Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 27
ERLENT
Tyrkir gera lítið úr
ummælum forseta síns
Reuters
SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, leggur áherslu á orð sín við
opnun ráðstefnu í Ankara.
Abdullah stokkar
upp í stjórn sinni
Amman. Reuters.
Hörð gagnrýni á
loftárásirnar kom
fram á fundi ör-
yggisráðsins
Ankara. Reuters.
TALSMENN tyrkneska utanríkis-
ráðuneytisins reyndu í gær að gera
lítið úr ummælum Suleyman Dem-
irel Tyrklandsforseta, sem sagði á
miðvikudag að árásir bandarísku
flugsveitanna á olíudælustöð Iraka
við borgina Mosul, hafí verið ótækar.
„Síðustu atburðir hafa sýnt fram á
viðkvæma stöðu okkar,“ sagði Ser-
met Atacanli, talsmaður tyrkneska
utanríkisráðuneytisins, á blaða-
mannafundi sem efnt var til vegna
ummæla forsetans.
Tyrklandsstjórn hefur að undan-
fíjmu lýst yfír áhyggjum sínum vegna
endurtekinna árása Bandaríkja-
manna og Breta á írösk skotmörk.
Sagði Atacanli að stjómvöld í Was-
hington og Baghdad yrðu að leysa úr
deilumálum sínum með friðsamlegum
hætti. „Það verður að finna lausn á
þessu spennuástandi, sem hefur verið
líkt og blæðandi sár síðan 1991,“
sagði talsmaðurinn, sem hvatti írösk
stjómvöld til að framfylgja ályktun-
um Sameinuðu þjóðanna.
Gagnrýni öryggisráðsins
Arásir bandaríska og breska flug-
hersins á skotmörk innan flugbanns-
svæðisins yfii’ norður- og suðurhluta
Iraks vora gagnrýndar harðlega á
lokuðum fundi öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna á miðvikudag, að sögn
kínversku Xinhua-fréttastofunnar.
Kemur það fram í frétt BBC í gær
að Qin Huasun, núverandi forseti ör-
yggisráðsins, hafi sagt á fundinum
að nær daglegar árásir orrustuþotna
á írak væru skýlaust brot á fullveldi
og lögsögu Iraks. Lýsti hann því
einnig yfir að loftárásirnar bitnuðu á
mannúðarstarfi Sameinuðu þjóðanna
í Irak. Tóku fulltrúar Rússlands,
Frakklands og Malasíu undir sjónar-
mið Kínverja og létu í ljós að þeir
væm mótfallnir aðgerðunum. Kín-
verjar og Rússar hafa sagt að örygg-
isráðið hafí aldrei heimilað flug-
bannssvæðin og væm þau því ólög-
leg. Bandaríkjamenn og Bretai- hafa
lýst því yfir að flugbannssvæðin séu
réttlætanleg í Ijósi ályktana öryggis-
ráðsins um verndun Kúrda í Norður-
Irak og Shíta í suðurhluta landsins.
Sagði Nancy Soderberg, aðstoðar-
sendihema Bandaríkjanna hjá Sa-
meinuðu þjóðunum, að bandarísku
flugmennirnir hafi hafið árásir í
sjálfsvörn. „Við bregðumst við í
sjálfsvörn og til varnar flugmönnum
okkar,“ sagði sendiherrann.
Gert var við olíuleiðsluna miili
Iraks og Tyrklands á miðvikudag og
hefur rennsli olíunnar verið komið í
samt horf. Olían sem flutt er um
leiðsluna til Tyrklands er notuð til að
greiða fyrir mat og nauðþurftir til
Iraka. Flytur leiðslan um helming
leyfilegs olíuútflutnings íraka.
Benon Sevan, yfumaður hjálpar-
starfs Sameinuðu þjóðanna í Irak,
sagði að menn hefðu miklar áhyggj-
ur af bágu ástandi meðal almennings
í Irak. „Þegar árásir eru gerðar
verður fólk fyrir tjóni. Það em ekki
bara byggingar sem skaddast," sagði
Sevan.
ABDULLAH, nýr konungur
Jórdaníu, tók sína fyrstu stóm
stjórnvaldsákvörðun í gær þegar
hann leysti for-
sætisráðherrann
Fayez al-
Tarawnah frá
störfum og fékk
Abdul-Raouf al-
Rawabdeh, gam-
alreyndan stjórn-
málamann, til að
mynda nýja ríkis-
stjórn.
Abdullah, sem svarinn var í emb-
ætti konungs í síðasta mánuði eftir
andlát Husseins Jórdaníukonungs,
tilnefndi einnig Abdul-Karim al-Ka-
bai-iti, fyrrverandi forsætisráðhema,
sem yfirmann starfsliðs konungs-
hallarinnar. Embætti þessu fylgja
umtalsverð völd og sögðu frétta-
skýrendur að Kabariti myndi gegna
lykihlutverki við mótun utanríkis-
stefnunnar, á meðan Rawabdeh
KREMLVERJAR báru til baka
fregnir um að Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti hafi fyrirskipað Jev-
gení Prímakov forsætisráðherra að
reka kommúnista úr ríkisstjóm
Rússlands. Slíkt hefði getað bundið
enda á tiltölulega stöðugt stjórnar-
far í Rússlandi síðustu misserin.
Kommúnistaflokkurinn hefur
brugðist við auknum ft-éttaflutingi
af togstreitu milli Jeltsíns og
myndi einbeita sér að innaríkismál-
um.
