Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 46

Morgunblaðið - 05.03.1999, Page 46
'46 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir GUSTUR frá Grund tók því vel þegar Halldór Sigurðsson, fyrrverandi eigandi hans, heilsaði upp á hann í Wiesenhof. GUSTUR sýndi sínar bestu hliðar. Á nettölti Nethring- ur íslenska hestsins BANDARÍSK kona, Judy Ryder Duffy, hefur nýlega sett á fót Nethring íslenska hestsins (Icelandic Horse Webring). Hún er einnig stofnandi tölvupóstslista sem fjalla um íslenska hestinn, svo sem Icelandichorse hjá on- eline.com, þar sem áhugafólk um íslenska hestinn getur komið skilaboðum og skoðun- um sínum á framfæri í gegn- um tölvupóst. Judy segir hugmyndina að nethringnum hafa kviknað vegna þess að það vill brenna við að sumar heimasíður koma alls ekki upp þegar fólk leitar með leitarvefjum. Með því að tengja saman heimasíður um sama efni á þennan hátt ættu möguleikarnir að aukast. Judy segir að nú þegar séu 16 heimasíður komnar í hringinn og vonast hún til að þeim fjölgi hratt. Hún segir að öll- um sem eru með heimasíður um íslenska hestinn sé heimilt að vera með, en bendir á að þeir sem hafi heimasíður sínar einungis á íslensku en hafi áhuga á bandaríska markaðn- um ættu að láta þýða síðumar yfir á ensku. Slóðin er http://www.ang- elfire.c0m/a5/iceryder/icer- ing.html. Til þess að komast á næstu síðu þarf einungis að smella á „next“ eða smella á „List“ til að fá lista yfir alla þátttakenduma. Gustur og Halldór hittast á ný ÞAÐ var óneitanlega mikil eftirvænting í hópi hrossaræktenda sem fóru á dögunum til Þýskalands þegar komið var á hestabúgarðinn Wiesenhof. Ekki hvað síst hjá Halldóri Sigurðssyni á Efri-Þverá sem átti von á að hitta aftur stóðliestinn Gust frá Grund sem hann seldi þangað fyrir nokkrum árum. Um leið og komið var að Wiesenhof var farið að litast um eftir kapp- anum. Eigandinn, Bruno Podlech, hitti hópinn og var með brúnan hest. Nei, þetta var ekki Gustur. En fljótlega var hann teymdur út og Halldór gat ekki stillt sig um að klappa honum og kjassa. Gustur var sýndur í reið og kom vel fyrir. Hann var geysiviljugur, en franski tamningamaðurinn sem verið hefur í níu ár á Wiesenhof, virtist hafa gott vald á honum. Halldór fékk að prófa Gust í reið og sagði að líklega hefði hann aldrei verið betri. Hann og tamningamaðurinn voru sammála um að Gustur væri mjög sérstakur hestur, sennilega sá besti sem þeir hefðu nokkru sinni komið á bak. Nefndir á vegum samgönguráðherra um reiðvegamál Fjallað verði um reiðvegi í vegalögum og vegaáætlun MEGINNIÐURSTOÐUR nefndaj- um reiðvegi annars staðar en á há- lendinu eru þær að nauðsynlegt sé að flokka reiðleiðir í þi-já megin- flokka eftir hlutverki þeirra. Þannig mætti auðvelda umfjöllun, stefnu- mótun og ákvarðanatöku um reið- vegamál og hestaumferð. Stofnleiðir, þéttbýlisleiðir og héraðsleiðir Lagt er til að reiðleiðir verði flokkaðar í stofnleiðir, þéttbýlisleiðir og héraðsleiðir. Stofnleiðii- eru aðal- leiðii' sem tengja saman sveitir og þéttbýli annars vegar og hálendið hins vegar. Innan þessa flokks eru aðalreiðleiðii- í byggð út frá þéttbýl- isstöðum til dreifbýlishéraða annai's vegai' og hins vegar sú umferð sem í sívaxandi mæli er upp á hálendið. Þar yrði að gera ráð fyrir öllum gerðum hestaumferðar bæði einstak- linga og stórra hópa með laus hross, bæði áhugamanna og í atvinnuskyni svo sem vegna ferðaþjónustu. Af ör- yggisástæðum telur nefndin að það kynni að vera nauðsynlegt að hafa Ef tillögur tveggja nefnda sem samgönguráð- herra setti á fót til að fjalla um reiðvegamál ná fram að ganga þurfa hestamenn ekki að velkjast í vafa um hvort og hvar þeir megi fara um ríð- andi. Ekki er talin vanþörf á enda hefur umferð ríðandi fólks sennilega aldrei verið meiri en nú. Asdís Haraldsddttir kynnti sér tillögurnar. stofnleiðir fjan'i akvegum þar sem því verður við komið. Leiðh' milli hesthúsahverfa yrðu nefndar þéttbýlisleiðir. Hér er um að ræða reiðleiðir sem liggja að hest- húsahverfum og milli hverfa og í næsta nágrenni við þéttbýli. Enn- fremur getur verið um að ræða leiðir í dreifbýli þar sem búast má við mik- illi hestaumferð. Yfirleitt má gera ráð