1996. stöðinni eru smærri verslanir lokað- ar en þær stærri opnar. Á þriðjudag seinkaði brottför vélar til London og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru allar verslanir í stöðinni lokaðar um það leyti, sem farþegar voru i stöðinni, klukkan 18.30. Að sögn Ómars var þetta ein- stakt tilvik, en samkvæmt upplýs- ingum frá vaktstjóra hafi verslun sem selur timarit og fleira verið op- in þangað til um það leyti sem far- þegar voru kallaðir út í vél til brott- farai', en þá hafi ekki komið farþegi þangað inn í heila klukkustund. Því hafi líklega verið um að ræða nokkrar mínútur sem verslunin var lokuð á meðan farþegar voru enn í stöðinni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HÉR tekur Björn Benedikt Guðnason við niyndinni hjá Önnu Elfnu Svavarsdóttur. Með þeim eni Finnbogi Marinósson, Fríður Eggerts- dóttir og Brynjólfur Jónsson. Vann mynd á sýningu ljósmyndara Morgunblaðið/Jón Svavarsson UNNUR, Anna Guðný og Einar á æfingu í Salnum. Afmælistónleikar á Akranesi og í Salnum Starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur 1998 Sakamálum fjölg- ar en gjaldþrot- um fækkar Verslanir Leifsstöðvar Sjaldan lokað á ferðamenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.