Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.02.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 15 AKUREYRI Fiskihöfnin dýpkuð Morgunblaðið/Kristján FÆREYSKA fyrirtækið Sandgrevstur notar sanddæluskipið Vitan við dýpkun Fiskihafnarinnar á Akureyri og starfa fjórir Færeyingar um borð. Framsóknar- menn vara við skuldasöfnun FÆREYSKA fyrirtækið Sand- grevstur í Fuglafirði hóf í vikunni framkvæmdir við dýpkun Fiskihafn- arinnar á Akureyri en fyrirækið átti lægsta tilboðið í verkið. Alls bárust fjögur tilboð í þennan fyrri áfanga af tveimur við Fiskihöfnina en Sand- grevstur bauðst til að vinna verkið fyrir um 23 milljónir króna, sem er um 66% af kostnaðaráætlun. Heildarefnismagn við dýpkun hafn- arinnar er um 82 þúsund rúmmetrar og skal verktakinn flytja um 75 þús- und rúmmetra af efninu í Krossanes, þai' sem það verður notað í uppfyll- ingu og um 7 þúsund rúmmetrar fara upp á Sanavöllinn. Dýpi við vestur- kant Fiskihafnarinnar verður 9 metr- ar en annað svæði í höfninni verður 7,5 metrar á dýpt. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. apríl nk. 120 metra langt stálþil Einnig verður rekið niður 120 metra langt stálþil við vesturkant Fiskihafnarinnar. Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norður- lands sagði að þegar væri búið að auglýsa eftir tilboðum í efnið en eftir væri að bjóða niðurrekstur stálþils- ins út. „Við vonumst til að hægt verði að hefjast handa við þá fram- kvæmd í maí eða júní í vor.“ I öðrum áfanga verða gömlu ver- búðirnar við Slippstöðina fjarlægðar og uppfyllingunni sem þær standa á mokað í burtu. Þar verður jafnframt rekið niður 70 metra langt stálþil. Hörður sagði þó að frekari fram- kvæmdir á svæðinu réðust af þeim fjárveitingum sem fengjust til verks- ins. „Siglingastofnun er eftirlitsaðili með þessum framkvæmdum og er jafnframt okkar ráðgjafi," sagði Hörður. GUÐMUNDUR Ómar Guðmunds- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks, varaði við því á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í vikunni að bæjarsjóður færi út í skuldasöfnun, en honum þótti sýnt að í það stefndi. Nefndi hann í tengslum við umræðu um reikningsyfirlit bæjar- sjóðs að farið hefði verið 10% fram úr endurskoðaðri fjárhagsáætlun síðasta árs eða um 170 milljón króna. Spurði hann hvort tengsl væru milli þess og skuldabréfaút- boðs bæjarins upp á 700 milljónir króna sem undirritað var í liðinni viku. Flokkssystir Guðmundar, Asta Sigurðardóttir, sagði framúr- keyrsluna vekja ugg og hún kæmi afar illa við sig. Það væri ekki nýlunda að hún talaði móti skulda- söfnun. Því miður virtist stað- reyndin sú að stór hluti af skuldum bæjarins væri neysluskuldir. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að um bráðabirgðatöl- ur væri að ræða í reikningsyfirlit- inu „og við vitum þegar af stórum skekkjum, sem verða lagaðar," sagði hann. Það væri hins vegar óviðunandi staða að sitja uppi með rekstur sem ekki færi eftir áætl- un. Fjárhagsáætlun var endur- skoðuð í ágúst og sagði bæjar- stjóri útilokað að svo mikill halli hefði orðið til á svo skömmum tíma. Fullyrti Ki'istján að inn- byggðar skekkjur hefðu verið í áætluninni, en farið yrði ofan í saumana á málinu til að sjá í hverju þær lægju. Taldi bæjar- stjóri að nægar upplýsingar hefðu ekki legið fyrir þegar fjárhagsá- ætlunin var endurskoðuð. Háskólinn á Akureyri Epal gefur iðjuþjálfun stóla Jólagarðurinn í Eyjafírði Engin tengsl við Norður- pólinn EIGENDUR Jólagarðsins í Eyja- firði hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um uppgjör Noi'ðuipólsins á Akur- eyri. Að gefnu tilefni og til að forð- ast frekari misskilning vilja eigend- ur Jólagarðsins koma eftirfarandi á framfæri. „Jólagarðurinn er einkarekið fjöl- skyldufyrirtæki. Hann hefur verið farsællega starfræktur í þrjú ár. Á þeim tíma hefur hann ekki á nokkurn hátt tengst títtnefndum Norðurpól á Akureyri eða nokkurri annarri jólauppákomu. Þeim fjölmörgu sem leið eiga um Akureyri og Eyjafjörð gefst því enn sem fyrr kostur á að ferðast milli árstíða og heimsækja töfraveröld jólanna alla daga árið um kring.“ Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Nám fatlaðra í framhaldsskóla KYNNINGAR- og umræðufundur á vegum Þroskahjálpar á Norðu- rlandi eystra um nám fatlaðra ne- menda í framhaldsskóla verður haldinn á Fosshótel KEA á lauga- rdag, 20. febrúar frá kl. 11 til 14. Ingibjörg Auðunsdóttir kynnir starf ráðgjafahóps á vegum menntamálaráðuneytis um nám fatlaðra nemenda í framhalds- skóla. Svanfríður Larsen segir frá undirbúningi að skólagöngu fatl- aðra nemenda í framhaldsskóla á vegum Skólaþjónustu Eyþings. Gunnhildur Bragadóttir formaður fræðslunefndar fjallar um blöndun og Lilja Guðmundsdóttir formað- ur Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra fjallar um vonir og vænt- ingar foreldra. Að lokum verða umræður og fyrirspurnir. Þátt- tökugjald er 1.000 krónur og er léttur hádegisverður innifalinn. Fundurinn er öllum opin. Ólafsfjörður Sigurjón hættir í bæjarstjórn Ólafsfirði. Morgunblaðið. SIGURJÓN Magnússon bæjar- fulltrúi Vinstrimanna og óháðra óskaði eftir því á fundi bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar á þriðjudag að fá lausn frá störfum. Ein af ástæðum þess að Sigurjón óskar lausnar er dvínandi áhugi á bæj- arpólitíkinni. Gunnar Reynir Kristinsson sem skipaði fjórða sæti lista Vinstrimanna og óháðra tekur sæti Sigurjóns í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. EPAL hefur gefíð iðjuþjálfunar- braut Háskólans á Akureyri sex stóla en þeir verða notaðir sem hjálpartæki við kennslu nem- enda á brautinni. Stólarnir sem um ræðir eru norskrar gerðar og sérhannaðir en notkun þeirra getur virkað fyrirbyggjandi t.d. varðandi bakverki. Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Epal, sem færði forsvarsmönn- um iðjuþjálfunarbrautar stólana sagði að stólar af þessu tagi væru mikið notaðir á þjálfunar- stöðvum en notkun þeirra á vinnustöðum ykist sífellt. „Það eru margir slæmir í bakinu og geta ekki setið á hefðbundnum stólum,“ sagði hann. Háskólinn hefur ekki átt slíka stóla áður og bætir gjöf þeirra Epal-manna því mjög úr. Þessir stólar verða m.a. notaðir við kennslu í nám- skeiði um heilsueflingu og viimuvernd. Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Pálmadóttir, námsbraut- arstjóri iðjuþjálfunar, Snæfríður Þóra Egilson lektor, Guðmundur Hannesson hjá Epal, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Elsa Friðfinnsdótt- ir, forstöðumaður heilbrigðis- deildar. Skákþing Akureyar í yngri flokkum SKÁKÞING Akureyrar í yngri flokkum hefst í skák- heimilinu við Þingvallastræti 18 á morgun, laugardaginn 20. febrúar og þá verður haldið áfram annan laugar- dag, 27. febrúar. Teflt er í þremur flokkum, unglinga- flokki, 13 til 15 ára, drengja- flokki, 10 til 12 ára og barna- flokki 9 ára og yngri. Taflið hefst kl. 13.30 og er þátttöku- gjald 300 krónur og eru allir velkomnir. Fimm umferðum lokið Tefldar hafa verið flmm umferðir í Skákþingi Akur- eyrar, eldri flokki, en leikar fóru þannig í þeirri umferð að Ólafur Kristjánsson vann Halldór Brynjar Halldórs- son, Stefán Bergsson hafði betur gegn Hauki Jónssyni og Rúnar Sigurpálsson vann Sigurð Eiríksson, en Þór Valtýsson sat yfir. Staðan á mótinu er þannig að Rúnar er efstuj' með 4 vinninga, Stefán hefur 3,5 vinninga og Ólafur er þriðji með 3 vinninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.