Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ólj ós fram- tíð vopna- eftirlits ✓ Vopnaeftirlit í Irak hefur legið niðri í tvo mánuði og segir Andri Lúthersson óljóst hvenær og með hvaða hætti það verður tekið upp að nýju. RÚMIR tveir mánuðir eru liðnir frá því að eftirlits- menn vopnaeftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) í írak fóru úr landi í þann mund sem Bandaríkjamenn og Bretar hófu loftárásir. Irakar hafa lýst því yfir að UNSCOM fái aldrei aftur aðgang að landinu, þeir hafa ki-afist afsagnar Richards Butlers og þvertekið fyrir að leyfa eftirlit með meintri framleiðslu sinni á ger- eyðingai-vopnum. Hafa sumar kröf- ur Iraka hlotið hljómgrunn meðal Rússa, Kínverja og að hluta til Frakka, þriggja af þeim fimm þjóð- um sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Afleiðingarnar til skamms tíma eru þær að framtíðarhlutverk UNSCOM í írak er óráðið og klofn- ingur innan öryggisráðsins í málefn- um Iraks er augljós. Alvarlegast er þó að hugsanleg framleiðsla Iraka á kjarna-, lífefna- og sýklavopnum auk eldflauga, sem borið geta slík vopn, hefur verið eftirlitslaus síðan í desember og óljóst er um framhald- ið. Astandið í Irak nú, í ljósi reynslu síðustu níu ára, veltir upp áleitnum spurningum um það m.a. hvert hlut- verk alþjóðasamfélagsins sé gagn- vart íröskum almenningi annars vegar og sjónarmiðum um öryggi og stöðugleika hins vegar. Sameinuðu þjóðirnar og öryggisráð þeiiTa, sem í upphafi áratugarins náði svo aðdá- unarlega að hrista af sér hlekki kalda stríðsins og sameinast í for- dæmingu sinni á - og síðar aðgerð- um gegn - árás og innlimun Iraka á Kúveit, hafa undanfarin misseri ým- ist verið vettvangur samstöðu eða sundrungar, hvað Irak áhrærir. Oryggisráðið milli steins og sleggju Virðast nú tveir andstæðir pólar takast á innan öryggisráðsins. Rúss- nesk og kínversk stjórnvöld hafa ít- rekað lýst yfir andstöðu sinni við stefnu Bandaríkjanna og Bretlands. Stefna Frakklands, fimmta ríkisins sem á fast sæti í öryggisráðinu, gagnvart írak virðist vera mitt á milli. Gegn þessum pólitíska bak- grunni kristallast tvær spurningar. I fyrsta lagi er það spurningin um framtíð vopnaeftirlits; á hvern hátt mun alþjóðasamfélagið -------------- fylgjast með ítrekuðum tilraunum íraka - leynd- um og ljósum - til að afla sér gereyðingarvopna. Er sú spurning nátengd hinni seinni sem snýr að íröskum almenn- ingi, þ.e. hversu lengi getur neyðin í Irak viðgengist. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir - og vís- að í ályktanir Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1991 - að ekki sé grund- völlur fyrir að ræða um að aflétta viðskiptabanni á Irak fyrr en tryggt hafi verið að gereyðingarvopn eða áætlanir um smíði þeirra, hafi verið upprætt. Þeir aðilar, sem tryggja ættu slíkt eftirlit, eru hinir sömu og írösk stjórnvöld hafa meinað aðgang eftir að loftárásir Bandaríkjamanna og Breta hófust. Má því ætla að bandamenn séu milli steins og sleggju í ljósþ hinriar miklu neyðar almennings í Irak. Virðist sem þeir hafi valið illskárri kostinn: Að