Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 23
Sjóslysum
fækkaði
TRYGGINGASTOFNUN ríMsins
fékk 459 tilkynningar um slys á sjó-
mönnum 1995 en árið 1994 var til-
kynnt um 486 slys. Þetta kemur fram
í skýrslu Rannsóknamefndar sjóslysa
fyrii' árið 1995, sem er nýkomin út, en
nefndin rannsakaði 107 mál vegna
slysa 1995 og eitt frá 1993.
Nefndin kannaði 12 skipstapa.
Þrír bátar sukku við bryggju og einn
sökk í drætti en hinir átta voru 10
brúttólestir eða minni. Sex þeirra
voru plastbátar og að mati nefndar-
innar sukku þeir allir vegna of-
hleðslu en í öllum átta tilvikunum
vai- um að ræða óstöðugleika ogI eða
vanþekkingu skipstjómarmanna á
stöðugleika og/eða öryggisbúnaði
var áfátt.
I yfirliti um slys og óhöpp 1995
kemur fram að í 417 tilfellum var um
slys á mönnum að ræða en tveir
menn létust af slysförum. 19 mál
vörðuðu strand, 17 sinnum sukku
skip, 12 sinnum var tilkynnt um eld
um borð, sjö sinnum árekstur, einu
sinni leka og þrisvar annað.
I formála kemur fram að Ragnhild-
m- Hjaltadóttir skrifstofustjóri lét af
störfum sem formaður Rannsóknar-
nefndar sjóslysa í júni 1997 og tók
Haraldur Blöndal lögfræðingur við.
-------------------
Útflutningsráð
Skýrslur um
markaðina
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands fær
reglulega markaðsskýrslur frá Glo-
befísh og Eastfish sem bæði eru hluti
af FAO (Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna). Þessar skýrslur eru með
því besta sem gert er varðandi þá
markaði sem teknir eru fyrir hverju
sinni. Þar má m.a. fínna upptalningu
á lykilfyrirtækjum og opinberum aðil-
um, auk tölulegra upplýsinga um við-
komandi markaðssvæði. Skýrslumar
bjóðast nú á mjög hagstæðu verði.
Nokkrar af þeim skýrslum sem
nýlega hafa borist eru;
The World Market for Groundfísh
(Globefish, nóvember ‘98).
The Japanese Seafood Market (Glo-
befísh, ágúst ‘98).
The World Market for Mussel
(Globefísh, ágúst ‘98).
Value-added Products in Europe
(Globefish, ágúst ‘98).
The Market for Seafood in Paris
(Globefísh, júlí ‘98).
Fishery Industry - Croatia
(Eastfish, október ‘98).
Fishery Industry - Russian Far
East (Eastfish, september ‘98).
Fishei'y Industry - China
(Eastfish, júní ‘98).
Fishery Industry - Úkraína
(Eastfish, júní ‘98).
Nýtt skip
frá fsafirði
SKIPASMÍÐASTÖÐIN hf. á ísa-
firði og útgerðarfélagið Þiljur ehf. á
Bíldudal undirrituðu í gær samning
um smíði á nýju skipi. Um er að
ræða eins þilfars frambyggt fisld-
skip, 30 brúttótonn og 15,7 metra
langt sem sérhannað verður til veiða
á línu og dragnót. Smíði skipsins
hefst innan skamms og áætlað er að
því verði hleypt af stokkunum á
ágúst á þessu ári. Þetta er fjórða ný-
smíði Skipasmíðastöðvarinnar hf. á
ísafirði frá árinu 1996.
Höfuð Kostir
Á Select er keppt
um toppflíkur handa toppfólki
Sturtuklefar
Ifo smrtuklefarnir em fáanlegir
í mörgum stærðum og gerðum,
úr plasti eða öryggisgleri.
Ifö sturtuklefamir em trúlega þeir
vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö sænsk gæðavara.
Ferrari-leikur Select.
Þú gsetir verið ú leiðinni á
Formúlu 1 kappakstur ú Englandi.
í kappdrætti Select er hægt að vinna ferð á
Formúlu 1 kappakstur ó Silverstone brautinni ó
Englandi 11. júlí, Shell Ferrari bol éba húfu ef þú
kaupir eldsneyti fyrir 1.000 kr. eða meira. Þú fyllir
út þótttökuseðil og skilar i lukkukassann. Vikulega
eru dregnir út 40 bolir og 40 húfur og 11. apríl
verður ferðin ó Formúlu 1 kappaksturinn dregin út.
Fæsl i byggingavDruverslunum m land allt.