Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Undanþága frá
reglugerð verð-
ur ekki veitt
EKKI stendur til að endurskoða
reglugerð nr. 245/1996 sem gekk í
gildi 1. maí 1996 og kveður á um að
frekari bætur skuli ekki greiddar til
öryrkja sem eiga meira en 2,5 millj-
ónir í peningum eða verðbréfum.
„Samkvæmt reglugerðinni er
ekki heimilt að veita undanþágu frá
henni og það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um hvort reglugerðinni
sjálfri verði breytt," sagði Þórir
Haraldsson, aðstoðarmaður heil-
brigðisráðherra, þegar hann var
spurður um viðbrögð ráðherra við
máli Garðars Sölva Helgasonar ör-
orkulífeyrisþega.
Garðar Sölvi hafði sparað lífeyri
sinn í mörg ár og mótmælti reglu-
gerð heilbrigðisráðherra frá 1996
með bréfí til Davíðs Oddssonar árið
1996. Garðar Sölvi sagði í bréfinu að
sér væri refsað fyrir að telja fram
allt sitt sparifé og að bætur sínar og
aldraðrar móður hans skerðist um
25.000 krónur á mánuði vegna
sparifjáreignarinnar.
Þórir vísar á bug ásökunum Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur þing-
manns og Margrétar Thoroddsen
um að heilbrigðisráðheira hafí farið
með rangt mál þegar hún sagði að
reglan um skerðingu bóta vegna
sparifjáreignar hefði ekki komið til
með reglugerð sem sett var árið
1996, þar sem Tryggingastofnun
hefði áður farið eftir henni sem
vinnureglu. Hann ítrekar þau um-
mæli ráðherra að áður en reglu-
gerðin var sett árið 1996 hafi við-
miðunarmark í kringum 2,5 millj-
ónir verið notað sem vinnuregla
innan Tryggingastofnunar, sam-
kvæmt upplýsingum hans frá
stofnuninni.
FRÉTTIR
Mál Garðars Sölva
rætt á Alþingi
SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, gerði
mál Garðars Sölva Helgasonar að
umtalsefni í fyrirspumartíma á Al-
þingi á mánudag og spurði Ingi-
björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð-
herra m.a. að því hvort einhver
reglugerð kynni að vera í bígerð
sem aflétti núgildandi reglugerð er
heimilaði að taka frekari uppbót af
öryrkjum sem ættu sparifjárinn-
stæðu sem næmi yfir 2,5 milljónum
króna.
Sigríður rakti aðstæður Garðars
og skýrði frá bréfi því sem hann
hefði sent til Davíðs Oddssonar
forsætisráðhema árið 1996 eða
sama ár og reglugerðin var sett.
„Hæstvirtum forsætisráðherra láð-
ist að svara þessu hógværa bréfi og
því birtist það í síðasta fréttabréfi
Geðhjálpar óbreytt,“ sagði hún.
„Garðar hefur verið til heimilis hjá
Ekki hægt að
ræða einstök mál
á Alþingi sagði
ráðherra
móður sinni sem er á níræðisaldri
og lifað mjög spart. Hann hefur til
dæmis aldrei átt bfl, aldrei komið
til útlanda og aldrei keypt áfengi
eða tóbak. Hann hefur lagt reglu-
lega fyrir af örorkubótum sínum
og eins og hann segir sjálfur gefið
upp allt sitt sparifé skattyfii"völd-
um til hagræðis. Vegna þessarar
ráðdeildarsemi var honum að
sjálfsögðu hegnt grimmilega og
bætur hans skertar um 13 þúsund
krónur á mánuði.“ Því næst
spurði Sigríður hvort heilbrigðis-
ráðherra teldi eðlilegt að fólk sem
væri að gera sitt besta væri „nið-
urlægt með þessum hætti og
hvort einhver reglugerð kynni að
vera í bígerð sem aflétti slíkum
órétti.“
Heilbrigðisráðherra kvaðst í
svari sínu ekki geta talað um ein-
stök persónuleg mál úr ræðustóli
Alþingis. „Mér finnst það ekki
passa,“ sagði hún en tók fram að
bætur væni tekjutengdar og að svo
hefði verið um langan tíma. Sigríð-
ur tók aftur til máls og benti á að
umrædd skerðing á bótum tæki að-
eins til fólks sem ætti sparifjárinn-
stæður eða verðbréf en ekki til
þeirra sem ættu eign sem væri að
samsvarandi verðmæti. Ráðherra
kom aftur í pontu og ítrekaði að
bætur væru tekjutengdar. „Það er
sama hvort um laun er að ræða
fyrir vinnu eða fjármagnseignir,“
sagði ráðherra.
Morgunblaðið/Golli
Hlfp S S ! í*ÍTf ! líi i 1
s s
11 H s pnpfi iiiH lílp
H-|l Jl
I ævintýraheimi á bókasafninu
ÞESSI unga kona var svo hugfangin af ævintýrum skógardýrs- er það þó á sumrin sem börnin lesa mest af bókasafnsbókum,
ins Húgós að hún leit ekki einu sinni upp þegar ljósmyndari ólíkt fullorðna fólkinu sem grúfir sig yfir bækurnar í skamm-
læddist að henni á Borgarbókasafninu í gær. Að sögn bókavarða deginu.
