Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vaxandi spenna í austurhluta Asíu Nýtt vígbún- aðarkapp- hlaup hafíð? ✓ Iskyggilega mikil spenna ríkir nú í Aust- ur-Asíu, segir Davíð Logi Sigurðsson, ekki síst eftir uppljóstranir um meintan þjófnað Kínverja á kjamorkuleyndarmál- um í Bandaríkjunum. Ottast sumir að víg- búnaðarkapphlaup sé að hefjast sem ógni öryggi álfunnar ef ekki heiminum öllum. Reuters MARGIR óttast að vígbúnaðarkapphlaup sé hafið í Austur-Asíu. EGAR Tang Jiaxuan, utan- ríkisráðherra Kína, neitaði í byrjun vikunnar fréttum bandarískra stórblaða um að kín- versk stjórnvöld hefðu stolið kjarnorkuleyndai-málum frá Bandaríkjunum, notaði hann einnig tækifærið til að bera fram harðorða viðvörun Kínverja vegna hugmynda bandarískra og japanskra stjórnvalda um að hefja undirbúning að gagneld- flaugakei-fi í Asíu. Umrætt njósn- amál og ummæli utanríkisráð- heiTans um samstarf Japana og Bandaríkjamanna hafa beint sjón- um manna að þeirri miklu spennu sem einkennir samskipti ríkjanna í Austur-Asíu. Dagblaðið The New York Times sagði frá því um síðustu helgi að bandarísk stjómvöld grunuðu vísindamann við Los Alamos-rannsóknastofnunina í Nýju-Mexíkó um að hafa fyrir áratug veitt kínverskum yfirvöld- um upplýsingar sem auðveldað hefðu þeim að þróa á skömmum tíma eftirlíkingu af W-88 kjarna- oddum Bandaríkjamanna. A þeim tíma voru W-88 kjamaoddamir það nýjasta sem bandaríski sjó- herinn hafði yfir að ráða og í dag er þá að finna í öllum Trident-II kafbátakjamorkuflugskeytum flotans. Komst upp árið 1995 Þrátt fyrir yfirlýsingar Jiaxu- ans telja Bandaríkjamenn engan vafa leika á að Kínverjar hafí fengið kjamorkuleyndarmál í hendurnar eftir vafasömum leið- um. Bill Richardson, ráðhen-a orkumála í ríkisstjóm Bandaríkj- anna, sagði á mánudag að allt væri nú gert til að kom- ast til botns í málinu. Hann kvað upplýsinga- lekann afar alvarlegs eðlis en neitaði hins vegar ásökunum um að stjóra Bills Clintons forseta hefði lítið aðhafst í málinu fram að þessu vegna þess að hún vildi ekki skaða samskipti sín við Kín- verja. Andstæðingar Clintons heima- fyrir hafa engu að síður gripið njósnamálið á lofti og gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerða- og and- varaleysi í öryggismálum hjá kjarnorkurannsóknastofnunum sínum. Eru repúblikanar á þingi sagðir eygja höggstað á Clinton, nú þegar flokkur þeirra reynir að jafna sig á þeim erfiðleikum sem málareksturinn gegn Clint- on undanfarið ár hefur valdið þeim. Þar til nýverið vora Kínverjar heilli kynslóð á eftir Bandaríkja- mönnum í framleiðslu og þróun kjamorkuvopna, ekki síst fyrir þær sakir að þeim hafði ekki tek- ist að þróa smærri kjarnaodda sem hægt er að skjóta með einu flugskeyti á fleiri en eitt skot- mai’k. Um miðjan þennan áratug hafði tækni Kínverja hins vegar fleygt svo mjög fram að þeir vora famir að gera tilraunir með slíkar kjarnorkusprengjur. Segja Bandaríkjamenn þessar undra- verðu framfarir skýrast af því að þeir hafí komist yfir leynilegar upplýsingar í Bandaríkjunum. Ekki nægar sannanir fyrirliggjandi til ákæru Talið er að meintur þjófnaður hafi átt sér stað um miðjan ní- unda áratuginn en upp um hann komst ekki fyrr en árið 1995 þeg- ar CIA, bandaríska leyniþjónust- an, fór ofan í kjölinn á kjamorku- vopnatilraunum Kínverja og komst að þeirri niðurstöðu að kjarnaoddum Kínverja svipaði grunsamlega mikið til W-88 kjarnaodda Bandaríkjamanna. Arið eftir vora rannsóknar- menn komnir á slóð vísinda- mannsins Wen Ho Lee við Los Alamos-stofnunina, en þar var atómsprengjan einmitt þróuð og framleidd á sínum tíma. Gátu þeir sér þess einnig til að Kínveijar stunduðu enn njósnir í helstu kjarnorkuvopnastofnunum Bandaríkjamanna, en þær hafa í auknum mæli verið opnaðar er- lendum gestum eftir að kalda stríðinu