Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 11 Morgunblaóið/Þorkell UM ÞÚSUND manns koma daglega og fá að borða í klaustri heilags Daníels í Moskvu. Þar er um að ræða gamalmenni og útigangsfólk á öllum aldri, allt niður í götubörn. / sojagraut á rifnum skóm Fyrir hálfu ári opnuðu munk- arnir sújmeldhús, vegna brýnnar þarfar, að sögr. Vla- dimírs, og er þetta er eitt af mörg- um súpueldhúsum rétttrúnaðar- kirkjunnai-. Um þúsund manns fá að borða i klaustri heilags Daníels hvern dag; fátæklingar af öllum stigum, 2-300 útigangsmenn og heimilislausir, gamalmenni á eftir- launum og götuböm. Rétt hjá klaustrinu er járnbrautarstöð og sagði Vladimír heimilislaus og munaðai-laus börn hafast þar við og koma í klaustrið að borða. Einnig er sendur matm- í fangelsi. Á borðum er soja-matm-, tófú, okara og sojamjólk. Vladimír sagði þetta pi'ótínríkt fæði sem færi vel í fólk, gott fyrir þá sem væru með mjólkurofnæmi, einnig berklasjúka. Vladimír spurði hvort við vild- um ekld hitta matargestina. Leið- in lá úi’ klausturgai'ðinum og yfir götu að því sem virtist vera að mestu óbyggð lóð girt hrörlegri vímetsgirðingu. Við stigum í gegnum geil á vú-netinu og fetuð- um okkur eftir þröngum stíg í snjónum þar til við nálguðumst grænmálaðan skúr á hjólum. Eins konar vinnuskúr eða sirkusvagn. Handan við homið á skúmum stóð hópur af fólki sem flest var illa til reika. Dúðað í snjáð og skítug föt, hvert um sig hélt á lún- um plastpoka eða skjóðu. Gamall maður í gulleitri yfirhöfn, sem einhvern tímann hafði verið frúar- kápa. Fullorðin kona tvísté í frost- inu í ónýtum skóm. Annar rifinn Klaustur heiiags Dan- íels er aðsetur patrí- arkans í Moskvu. Þar dvelja að jafnaði 60 munkar, ásamt öðni starfsfólki, og iðka líknarstörf ásamt helgihaldi. Vladimír Sergeivítjs, sem er í forystu samtaka versl- unarmanna í Rúss- nesku rétttrúnaðar- kirkjunni, sýndi okkur klaustrið. niður í sóla svo skein í beran fót, á hinum var hún í skóhlíf yfir skóg- arminum. Slegið hafði verið upp einföldu skýli, sem varði fyrir of- ankomu en ekki bitrum kuldan- um. I járngrind vora nokkur skæld og slitin skópör sem gestir og gangandi mega hirða. Þarna er líka deilt út notuðum fötum þegar eitthvað er til. Margir berklasjúkir Vladimír sagði að skúrinn rúm- aði ekki nema um 20 manns. Mat,- argjafimar heijast klukkan 14.00 á daginn og hver hópur hefur 10- 15 mínútur til að matast áður en sá næsti sest að borðum. Ekki er talið æskilegt að bjóða matargest- unum inn í klaustrið, vegna þess hvað margir þeirra eru berkla- sjúkir. Okkur vai' boðið að líta inn í skúrinn og olli það nokkrum kurr í hópnum sem beið eftir mat sín- um fyrir utan. Leiðin lá upp bratt- ar og hálar trétröppur. Þegar inn var komið var fyrst lítið afdrep á hægri hönd þar sem stúlka sat og skammtaði sojagrautinn úr dalli á stærð við stóran mjólkurbrúsa. Til vinstri sátu matargesth-nh' á bekkjum við borð í hitasvækju og þungu lofti. Kappklætt fólkið leit varla upp frá mat sínum þegar við komum. Nú er maturinn skammtaður í leirdiska, en draumurinn er að geta notað einnota diska. Matur- inn er eldaður í klaustrinu og borinn yfir í skúrinn, óhreint leir- tauið síðan borið til baka í upp- vaskið. Heimilislausir hjálpa til við burðinn og aðstoða einnig við þrif