Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ með óraunhæf verð til að hrifsa til okkar markaðshlutdeild. Okkur hefur verið spáð óförum í kjölfarið en engar slíkar blikur eru á lofti og menn hafa fylgt eftir með lækkan- ir. Þá má spyrja, hvers vegna voru hinir ekki búnir að því fyrir löngu?“ En hvernig getið þið haldið uppi svona lækkunum, er þetta gerlegt til langs tíma litið? „Já, svo sannarlega, en til þess þurfum við að vera vakandi á markaðnum. Grundvallaratriði er að ná sem bestum kjörum í inn- kaupum. Okkur hefur tekist þetta og þrátt fyrir þessi lækkuðu verð er fyrirtækið keyrt vel innan ör- yggismarka. Og við ætlum að halda okkar striki. Nú þegar við erum búnir að tryggja okkur á markaðnum og þróa rekstrarmód- elið, vitum við upp á hár hvað við þurfum að fá inn til að vera örugg- ir.“ Ný markmið Osagt skal látið hvort að algengt sé að markmið hjá ársgömlu fyrir- tæki séu strax orðin úrelt, en í ljósi fyrri ummæla Sigurðar um skjót- an frama Elkó á markaðnum og markmið sem þegar standast ekki lengur, er hann spurður um ný markmið. „Þessi hvellur okkar hefur kom- ið okkur sjálfum á óvart og orðið til þess að við höfum þurft að setj- ast niður og velta fyrir okkur nýj- um markmiðum miklu fyrr en efni stóð til. I bili erum við ekki með neinar tölur um aukna hlutdeild á lofti, heldur einungis að halda áfram að bæta stöðu okkar. Halda áfram að ná góðum innkaupa- samningum og vinna að því að góð- ir samningar verði enn betri. Það eru ýmsar leiðir í athugun hjá okkur og kannski ekki tíma- bært að vera að ræða þær allar hér og nú. Eitt sem við höfum tek- ið í notkun er nýtt þjónustuver sem hefur með alla eftirþjónustu eftir sölu að gera. Þess má geta í þessu sambandi að í þjónustu höf- um við frá upphafi verið einir með ýmislegt, eins og t.d. 30 daga skila- frest og hundrað prósent verð- vernd. Það fyrra snýst um að fólk getur skilað vörunni til okkar aftur innan 30 daga ef það er óánægt með hana og fengið hana endur- greidda að fullu. Það síðara er þannig að fólk getur krafið okkur um milligi'eiðslu ef það getur sýnt okkur fram á að það hefði getað keypt sömu vöru annars staðar fyrir lægra verð. Þess má til gam- ans geta, að við höfum stundum þurft að reiða fram slíkar gi-eiðsl- ur, enda hafa samkeppnisaðilar mætt verðum okkar með eigin lækkunum og útsölum. En þetta er þó undantekning því okkar stefna er að vera alltaf með lægstu verð- in.“ Nýjungagjarnir landsmenn Nokkurs konar umsátursástand hefur á stundum ríkt við raftækja- verslanirnar, m.a. hjá Elkó, var virkilega svona mikii raftækja- þurrð á íslenskum heimilum? „Markaðurinn er ákveðin stærð á hverju ári og raftæki þurfa end- urnýjunar við. Islendingar eru góðu vanir og sætta sig ekki við að draga úr heimilistækjaeign og eru móttækilegir fyrir því að auka hana ef ráðrúm gefst. íslendingar eru að auki afar nýjungagjarnir og jafnframt kröfuharðir neytendur. Þá hafa þeir afar gaman af því að taka þátt í alls kyns lotteríum og tilboðum." Ert þú ekkert smeykur um að þessi mikla raftækjasala síðasta árið hafí hreinlega mettað markað- inn og hann hljóti að dala á næst- unni? „Nei, ég óttast það alls ekki. Eins og ég benti á, þá er ákveðin endurnýjun í landinu árviss og við höfum verið með vaxandi hlutdeild í henni. Þá er þess að geta að gríð- arlega mikil og hröð þróun hefur verið í alls konar raftækjum, s.s. Morgunblaðið/Golli HÖFUM KOMIÐ SJÁLFUM OKKUR Á ÓVART Eftir Guíimund Guðjónsson SIGURÐUR er fæddur á Akureyri 9.janúar 1964. Hann fór „hefðbundna menntaleið" eins og hann kemst að orði og útskrifaðist sem stúdent frá MA árið 1984. Þá lá leiðin suður um heiðar og til við- skiptanáms við Háskóla íslands þar sem hann fékk gráðu á endur- skoðunar- og markaðssviðum. Samhliða náminu við HÍ vann hann hjá Löggiltum endurskoð- endumhf og við kennslu hjá Stjómunarfélagi íslands. Síðan lá leiðin aftur norður og þar hafði hann starfað hjá KPMG Endur- skoðun Akureyri við endurskoðun og ráðgjöf um hríð er honum bauðst að „koma Elkó á laggimar“ haustið 1997. Eiginkona Sigurðar er Harpa Gunnarsdóttir sjúkra- þjálfari og börn þeirra eru Asta Sigurðardóttir og Sigurður Aron Sigurðsson. Sigurður segir að eigendur Bykó hafi velt þessum valkosti fyr- ir sér um allnokkurt skeið og látið gera forkönnun á markaðshorfum og ýmsum gmnnrannsóknum öðr- um á kostnaði, þjónustuleiðum og fleiru í þeim dúr. „Mitt hlutverk var að klára dæmið, koma upp húsinu í Smáranum, ljúka samn- ingum við erlenda viðskiptaaðila, koma fyrirtækinu í gang. Stefnt var að 28. febrúar 1998 og það gekk eftir, þó ekki átaka- laust, en það má segja