Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 05.03.1999, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ko WJmmm 7 Æ \ ' o 1 Vinnuhópur Norræna sumarháskólans kom saman í Reykjavík á dögunum. Ný norræn leikritun Á VEGUM Norræna sumarhá- skólans hefur verið starfandi um tveggja ára skeið vinnu- hópur í leikhúsfræðum sem kemur saman tvisvar á ári með námstefnum og námskeiðum. Þriðji fundur hópsins var hald- inn í Reykjavík dagana 26. og 27. febrúar með þátttöku full- trúa frá íslandi, Noregi, Dan- mörku og Finnlandi. Viðfangs- efni námstefnunnar að þessu sinni var hvernig beita mætti kenningum rússneska bók- menntafræðingsins Mikhails Bakthian við greiningu Ieik- rita og flutti danski bók- menntafræðingurinn Solveig Gade fyrirlestur um efnið. Bet- ina Möller Jensen frá Dan- mörku fjallaði um hvernig túlka mætti Makbeð Shakespe- ares út frá kenningum Bakhti- ans og leikhúsfræðingurinn Lars Neve ræddi túlkunarleið- ir á Brúðuheimili Henriks Ib- sens. Frá Finnlandi fluttu Anna Dönsberg, Lotta Strand- berg og Harriet Abrahamsson fyrirlestur um Vanja frænda eftir Anton Tsékov með tilliti til tveggja rómaðra upp- færslna á verkinu í Helsinki fyrr í vetur. Jafnframt reifuðu þær sögu Tsékovleikrita á finnsku leiksviði frá upphafi. Magnús Þór Þorbergsson flutti fyrirlestur um höfundarsögu verka Bertolts Brecht og ræddi um höfundinn sem hug- tak í tengslum við nýlegar um- ræður um höfundarverk Brechts. Lars Neve frá Danmörku er upphafsmaður hópsins og seg- ir hann hafa farið vel af stað og skilað góðum árangri. „Á vegum Norræna sumarháskól- ans eru starfræktir svona vinnu- og námshópar í ýmsum greinum vísinda og fræða og sumir þeirra hafa starfað um alllangt skeið. Norræni sumar- háskólinn er styrktur af Nor- rænu ráðherranefndinni og þannig hefur okkur tekist að halda starfsemi hópsins gang- andi. Næsti fundur hópsins verður í Danmörku í ágúst undir yfírskriftinni „Ný nor- ræn leikritun" og þar er ætl- unin að skoða hvað er helst á döfínni í leikritun á Norður- löndunum. Þetta verður sjö daga námskeið, eins konar vinnubúðir, þar sem reynt verður að fara sem víðast yfir efnið. Eitt af því sem maður tekur fljótlega eftir er hversu lítið norræn leikritun er kynnt á milli landa, við þekkjum mjög lítið til leikritunar hvert annars þótt gaman væri að geta haldið öðru fram. í sumar ætlum við að nýta kraftana til að kynnast nýrri norrænni leikritun betur,“ segir Lars Neve. Norræn samsýn- ing í Hafnarborg SAMSÝNING sjö norræna lista- manna í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð laugardaginn 6. mars kl. 16. Listamennirnir tilheyra hópi er nefnist „NON ART GROUP“ sem á upptök sín í Helsinki 1974. I fyrstu stóð hópurinn fyrir listvið- burðum í Finnlandi eingöngu, til dæmis myndlistar-, tónlistar- og leikhússýningum, en undanfarin ár hefur hann sýnt víðsvegar um Norðurlönd. Sýnendur í Hafnarborg eru: Seppo J. Tanninen og Heikki Máki- Tuuri, listmálarar frá Finnlandi, sem hafa verið með „NON ART“ frá byrjun og tekið þátt í fjölda sýn- inga. Þeir verða viðstaddir opnun sýningarinnar ásamt Lars Munthe, dönskum grafíklistamanni. Hann hefur áður sýnt verk sín hér á