Morgunblaðið - 05.03.1999, Side 49
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 49"
■t
MORGUNBLAÐIÐ
■
I
sem hann gjarnan lét falla inn í um-
ræðuna oft óvænt og stundum með
smábroddi í. Við sem þekktum
hann höfðum gaman af og vissum
að undir stundum nokkuð hryss-
ingslegu viðmóti sló hlýtt hjarta og
svo hló Sævar og gerði grín að öllu
saman.
Sævar var bílstjóri ágætur og
alltaf boðinn og búinn að aka
klúbbfélögum hvert svo sem þeim
datt í hug að fara. Virtist hann hafa
ákaflega lítið fyrir því, að minnsta
kosti heyrði ég hann aldrei kvarta
og var þó sjálfsagt ástæða til oft á
tíðum.
Með Sævai-i höfum við misst góð-
an vin og afbragðs félaga og mun
vandfyllt það skarð sem orðið er í
vinahópinn.
Eflaust bíða hans næg verkefni á
nýjum ökuleiðum með öðrum farar-
tækjum og öðrum farþegum. Hitt
veit ég aftur á móti fullvel að hvað
svo sem honum verður falið að fást
við á öðru sviði tilverunnar verður
það leyst af hendi af stakri trú-
mennsku og ósérhlífni.
Eftirlifandi konu hans, börnum
og fjölskyldu allii vottum við hjónin
okkar innilegustu samúð í þeirra
þungu sorg.
Góður guð styrki þau og styðji.
Ingjaldur og Hanna.
Elskulegur vinur okkar Sævar
Sigurgeirsson lést að morgni 23.
febrúar síðastliðins. Fregnin um
andlát hans kom okkur hjónum
ekki alveg á óvart. Hann var búinn
að heyja hetjulega baráttu við vá-
gestinn mikla um árabil, þó hvað
hetjulegast síðastliðna mánuði.
Minningabrotin eru mörg, og
geislandi persónutöfrar Sævars
heitins ylja hnuggnum hug. Það
var árið 1975 sem kynni okkar
hófust hjá Guðmundi Jónassyni hf.
Sævar hafði þá verið þar í nokkur
ár og hann ásamt öðrum kenndi
nýliðanum hvemig átti að umgang-
ast „i-útumar“ með tilhlýðilegri
virðingu. Það er sterkt í mynning-
unni þegar ég fór mína fyrstu áætl-
unarferð til Hólmavíkur fyrir pásk-
ana 1976, í leiðindaveðri og ófærð.
Þær vora tvær rútumar er lögðu á
heiðar og hálsa frá BSÍ þennan
morgun, og vora bílstjórarnir á R
342 og R 373 góðir með sig er til-
kynnt var í Gufunesradíói að ein-
ungis Hólmavíkurrúturnar mættu
leggja á Holtavörðuheiði, en henni
hafði verið lokað sökum ófærðar.
Kom sér þá vel fyrir nýliðann að
hafa reyndan og traustan mann í
fararbroddi sem lék á als oddi í
ófærðinni og lét ekki bilbug á sér
finna þótt ferðin tæki 17 tíma og
nýliðanum þætti leiðin löng. Eftir
átta ára samveru hjá „Guðmundi"
lágu leiðirnar áfram saman í „vöru-
bflastússinu“ og síðar í leigubif-
reiðaakstri á BSR. Ekki er hægt
að minnast Sævars án þess að hans
ástkæra eiginkona Marsý komi
einnig upp í hugann. Ogleymanleg
era ferðalögin innanlands jafnt
sem utan, uppátækin með „gullald-
arliðinu“, öll þorrablótin og síðast
en ekki síst þegar „eldhúsbfll" í
fjölskylduferð birtist á ásnum og
ók í hlað í Víðum. Þá var Sævar í
essinu sínu, jós af sínum gleði-
branni með Marsý sína og aldraða
tengdaforeldra á leið um landið.
Við kveðjum hér kæran vin og
þökkum áralanga trygga og góða
vináttu. Við geymum minningu um
góða dreng. Elsku Marsý okkar.
Þér og þinni fjölskyldu vottum við
okkar dýpstu samúð. Guð veri með
ykkur.
Þórhallur og Hjördís.
Okkm- langar til að minnast hans
Sævars með nokkram orðum. Sæv-
ar tók að sér akstur á vegum Vist-
heimilisins frá árinu 1990. Hann
hefur því oft verið daglegur gestur
hér á þessum áram, stundum oft á
dag.