lauk. Fulltrúum yfír- valda hefur ekki tek- ist að safna saman nægilegum sönnunum gegn Lee, sem er af kínversku ættum og hafði starfað í Los Alamos um árabil, en Richardson orkumála- ráðherra greip engu að síður til þess ráðs á mánudag að reka hann úr stai-fí. Greindi Richard- son aukinheldur frá því að örygg- iskröfur í Los Alamos og öðrum kjarnorkurannsóknastofnunum hefðu verið auknar verulega í lok síðasta árs. Mun betur er nú fylgst með utanaðkomandi gest- um og tvöfaldaði Richardson auk þess umráðafé gagnnjósnadeilda hjá rannsóknastofnunum kjarn- orkumála. Sagði hann að þar með ætti að vera tryggt að sambæri- leg njósnamál kæmu ekki upp aftur. Hvíta húsinu var fyrst greint frá meintum njósnum Kínverja sumarið 1997 og segjast fulltrúar stjórnvalda strax hafa tekið upp: lýsingunum af mikilli alvöru. í frétt The New York Times er því hins vegar haldið fram að við- brögðum stjórnvalda hafi um margt verið ábótavant. Segir blaðið að viðbrögðin hafi ein- kennst af töfum, aðgerðaleysi og vantrú - jafnvel þótt sumir af helstu sérfræðingum í njósna- málum hafi litið svo á að hér væri um að ræða eitt alvarlegasta njósnamál seinni tíma í Banda- ríkjunum. Spenna í samskiptum Kina og Bandaríkjanna Kínverski utanríkisráðherrann Tang Jiaxuan sagði fréttaflutning The New York Times afar „óá- byrgan" þegar hann bar fréttirn- ar til baka um síðustu helgi. Virð- ist Ijóst af orrahríð þessari að samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa beðið nokkurn skaða, þrátt fyrir viðleitni Clintons til að bæta viðskipta- og stjórnmálasamband landanna, en Clinton fór m.a. í opinbera heimsókn til Kína á síð- asta ári. Mun þó líklega ekki verða hægt að leggja mat á það hversu mikill skaðinn er fyrr en Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, kemur í heimsókn til Bandaríkjanna í apríl. Hins veg- ar vora samskipti Kína og Bandaríkjanna ekki upp á marga fiska fyrir, og var það t.d. ber- sýnilegt í nýlegri Kínaheimsókn Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, þar sem AJbright deildi hart á kínversk stjórnvöld fyrir stöðu mannrétt- indamála. Fleira hangir hins vegar á spýt- unni en ásakanir um að stjómvöld í Peking hafi stolið kjarnorku- leyndannálum frá Bandaríkjun- um, og deilur um mannréttinda- mál. Það sást einmitt beriega á áðumefndum fréttamannafundi Jiauxans, en kínverski utanríkis- ráðherrann var hvassyrtastur þegar hann fordæmdi hugmyndir Bandaiíkjamanna og Japana um byggingu gagneldflaugakerfis í Austur-Asíu. Era Kínveijar afar ósáttir við þessar hugmyndir og grana Bandaríkin, og bandamenn þess Japan og S-Kóreu, um græsku. Markmið slíks gagneldflauga- kerfis yrði að festa mið á, og skjóta niður, stýriflaugar sem skotið hefur verið á tiltekið land úr allt að þrjú þúsund kílómetra fjarlægð. Virki kerfið eins og til er ætlast gætu Japanar t.d. tryggt öryggi sitt vegna hugsanlegra árása frá nágrannalöndunum, en kerfíð myndi taka til mikils hluta Austur-Asíu, næði til ystu landamæra Mongóh'u og Tíbet, yf- ir Suður-Kínahaf til Taílands, Malasíu, Indónesíu og Fihpps- eyja. Bandaríkjamenn eiga að vísu enn eftir að ákveða hvort fysilegt eða möguiegt sé að byggja shkt kerfi en Jiaxuan gaf í skyn að Kín- verjar litu svo á að jafnvel rann- sóknir á því væra óheillavænlegt skref. Sagði Jiaxuan að kerfið myndi ekki hjálpa til við að hrinda hugmyndum um afvopnun stór- veldanna í framkvæmd og að það myndi „hafa neikvæð áhrif á stöð- ugleika og valdajafnvægi í heimin- um öllum, sér í lagi þessum heimshluta, fram á næstu öld.