Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 65 BRÉF TIL BLAÐSINS Hér þarf að reikna dæmið betur Frá Kristjönu Emilíu Guðm undsdóttur: VARLA getur nokkur maðui- ímyndað sér hvernig það er þegar líkaminn hættir að starfa eðlilega og við taka þær hrellingar sem því fylgja. Við skulum fylgjast með ein- um slíkum. Um er að ræða sjúkling með stíflaðan þvaglegg. Við búum í Kópavogi og klukkan er 5:00 að nóttu og því komið langt fram yfir þann tíma sem Heilsu- gæsla Kópavogs starfar. Þar er engin kvöldþjónusta hvað þá nætur- þjónusta. Ég hringi á Læknavakt- ina sem starfrækt er í Kópavogi en þar er enga hjálp að fá. Svona til- fellum er ekki sinnt hjá þeim. Ekki er annað til ráða en hringja á sjúkrabíl. Eftir viðeigandi yfir- heyrslur og skýrslugerð er sendur bíll og hraustir menn flytja sjúk- linginn, sem er sárþjáður, út í bíl- inn. Ekið er sem leið liggur á slysa- vakt. Á leiðinni er tekin skýi-sla af sjúklingnum. Þegar komið er á áfangastað tekur við okkur hjúkr- unarfræðingur sem tekur skýrslu og skoðai’ sjúklinginn vandlega, hlustar hann, mælir blóðþrýsting, tekur blóðsýni og athugar hjart- slátt. Framkvæmir svo hið þarfa verk að losa stífluna úr þvagleggn- um. Sjúklingnum léttir og hann losnar við kvalimar. Nú birtist aðstoðarlæknirinn sem skoðar sjúklinginn og tekur af hon- um skýrslu. Segir okkur svo að við þurfum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókn á þvag- og blóðsýnum, þá muni þvagfærasérfræðingur skoða sjúklinginn og gefa úrskurð um hvort hann megi fara heim. Klukk- an er orðin sex og það tekur því ekki að ræsa sérfræðinginn út því hann á að mæta klukkan 8:00. Við tökum þessu með þolinmæði enda ekki í aðstöðu til annars og sjúk- lingurinn orðinn kvalalaus. Við bara bíðum. Tíminn sniglast áfram. Ég tek upp vasabókina mína og byrja að skrifa. Klukkan verður 8:00 og hún verður 9:10 þá birtist sérfræð- ingurinn sem skoðar sjúklinginn og segir að hann megi fara heim. Ég hringi á sjúkrabíl, borga reikning- inn og við erum komin heim klukk- an 10.00. Ekkert af þessu væri frásagnar- vert ef ekki væri sú staðreynd að ef hægt hefði verið að fá hjálp heim að nóttu hefði hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði getað framkvæmt á örfá- um mínútum það sem þurfti til hjálpar sjúklingnum. Hver maður getur séð að það væri mörgum sinn- um ódýrara fýrir samfélagið heldur en að setja í gang slíkt apparat sem það er að fara á slysavakt með smá- aðgerð sem þessa. Eins og áður segir er engin kvöld eða næturþjónusta í Heilsugæslu Kópavogs. Að vísu er hægt að fá heimilshjálp á kvöldin og er það þakkarvert en slík aðstoð er engan veginn fullnægjandi til umönnunar sjúklinga. Ég tel að sólarhrings- þjónusta á vegum Heilsugæslu Kópavogs sé löngu tímabær í svo stórum bæ sem Kópavogur er. Mér er kunnugt um að kvöldþjónusta við sjúka er í Hafnarfirði og bæði kvöld og næturþjónusta í Reykja- vík. Slík þjónusta gerir öldruðum og sjúkum kleift að búa miklu leng- ur heima. Það er viðurkennd stefna að aldraðir fái að dveljast heima eins lengi og þeir óska ef hægt er að koma því við. Ekki efast ég um að heimahjúkrun Heilsugæslu Kópavogs sé fús að veita alla þá hjálp sem þarf en mér er sagt að fjárskortur hamli því að hægt sé að veita þessa þjónustu hér í Kópa- vogi. Það er þó alveg ljóst að það væri bæði ódýrara og hagkvæmara fyrir okkur öll að efla heimahjúkr- un en að fara með sjúklinga á slysa- vakt í hvert skipti sem þarf örlitla aðstoð við þá um kvöld eða nætur- tíma. Það sem vill verða neyðarúr- ræðið er að vista sjúklingana á stofnunum sem er að sjálfsögðu mörgum sinnum dýrara fyrir þjóð- félagið. Hér þarf að reikna dæmið betur. Er Rafíðnaðarsam- band Islands orðið málsvari verktak- anna á Islandi? SKATTAMÁL föstudaginn 5. mars kl. 10:15-17:00 á Hótel Loftleiðum, Bíósal. 10:15-10:30 Setning: Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands. 10:30-11:00 Ávarp Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra: Stefna ríkistjórnarinnar í skattamálum. 11:00-11:20 Kaffihlé. 11:20-12:00 Goðsögn um skatta: Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands íslands. 12:00-13:00 Matarhlé. 13:00-13:30 Erindi frá Öryrkjabandalaginu og Landssambandi aldraðra: Margrét Sigurðar- dóttir, varaformaður Félags eldri borgara. 