landi í Norræna húsinu og Reykholti. Helen Stigel, arkitekt og mynd- höggvari frá Danmörku, sýnir verk unnin í leir. Pia Mesterton Graae, fínnskur listmálari, búsett í Kaupmanna- höfn sýnir málverk. Peraxel Persson, ljósmyndari frá Skáni, Svíþjóð, sýnir ljósmynd- ir unnar með tækni er hann hefur þróað á zink-, jám- og koparplötur. Magdalena Margét Kristjáns- dóttir sýnir grafíkverk er tilheyra myndröð af leikfímihóp 12 ára stúlkna úr Langholtsskóla. Magda- lena Margét hefur tekið þátt í nokkrum „NON ART- sýningum, t.d. í Seinajoen, Finnlandi og Galleri Eremitage í Lyngby í Danmörku. Sýningin í Hafnarborg, sem er styrkt af NKK, norrænu lista- nefndinni, lýkur 22. mars og er op- in alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. UMRÆÐAN Þegar rökin þrýtur FYRIR skömmu vakti ég athygli á því á síðum Morgunblaðsins að Kristjáns Karlssonar skyldi að engu getið í nýlegiá kennslubók eftir Heimi Pálsson um bók- menntasögu tuttugustu aldar. Minnti ég á að Heimir hefur áður verið staðinn að því að sleppa höfuðskáldi úr fyrri gerðum bókmenntasögu sinnar - þegar hann reyndi að má út nafn Gunnars Gunnarssonar. Er ekki fjarri lagi að Heimir Pálsson hafi sjálfur tryggt sér nokk- urt nafn í bókmennta- sögunni með þeim hætti. Ég fjallaði jafnframt um þá þröngu sýn Heimis að líta nær einvörðungu á bókmennt- ir sem afsprengi stjómmála og þjóð- félagsbreytinga. Bjarni Olafsson menntaskóla- kennari skrifar grein til varnar Heimi í Morgunblaðið 25. febrúar sl. Bjarni segir að sér blöskri „dylgjur og pólitísk fonnyrkvun“ í skrifum mínum og kallar mig „samanbitinn ofstækismann". Nú er það svo að þeir eru trúlega fáir meðal unnenda íslenskra bókmennta sem ekki myndu telja Kristján Karlsson með- al 100 mestu skálda aldarinnar. Að sleppa nafni manns sem slíkan sess hefur sem Kristján Karlsson og verja það með útúrsnúningum mætti gjaman lýsa með orðunum „samanbitið ofstæki“. En að kalla það ofstæki að benda á fjarveru Kri- stjáns úr bókmenntasögu Heimis sýnist að hafa endaskipti á hlutun- um, svo ekki sé meira sagt. Skrif Bjarna eru því fyrst og fremst til vitnis um hans eigin „formyrkvun". Er athyglisvert hversu viðkvæmir ýmsir á vinstri væng stjómmálanna era fyrir gagnrýni. Sjálfir telja þeir þó aðalhlutverk sitt að gagnrýna samfélagið og valdastofnanir þess og hika ekki við að ausa svívirðing- um yfii- andstæðinga sína, en undir- eins og blakað er við þeim sjálfum og bent á einsýni þeirra bregða þeir sér í hlutverk píslarvotta og hrópa: pólitískar ofsóknir! Bjarni heldur því fram að ég mælist til ritskoðunar, fari fram á að „sett verði nokkurs konar starfs- bann á Heimi“ og ákalli yfirstjórn kennslumála „til þess að banna bæk- ur Heimis". Þetta eru hreinar rang- færslur, ekkert slíkt kemur fram í grein minni, þar er ekki stakt orð um bann eða rítskoðun. Hins vegar hvet ég til þess að sýnd sé „sérstök aðgát“ þegar bækur Heimis era valdar til kennslu vegna tilhneigingar hans til að móta viðhorf nemenda eftir eigin kreddum. „Ég skildi til dæmís ekki kynslóð foreldra minna fyrr en ég las Landafræði Karls Finnbogasonar, bókina sem kenndi henni að horfa á heim- inn,“ segir Heimir á einum