Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.03.1999, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Þýskur ríkisborgari líflátinn í Arizona „Villi- mannleg aftaka“ Bonn, Phoenix. Reutei-s. WALTER LaGrand, þýskur ríkis- borgari, var tekinn af lífi í gasklefa á miðvikudaginn í Arizona. Bróðir hans, Karl, hlaut sömu örlög í síð- ustu viku, en hann fékk banvæna sprautu. Voru þeir dæmdir til dauða fyrir að drepa bankamann í mis- heppnuðu ráni fyrir 17 árum. Stjórnvöld í Þýskalandi og Alþjóða- dómstóllinn í Haag fordæmdu af- tökuna harðlega í gær, sögðu hana „villimannlega" og að með henni hafí bandan'sk stjórnvöld virt al- þjóðalög að vettugi. Bræðurnir, Kai’l og Walter, reyndu að ræna bankaútibúi í litlum bæ í Arizona. Með leikfangabyssu neyddi Karl útibússtjórann til að reyna að opna peningaskápinn, sem hann gat ekki því hann vissi aðeins helminginn af talnaröðinni. Vegna þessa, bundu þeir bræður hann, börðu og stungu til ólífis með bréfa- hníf. Þeir bundu einnig og stungu ann- an bankastarfsmann, konu, en hún lifði það af. Walter var þá tvítugur og Karl bróðir hans nítján ára gam- all. Þeir fæddust í Þýskalandi en fluttu ungir að árum til Bandaríkj- anna. Þeir sem dæmdir voru til dauða í Ai-izona fyrir 1992, geta valið um að vera teknir af lífí í gasklefa eða með sprautu, en sl. sjö ár hefur spraut- unni eingöngu verið beitt. Báðir bræðurnir völdu gasklef- ann, í von um að dauðadómurinn yrði mildaður, en það gekk ekki eft- ir. Karl skipti um skoðun á síðustu stundu og var tekinn af lífi með sprautu, en Walter fékk ekki að breyta ákvörðun sinni. Dauðadómar yfir bræðrunum harðlega fordæmdir Dauðadómum bræðranna var fylgt eftir, þrátt fyrir þrálát mót- mæli þýskra stjórnvalda og Al- þjóðadómstólsins í Haag. Hafa yf- irvöld í Arizona verið sökuð um að brjóta alþjóðalög, þar sem bræð- urnir fengu ekki að hafa samband við þýska ræðismanninn í Arízona. „Alþjóðalög ber að virða,“ sagði Herta Daeubler-Gmelin, dóms- málaráðherra Þýskalands og bætti því við að Bandaríkin fengju áminningu fyrir líflátið, „Þegar önnur ríki fara ekki eftir alþjóða- lögum, eru Bandaríkin alltaf fljót til að ávíta.“ Bók Andrews Mortons um sögu Monicu Lewinsky komin á markað Lét eyða fóstri meðan á sambandinu við Clinton stóð Washington, New York, Newark. Reuters, The Daily Telegraph. I BOK Andrews Mortons, Monica’s Story, sem gefin var út í gær, greinir Monica Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlka í Hvíta húsinu, frá því að meðan á sambandi hennar við Bill Clinton Bandaríkjaforseta stóð, hafi hún átt í þriggja mánaða ástarsambandi við starfsmann í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, og varð hún vanfær af hans völd- um en lét eyða fóstrinu. Þetta var eftir að Lewinsky hætti störfum í Hvíta húsinu og hittust þau Clinton ekki á þessum tíma en hófu sam- band sitt á nýjan leik seinna. Lewinsky tók þá ákvörðun að láta eyða fóstrinu af því að hún kærði sig ekkert um að verða ein- stæð móðir. Þessi ákvörðun var henni hins vegar mjög erfið og þurfti hún um tíma að leita aðstoð- ar geðlækna vegna þunglyndis. Morton segir hins vegar í bók sinni að þótt Lewinsky hafi um skeið átt elskhuga hafi Clinton áfram verið henni ofarlega í huga og fór enda svo um síðir að þau hófu samband sitt á ný, að frumkvæði forsetans. A sama tíma og Lewinsky segir sína hlið sögunnar á fleiri en einum vígstöðvum er því haldið fram í nýrri bók að ísraelska leyniþjónust- an, Mossad, hafi tekið upp síma- samtöl Olintons og Lewinsky þar sem þau æstu hvort annað upp kyn- ferðislega. Heldur Gordon Thomas, höfundur bókarinnar Gideon’s Spies - The Secret History of the Mossad, því fram að leyniþjónustan hafi nýtt sér þessar upptökur til að koma í veg fyrir að Bandaríska al- ríkislögreglan (FBI) hæfi rannsókn á meintum njósnara Israelsstjómar í Hvíta húsinu. Að sögn Thomas sáu sumir forystumanna Mossad