á klaustrinu til að endur- gjalda fyrir matinn, að sögn Vla- dimírs. Spölkom frá skiu-num stóð hálf- byggt hús. Vladimír sagði að þar ætti súpueldhúsið að vera í fram- tíðinni. Ljúka átti byggingunni í fyrra, en efnahagskreppan kom í veg fyi'ir að það tækist. Vladimír sagðist vona að samstarf tækist við Rauða ki'ossinn um að stari- rækja einhvers konai' heilsugæslu og skyndihjálp í nýja húsinu þeg- ar það kemst í gagnið. VALODIA sat við glugga framan við eldhúsið í klaustrinu og las í bænabók. meðferð slíkra tilfella kostar um 5.000 dali (350.000 kr.) og er ekki fullnægjandi. Meðhöndlun venju- legra tilfella kostar 80-100 dali (5.600-7.000 kr.) á mann og tekur 6-8 mánuði. Nágrannalönd í hættu Hellberg var spurður að því hvað gerðist ef ekki tækist að stemma stigu við útbreiðslu lyfþolnu berklanna innan landamæra Rúss- lands. „Þeir eru þegar teknir að breiðast út fyrir landamærin,“ svaraði Hell- berg. „Við höfum fundið fyrstu til- felli lyfþolinna berkla í Suðaustur- Finnlandi. Það hafa margir Finnar unnið hér og ferðast hér um. Góðu fréttimar, ef svo má segja, eru þær að flestir sem smitaðir eru af þessari nýju og hættulegu tegund berkla eru heimilislausir, atvinnulausir og von- lausir - þeir ferðast ekki. En nú er „venjulegt" fólk farið að smitast af þessu og í ljósi þess hvað ferðalög hafa aukist mikið á milli landa er hættan vissulega fyrir hendi. Alþjóðlegar stofnanir á borð við WHO, UNICEF, Rauða krossinn og fleiri eru því að færast í fang það verkefni að stöðva útbreiðslu berkla á heimsvísu. Berklum verður að út- íýma þannig - á heimsvísu. Rússland er eitt áhættusvæðanna, líkt og Ind- land, Nígería og Eystrasaltslöndin, Eistland og Lettland. Tvö þau síðast- töldu eru bæði talin áhættusvæði - ef til vill vegna þess að tölfræðin hjá þeim er rétt! Finnland á landamæri að Rússlandi og þess vegna hafa Finnar hafið áætlun sér til vamar. Við vinnum með Rauða krossinum, finnskum stjómvöldum og WHO í landamærahéruðunum. Það er veru- leg hætta á að þetta sé að dreifast út, þess vegna munum við fá aukna hjálp til Rússlands á þessu ári, til að stemma stigu við útbreiðslunni.“ Hellberg sagði berkla vissulega ekki eina smitsjúkdóminn þar sem um væri að ræða ónæmi gegn áhrif- um lyfja, eða lyfjaþol. Það sem gerði berklabakteríuna sérstaklega hættu- lega væri að hún breiddist út í and- rúmsloftinu, við hósta, tal, söng, í járnbrautarlestum og flugvélum. „WHO hefur gefið út sérstakar regl- ur um flug sem stendur lengur en 6 stundir ef sjúklingur með smitandi berkla er um borð. Þetta verður meira áberandi á næstu áram. Hættulegu smitsjúkdómamir sem við héldum að væra að hverfa snúa nú aftur hálfu illskeyttari en áður.“ HIV, alnæmi, lifrarbólga og sýfilis Hellberg sagði að samkvæmt op- inberam tölum væra nú um 11 þús- und HlV-jákvæðir í Rússlandi. Þá tölu mætti líklega margfalda með 6 eða jafnvel 10. Liklega væra 60-80 þúsund HIV-jákvæðh' í landinu. í frétt Aftenposten frá 14. febrúar sl. er haft eftir rússneskum yfirlækni alnæmismiðstöðvar í Moskvu að bar- áttan gegn útbreiðslu HIV-veirunn- ar væri löngu töpuð. Meðan landið var lokað var sprautufíkn næsta óþekkt. í dag sé jafnvel blandað HlV-smituðu blóði i fíkniefnin. HIV- veiran hafi breiðst út líkt og inflú- ensa á meðal