Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Tuttugu ár síðan besti handknattleiksmaður
heims slasaðist alvarlega í Ungverjalandi
„Það fer enginn í
skó Deckarms“
„ÞAÐ mun aldrei koma fram leikmaður í sama gæðaflokki og
Joachim Deckarm. Nei, það fer enginn í skóna hans. Deckarm var
stórkostlegur handknattleiksmaður, mesta skytta sem Þjóðverjar
hafa eignast. Því miður fengum við ekki að njóta krafta hans
lengi,“ sagði Heine Brandt, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknatt-
leik, um Dackarm. Þeir er bestu vinir, léku saman með hinu sigur-
sæla liði Gummersbach, sigursælasta félagi allra tíma. Deckarm
var einn af lykilmönnum þýska landsliðsins, sem fagnaði heims-
meistaratitlinum í Danmörku 1978, þar sem Sovétmenn réðu illa
við hann í úrslitaleiknum.
Deckarm slasaðist illa fyrir tutt>
ugu árum, eða þann 30. mars
1979 - féll sem kunnugt á steingólf í
höllinni í Tatabanya og missti meðvitr
und - lá meðvitundarlaus í 131 dag.
Deckarm var í uppstökki er gangið
var út á móti honum, með þeim afieið-
ingum að hann féll við - með höfuðið
á gólfið, hlaut alvarlegan heilaskaða
og var uppfrá því ósjálfbjarga. Eftir
að Deckarm vaknaði af meðvitundar-
leysinu tóku við stöðugar endurhæf-
ingar hjá frægustu sjúkraþjálfurum
Þýskalands.
Stofnaður var sérstakur sjóður
fyrir hann, sem greiðir allan kostnað
við hina stöðugu og dýru endurhæf-
ingu sem hann er í. Daglega mætir
Deckarm í þjálfun og þurfa þjálfarar
hans aldrei að beita hann hörðu til að
hann æfi. Hann hefur ekki tapað sig-
urviljanum, hann er sá sami en auð-
vitað ekki getan, segja þjálfarar
hans. Deckarm getur sjálfur gengið,
þó ekki óstuddur og á erfitt með mál.
Deckarm var aðeins 25 ára gamall
þegar hann slasaðist og var þá talinn
besti handknattleiksmaður heims.
Hann hafði þá þegar leikið 104 lands-
leiki og skorað í þeim 381 mark. Hann
varð fjórum sinnum þýskur meistari
með Gummersbach og hafði unnið
Evrópumeistaratitilinn þrisvai’ sinn-
um.
Hin ýmsu félagasamtök styrkja
þjálfun og uppihald hans og hefur
t.d. Adidas greitt stuðningsfé síðan
hann slasaðist, þannig að hann þarf
ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggj-
ur það sem eftir er. Deckarm dundar
sér á Netinu og teflh' gjarnan við þá
sem vilja. Þá fer hann í talskóla einu
sinni í viku og reynir að vera sem
allra mest úti við.
Slysið í Tatabanya var öllum
handknattleiksunnendum mikið áfall
og ótrúlegt að leyft skyldi að keppa á
steingólfi í meistarakeppni Evrópu á
þessum árum. Vegna slyssins fór
seinni leikur liðanna ekki fram, og
hættu bæði liðin þátttöku sinni. Ari
slðar lék Tatabanya svo við Víking
og slógu Víkmgar þetta sterkasta lið
Ungverjalands þá út úr keppninni.
Þá var eftir sem áður leyft að leika á
steingólfinu fræga.
Deckarm færði Þjóðverjum
lukku í Kaíró
Deckaim var síðast í sviðsljósinu í
Kaíró í Egyptalandi, þegar dregið
var í riðla í heimsmeistarakeppninni
27. janúar. Hann og leikarinn kunni
ÞEGAR Joachim Deckarm kom til íslands fyrir fáeinum árum,
sæmdi Jón Hjaltalín Magnússon, þáverandi formaður Hand-
knattleikssambands íslands, hann gullmerki sambandsins.
Þegar þeir voru upp á sitt besta voru þeir í hópi skotföstustu
handknattleiksmanna heims.
JOACHIM Deckarm kominn á auðan sjó í hraðaupphlaupi í
einum af síðustu leikjum sínum, knötturinn hafnaði að sjálf-
sögðu í netinu.
Omar Sharif - „Doktor Zhivago" -
sáu um dráttinn. Þjóðverjar voru yf-
ir sig ánægðir eftir hann og sögðu að
Deckarm hafi fært þeim lukku.
Þýska landsliðið hafnaði í B-riðli
með Sádi-Arabíu, Egyptalandi,
Kúbu, Makedóníu og BrasOíu, eða í
léttasta riðlinum í HM að mati Þjóð-
verja.
Til gamans má rifja upp hvaða lið
eru í hinum riðlunum í HM, sem
stendur yfir í Egyptalandi 1. til 15.
júní.
A-RIÐILL: Spánn, Túnis, Danmörk,
Alsír, Argentína og Marokkó.
C-RIÐILL: Rússland, Ungverjaland,
Króatía, Noregur, Nígería og Kú-
væt.