Rawabdeh settist fyrst í ríkis-
stjórn í Jórdaníu árið 1976 og gegndi
á einum tíma embætti varaforsætis-
ráðherra. Kabariti var hins vegar
forsætisráðherra 1996-97 en á þeim
tíma gripu stjórnvöld í Jórdaníu til
harkalegra aðhaldsaðgerða í efna-
hagsmálum, auk þess sem þau hættu
öllum stuðningi við stjórnvöld í írak.
Þessai’ breytingar eru sagðai' til
marks um enn minnkandi áhrif
Hassans, bróður Husseins og fyrr-
verandi ríkisarfa í Jórdaníu, en það
var hann sem tilnefndi Tarawnah
sem forsætisráðherra um mitt síð-
asta ár, þegar Hussein var í læknis-
meðferð í Bandaríkjunum, og í ríkis-
stjórn Tarawnahs voru margir
bandamenn Hassans. Hussein kon-
ungur svipti bróður sinn ríkisar-
fatitlinum með dramatískum hætti í
janúar og útnefndi Abdullah ríkis-
arfa í hans stað.
Prímakovs með því að hóta því að
knýja fram nýjar þingkosningar ef
kommúnistar yrðu reknir úr ríkis-
stjórninni. Dmítrí Jakúshkín, tals-
maður forsetans, sagði í viðtali við
rússnesku sjónvarpsstöðina NTV að
fregnir um fyrirskipanir Jeltsíns
væm „alger þvættingur". Gerði
hann einnig lítið úr því að nokkur
ágreiningur væri milli forsetans og
Prímakovs.
Enginn fótur fyrir sögu-
sögnum um ágreining
Moskvu. Reuters.
Fylkisstjórnarkosningar í Austurriki
Hægrimaðurinn
Haider vinnur á
Vín. Reuters.
JÖRG Haider, leiðtogi austurríska
hægriflokksins FPÖ, virðist ætla að
verða sigurvegari fylkisstjórnar-
kosninga sem fram fara í þremur
fylkjum Austurríkis á sunnudag. I
Salzburg, Tíról og Kárnten kjósa
um helgina samtals 1,23 milljónir
Austurríkismanna ný héraðsþing.
Mesta athyglin beinist að því
hvernig FPÖ reiðir af í Kárnten, en
þar er Haider sjálfur í kjöri til fylk-
isstjóra. I nýjustu skoðanakönnun-
um hefur FPÖ mælzt þar með
35-38% fylgi og þar með gott for-
skot á hina stóm flokkana tvo, sem
saman era við stjórnartaumana í
Vín, jafnaðarmenn og kristilega
demókrata Þjóðarflokksins.
Á áranum 1988-1991 var Haider
fylkisstjóri Kárnten, en þá var
hann knúinn til að segja af sér
vegna ummæla sem hann lét falla
um atvinnustefnu Þriðja ríkisins.
Síðan þá hefur hann leitazt við að
hrista af sér þann stimpil að sem
stjórnmálamaður hallist hann
lengra til hægri en góðu hófi gegnir
og unnið sér víðtækt fylgi með því
að leggja áherzlu á ýmis mál sem
brenna á fólki en valdhafarnir í Vín
hafa síður sinnt, svo sem atvinnu-
leysisvandanum, innflytjendamál-
um og vandamálum sem tengjast
fyrirhugaðri stækkun Evrópusam-
bandsins til austurs.
Næsti kanzlari?
En jafnvel þótt FPÖ komi sem
sterkasti flokkurinn út úr kosning-
unum í Kárnten er ekki víst að það
dugi Haider til að hreppa fylkis-
stjórastólinn, þar sem hinir stóru
flokkarnir tveir væru vísir til að
sameinast um myndun fylkis-
stjórnar til að koma í veg fyrir
það.
Fari svo hefur Haider heitið að
berjast áfram fyrir sigi’i í næstu
kosningum til sambandsþingsins í
Vín, sem verða í síðasta lagi í
haust, með það að takmarki að
verða kanzlari, sá fyrsti eftir síðari
heimsstyrjöld sem ekki kemur úr
röðum jafnaðaimanna eða hins
íhaldssama Þjóðarflokks.
Blackmun
látinn
Washington. Reuters.
HARRY Blackmun, fyrrver-
andi forseti hæstaréttar
Bandaríkjanna, lést í gær, níu-
tíu ára að aldri. Blackmun,
sem lét af störfum árið 1994
eftir tuttugu og fjögurra ára
setu sem hæstaréttardómari,
er helst minnst fyrir dóm sem
hann felldi árið 1973 í máli
Roe gegn Wade. Þar lýsti
hæstiréttur því yfir að konur
hefðu stjórnarskrárbundinn
rétt til að fara í fóstureyðingu.
Voru fóstureyðingar í raun
þar með lögleiddar í Banda-
ríkjunum.
Þótt það væri repúblikaninn
Richard Nixon sem tilnefndi
Blackmun í hæstarétt árið
1970 reyndist Blackmun einn
af frjálslyndari dómurum rétt-
arins, varði t.a.m. harðlega
réttinn til fóstureyðinga og
var mjög andsnúinn dauða-
refsingum.
:: ■■
.. *
Smáratorg
HAGKAUP
Meira úrval - betrikaup
• 4 þvottakerfi
• 2 hitastillar SO og 65 gráður
• Mjög hljóðlátar 39db
• Vatnsflæðivarar (þrefalt kerfi)
• Hitaelement undir botni
• Rafeindastýrður kerfisveljari
• Framleidd í þýskalandi
Whirlpool uppþvottavél