Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lækna- skýrslur drottningar á glámbekk London. Reuters. SKÝRSLUR með upplýsing- um um heilsufar Elísabetar Englandsdrottningar og ann- arra meðlima bresku konungs- fjölskyldunnar fundust nýlega á víðavangi í bænum Ayr í Skotlandi. Skýrði breska lög- reglan frá því í gær að hafin væri rannsókn á þvi hvers vegna gögnin hefðu legið þar á glámbekk. Maður, sem hugðist viðra hundinn sinn, gekk fram á gögnin sem einnig höfðu að geyma nákvæmar upplýsingar um íyrirkomulag öryggismála vegna nokkurra opinberra heimsókna drottningar. „Eg trúði hreinlega ekki eig- in augum. Eg gat lesið mér ná- kvæmlega til um 27 opinberar heimsókn drottningarinnar á síðustu átta árum,“ hafði The Sun eftir manninum í gær. „Og ég veit einnig hvaða blóðflokki tíu meðlimir konungsfjölskyld- unnar tilheyra." Lafontaine sést opinberlega í fyrsta sinn frá því hann sagði af sér Attavilltur í flæðarmálinu Bað blaðamenn um að láta sig vinsamlegast í friði BJÖRGUNARMENN færa til hafs einn af þrjátíu hvölum sem hlupu á land austur af Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ. Óljóst er hvers vegna sumar hvalategundir láta sig reka á land, en þó talið að orsakirnar megi rekja til einhvers ferlis sem valdi því að hvalirnir tapi áttum. Hrina sprengjutilræða í Kosovo Talið að fjðldi fólks hafí fallið Saarbriicken. Reuters. OSKAR Lafontaine, sem sagði óvænt af sér fjármála- ráðherradómi og for- mennsku í þýska Jafnaðar- mannaflokknum (SPD) á fimmtudag fór í gær fram á það við biaðamenn og fréttaljósmyndara, sem safnast hafa saman fyrir framan hús hans, að þeir hefðu sig á brott. „Takið þær ljósmyndir sem þið viljið taka og látið okkur síðan í friði,“ sagði Lafontaine við fréttamenn af svölum húss síns í Saar- briicken í gær. „Það myndi gleðja okkur mjög. Hvað ætlið þið eiginlega að vera þarna lengi? Við verðum áfram innan- dyra. Af hveiju í ósköpunum skyldum við yfirgefa húsið?“ Þetta er í fyrsta sinn sem Lafontaine lætur sjá sig opinber- lega eftir að hann afhenti afsögn sína á fimmtudag, yfirgaf Bonn og hélt heim til Saarbrúcken. Lafontaine hefur fram að þessu hvorki viljað ræða við fréttamenn um ástæður afsagnar sinnar og hafði jafnvel neitað að svara sím- hringingum Gerhards Schröders kanslara. Ákvörðun hans er þó talin eiga rætur að rekja til langvinnra deilna þeirra Schröders um sljórnarstefn- una. Munu mennimir tveir hafa deilt hart á átakafundi í þýsku ríkisstjórninni á mið- vikudag. Lafontaine leiddi hjá sér spumingar blaðamanna um orsakir hinnar óvæntu af- sagnar. „Eg stend héma til að tryggja að einnig þið get- ið slappað aðeins af,“ sagði Lafontaine, sem birtist á svölunum ásamt tveggja ára gömlum syni sínum, Carl- Maurice. Áðspurður um það hvemig líðan hans væri sagði Lafontaine: „Þið getið sjálf- ir lagt mat á líðan mína. Sýnist ykkur sem ég sé eitthvað slappur? Þið fáið ekki viðtöl. Það verður enginn fréttamannafundur," sagði Lafontaine og hvarf aftur inn í hús sitt. Pristina. Reuters. TALIÐ er að a.m.k. tveir hafi farist þegai' tvær sprengjur sprungu í bænum Podujevo í Kosovo í gær, sem er um fimmtíu kílómetra norður af Pristina. Einnig sprakk sprengja í bænum Mitrovica, sem er eilítið vestar en Podujevo, með þeim afleið- ingum að talið er að a.m.k tveir hafi farist I samtali við Morgunblaðið stað- festi Beatrice Lacoste, talsmaður eftirlitsnefndar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að fjöldi manna hafði særst, þar af væru óstaðfestar fregnir um að tveir hefðu farist í Podujevo. Fyrri sprengingin þar varð á hádegi og sú síðari um tíu mínútum síðai' og sprakk að minnsta kosti önnur þeirra á fjölmennum útimark- aði. Þriðja sprengingin átti sér síðan stað í Mitrovica um eittleytið. Vitni sögðu að ijöldi fólks lægi mikið sært í miðbænum, þai' sem var útimark- aður. Ekki var ljóst hver stóð fyrir sprengjutilræðunum þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Þessi hrina sprengjutilræða kem- ur tveimur dögum áður en viðræður um frið í héraðinu eiga að hefjast að nýju í Frakklandi. Hvorki hefur gengið né rekið hjá vestrænum stjórnarerindrekum að fá stríðandi fylkingar í héraðinu til að samþykkja friðarsamkomulag, sem Vesturveld- in hafa lagt fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.