D-RIÐILL: Svíþjóð, Júgóslavía,
Frakkland, Suður-Kórea, Kína og
Astralía.
Erfiðir tímar hjá
Schalke og Stevens
Iteuters
HUUB Stevens, þjálfari Schalke (t.h.), og aðstoðarmaður
hans. Hubert Neun, skemmtu sér ekki mikið er lið þeirra
tapaði fyrir Nurnberg um sl. helgi, 3:0.
HOLLENSKI knattspyrnuþjálf-
arinn Huub Stevens, sem Schal-
ke keypti Iausan frá Roda
Kerkrade fyrir 100 milljónir ísl.
króna fyrir tæpum tveimur ár-
um, er í sviðsljósinu um þessar
mundir. Allt gengur nú á aftur-
fótunum hjá Stevens og Schalke
- menn eru farnir að telja dag-
ana sem hann er áfram við
sfjórnvölinn hjá félaginu.
Schalke keypti Huub Stevens
lausan eftir að Roda Kerkrade
hafði fallið með sæmd út úr
Evrópukeppni bikarhafa, tapað
fyrir Schalke. Þá tókst góður
vinskapur með Rudi Assauer,
framkvæmdastjóra Schalke, og
Stevens. Vinskapur sem leiddi
til þess að Schalke losaði hann
undan samningi við hollenska
liðið og fékk hann til sín.
Schalke var þá í slakri stöðu í
1. deildar keppninni og er
skemmst frá því að segja að
Stevens gjörbreytti leik liðsins,
sem endaði keppnistímabilið
1997 á því að sigra Inter Milan
í úrslitaleik um Evrópubikar-
inn.
Allir trúðu að Schalke myndi
nú Ioks reka af sér slyðruorðið
og blanda sér á ný í baráttu
þeirra bestu í Þýskalandi, en
Schalke var á árum áður meðal
bestu liða landsins. Schalke-
menn og Stevens gleymdu sér í
ánægjunni yfír velgengni liðsins
í Evrópukeppninni, hreinlega
áttuðu sig ekki á að Sclialke var
aðeins með miðlungs leik-
mannahóp. Þeir leikmenn sem
komu til liðsins fyrir tfmabilið
breyttu engu þar um.
Væntingar Evrópumeistar-
anna voru einfaldlega óraun-
hæfar og á það bættist að lykil-
menn hafa verið meiddir til
skiptis. Huub Stevens hefur
verulega treyst á landa sína og
eru fjórir hollenskir leikmenn í
leikmannaliópi hans. í viðtali
við Bild Zeitung segir Stevens,
að hann sé skotmark margra
vegna þess að hann er eini út-
lendingurinn sem eftir er í
þjálfarastóli í 1. deildar keppn-
inni í Þýskalandi og margir vilji
losna við hann - til að deildin sé
eingöngu skipuð þýskum þjálf-
urum.
Stevens segist ekki láta taka
sig á taugum og sér sé í raun
sama hvar hann vinni, hann
geri alltaf sitt besta. „Ég og
Ieikmenn mínir erum búnir að
tjá okkur nægilega upp á
siðkastið. Við verðum nú að
láta verkin tala,“ sagði
Stevens. Aðspurður hvort það
sé rétt að hann hafí aðeins sagt
við leikmenn sína í leikhléi í
síðasta leik; „góða skemmtun í
síðari hálfleik," sagði Stevens
að það væri ekki rétt. Ég ræddi
við menn mína í fimm mínútur
og síðan sagði ég umrædd orð.
„Ástæðan fyrir ég sagði þetta
við leikmcnn mína var að þeir
voru ekki búnir að veita neinum
skemmtun í fyrri hálfleiknum.
Þeir voru þeir einu sem gátu
breytt hugarfarinu inni á vellin-
um.“
Eingöngu þýska
Annar þjálfari var einnig í
sviðsljósinu í vikunni í Þýska-
landi - það var Andreas
Zachhuber, hinn nýi þjálfari
Rostock, sem var aðstoðarþjálf-
ari Ewald Lienen, sem var lát-
inn taka pola sinn um sl. helgi.
Hans fyrsta verk var að til-
kynna leikmönnum sínum -
leikmönnum frá Þýskalandi,
Króatíu, Makedóníu, Jú-
góslavíu, Egyptalandi, Nígeríu
og Póllandi, að héðan í frá yrði
eingöngu töluð þýska á æfíng-
um. „Þeir sem ekki skilja
þýsku verða að læra hana ef
þeir ætla að vera áfram hjá lið-
inu.“
Þegar Ewald Lienen kvaddi
leikmenn sína, var ekki laust
við að tár sæjust á hvarmi ein-
stakra leikmanna. Hann skýrði
alltaf mál sitt á ensku eða
frönsku, fyrir utan þýsku, svo
allir vissu um hvað málið sner-
ist.
Sagan segir að leikmenn liðs-
ins hafi ekki verið ánægðir með
fyrstu dagskipun Zaclihubers.
Margir segja að það sé aðeins
spurning hversu lengi hann
verður við sljórnvölinn hjá
þessu fyrrverandi austur-þýska
liði, sem hefur lítið fé milli
handa og ekki talið verða lengi
meðal þeirra bestu.