Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 29
hefði haft á hann að vera orðinn
fullkominn fíðlusnillingur svo ungur
sem raun bar vitni, undrabarn,
heimsfrægur - hvort hann hefði
verið hræddur? Hann svaraði, dáh't-
ið hikandi:
„Nei, ég hafði mikla ábyrgðartil-
finningu strax á unga aldri. Þessi
ábyrgðartilfinning náði til væntan-
legs lífsstarfs míns, hún var þáttur
að viðhorfi mínu til foreldra minna
og tónlistarinnar. Frægð hafði engin
áhrif á mig, það var svo miklu meira
atriði að leika vel, tjá sig og falla inn
í líf fjölskyldunnar, foreldra minna
og systra. Allt annað var bara eitt-
hvað, sem var þægilegt eða
skemmtilegt og skipti engu máli...
Eg hef aldi-ei litið frægðina eins og
eitthvert hlutskipti... eða takmark í
sjálfu sér... eða hindrun, eitthvað
ertandi, eða eitthvað sem skiptir
máli yfirleitt. Ég hef leikið fyrir fólk
frá því ég man eftir mér og lít ekki á
frægð eins og eitthvað sem maður
öðlast eða missir... eða á að varð-
veita... eða vera frelsaður frá.
Frægðin er bara eins og veðrið."
„Ég hef aldrei trúað því, að það
væri til svona mikið ryk í öllum
heiminum," segir Vesla vinnukona,
síðar prímadonna, í Múmínálfunum.
Frú Díana Menuhin dáist mjög að
Múmínálfunum og höfundi þeirra,
það fengum við að heyra, þegar við
fórum með þeim hjónum til Þing-
valla. En Menuhin er ekki hræddur
við ryk. Þegar við afsökuðum rykið
á íslenzku vegunum, hristi hann
höfuðið og sagði það minnti sig á,
þegar hann átta ára gamall lenti í
fyrsta sinn í andstöðu við amerískan
hugsunarhátt, kröfuna um skilyrð-
islaus þægindi. Það var víst á illfær-
um moldarveginum austan Þing-
vallavatns, sem þetta samtal átti sér
stað.
Menuhin sagðist vilja hafa vegina
í samræmi við umhverfið. Hann
væri á móti því að breyta þjóðlönd-
um í asfalt:
„Þetta er stórkostlegt," sagði
hann, „svona eiga allir vegir að
vera. Kindurnar eiga að geta hlaup-
ið yfir þá með lömbin sín, eins og
ekkert sé.“
Og svo fóru þau hjón að dást að
lömbunum, ekki sízt þeim svörtu. í
ríki óspilltrar náttúru er ekkert
kynþáttamisræmi.
Menuhin var átta ára, eins og
fyrr getur, þegar hann fór með for-
eldrum sínum i bíl ásamt fleira fólki
og þurfti að aka talsverðan spöl um
slæma moldarvegina í Siérra
Nevada. Þá sagði einhver, að þetta
mundi lagast og ferðin til San
Francisco yrði farin á mun skemmri
tíma, áður en langt um liði. En
Menuhin litli svaraði í barnslegri
einlægni: „Ég vona barasta, að það
verði langt þangað til. Ég vil alltaf
hafa svona gamla og skemmtilega
vegi.“
Þetta var fyrsta gagnrýni hans á
amerískt lífsviðhorf - „og ég hafði
það eitt upp úr henni, að ég var
hundskammaður. En þetta viðhorf
mitt hefur samt ekki breytzt, þvert
á móti.“
Einhvem veginn fengu þessi orð
meiri slagkraft fyrir þá sök, að í Al-
mannagjá hafði hann gengið inn í
bergsvartan síðdegisskuggann,
kropið, lagt lófann á gráan mosann
og kallaði hrifinn til konu sinnar:
„Díana, komdu og sjáðu! Mosinn er
mjúkur og hlýr og hann dúar.“
Það kom fram í samtölum okkar,
að Menuhin leggur áherzlu á sér-
stöðu eyþjóða, hve vel þær eru í
sveit settar að skapa markverða
menningu. Hann sagði, að hafið
væri ákjósanleg landamæri, fjar-
lægðin frá öðrum löndum ætti, jafn-
vel nú á dögum, að koma í veg fyrir,
að íslendingar þyrftu að verða fyrir
óþolandi ágangi utanaðkomandi og
oft óheppilegra menningaráhrifa.
