Morgunblaðið - 05.03.1999, Side 72

Morgunblaðið - 05.03.1999, Side 72
‘72 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ■cHASKOLABIO HASKOLABIO W Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. b.í.i6. í hjarta borgarinnar er svín með stórt hjarta. Baddi er kominn aftur og nú heldur hann til borgarinnar þar sem hann hittir aragrúa dýra af öllum stærðum og gerðum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. P/UTMW FIENNES RUSH 1 (2 tilnefningar jL Óski \ OHT Rás2 Ástfáfrtgil ^5 Shakespefe Kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Kl. 9 og 11.15. B.i. 16. Sýnd kl. 5. isl. tal. ni jtás'2 | Mbl ‘ |- t VhlSLAN VerCjjkr. 600. Sýnd kl. 5 og 7. B.i. 14. Sýnd kl. 9. B.i. 16. Sýnd kl. 7. Síðustu sýningar. te&&s3i^wkiatmm\ ixatf. aáa^^BSBBBaíteaÉii ★★★ ÓHT Rás 2 » li | &aiiia^ks .ftMaftsilbi sa^aoiJSbi NÝTT OG BETRA FYRIH 990 PUNKTA FERÐU IBÍÓ , « NYTT OG BETRA^ Álfabiikka 8, simi 587 8900 og 587 8905 í hjarta borgarinnar er svín með stórt hjarta. Petcr Stormare LenaOIin martt Hamili XnMgfMoattFtfgt Imm SUrV«i nninii HAMI UfPO N Sýnd kl. 9. B.i. 16. BtCDIGn'AL RuNIN Kl. 9 og 11.05. B.i. 16. mmmw Sýnd kl. 5 og 7. Baddi er kominn aftur og nú heldur hann til borgarinnar þar sem hann hittir aragrúa dýra af öllum stærðum og gerðum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. ramoiGrrAL www.samfilm.is Frá bárujárnsklæddu húsi rétt fyrir utan Reykjavík barst Sunnu Ósk Logadóttur kraftmikil tónlist til eyrna. Við eftir- ______ffrennslan kom í ljós að þarna____ var hljómsveitin Klamedía-X að æfa fyrir Sam fés tónleikana sem haldnir verða um helgina. „ÉG á mér sáluhjálp, sárabót/sól- arglætu í skuggunum/en þar til ég fann hana, fór ég um/og fylgdi þeim sem þefa af klámblöðum/- já öfuguggunum.“ A þessum orðum hefst texti lags- ins Kavíar er hljómsveitin Klamedía-X flytur. Sveitin, sem vann Rokkstokk-keppnina sl. sum- 'ar, skipa þau Áslaug H. Hálfdánar- dóttir söngkona, Bragi V. Skúlason og Þráinn Á. Baldvinsson gítarleik- arar, Jón Geir Jóhannsson trommu- leikari, Snorri H. Kristjánsson á bassa og Örlygur Benediktsson (Ölli) á hljómborð. - Hvernig mynduð þið lýsa tón- listinni ykkar? Þráinn: Engri lík. ÖIli: Já, þá skrifar þú að liðsmenn sveitarinnar telji sig ekki falla und- ir neina ákveðna tónlistarstefnu. Þráinn: Nei, það er alveg bannað að .segja það... höfðar ekki til plötuút- 'gefenda! Snorri: Ja, við tileinkum okkur svona skæruliðastefnu í spila- mennsku; alltaf eitthvað óvænt. Ölli: Spilum popp/rokklög, þar sem eimir eftir af gömlum átrúnaðar- goðum okkar frá því í æsku. Lögin eru flest aðgengilegir slagarar og svo nokkur listaverk inn á milli. Áslaug: Við spilum allt frá diskói og upp í þungarokk. Jón Geir: Já, við höfum aldrei verið að negla okkur niður við einhverja eina tegund tónlistar. Við spilum og semjum tónlist eftir því hvernig okkur líður þá stundina. -Þið verðið að segja mér eitt- hvað um nafn hljómsveitarinnar. Þráinn: Við spiluðum fyrst í nælon- sokkabuxum...sminkaðir. Snorri: Nafnið tengist ekkert kyn- sjúkdómnum en við erum ekki viss hvernig það varð til. Þráinn: Við vorum að keyra á Sæbrautinni...