Frumvarp um breytingu á orkulögum
Leitað leiða til að gera
rekstur hagkvæmari
Brotist inn
í Týnda
hlekkinn
BROTIST var inn í verslunina
Týnda hlekkinn við Laugaveg
síðastliðna nótt og þaðan
stolið þremur snjóbrettum
ásamt peningum úr kassa.
Þjófamir spenntu upp hurð
á framanverðri versluninni og
fóru sömu leið út aftur með
ránsfenginn.
Þeir sem kunna að hafa orð-
ið varir við grunsamlegar
mannaferðir við verslunina
síðastliðna nótt eru beðnir um
að hafa samband við rann-
sóknardeild Lögreglunnar í
Reykjavík.
IÐNAÐARNEFND Alþingis hefur
nú til umfjöllunar lagafrumvarp iðn-
aðaráðherra þess efnis að Rafmagns-
veitum ríkisins verði heimilt að
stoftia og eiga hlut í félögum sem
hafa það að megintilgangi að fram-
leiða, flytja, dreifa eða selja orku.
„Fyrirtækinu er jafnframt heimilt að
stofna og eiga hlut í félögum til að
hagnýta þá sérþekkingu og búnað
sem fyrirtækið ræður yfir til rann-
sóknar- og þróunarstarfa á sviði
orkumála og til orkuverkefna erlend-
is,“ að því er lagt er til í frumvarpinu.
Frumvarpið fór fyrir fyrstu um-
ræðu á Alþingi í vikunni og skýrði
Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, m.a. frá því að ástæð-
urnar fyrir flutningi frumvarpsins
væru þær að rekstur Rafmagns-
veitna ríkisins hefðu gengið mjög
illa vegna þess að Rafmagnsveiturn-
ar þyrftu að dreifa orkunni um land-
ið. „Það hefur ekki alltaf gefið mik-
inn arð fyrir veiturnar að dreifa
orkunni um hinar dreifðu byggðir
vegna þess að þar er tiltölulega lítil
sala og litlar tekjur miðað við um-
fang kerfisins og þann kostnað sem
þar er um að ræða,“ sagði hann og
tók fram að Rafmagnsveitur ríkisins
leituðu því leiða til að gera fyrirtæk-
ið hagkvæmara í rekstri. „Það er
grundvallarmisskilningur að frum-
varpið sé flutt til að styrkja Raf-
magnsveitur ríkisins til þess að
verða eitthvert yfirburðafyrh’tæki.
Tilgangurinn er einungis sá að leita
leiða til að gera fyrirtækið hag-
kvæmara þannig að það geti lækkað
raforkuverð sem er allt of hátt í
dag,“ sagði hann.
Erindi um
breytingar
hjá NATO
WERNER Bauwens, einn yfir-
manna alþjóðadeildar Atlantshafs-
bandalagsins í Brussel, heldur er-
indi á sameiginlegum fundi Sam-
taka um vestræna samvinnu (SVS)
og Varðbergs í Skála, Hótel Sögu, á
laugardag kl. 12.
I tilefni 50 ára afmælis NATO
vilja félögin leggja áherslu á
fræðsluerindi um starfsemi banda-
lagsins, bæði hvað varðar öryggis^,
hernaðar- og pólitísku hliðina. A
febrúarfundi félaganna talaði Jer-
ome W. Chureh, yfu-maður upplýs-
inga- og fræðsludeildar SHAPE,
um hernaðarhlið NATO. Á fundin-
um á laugardag fjallar Werner
Bauwens um þær breytingar sem
hafa átt og eiga sér nú stað hjá
NATO, sem í apríl nk. verður hálfr-
ar aldar gamalt.
Werner Bauwens, sem er lög-
fræðingur að mennt, lagði stund á
háskólanám við háskólann í Leuven
í Belgíu, auk annarra skóla. Hann
hóf störf í utanríkisþjónustu Belgíu
árið 1981.
Hann réðst til NATO í Brussel
árið 1991 og er nú m.a. ábyrgur fyr-
ir móttöku og fræðslu allra gesta
sem koma í kynnisferð til höfuð-
stöðva bandalagsins. Werner
Bauwens kennir jafnframt við tvo
háskóla.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um SVS og Varðbergs, auk þess
öllu áhugafólki um erlend málefni.
----------------
Búnaðarþing
Tollar á kjarn-
fóðurblöndum
verði lækkaðir
BÚNAÐARÞING samþykkti á
fundi sínum á miðvikudag að beina
því til Bændasamtaka Islands að
vinna að lækkun tolla á innfluttum
kjarnfóðurblöndum en þó þannig að
heildarhagsmunir landbúnaðar
væru hafðir að leiðarljósi. Jafn-
framt vill Búnaðarþing að séð verði
til þess að toilurinn renni í Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins og verði
ráðstafað þaðan til búgreina eftir
uppruna hans.
Þingið samþykkti einnig að fela
stjóm Bændasamtakanna að láta
gera samanburð á ólíkum rekstrar-
formum í landbúnaði, það lýsti yfir
stuðningi við frumvarp til laga um
búnaðarfræðsiu og við þingsályktun
um úttekt á nýtingu lítilla orkuvera.