“ Helsta ógnin sögð stafa af N-Kóreumönnum Kínverskir stjómarerindrekar era sagðir sérstaklega áhyggju- fullir vegna fregna um að Taívan, sem Kín- veijar telja tilheyra Kína þrátt fyrir and- spymu þarlendra stjórnvalda, myndi einnig njóta góðs af gagneld- flaugakerfinu. Kínverjar hafa að undanfömu fjölgað mjög þeim flugskeytum sem varanlega er beint að Taívan og það var einmitt til að reyna að draga úr þeirri spennu sem nú ríkir sem Clinton Bandaríkjaforseti sendi William Perry, sérstakan ráðgjafa sinn í málefnum Norður-Kóreu, til við- ræðna í Peking og Taipei, höfuð- borg Taívans í vikunni. Það er engin tilviljun að Perry valdist til fararinnar enda tengist N-Kórea beint þeirri spennu sem nú ríkir í þessum heimshluta. Japanar telja sér helst stafa ógn af kommúnistastjórninni í N- Kóreu og það var eftir að N- Kóreumenn skutu eldflaug þvert yfir lofthelgi Japans í ágúst á síð- asta ári sem stjómvöld í Tókýó tóku undir hugmyndir Banda- ríkjamanna um gagneldflauga- kerfið. Samþykktu Japanar ný- lega að eyða um 250 milljónum bandaríkjadala til rannsókna á kerfinu enda era Japanar ekki í rónni yfir þeirri tilhugsun að N- Kóreumenn hafi yfir langdrægum kjarnorkuvopnum að ráða og vilja því sjálfir styrkja varnir sínar og hemaðarmátt, sem haldið hefur verið í lágmarki frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Málið vakti einnig nægar áhyggjur Clintons til að hann skipaði Perry, sem er fyrrverandi landvamaráðheira Bandaríkjanna, til að rannsaka gaumgæfilega þróunina í N- Kóreu. Peiry var kominn til Tókýó á miðvikudag, til viðræðna við jap- anska ráðamenn, og sagði hann þá kjamorkuvopnaframleiðslu N- Kóreumanna vera „alvarlega" ógnun við Bandaríkin, Japan og S-Kóreu. Itrekaði Peny þar enn þau skilaboð að ríkin þrjú yrðu að efla samstarf sitt til að verja sig gegn hugsanlegum árásum hinnar óútreiknanlegu kommúnista- stjórnar í Pyongyang. Kínveijar telja kerfinu beint að sér Reiði Kínveija vegna þessara áætlana kemur ekki til af sam- kennd með skoðanabræðram þeirra í Pyongyang, enda hafa samskipti kommúnistastjómanna tveggja ekki verið upp á sitt besta síðustu árin, heldur er staðreyndin sú að Kínveija grunar að gagneld- flaugakerfinu sé í raun og vera beint gegn þeim, svo hægt sé að halda Kínveijum í skefjum, setja þá í spennitreyju. Lét fulltrúi Kínastjómar hafa eftir sér að þátt- taka Taívans í vamarkerfínu yrði „lokasönnun" þess að Bandaríkja- menn og Japanar hygðust væng- stýfa Kína. Sagði Jiaxuan utanrík- isráðherra um síðustu helgi að þreifingar í þessa átt myndu verða gróft brot á fullveldi Kína og draga mjög úr líkum á að Taívan samein- aðist aftm- kínverska meginland- inu, sem er markmið stjómvalda í Peking. Sem mótleik hafa Kínverj- ar gefið í skyn að þeir kynnu að færa hluta eldflauga sinna til þriðja ríkis haldi stjómvöld í Was- hington til streitu hugmyndum um vamarbandalag við Japana. Japanar vilja styrkja varnir sínar ’ Ljóst er að tilraunir N-Kóreu- manna hafa orðið til þess að Japanar vilja óðir og uppvægir styrkja varnir sínar, og til þess þurfa þeir stuðning Bandaríkja- manna. Kínastjórn tekur þeim hugmyndum hins vegar illa og hefur látið í sér heyra því til stað- festingar og því má segja að spenna hafí stigmagnast á undan- fömum mánuðum, allt frá aðgerð- um N-Kóreumanna í ágúst. Hingað til hefur þetta „stríð“ fyrst og fremst verið fólgið í harðorðum yfírlýsing- um og vaxandi spennu. Fjölmiðlar í Taívan hafa hins vegar nýverið tekið að lýsa ótta sínum um að deilan sé að þróast út í vígbúnaðarkapphlaup. Ottast Taívanar að þeir verði sem peð í miðri eldlínu átaka stórveld- anna, magnist þessar deilur enn frekar. Þótt þeir vilji ekki sætta sig við ofríki Kínastjómar og vilji gjai’nan njóta verndar Banda- ríkjamanna vita þeir að íynr þá er ekki heillavænlegt að reita risann handan Taívansundsins til reiði. •Heimildir: CNN, The New York Times, The Washington Post, Itcuters, The EconomisL Kína var langt á eftir Banda- ríkjunum Eldflaugaskot N-Kóreu olli áhyggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.