stað og ætlar sjálfum sér greinilega að verða lykillinn, ekk- ert minna, að hugsun komandi kynslóða um bókmenntir. I ljósi þessa yfirlýsta tOgangs mæltist ég til aðgátar. Ég hygg það sé fátítt í fjölhyggju- þjóðfélagi samtímans að kennslu- bókarhöfundur setji sér það mark- mið að ætla að móta hugi nemenda með svo afgerandi hætti. Sú krafa hlýtur og að verða gerð til kennara sem nota bækur Heimis Pálssonar til kennslu að þeir upplýsi nemend- Bókmenntasaga Þótt Heimir Pálsson sé mikill á lofti, segir Jakob F. Asgeirsson, hygg ég það sé nú of- ætlun hjá Bjarna að það geri hann að póli- tísku stórhveli. ur um fleiri sjónarmið en þar koma fram. Það nær engri átt að túlka þessi ummæli sem almenna kröfu um ritskoðun eða ákall á „vald- stjórnina til þess að velja námsefni til bókmenntalestrar", eins og Bjarni Ólafsson fullyrðir. Bjami segir að ég haldi að ríkið ráði útgáfustefnu sjálfstæðra bóka- forlaga (!). Hvergi er minnst einu orði á slíkt í grein minni. Hins vegar vakti ég athygli á því að Heimir Páls- son hefði augsýnilega notið velvildar yfirvalda kennslumála undanfama áratugi því frá honum hefur komið hver kennslubókin á fætur annarri. Átti ég þá að sjálfsögðu við að Heim- ir hefði notið styrkja og launaðra starfsleyfa sem ríkisstarfsmaður til að skrifa kennslubækur sínar. Enn eitt dæmi um rangfærslur Bjarna er þessi alhæfing hans: „JFÁ gerir því skóna að Heimir skrifi bækur sínar til að ,jafna reikningá' við rithöfunda og skáld.“ Þetta er hrein afskræming á orðum mínum. I lok greinar minnar varpa ég því fram að e.t.v. búi „eitthvað persónulegt að baki“ fjarveru Krist- jáns úr bókmenntasögu Heimis og það sé vitaskuld ólíðandi að „menn noti tækifærið í kennslubókum að jafna reikninga (ímyndaða og raun- veralega) við fólk úti í bæ“. Það er ótrúleg óskammfeilni að túlka þessi ummæli á þann veg að ég haldi þvi almennt fram að Heimir „skrifi bækur sínar til að jafna reikiíinga við rithöfunda og skáld“. Grein Bjama Ólafssonar er dæmi- gerð vindmyllu-barátta í anda Don Kíkóta. Og þess vegna taka skrif hans á sig æði kómískar myndir á stundum. Bjami ver t.d. alllöngu máli í að útskýra að Heimir Pálsson sé ekki menntaskólakennari, eins og ég hafi sagt, heldur fyrrverandi menntaskólakennari. Kallar Bjami þetta „í besta falli hlálegt flaustur hjá Jakobi og sýnir hvemig hann hefur undhbúið pistil sinn“, bætir hann við, að því er virðist í fullri alvöra. I lok greinar sinnar kemst Bjarni á flug. Þá finnur hann það út að ég sé alls ekki að taka upp hanskann fyrir Kristján Karlsson eða að verja frjálslynd sjónarmið í kennslubókar- gerð, heldur sé hér um að ræða ískyggilegt pólitískt samsæri bragg- að á æðstu stöðum, gott ef sjálfur Davíð Oddsson stendur ekki hér að baki (!). Kosningar era nefnilega í nánd og „stærri fiskar en Jakob F. Ásgeirsson era tæpir á taugum um þessar mundir", skrifar Bjami. En hvers vegna ætti ég að ráðast á Heimi Pálsson í því samhengi? Ætl- ar Bjarni Ólafsson að halda því fram að við Davíð Oddsson teljum að úr- slit næstu þingkosninga ráðist af gengi kennslubóka Heimis Pálsson- ar eða stöðu hans sem fræðimanns um fagurbókmenntir? Þótt Heimir Pálsson sé mikill