ég man það. Ölli: Sumum fínnst þetta ósmekklegt nafn. Þráinn: Allir reyna að fegra nafnið í umfjöllun um okkur. Orðunum „snyrtilega“ og „smekklega" er oft bætt framan við. En núna held ég að athyglin sé farin að beinast að tónlistinni en ekki bara nafninu. Bragi: Já, nú erum við ekki lengur bara sætu krakkarnir í snyrtilegu hljómsveitinni Klamedíu. -Þið unnuð á Rokkstokk- hátíðinni sl. sumar. Jón Geir: Já, og í verðlaun fengum við að koma fram á tónlistarhátíð í Danmörku. Áslaug: Þar fengum við að vera poppstjörnur, allir héldu að við værum rosa fræg á íslandi því eng- inn vissi hver við vorum! Þráinn: I framhaldi af Rokkstokk ákvað Gjorby útgáfan að gefa okkur út. - Hvenær er von á breiðskífunni? Þráinn: I apríl. Hún heitir Pilsner fyrir kónginn. - Verðið þið þá styrkt af Öl- gerðinni? Snorri: Nei, ekki ennþá alla vegna. Þráinn: Við réðum Magnús Reyr Agnarsson til að sjá um svona mál fyrir okkur og hann er svona náungi sem sér um að breiða yfir okkur á kvöldin áður en við förum að sofa. Bragi: Nú, er það já... Þráinn: Tek bara svona til orða. - Verður frumsamin tónlist á plötunni? Áslaug: Já, ein- göngu. Allt íslenskir textar nema einn en hann er eftir hið frábæra skáld Tolkien. - Er gróska í ís- lensku tónlistarlífí eins og allir eru að tala um? Ölli: Heldur betur. Mjög margar efnilegar hljómsveitir hafa komið fram að undanförnu. Það er svo mikið að gerast að mað- ur hefur ekki tíma til að kynna sér allt. Þráinn: Samt eru það alltaf einhverjar erlendar hljómsveit- ir sem ná inn á vinsældalistana! - Er þetta þá nokkuð útvarps- væn tónlist? Áslaug: Það er töluvert spilað með þessum sveitum á X-inu, t.d. Ensími og Sigur Rós. Ég er mjög ánægð með það og sem betur fer eru ekki allir að spila og gera það sama. Því meiri fjölbreytni því betra. Að lokum var blaðamanni boðið að hlusta á nokkur af lögum Klamedíu-X og það var ekki laust við að um hann færi gæsahúð þegar Áslaug hóf söng sinn við öflugan undirleik strákanna. Risaball fyrir unga fólkið í KVÖLD verður haldið Sam- fés-ball í Iþróttahúsinu á Strandgötu i Hafnarfirði fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára. Húsið verður opnað klukk- an 19:30 og eiga tónleikamir að hefjast hálftíma síðar. Þær hljómsveitir sem koma fram eru ekki af verri endanum: Skítamórall, Botnleðja, Ensúni, Súrefni, Bísund og Klamedía-X, en einnig munu vinnmgshafar úr nýafstaðhmi Free style- keppni dansa og sigurvegari söngkeppni Samfés taka lagið. Dagskrá verður lokið um miðnættið. Samfés, Samtök félagsmiðstöðva á íslandi, hef- ur það að markmiði að auka samskipti og samvinnu milii félagsmiðstöðva í laudinu. Allar samkomur Samfés vímuefna- lausar og gefa unglingum um allt land kost, á að hittast og gleðjast saman. MorgunDiaoio/Arni Sæberg BOTNLEÐJA skemmtir á Samfés í kvöld. Hljómsveitin Klamedía-X Vorum poppstjörnur í Danmörku! Samfés tónleikar í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.