Hann sagði að sér sýndist minni
ameríkanisering á íslandi en í öðr-
um löndum, sem hann hefði heim-
sótt, og talaði um, hve Islendingar
væru lánsamir að eiga „þennan
hreinleika einfaldleikans“, eins og
hann komst að orði. Hann benti á,
hve margt væri tilbúið nú á dögum,
t.a.m. landamæri milli þjóða - alltaf
væri hætta á, að slíkt leiddi til styrj-
alda. Þessi hreinleiki einfaldleikans
væri fólginn í skýrri afmörkun þess
hlutverks, sem þjóðinni væri ætlað,
að varðveita landið, hreint og
ómengað - enda væri það ekki
stærra en svo, að það hlutverk ætti
ekki að vera henni ofviða - varð-
veita sérstæða menningu og tungu,
sem íslendingar einir eru mæltir á
og ein getur túlkað fornan arf mik-
illai' menningar. Slíkt hlutverk væri
mikil gæfa og yki á reisn, hugrekki
og víðsýni. Og hér ætti að vera unnt
að halda Mammon 1 skefjum. En
þau hjón voru sammála um, að
temprað loftslag þessa norðlæga
lands kæmi þeim þrátt fyrir allt
mest á óvart.
„Vegna smæðar sinnar og sjálf-
stæðrar menningar," sagði Menu-
hin, „minnir ísland einna helzt á
ítölsku borgríkin á endurreisnar-
tímanum og furstadæmin í Þýzka-
landi.“ Hann sagði, að í slíku samfé-
lagi væri auðveldara en í stærri
þjóðfélögum að skapa „sanna menn-
ingu“, eins og hann orðaði það.
Hann rekur sjálfur lítinn tónlistar-
skóla í Bretlandi og kvaðst reiðubú-
inn að koma með nemendur sína til
íslands á 1100 ára landnámshátíð-
ina, ef þess væri óskað. Hann lagði
áherzlu á, að skólar ættu að vera
litlir. „Þegar mér finnst nemendur
mínir hafa náð tökum á verkefnum
sínum, segir ég við þá: „Nú skuluð
þið segja mér, hvernig á að leysa
þessi verkefni af hendi.“„
Frú Menuhin er ákveðin, athugul
kona og óhrædd við að segja mein-
ingu sína. Óþægilegur sannleikur er
henni meira að skapi en þægileg
lygi. Hún er um þessar mundir að
lesa minningar ekkju rússneska
skáldsins Osips Mandelstams, Von
gegn von, sem ég hef fjallað um í
Morgunblaðinu. Það var eins og hún
gæti ekki slitið sig frá þessari ein-
stæðu bók. „Það ætti að skylda
hvern einasta mann til að lesa þessa
stórkostlegu bók,“ sagði hún. Hún
kvaðst hvergi hafa fengið eins
sanna mynd af Sovétríkjunum og í
bók N. Mandelstams. Andrúmsloft-
ið væri miskunnarlaust, en rétt.
Þetta kvaðst hún segja óhikað, þótt
hún hefði verið vinstrisinnuð í
æsku. „Bókin er á engan hátt ýkt,“
hélt frúin áfram, „hún er skrifuð af
látleysi og djúpri skynjun. Hún lýs-
ir martröð sovézks lífs, ég fæ inni-
lokunartilfinningu af að lesa hana.
Maður upplifir þetta þjóðfélag eins
og það er. Þið verðið að láta þýða
þessa bók á íslenzku. Mér sýnist vel
upplýst fólk búa hér á landi, og það
getur ekki komizt hjá því að lesa
þessa áhrifamiklu og sönnu bók eft-
ir þessa stórgáfuðu og eftirminni-
legu konu.“
Frúin lagði áherzlu á, hver mikið
væri af alls kyns rusli í fjölmiðlun-
um, og sagði með fyrirlitningu að nú
væri svo komið, að fæstir þyrðu að
taka afstöðu til listar, fyrr en „blað-
ið“ hefði sagt sína skoðun. Ein-
hverju sinni hafði hún spurt kunn-
ingja sinn eftir hljómleika, hvernig
honum hefði fundizt. Ja, hann fór
undan í flæmingi, en álpaðist þó til
að segja, að hann væri nú eiginlega
ekki búinn að mynda sér skoðun:
blöðin væru ekki komin út!
„Fólk gengur með ómelt dagblöð
í maganum," sagði Díana Menuhin
með enn meiri fyrirlitningu og
sannfæringarkrafti en áður og
minnti á, að Grikkir hefðu komið
auga á það 700 árum f. Kr., að þeir
einir sem væru einfættir þættust
geta kennt hlaupurum að hlaupa!