að fall hafi verið fararheill í okkar tilviki. Þannig var að eftir þrotlausa vinnu var allt samkvæmt áætlun og nótt- ina áður en átti að opna verslunina fór ég heim um klukkan þrjú með það að allt væri með felldu. Eg hafði varla fest dúr klukkustund seinna þegar hringt var í mig og mér sagt að slökkvikerfið hefði farið í gang og allt væri á floti í húsinu. Ég hraðaði mér aftur nið- ur eftir og það var ekki sjón að sjá. Kerfið hafði farið í gang á efri hæðinni og skemmt mikið á skrif- stofusvæðinu. Þaðan hafði runnið mikið vatn niður í verslunina, en vörurnar sluppu að mestu þar sem vatnið var á gólfínu. Það var ræst út mikið lið til að hreinsa og þannig sjálfir í gámana ytra, náum þannig hámarksnýtingu og hag- kvæmni í innkaupum og bætum því síðan við að láta það skila sér alla leið, þ.e.a.s. til neytenda. Einnig vorum við fyrstir til þess að gefa út auglýsingablað í tvö- faldri Moggastærð en það er stærð sem fólk þekkir erlendis frá , og dreifðum því beint til neytenda. Þar gat fólk séð allt það besta frá okkur. Síðan tökum við vöru úr blaðinu og auglýsum sérstaklega, en við erum með tOboð á vörum í hverri einustu viku allt árið um ki’ing. Breytingin er m.a. í því fólgin að til þessa hafa einstakir umboðs- menn þekktra merkja skákað í skjóli þess að samkeppnin hefur ekki verið sérlega mikil. Menn hafa haldið hver sínu merki á lofti og verið í friði með það. f því um- hverfi gátu menn haldið vissri álagningu sem okkur þótti of mikil. Við komum svo inn, ekki bara með eitt merki eða tvö, heldur öll þau helstu. Við höldum ekki einu merki á lofti umfram annað, bjóðum mun lægri verð á þeim öllum og komum að auki inn með nokkur ný sem reynast einnig vel. Með þessu bjóðum við neytendunum að auki upp á að geta gert verðsamanburð á milli merkja." Hvernig hafa samkeppnisaðilar hrugðist við? „Þetta hefur komið miklu róti á markaðinn. Annað væri óhugsandi þegar nýr aðih kemur inn og lækk- ar verð um 20-40%. Aðrir hafa fylgt eftir og lækkað verðin sín og við hjá Elkó eignum okkur alfarið allar þær verðlækkanir sem neyt- endum bjóðast nú á þessum mark- aði. En þetta hefur farið í taugam- ar á sumum af samkeppnisaðOun- um. Þeir hafa sumir farið út í árás- ir í fjölmiðlum og auglýsingum, en það er kannski eðlilegt. Við höfum hins vegar ekki svarað því á neinn annan hátt en því að bjóða bara enn betri verð fyrir neytendur. Samkeppni á að vera hörð og jafn- vel óvægin, en grundvallaratriði er að þetta á að snúast um neytend- ur. Við höfum fengið ákúrur fyrir að keyra niður verð og vera jafnvel VIÐSKIPn AMNNULÍF Á SUIUIMUDEGI ► Fyrir rétt rúmu ári hleypti Bykó af stokkunum nýju fyrir- tæki, Elkó, sem olli nokkrum æsingi í þjóðfélaginu. Elkó er raftækjaverslun og skyndilega voru raftæki boðin neytendum á til muna lægra verði en þekkst hafði. Tíðindin gerbreyttu landslaginu á raftækjamarkaðnum og sviptinganna gætir þar enn. Sigurður Arnar Sigurðsson er framkvæmdastjóri Elkó og Morgunblaðið hitti hann að máli f vikunni. þurrka, því búið var að auglýsa opnun klukkan tíu morguninn eft- ir. Þrátt fyrir allt, þá gekk það eft- ir, verslunin var opnuð á auglýst- um tíma. Þetta var mikið ævintýri og manni leist um tíma ekkert á blikuna,“ segir Sigurður. Mikill hraði Sigurður er beðinn um að líta um öxl og segja frá því hvemig þetta fyrsta starfsár hafi verið í hnot- skurn. „Það er eiginlega best að orða það þannig að allt hafi gerst mun hraðar en við væntum. Það var bú- ið að skoða málin vandlega eins og ég gat um áðan og miðað við að við ætluðum að fara inn á nýjar mark- aðsleiðir sem menn höfðu mikla trú á, höfðum við gert okkur nokkrar vonir um góðan árangur. Þannig höfðum við sett okkur það markmið að ná 30% markaðshlut- deild eftir þrjú ár. Til marks um hraðan, þá voram við komnir með 25% markaðshlutdeild eftir tíu fyrstu mánuðina. A þeim tíma náði velta fyrirtækisins rúmum millj- arði króna án virðisaukaskatts. Innkoma okkar var því greinilega ekki aðeins gífurlega sterk heldur þörf og vissulega fór svöranin fram úr okkar björtustu vonum.“ Hvaða verðlækkanir er um að ræða og hvaða nýju markaðsleiðir ert þú að tala um? „Við lækkuðum verð á raftækj- um 20 til 40% og munar um minna. Markaðsleiðirnar sem ég gat um eru allt aðrar aðferðir heldur en hingað til hafa tíðkast á þessum markaði. Við kaupum inn t.d. miklu meira magn af vöram heldur en aðrir. Við eram í beinu tölvu- sambandi við lager í Svíþjóð sem sér um dreifingu helstu merkja í raftækjum. I gegn um þetta tölvu- samband höfum við miklu betri yf- irsýn yfir hlutina. Við röðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.