Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 15 AKUREYRI Fiskihöfnin dýpkuð Morgunblaðið/Kristján FÆREYSKA fyrirtækið Sandgrevstur notar sanddæluskipið Vitan við dýpkun Fiskihafnarinnar á Akureyri og starfa fjórir Færeyingar um borð. Framsóknar- menn vara við skuldasöfnun FÆREYSKA fyrirtækið Sand- grevstur í Fuglafirði hóf í vikunni framkvæmdir við dýpkun Fiskihafn- arinnar á Akureyri en fyrirækið átti lægsta tilboðið í verkið. Alls bárust fjögur tilboð í þennan fyrri áfanga af tveimur við Fiskihöfnina en Sand- grevstur bauðst til að vinna verkið fyrir um 23 milljónir króna, sem er um 66% af kostnaðaráætlun. Heildarefnismagn við dýpkun hafn- arinnar er um 82 þúsund rúmmetrar og skal verktakinn flytja um 75 þús- und rúmmetra af efninu í Krossanes, þai' sem það verður notað í uppfyll- ingu og um 7 þúsund rúmmetrar fara upp á Sanavöllinn. Dýpi við vestur- kant Fiskihafnarinnar verður 9 metr- ar en annað svæði í höfninni verður 7,5 metrar á dýpt. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. apríl nk. 120 metra langt stálþil Einnig verður rekið niður 120 metra langt stálþil við vesturkant Fiskihafnarinnar. Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norður- lands sagði að þegar væri búið að auglýsa eftir tilboðum í efnið en eftir væri að bjóða niðurrekstur stálþils- ins út. „Við vonumst til að hægt verði að hefjast handa við þá fram- kvæmd í maí eða júní í vor.“ I öðrum áfanga verða gömlu ver- búðirnar við Slippstöðina fjarlægðar og uppfyllingunni sem þær standa á mokað í burtu. Þar verður jafnframt rekið niður 70 metra langt stálþil. Hörður sagði þó að frekari fram- kvæmdir á svæðinu réðust af þeim fjárveitingum sem fengjust til verks- ins. „Siglingastofnun er eftirlitsaðili með þessum framkvæmdum og er jafnframt okkar ráðgjafi," sagði Hörður. GUÐMUNDUR Ómar Guðmunds- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks, varaði við því á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í vikunni að bæjarsjóður færi út í skuldasöfnun, en honum þótti sýnt að í það stefndi. Nefndi hann í tengslum við umræðu um reikningsyfirlit bæjar- sjóðs að farið hefði verið 10% fram úr endurskoðaðri fjárhagsáætlun síðasta árs eða um 170 milljón króna. Spurði hann hvort tengsl væru milli þess og skuldabréfaút- boðs bæjarins upp á 700 milljónir króna sem undirritað var í liðinni viku. Flokkssystir Guðmundar, Asta Sigurðardóttir, sagði framúr- keyrsluna vekja ugg og hún kæmi afar illa við sig. Það væri ekki nýlunda að hún talaði móti skulda- söfnun. Því miður virtist stað- reyndin sú að stór hluti af skuldum bæjarins væri neysluskuldir. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að um bráðabirgðatöl- ur væri að ræða í reikningsyfirlit- inu „og við vitum þegar af stórum skekkjum, sem verða lagaðar," sagði hann. Það væri hins vegar óviðunandi staða að sitja uppi með rekstur sem ekki færi eftir áætl- un. Fjárhagsáætlun var endur- skoðuð í ágúst og sagði bæjar- stjóri útilokað að svo mikill halli hefði orðið til á svo skömmum tíma. Fullyrti Ki'istján að inn- byggðar skekkjur hefðu verið í áætluninni, en farið yrði ofan í saumana á málinu til að sjá í hverju þær lægju. Taldi bæjar- stjóri að nægar upplýsingar hefðu ekki legið fyrir þegar fjárhagsá- ætlunin var endurskoðuð. Háskólinn á Akureyri Epal gefur iðjuþjálfun stóla Jólagarðurinn í Eyjafírði Engin tengsl við Norður- pólinn EIGENDUR Jólagarðsins í Eyja- firði hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um uppgjör Noi'ðuipólsins á Akur- eyri. Að gefnu tilefni og til að forð- ast frekari misskilning vilja eigend- ur Jólagarðsins koma eftirfarandi á framfæri. „Jólagarðurinn er einkarekið fjöl- skyldufyrirtæki. Hann hefur verið farsællega starfræktur í þrjú ár. Á þeim tíma hefur hann ekki á nokkurn hátt tengst títtnefndum Norðurpól á Akureyri eða nokkurri annarri jólauppákomu. Þeim fjölmörgu sem leið eiga um Akureyri og Eyjafjörð gefst því enn sem fyrr kostur á að ferðast milli árstíða og heimsækja töfraveröld jólanna alla daga árið um kring.“ Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Nám fatlaðra í framhaldsskóla KYNNINGAR- og umræðufundur á vegum Þroskahjálpar á Norðu- rlandi eystra um nám fatlaðra ne- menda í framhaldsskóla verður haldinn á Fosshótel KEA á lauga- rdag, 20. febrúar frá kl. 11 til 14. Ingibjörg Auðunsdóttir kynnir starf ráðgjafahóps á vegum menntamálaráðuneytis um nám fatlaðra nemenda í framhalds- skóla. Svanfríður Larsen segir frá undirbúningi að skólagöngu fatl- aðra nemenda í framhaldsskóla á vegum Skólaþjónustu Eyþings. Gunnhildur Bragadóttir formaður fræðslunefndar fjallar um blöndun og Lilja Guðmundsdóttir formað- ur Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra fjallar um vonir og vænt- ingar foreldra. Að lokum verða umræður og fyrirspurnir. Þátt- tökugjald er 1.000 krónur og er léttur hádegisverður innifalinn. Fundurinn er öllum opin. Ólafsfjörður Sigurjón hættir í bæjarstjórn Ólafsfirði. Morgunblaðið. SIGURJÓN Magnússon bæjar- fulltrúi Vinstrimanna og óháðra óskaði eftir því á fundi bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar á þriðjudag að fá lausn frá störfum. Ein af ástæðum þess að Sigurjón óskar lausnar er dvínandi áhugi á bæj- arpólitíkinni. Gunnar Reynir Kristinsson sem skipaði fjórða sæti lista Vinstrimanna og óháðra tekur sæti Sigurjóns í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. EPAL hefur gefíð iðjuþjálfunar- braut Háskólans á Akureyri sex stóla en þeir verða notaðir sem hjálpartæki við kennslu nem- enda á brautinni. Stólarnir sem um ræðir eru norskrar gerðar og sérhannaðir en notkun þeirra getur virkað fyrirbyggjandi t.d. varðandi bakverki. Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Epal, sem færði forsvarsmönn- um iðjuþjálfunarbrautar stólana sagði að stólar af þessu tagi væru mikið notaðir á þjálfunar- stöðvum en notkun þeirra á vinnustöðum ykist sífellt. „Það eru margir slæmir í bakinu og geta ekki setið á hefðbundnum stólum,“ sagði hann. Háskólinn hefur ekki átt slíka stóla áður og bætir gjöf þeirra Epal-manna því mjög úr. Þessir stólar verða m.a. notaðir við kennslu í nám- skeiði um heilsueflingu og viimuvernd. Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Pálmadóttir, námsbraut- arstjóri iðjuþjálfunar, Snæfríður Þóra Egilson lektor, Guðmundur Hannesson hjá Epal, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Elsa Friðfinnsdótt- ir, forstöðumaður heilbrigðis- deildar. Skákþing Akureyar í yngri flokkum SKÁKÞING Akureyrar í yngri flokkum hefst í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, laugardaginn 20. febrúar og þá verður haldið áfram annan laugar- dag, 27. febrúar. Teflt er í þremur flokkum, unglinga- flokki, 13 til 15 ára, drengja- flokki, 10 til 12 ára og barna- flokki 9 ára og yngri. Taflið hefst kl. 13.30 og er þátttöku- gjald 300 krónur og eru allir velkomnir. Fimm umferðum lokið Tefldar hafa verið flmm umferðir í Skákþingi Akur- eyrar, eldri flokki, en leikar fóru þannig í þeirri umferð að Ólafur Kristjánsson vann Halldór Brynjar Halldórs- son, Stefán Bergsson hafði betur gegn Hauki Jónssyni og Rúnar Sigurpálsson vann Sigurð Eiríksson, en Þór Valtýsson sat yfir. Staðan á mótinu er þannig að Rúnar er efstuj' með 4 vinninga, Stefán hefur 3,5 vinninga og Ólafur er þriðji með 3 vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.