upptökurnar einnig sem vopn sem nota mætti á forsetann ef ísrael lenti einhvern tíma í þeirri stöðu að vera stillt upp við vegg í friðarum- leitunum í Mið-Austurlöndum. Clinton horfði ekki á viðtalið Clinton sá ekki ástæðu til að horfa á tveggja tima viðtal sjón- varpskonunnar Barböru Walters við Lewinsky, sem sýnt var á sjón- varpsstöðinni ABC í fyrrinótt að ísl. tíma, en var viðstaddur fjársöfnun- arsamkomu fyrir góðan banda- mann forsetans, öldungadeildar- þingmanninn Bob Toiricelli. Lét Hvíta húsið ekkert hafa eftir sér um ummæli Lewinsky í viðtalinu, eða um efnisatriði bókar Mortons. Lewinsky fer afar hörðum orðum um Kenneth Starr, sem stýrði rannsókninni á hendur Clinton, í bók Mortons en vildi hins vegar ekki svara spurningum Walters um Starr í sjónvarpsviðtalinu. Mun samkomulag það sem hún gerði við Starr, um að hún nyti sjálf friðhelgi frá málsókn greindi hún StaiT frá sambandi sínu við forsetann, fela í sér að hún mætti ekki ræða rann- sókn Starrs við Walters. Samkomu- lagið náði hins vegar ekki til bókar- innar og skýrir það yfirlýsingagleði Lewinsky þar. Gefur Lewinsky m.a. í skyn að Starr hafi átt í leynimakki við lög- fræðinga Paulu Jones um að egna gildru fyrir Clinton, en samband Lewinsky og Clintons komst í há- mæli í kjölfar málsóknar Jones á hendur forsetanum fyrir kynferðis- lega áreitni. Segir Lewinsky Starr og félaga hans hafa notað sig með ósvífnum hætti í þeirri refskák. Tekur Lewinsky í raun undir þær staðhæfingar Hillary Clinton, eig- inkonu forsetans, í fyrra um að rannsókn Starrs, og framferði hans, hafi verið liður í pólitísku samsæri hægrimanna gegn forset- anum. „Eg var bara peð sem notað var til að ná til forsetans," segir Lewinsky í bókinni. „Mamma gerði stór mistök“ I viðtalinu við Walters virðist augljóst að Lewinsky ber blendnar tilfinningar til forsetans. Hún lýsir honum sem blíðum manni og nær- gætnum en einnig sem stjórnmála- manni í húð og hár sem sjái einung- is eftir gjörðum sínum af því að upp um þær komst. „Stundum ber ég hlýjar tilfinningar í brjósti til hans, stundum er ég enn afar stolt af honum og það kemur einnig fyrir að ég þoli hann ekki.“ Aðspurð um það hvað hún muni segja eigin börnum um sambandið við Clinton, og þá orrahríð sem síðan skall á eft- ir að upp um sambandið komst seg- ir Lewinsky: „Mamma gerði stór mistök.“ Reuters VIÐTAL sjónvarpskonunnar Barböru Walters við Monicu Lewinsky í fyrrinótt vakti mikla athygli vestra. Valdaframsali á N-Irlandi líklega frestað Deilan um af- vopnun ö%a- hópa enn í hnút London. Reuters. BRESK stjórnvöld staðfestu í gær að þau hugleiddu nú að fresta fram- sali á völdum sínum á Norður-ír- landi í hendur heimastjórnarþing- inu I Belfast, sem áætlað hafði verið að færi fram 10. mars. Valdafram- salið getur ekki farið fram fyrr en tíu manna heimastjórn hefur tekið til starfa en sambandssinnar neita hins vegar staðfastlega að setja heimastjómina á fót með aðild Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýð- veldishersins (IRA), nema IRA Rannsóknin á spillingu innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Nýjar ásakanir á hendur Cresson Brussel. Reuters. EDITH Cresson, annar tveggja fulltrúa Frakklands í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins (ESB), virðist nú hafa auknar ástæður til að óttast um stól sinn eftir að nýjar ásakanir hafa komið fram á hendur henni. Hún hefur áður verið sökuð um „einkavina- væðingu" og fjármálaspillingu. Fregnir í fjölmiðlum herma að hún hafi beitt sér persónulega til að reyna að hindra að gefin yrði út opinber krafa um að einn undir- manna hennar greiddi til baka óréttmætar greiðslur sem talið væri að hann hefði fengið úr sjóð- um framkvæmdastjórnarinnar. Undir Cresson heyrir meðal annars evrópska menntunarsam- starfsáætlunin Leonardo, en stór- um fjárhæðum er eytt í nafni þess- arar áætlunar. Nú hefur innra eft- irlit framkvæmdastjómarinnar