halda Bandamenn milli steins og sleggju Saddam Hussein í skefjum. Vandinn er hins vegar sá að svo virðist sem tilraunir til þess styrki Saddam Hussein í sessi. Tveir mánuðir eru langur tími þegar staðfesta Iraka við að nota og verða sér úti um gereyðingarvopn er annars vegar. Til lengi-i tíma litið telja margir að meginhættan við að leggja niður UNSCOM í sinni upp- runalegu mynd felist í að árangri eftirlitssveitanna í að finna og upp- ræta áætlanir Iraka um framleiðslu gereyðingarvopna verði kastað fyrír róða og erfitt yrði að bæta þann skaða. I lok síðasta mánaðar tilkynnti ör- yggisráðið um stofnun nýrrar nefndar, undir forystu Brasilíu- mannsins Celsio Amorim, sem meta mun ástandið í afvopnunannálum Iraka. Tillagan um stofnun nefndar- innar hafði verið borin upp af Kanadamönnum og er nokkurs kon- ar málamiðlun milli Rússa, Frakka og Kínverja annars vegar, þeirra fastafulltrúa öryggisráðsins sem tekið hafa undir sumar af kröfum íraka, og Breta og Bandaríkja- manna hins vegar, sem tekið hafa mun harðari afstöðu gegn stjórn Saddams Husseins. Auðsýnt þykir þó að umboð nefndarinnar verði ekki jafn víðtækt og umboð UNSCOM var. Þar með munu hömlur þær sem alþjóðasam- félagið hefur lagt á vopnafram- leiðslu íraka ekki verða jafn skil- virkar og óvissuþættirnir því fleiri. „Umsvifamesta afvopnunarfyrir- komulag allra tíma“ Stofnun UNSCOM í júní árið 1991, í kjölfar ósigurs íraka í Flóa- bardaga, er að mörgu leyti einstæð í alþjóðlegu tilliti og hefur nefndin verið kölluð „umsvifamesta afvopn- unarfyrirkomulag allra tíma“. Eftir stríðið kom fljótlega í ljós að írösk stjórnvöld höfðu virt alla alþjóðlega afvopnunarsamninga að vettugi og þróað með sér umtalsverða getu í framleiðslu gereyðingarvopna og langdrægra eldflauga. Samkvæmt ályktun öryggisráðs- ins númer 687 var UNSCOM og AI- þjóðakjarnorkumálastofnuninni í Vín (IAEA) gefið fullt umboð til þess að „finna, uppræta og eyða“ öll- um hugsanlegum gereyðingarvopn- --------- um Iraka og að sama skapi nota allar hugsan- legar leiðir til að komast fyrir rannsóknir Iraka á _____ þessu sviði. Fulltrúum UNSCOM var veitt alger friðhelgi í eftirlitsstörfunum sem þýddi að þeir höfðu ótakmarkaðan aðgang að öllum þeim byggingum þar sem þá grunaði að geryðingar- vopn eða búnað tengdan þeim væri að finna. Eftirlitsmenn gátu rann- sakað hvar sem er og hvenær sem er, án þess að láta stjórnvöld vita fyrirfram. Að auki var Irökum gert að greiða allan kostnað af eftirlíts- starfmu, sjá UNSCOM fyrir hús- næði og tryggja öryggi eftirlits- manna. Hefur það einnig verið á valdi UNSCOM að fylgjast með innflutn- ingi á öllum búnaði sem tengst gæti framleiðslu gereyðingaivopna en reynslan hefur sýnt að írakar hafa oftsinnis flutt inn tæknibúnað sem Reuters ÍRÖSK kona situr með syni sínum og bfður eftir matar- skammti. Irösk sljórnvöld segja við- skiptabannið valda matvæla- skorti í land- inu. nýst gæti í framleiðslu á gereyðing- arvopnum, undir því yfirskini að um landbúnaðarvörur eða lyf til al- mennings hafi verið að ræða. Itrekaðar ögranir Iraka Vandinn hefur hins