Sævar var öruggur og góður bfl-
stjóri. Það var gott að geta treyst
honum fyrir akstri með börnin.
Þau hændust að Sævari því hann
var hress og skemmtilegur. Samt
ákveðinn og röggsamur og það
komst enginn upp með nein læti í
bflnum hans Sævars. Það ríkti eng-
in lognmolla í kringum Sævar bfl-
stjóra. Honum fylgdi hressandi
blær. Ef honum mislíkaði eitthvað
sagði hann skoðanir sínar umbúða-
laust. Undir niðri var hann þó hlý
persóna sem vildi öllum vel. Sævar
háði áralanga baráttu við illvígan
sjúkdóm. Við undruðumst þrekið
og kjarkinn sem hann sýndi. Oft
var hann auðsjáanlega sárþjáður
en sinnti sínu starfi meðan stætt
var.
Störm á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
í dimmunni greinirðu
ðaufan nið
ogveiztþúertkominn
að vaðinu á ánni...
(Hannes Pétursson.)
Við viljum þakka Sævari sam-
fylgdina og vottum Marsý og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Starfsfólk Vistheimilis
barna, Laugarásvegi 39.
Fallinn er frá frændinn góði.
Ég man hann frá barnæsku. í
kjallaraíbúðinni í Samkomuhúsinu
gamla á Blönduósi, í Hreppshús-
inu þar, í húsinu, sem foreldrar
hans byggðu uppi á brekkunni á
Blönduósi, og ég man hann í Mos-
gerðinu í Reykjavík, eftir að for-
eldrar hans fluttu suður, einnig á
Hvammstanga, eftir að hann
stofnaði sitt fallega heimili þar,
með sinni ástkæru konu, og ég
man börnin hans ungu. Ég man
vel heimili fjölskyldu þeirra í Ból-
staðarhlíðinni í Reykjavík, og
seinna í Vesturberginu, og ég man
nýlegar samverustundir okkar á
niðjamóti foreldra minna, sem
haldið var síðastliðið sumar á
Húnavöllum, og ekki sízt sam-
verustundir, nú í haust, er haldið
var mikið gildi í tilefni 85 ára af-
mælis föður hans, Sigurgeirs, þess
síunga öðlings. Þá má ekki gleyma
ánægjulegum stundum er ég átti
með honum og Marsý fyrir nokkr-
um vikum á heimili þeirra, þær
eru ógleymanlegar. Alls staðar
var Sævar hrókur alls fagnaðar,
þrátt fyrir mjög erfíð veikindi nú
um langan tíma.
Hann Sævar var mjög sérstakur,
og einhver minn kærasti frændi.
Jákvæðari og skemmtilegri manni
hefi ég ekki kynnst á lífsleiðinni. ^
Lífsgleði hans var með eindæmum.
Hann var um lengri tíma lang-
ferðabflstjóri, hann átti þá á stund-
um næturstað hér á Homafirði.
Þegar hann kom í heimsókn þekkt-
ist bankið hans á útidyrahurðina,
það var engu líkt og við voram ekki
í neinum vafa um hver var á
ferðinni.
Elsku Marsý! Stríðinu langa er
lokið. Við, sem í fjarlægð höfum
verið, vottum þér og börnum þín-
um, svo og öðram ástvinum inni-
lega samúð og þá ekki síst Sigur-
geiri, föður hans, svo og,r'
tengdamóður hans, Helgu.
Guð blessi ykkur öH.
Sigþór, María og fjöiskyldur.
3 . jtl a r s
F E R M I N G A R
'' '' í i-tf* - - h 1*' °-i - 7 v > ‘”W '! ‘ ‘ B L A Ð A U K 1
Hvað segja
fermingarbörnin?
Líflegar hringborðsumræður um tilgang
fermingarinnar, undirbúninginn, gjafirnaro.fi.
Skilafrestur auglýsingapantana
er til kl. 12 mánudaginn 8. mars.
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Meðal efnis: Fermingarfatatíska • Hárgreiðsla og snyrting • Fermingargjafir • Uppskriftir frá matreiðslumönnum
Veisluborð - hugmyndir að skreytingu •Rættviðverðandifermingarböm * Fermingarmyndir af þekktum íslendingum «0.fl.
\
I
I