lát- ið fjögur mál sem varða meint fjár- svik í tengslum við áætlunina í hendur belgískra saksóknara. Cresson hafði á undanförnum vik- um ítrekað fullyrt að í sambandi við Leonardo væri ekki um neitt mis- ferli að ræða. Hún hefði aldrei séð gögn frá innra fjármálaeftirliti framkvæmda- stjórnarinnar, Uclaf. Yfirmaður Uclaf fullyrðir hins vegar, að þegar í janúar hafi yfirmanni persónlegs ráðgjafahóps Cresson verið ýtar- lega greint frá öUum þeim málum sem væru í rannsókn, einnig þeim sem ætti að láta áfram í hendur dómskerfisins. EÞ ítrekar afsagnarkröfu í Evrópuþinginu, þar sem van- trauststillaga var borin upp á hend- ur framkvæmdastjóminni í heild í janúar vegna spillingarásakana, komu aftur upp kröfur um að EVRÓPA^ Cresson segði af sér. í gangi er rannsókn á öUum þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur meðlimum framkvæmdastjórnar- innar og á sérfræðinganefndin sem falið var að vinna rannsóknina að skila Evrópuþinginu skýrslu hinn 15. marz nk. Verði Cresson - og reyndar Spánverjinn Manuel Mar- in einnig - ekki hreinsuð af ásökun- unum í niðurstöðum þessarar rann- sóknar - og talið er víst að slíkur hvítþvottur sé útilokaður - er lík- legt að henni verði ekki stætt á öðra en að draga sig í hlé. Geri hún það ekki má búast við því að Evr- ópuþingið beri aftur upp vantraust á framkvæmdastjómina alla. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómarinnar, kynnti á miðvikudag nýjar „hegðunarregl- ur“ sem ætlað er að hamla gegn misferli og hagsmunaárekstrum innan stofnunarinnar. Þessar nýju siðferðisreglur voru meðal umbóta sem Santer hafði heitið Evrópuþinginu að hrinda í framkvæmd. Santer lét í gær í fyrsta sinn svo um mælt, að hann teldi að einn eða fleiri meðlimir stjómarinnar ættu að segja af sér verði þeir harkalega gagnrýndir í væntanlegri skýrslu hinnar sér- skipuðu spillingairannsóknar- nefndar. Framkvæmdastjómin sam- þykkti formlega tvenns konar hegðunameglur; annars vegar fyrir hina 20 meðlimi framkvæmdastjór- arinnar sjálfrar og hins vegar fyrir almennt starfslið stofnunarinnar. „Starf framkvæmdastjórnarinnar verður í hvívetna að vera yfir gran- semdir hafið,“ sagði Santer. byrji afvopnun fyrst. Virðist útilok- að að mönnum takist að leysa þessa deilu fyrir 10. mars. í dagblaðinu The Irish Times í gær stingur Sean Neeson, leiðtogi hins hófsama Alliance-flokks á N- írlandi, upp á því að valdaframsal- inu verði frestað fram yfir 17. mars, dag heilags Patreks, en þá munu helstu stjómmálaleiðtogar á N-ír- landi verða staddir í Bandaríkjun- um. Gaf Neeson í skyn að þetta myndi veita Bill Clinton Banda- ríkjaforseta tækifæri til að beita sér fyrir lausn málsins með beinum hætti. Mikill þrýstingur hefur verið á IRA að byrja afvopnun svo David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP) og verðandi forsætisráðherra, sé kleift að setja heimastjórnina á fót með aðild full- trúa Sinn Féin. Martin McGu- inness, aðalsamningamaður Sinn Féin, hefur á síðustu dögum hins vegar ítrekað sagt að IRA geti ekki afvopnast eins og mál standa nú. Virtist Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vera að svara McGu- inness í fyrradag þegar hann full- yrti að IRA „gæti auðvitað afvopn- ast, ef það kærði sig um“. Seamus Mallon, væntanlegur að- stoðarforsætisráðherra á N-Irlandi og varaleiðtogi flokks hófsamra kaþólikka (SDLP), hefur hvatt liðs- menn IRA til að láta frá sér fara yf- irlýsingu þar sem þeir gefi til kynna að vopnaðri baráttu þeirra sé lokið. Sagðist Mallon í samtali við The Irish Times í gær telja að þetta gæti orðið til þess að leysa deiluna um afvopnun IRA, sem sögð _er ógna friðarsamkomulaginu á N-ír- landi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, hefur áður lýst því yfir að hann teldi ofbeldi úr sögunni en IRA hefur hins vegar ekki sjálfur gefið frá sér slíka yfirlýsingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.