vegar verið sá að meginforsendan fyrir eftiiiiti UNSCOM er samstarf íraskra stjórnvalda. í raun hefur UNSCOM ekki getað framkvæmt eftirlit án þess að íraskir „aðstoðarmenn" fylgi eftirlitsmönnunum og veiti þeim formlegan aðgang að byggingum. Með þessum hætti hafa Irakar ít- rekað komið í veg íyrir að UNSCOM hafi getað rannsakað vissar byggingar. Eftir árið 1996 efldist þessi andstaða við eftirlit til muna auk þess sem íraskir hermenn beittu beinum hótunum og jafnvel ofbeldi til að hindra eftirlitsmenn í störfum sínum. í skýrslum UNSCOM er að fínna lýsingar á því hvernig íraskir „að- stoðarmenn" hafi gripið í stjórntæki þyrlna sem UNSCOM hafði til um- ráða, þegar þeim þótti sýnt að rann- saka ætti vissar byggingar eða til- raunasvæði, og hvernig eftirlits- mönnum hafi borist nafnlaus bréf þar sem þeim er hótað lífláti. Að auki hafa írakar reynt að villa um fyrir eftirlitsmönnum á allan hugs- anlegan hátt með því t.d. að eyða skjölum og „þagga niður í heimild- armönnum". Hafa skýrslur UNSCOM greint frá tilvikum þar sem írakar segja t.d. að uppdrættir af eldflaugum og vopnaverksmiðjum hafi ýmist „fokið af vörubílspöllum og týnst“ eða þá eyðilagst í bruna í skrifstofubyggingu þar sem einu sjáanlegu verksummerkin voru sót- leifar í einni skúffu rammgerðs skjalaskáps. Ótvíræður árangur af starfi UNSCOM Þótt fáir efist um illan ásetning og óútreiknanleika Saddams Husseins hvað gereyðingarvopn varðar þá hafa umkvartanir stjórnar hans um ,/yrir- litningu UNSCOM á fullveldi Iraks“ hlotið vissan hljómgrunn meðal sumra af fastafullti-úum öryggisráðs- ins. Sú gagnrýni hefur þó undanfarið aðallega beinst að Richard Butler yf- irmanni UNSCOM persónulega og hefur hann verið sakaður um að draga taum Breta og Bandaríkja- manna og stuðla að loftárásum þeirra í desember sl., sbr. yfirlýsingar And- rei Lavrovs fastafulltrúa Rússa í ör- yggisráðinu í síðasta mánuði, sem sagði að hann vildi ekkert hafa sam- an við Butler að sælda. Ekki eru fordæmi í alþjóða sam- skiptum fyi-ir viðlíka umboði og fjöl- þjóðleg nefnd eða stofnun á borð við UNSCOM hefur í írak. Þrátt fyrir fjaðrafokið sem starf UNSCOM hef- ur oft á tíðum valdið er það óumdeil- anlegt að eftirlitið hefur skilað mikl- um árangri. Til þessa dags hafa eftirlitsmenn UNSCOM og IAEA látið eyða miklu af gereyðingarvopnum og búnaði til framleiðslu þeirra. T.d. 690 tonnum af efnum til framleiðslu sýklavopna, Al-Hakam lífefnavopnaverksmiðj- unni í heild og 48 langdrægum eld- flaugum. Ennfremur er talið að eft- irlitsmenn hafi komist íyrir fram- leiðslu Iraka á kjarnavopnum til skemmri tíma litið. Leyniþjónustur ýmissa ríkja hafa þó varað við því að_ ekki kunni langur tími líða áður en írakar hafi náð að koma sér upp ógnvænlegum vopna- búrum. Enn sé mörgum spurningum ósvarað, sérstaklega hvað varðar líf- efnavopnaframleiðslu þeirra. Ekki komst upp um framleiðslu íraka á því sviði fyrr en árið 1995, í kjölfar uppljóstrana Husseins Ka- mels, írasks hershöfðingja sem flúði til Jórdaníu, að írösk stjórnvöld við- urkenndu að hafa þróað lífefni sem nýta mætti í