fyrir að bannað sé að vera með laus hross á þessum reiðleiðum. Þessi flokkur reiðleiða þjónar félags- lífi hestamannafélaga og tómstunda- iðkun almennings sem sífellt fer í vöxt. Gera má ráð fyrir að þessar reiðleiðir séu einnig nýttar við at- vinnumennsku, s.s. tamningar, þjálf- un, kennslu og námskeið fyrir börn og unglinga á vegum sveitai'félaga eða félagasamtaka. Einnig myndu aðilar í ferðaþjónustu nota reiðleið- irnar enda hafa hópferðir með er- lenda og innlenda fermaðenn farið vaxandi yfir vetrartímann. Telja nefndarmenn að í sumum tilvikum gæti sama leið nýst fyrir hestaum- ferð, gangandi og hjólandi umferð. Gestgjafarnir sýndu aðstöðu og hross með stolti ARINBJÖRN Jóhannsson, sem betur er þekktur fyrir að skipuleggja hestaferðir frá Brekkulæk í Miðfírði, aðallega fyrir Þjóðverja, er nú farinn að horfa í hina áttina. Nú er hann byijaður að skipuleggja ferðir ^ fyrir Islendinga til að skoða hrossabúgarða í Þýskalandi. „Eg hef oft hugsað um að gera þetta,“ sagði hann í samtali við blaðamann eftir vel heppnaða kynningarferð til Þýskalands. „Astæðan fyrir því er að ég hef orðið var við mikinn misskiln- ^ing hjá íslenskum ræktendum á ^aðstæðum í Þýskalandi. Einnig vegna þess að það hefur verið talið útlendingum til tekna ef þeir halda góðum tengslum við Island og íslenska ræktendur og hví skyldum við ekki hafa þetta gagnkvæmt?" I hópnum sem fór í fyrstu ferðina voru sjö manns auk Ar- inbjarnar. Hann sagðist hafa átt von á meiri áhuga. „En þegar allt kom til alls var þetta góð stærð. Mér fannst ferðin heppnast ótrúlega vel og það var mjög áberandi hvað við vorum velkomin alls stað- ar. Gestgjafarnir voru fúsir að sýna okkur alla aðstöðuna og hrossin og gerðu það með stolti. Við heimsóttum mjög Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir ARINBJÖRN Jóhannsson fararstjóri, túlkur og bflsljóri. ólíka staði og fengum að sjá mikla breidd í áherslum og hugmyndafræði. Eftir þessa reynslu er trúlegt að ég reyni að endurtaka ferðina og jafn- vel bjóða upp á fleiri útfærslur í framtíðinni," sagði Arin- björn. Héraðsleiðir eru reiðleiðir sem þjóna minniháttar hestaumferð inn- an héraðs. Um er að ræða reiðleiðir sem frá fornu fari hafa verið notaðar til að fara ríðandi milli staða og talið er nauðsynlegt að halda opnum fyrir hestaumferð áfram. I sumum tilvik- um verður að gera ráð fyrir að hópai- geti farið um vinsælar fornar reið- leiðir. Þessar leiðir ættu yfirleitt einnig að geta nýst fyrir gangandi umferð og í sumum tilfellum einnig fyrir hjólreiðar. Áætlanir unnar í samvinnu sveitarfélaga og hestamanna Bent er á að gerð reiðvega þurfi að taka mið af þeirri umferð sem þeim er ætlað að þjóna. Einnig þurfi að ti'yggja að séð sé fyrir áningar- og skiptihólfum þai- sem þörf er á við reiðvegina. Þá er minnt á að ákvörðun um legu reiðleiða er í höndum sveitarfé- laga og að áætlanir um framkvæmd- ir við reiðvegi verði unnar í samráði þeh'ra og samtaka hestamanna. Til að unnt sé að ná fram heildstæðu kei'fi reiðleiða á Islandi sé nauðsyn- legt að til sé áætlun um reiðleiðir í hverju sveitarfélagi sem tekið yrði mið af við ákvarðanatöku. Á blaðamannafundi sem Halldór Blöndal samgönguráðherra hélt á dögunum til að kynna tillögur nefnd- anna kom fram að fjárveitingar til reiðvega hafa aukist úr 7-10 milljón- um króna á ári í 26 milljónir á þessu ári og 30-35 milljónir ki'óna á næstu ái'um. Þessar upphæðir hrökkva þó skammt að mati nefndarmanna ef fara á eftir þeim tillögum sem þeh' leggja fram. Nefndin komst ekki að niðurstöðu um fjármögnun en ræddi ýmsa möguleika. Til dæmis að gei'ð reið- vega verði eingöngu fjái'mögnuð með fjáarveitingum af vegaáætlun. Jafnframt er bent á að sú fjáröflun byggist alfarið á sérsköttum á bif- reiðaeigendur og sett spurningar- merki við hversu langt er hægt að ganga í því. Einnig er bent á að veittar vei'ði sérstakar fjárveitingar á fjárlögum hvers árs til viðbótar fjárveitingu á vegaáætlun sem nemi álíka upphæð að minnsta kosti. Þá var bent á aukin framlög frá sveitar- félögum og sérstaka skattlagningu á hrossaeigendur, svo sem af hverju hrossi, af ferðaþjónustu tengdri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.