sprautufíkla. „Þessir hópar, HIV-smitaðir og berklasmitaðir, eru því miður að mætast. Það er eins og að hella olíu á eld,“ sagði Hellberg. Ástæðan er sú að HlV-veiran ræðst á ónæmiskerfið og viðnámsþróttur líkamans brestur. Þá aukast mjög líkur á því að berkl- arnir blossi upp. Hellberg sagði að enn yrði vart andstöðu við fræðslu um kynsjúk- dóma og útbreiðsluleiðir þeirra í landinu. Þeir sem stæðu gegn slíkri fræðslu yllu óbeint dauða þúsunda ungmenna úr alnæmi, sýfilis og lifr- arbólgu. Sýfilis hafði svipaða út- breiðslu í Rússlandi og í Vestur-Evr- ópu fyrir nokkrum árum, fimm til- felli á hverja 100 þúsund íbúa á ári. Nú er tíðnin komin í 300 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa, að sögn Hellbergs. Sýfilissýking plægir ak- urinn fyrir HlV-vírusinn. Nú finnast börn undir 10 ára aldri í Úkraínu með sýfilis og sagði Hellberg þetta vera á leiðinni til Rússlands. I frétt Aftenposten frá 14. febrúar sl. kom fram að árið 1997 hafi 37% fleiri böm greinst með sýfilis en árið áður. Þau höfðu smitast af mæðram sín- um. Samkvæmt opinberam tölum hefðu 392 þúsund manns verið með sýfilis í fyrra, en sú tala væri líklega miklu hærri í raun. Vonleysið er alvarlegast Hellberg sagði að RRK hefði langa reynslu af að starfa með stjórnvöldum að heilsuvernd og heil- brigðismálum. Margir litu svo á að byrja hefði þurft Rauða kross starfið í Rússlandi upp á nýtt árið 1991, þegar Sovétríkin liðu undir lok. Það væri ekki alls kostar rétt. Hins vegar þyifti að endurvekja það sem var, styrkja það sem er og færast ný verkefni í fang. Mjög þyrfti að efla fræðslu almennings um sjúkdóma- varnir og skyndihjálp. Miklfr fólks- flutningar hefðu verið innan Rúss- lands upp á síðkastið. Enginn vissi hve margir hefðu skipt um búsetu, en það fólk væri í meiri hættu heilsu- farslega en aðrir. Skipuleggja þarf starf sjálfboða- liða á ný. Hellberg nefndi til dæmis að í bæ einum í Slberíu hefðu 300 fyrrverandi berklasjúklingar verið þjálfaðir til að taka á móti nýjum berklasjúklingum og veita þeim margháttaðan stuðning. Læknanem- ar í Moskvu og Sankti Pétursborg vinna í sjálfboðavinnu með starfs- fólki heimahjúkrunar Rauða kross- ins. Hellberg sagði að í raun væru allir starfsmenn heimahjúkrunar RRK í sjálfboðavinnu, því laun þeirra væru svo smánarlega lág. Það er femt annað sem Hellberg telur brýnt að Rauði ki-ossinn gefi gaum. í fyrsta lagi að hvetja til end- urbóta í rússneskum fangelsum og vinna þar að berklavömum og berklalækningum. Einnig að bæta aðstæður á munaðarleysingjahælum, bæði fyrir heilbrigð böm og ekki síð- ur þroskaheft böm. Þau síðarnefndu áttu ekki að vera til í fyrirmyndar- þjóðfélagi kommúnismans, voru hug- myndafræðileg hneisa, og því falin. Enn eimi eftir af þeim viðhorfum. Þriðji hópurinn eru svo götubörnin sem þurfi sérstaka meðhöndlun. Hellberg segir margvíslegan heil- brigðisvanda steðja að Rússum. T.d. væri krabbamein 3-5 sinnum al- gengara í vissum aldurshópum í Rússlandi en í Vestur-Evrópu. Þá herji hjartasjúkdómar á æ yngri karla. ,AIvarlegasta heilbrigðis- vandamálið í Rússlandi í dag er þó vonleysið," sagði Hellberg. „Þess vegna má ekki byrja á neinu sem kemur til með að mistakast. Rússar mega ekki við fleiri mistökum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.