á lofti hygg ég það sé nú ofætlun hjá Bjama að það geri hann að pólitísku stórhveli. Ég hef ekkert á móti því að Bjarni Ólafsson hafi aðra skoðun á bókum Heimis Pálssonar en ég og hann taki upp hanskann fyrir vin sinn ef hon- um finnst ómaklega að honum vegið. En grein hans er fyrst og fremst ósvífin árás - þar sem lygum og rangfærslum er raðað skipulega saman til að reyna að sverta trú- verðugleika minn sem pistlahöfund- ar. Slík skrif vora, sem kunnugt er, daglegt brauð í Pjóðviljanum sáluga, málgagni þeirra Bjama og Heimis. Er dapurlegt að sjá þau ganga aftur á síðum Morgunblaðsins. Höfundur er rithöfundur. í Kvótaþegar og bótaþegar ÞANN 28. febráar sl. stóðu Sjálfsbjörg og ASÍ fýrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um kjör öryrkja og var yfírskrift fundarins „Lífsýn öryrkja á nýrri öld“. Athygli almenn- ings hefur verið vakin á bágum kjörum ör- yrkja með ýmsum hætti um langa hríð, og allir minnast hóg- værra og kyrrlátra mótmæla öryrkja við Alþingishúsið sl. haust er Davíð Oddsson flutti stefnuræðu sína. Nú er svo komið, að miklum meirihluta þjóðarinnar of- býður þau bágu kjör sem allir vita að öryrkjar búa við og hefur lýst sig reiðubúinn til að axla hærri skatta til að öryrkjar megi lifa mannsæmandi lífi - og er þá mikið sagt í þessu skattpínda landi. Eins og staðan er í dag, má fullyrða að ýmsar stjómvaldsað- gerðir komi beinlínis í veg fyrir menntun og atvinnuþátttöku ör- yrkja. Sem dæmi má nefna, að ef öryrki tekur upp sambúð með einhverjum sem hefur yfir 90.000 króna mánaðartekjur þá fara 45.000 krón- umar hans að skerð- ast. Ef öryrki getur nýtt eigið frítekju- mark má maki aðeins hafa 45.000 krónur án þess að bæturnar skerðist. Þeim era því nánast allar bjargir bannaðar vegna tekjuteng- ingar bótanna og fráleitra jaðar- skatta. Á fundinum í Ráðhúsinu kom skýrt fram, bæði í fróðlegum fram- söguerindum og hjá fundarmönn- Margrét Sverrisdóttir um, að öryrkjar á íslandi era fátæk- ir og ýmsir nefndu átakanleg dæmi um slíkt. Fötluð kona, sem jafn- framt er einstæð móðir lýsti að- stæðum sínum og þriggja barna sinna svo það skar í hjartað. Af orð- um hennar mátti ráða að það væri ekki einungis hún sjálf sem væri einangrað frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu og hefði ekki tök á eðli- legu samneyti við annað fólk vegna fátæktar - heldur bitna aðstæðurn- ar jafnvel enn verr á bömum henn- ar. Og hvað svíður móður meira? Er forsvaranlegt í okkar velferð- arsamfélagi, að fólk sem er fatlað, ýmist frá fæðingu eða vegna slysa eða veikinda síðar á ævinni, skuli þurfa að þola það að börn þeirra verði annars flokks þjóðfélags- þegnar fyrir vikið? Þá var spurt: Hvaðan er hægt að fá peninga til að rétta hlut öryrkja? Og tillaga Frjálslynda flokksins er: Við tökum frá kvótaþegum og fær- um bótaþegum. Á síðastliðnu ári fengu gjafakvótaþegarnir um 25 milljarða virði á silfurfati. Þar af fengu aðeins 25 útgerðir 13 millj- arða og eitt útgerðarfélag fékk heilar 900 milljónir til að braska með. Til samanburðar má geta þess að skv. skýrslu nefndar sem fjallaði um biðlista eftir búsetu og i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.