vopn. Auðvelt er að fela slík efni og hafa grunsemdir vaknað um að þeim hafi verið komið fyrir á stöðum þar sem íraskur almenning- ur héldi sig. Hvað sýkla- vopn varðar þá hefiu eft- irlit UNSCOM beinst í ríkum mæli að taugagas- inu VX en Irakar hafa gefið mjög ófullnægjandi skýiingar á því hvað hafi orðið um miMð magn þess. írakar hafa á að skipa færum vís- indamönnum á öllum sviðum ger- eyðingarvopna. Þá sem ekki eru inn- lendir, hafa stjórnvöld oft náð að lokka til sín með gylliboðum. Enn- fremur beinast áhyggjur manna að öllu því magni kjarnakleyfra efna sem eru í umferð á svörtum mark- aði. Hafa sérfræðingar bent á bágt ástand og eftirlit með rannsóknar- stofum og hergagnageymslum í Rússlandi og nokkrum fýrrverandi Sovétlýðveldum. Oftar en einu sinni hafa óprúttnir kaupsýslumenn reynt að smygla út efnum og búnaði sem nota má til smíði kjarnavopna, í von um skjótfenginn gróða. Eftirspurn virðist vera næg ef litið er t.d. til Iraks, Norður-Kóreu og Irans. A undanförnum misserum hafa írösk stjórnvöld reynt allt hvað þau geta til þess að rjúfa samstöðuna sem til skamms tíma hefur ríkt um aðgerðir. Hótanir þeirra einar og sér virðast innantómar en menn hafa þó verið uggandi ef hugað er að því sem virðist vera tilraunir íraka til að endurvígvæðast. Breska dag- blaðið The Daily Telegraph birti fyrir skömmu fréttir af því að Rúss- ar hafi á laun hafið víðtæka sam- vinnu við íraksher um viðhald á íraska orrustuvélaflotanum sem að miklu leyti er byggður á rússnesk- um MiG-vélum. Að sögn blaðsins fór Tareq Aziz til Rússlands í desember sl. og átti fundi með háttsettum ráðamönnum þar sem samkomulag náðist um sölu á hertólum og þjón- ustu. Að því sem blaðið komst næst, var um vígbúnað að ræða sem gæti nýst írökum við að skjóta niður breskar og bandarískar þotur á eft- irlitsflugi'. Hagsmunir Rússlands og Frakklands í húfi Fyrir utan söguleg tengsl Rúss- lands og Frakklands við Irak, eiga ríkin einnig mikilla viðskiptalegra hagsmuna að gæta í landinu. í Flóa- bardaga eyðilagðist geysimikið af mannvirkjum í Irak og hafa frönsk og rússnesk verktakafyrirtæki gert stórfellda samninga við írösk stjórn- völd um enduruppbyggingu. Slíkar framkvæmdir geta þó ekki hafist fyrr en við- skiptahöftum á írak verð- ur aflétt, sem aftur teng- ist áframhaldi á vopnaeft- irliti í landinu. Spurningin sem eftir stendur er því um víðtæka öryggishagsmuni og gildi. Hversu lengi getur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna haldið uppi öfl- ugu vopnaeftirliti í Irak og við- skiptabanni á ríkið, í ljósi hörmulegs ástands meðal írasks almennings annai's vegar og ítrekaðra tilrauna stjórnar Saddams Husseins til að kljúfa samstöðuna um einangrun landsins hins vegar. Við þetta bætist afstaða þriggja ríkja í öryggisráð- inu, Rússlands, Kína og Frakklands, sem ítrekað hafa gagnrýnt stefnu Bandaríkjamanna og Breta í írak. Staðan er því flókin. Saddam Hussein sýnir ekki á sér fararsnið og á meðan svo er þjáist íraskur al- menningur. Víðtækir ör- yggishags- munir og gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.