13:30-14:40 Þjóðarsátt um skatta og velferð: Kristján Bragason, vinnumarkaðsfræðingur VMSÍ og Garðar Vilhjálmsson, skrifstofu- stjóri Iðju, félags verksmiðjufólks. 14:40-15:00 Kaffihlé. 15:00-17:00 Umræður og pallborð: Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Björn Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, Sjöfn Ingólfsdóttir, fulltrúi BSRB, Ágúst Einarsson, alþingismaður og Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Umræðum stjórnar Einar Karl Haraldsson. Frá Guðmundi Þorleifssyni: ÉG HEF fylgst með skrifum í Morgunblaðinu í mörg ár og aldrei orðið eins hissa á umfjöllun um vinnu erlendra verktaka hér á landi. Mér er minnisstætt þegar erlendir suðumenn komu hingað til að vinna sem verktakar við álverið í Hval- firði. Þar sem eigandi álversins var erlendur var þessi vinna umsvifa- laust stöðvuð af okkar félagsmála- ráðherra, svona koma erlend fyrir- tæki og verktakar ekki fram við Is- lendinga. Þama býst ég við að land- ar mínir hafi fengið töluvert álit á félagsmálaráðherra okkar og ég tala ekki um þá fjölmörgu verktaka í landinu, sem stærðu sig af félögum sínum, hvað þau nú heita (Vinnu- veitendasamband Islands, Verk- takasamband Islands, Landssam- band íslenskra rafverktaka og ég veit ekki hvað og hvað) því í þeim hefur ekki heyrst síðan. Nú varð öldin önnur. íslenskt stórfyrirtæki hóf framkvæmdir og Páll skipti um föt. Nú var alveg sama hvemig hinn erlendi verktaki hagaði sér, Landsvirkjunarmenn sögðu ráðherra að það væri allt í lagi, og þá var allt í lagi, þó svo að tvö af stærstu verkalýðsfélögum hefðu sent honum allskonar viðvar- anir. Ég geri ráð fyrir að lands- menn allir hafi fylgst með umfjöllun fjölmiðla varðandi þetta mál, og þá undraverðu stefnubreytingu Lands- virkjunar að góður sé sá verktaki, sem taka þarf stærstan hluta verks- ins af og samt nær ekki að skila verkinu á tilsettum tíma. Þetta hljóta að verða góðir tímar fyrir ís- lenska verktakastarfsemi, því ég veit að það hefur ekki verið tekið sömu vettlingatökum á þeim. Og nú er komið að fyrirsögninni, eru verktakar orðnir deild hjá Raf- iðnaðarsambandi Islands með Guð- mund í forsvari? Því ef svo er, hefur það farið fram hjá fyrirtæki því er ég starfa hjá. Sé aftur á móti málum þannig háttað, er ég fullviss um að allmörg fyrirtæki myndu með glöðu geði greiða til þeirra heldur en í eitthvert félag sem er gjörsamlega steindautt. Þá vil ég hvetja fleiri til að skrifa lesendabréf og þakka Guðmundi og Rafiðnaðarsambandi Islands þann góða málflutning og þá vörslu um íslenskt atvinnulíf, þó svo það verði Páli Péturssyni ráðherra og stjórn þeirri, sem hann situr í, til ævarandi skammar. GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON, Smáratúni 38, Reykjanesbæ. Látum ár aldraðra vera okkur hvatningu til að gera átak í bættri þjónustu við sjúka og aldraða og mætum nýrri öld með sólarhrings- þjónustu á vegum Heilsugæslu Kópavogs. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Ráðstefnustjóri: Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. Fréttir á Netinu % mbl.is KVENRÉTTINDAFÉLAG ISLANDS Menntunin; mótturinn og dýrðin? Ráðhús Reykjavíkur Menntun, máttur og dýrð kvenna...............................Sigríður Lillý Baldursdóttir - formaður KRFl Hlutur kvenna í skólastarfi....................................Björn Bjarnason - menntamálaráðherra Er kynjamunur horfinn úr menntakerfinu?..................Jón Torfi Jónasson - prófessor, Háskóla Islands Skapandi nám, að skapi kvenna.....................Valgerður Bjarnadóttir - Menntasmiðju kvenna, Akureyri Hefur starfsfólk fyrirtaekja jafnan aðgang að símenntun?..Randver Fleckenstein - Forskot, stjórnunar-og rekstrarráðgjöf Pallborðsumræður: Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ ögmundur Jónasson, formaður BSRB Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ráðstefna KRFÍ - Ráðhúsi Reykjavíkur - Laugardaginn 6. mars 1999 - kl. 10.00 • 13.00. VETRARDAGAR 10% aukaafsláttur af útsöluverði Úlpur frá kr. 1.795 Snjógallar frá kr. 3. - / SPAR SPORT ■----— ,--------> TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI) ^í— r----------- NOATUN 17 /S. 511 4747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.