Sem betur fer blasti nú við okkur
Lágafellskirkja í látlausri tign sinni
og vinalegu grænu umhverfí, og þá
tók hún aftur gleði sína. Það var
eins og hún vaknaði af vondum
draumi. „Þetta er fallegt," sagði
hún og benti. Fór síðan að tala um
Hallgrímskirkju í Reykjavík og ég
þakkaði guði fyrir, að enginn úr
sóknarnefnd Hallgiímssóknar
skyldi vera viðstaddur.
Menuhin lætur mannúðarmál
mjög til sín taka. Þessi manneskju-
lega afstaða einkennir list hans, gef-
ur henni gildi ofar allri tækni og
kunnáttu. Hann er húmanisminn
holdi klæddur. Hann hefur skipað
sér í flokk með þeim sem berjast
gegn einræði í hvaða mynd sem er.
Nýlega hefur hópur rithöfunda,
menningar-, vísinda- og listamanna
í Bretlandi myndað með sér félags-
skap, „Writers and Scholars
International". Hlutverk þeirra er
að beina athygli að þeim löndum,
þar sem ríkir kúgun og andlegt
frelsi er fótum troðið. Meðal stofn-
enda þessara samtaka eru skáld á
borð við Stephen Spender, blaða-
maðurinn Édward Crankshaw,
Henry Moore, myndhöggvari, og
skáldkonan Iris Murdoch, auk
Yehudi Menuhins. Samtökin gefa út
fjórðungsrit, Index on censorship,
og er fyrsta heftið nýkomið út. Þar
eru m.a. greinar um ofsóknh’ í
Bangla Desh, Brasilíu, Grikklandi,
Portúgal og Sovétríkjunum. Enn-
fremur óbundið mál og ljóð, sem yf-
irvöld einræðisríkja hafa bannað að
birta. I þessu riti eru verk eftir
Milovan Djilas, gríska prófessorinn
Georg Mangakis og rússnesku
skáldin Alexander Solzhenitzsyn og
Natalya Gorbanevskaya, sem var
lokuð inni í geðveikrahæli fyrir að
mótmæla innrás Rússa í
Tékkóslóvakíu.
Vegna áhuga Menuhins á þessum
málum var ekki úr vegi að beina
samtali okkar að stjórnmálum nú á
tímum. Hann sagði:
„Það sem mér finnst einna
hörmulegast á okkar dögum er- hin
flókna andstæða milli tækni, vísinda
og skilnings á alheiminum annars
vegar og þeirrar einfeldni, sem er
forsenda stjómmálanna - eða á ég
heldur að taka svo sterkt til orða að
segja fíflaskapar? Það er raunar
leitt til þess að vita að stjómmálin
skuli mótast af því auvirðilegasta,
eins og þau eru snar þáttur af lífi
okkar. Ég geri því ráð fyrir, að póli-
tík verði að stjómast af einsýni og
einfeldni. Það er illt að þurfa að
sætta sig við, að þetta skuli enn
vera svo - að þetta skuli vera helzta
einkenni stjómmálanna. Fólk ætti
að fara að gera sér grein fyrir því,
að ekki eru lengur til hreinræktaðir
kapítalistar, hreinræktaðir komm-
únistar eða hreinræktaðir sósíalist-
ar. Kapítalisminn, eins og hann er
nú í flestum löndum, býður upp á
mjög skemmtilega fjölbreytni.
Hann er í örri þróun og tekur á sig
margvíslegar myndir. Mé finnst
mjög mikilvægt að menn geri sér
grein fyrir þessu. I kapítalismanum
er margra kosta völ, það er mikil-
væg staðreynd.
Kommúnisminn bauð upp á nýja
stórkostlega hugsjón, ferska skynj-
un. En hann hefur í reynd einungis
leitt til einræðis. Hugsjónin hefur
dáið á ferð sinni inn í veruleikann.
Kommúnistar eru neikvæðir og
hneigðir til ofbeldisverka, ekki sízt
þar sem þeir eru ekki við stjóm.
Mér er nær að halda, að kommún-
isminn hafi verið betri, þegar hann
var tízkustefna eftir síðustu heims-
styrjöld. Nú eru kommúnistar
óhræddari en áður að sýna sitt rétta
andlit, óhræddai-i að beita valdi, þar
sem þeir hafa ekki hrifsað það til
sín.
En hvernig svo sem kommúnism-
inn hefur orðið í framkvæmd á okk-
ar dögum, átti hann sér áður fyrr
allt annan og fegurri veruleika,
t.a.m. á dögum Krists þegar Essen-
arnir lifðu í raun og veru í þröngu,
kommúnísku samfélagi. Nú birtist
kommúnisminn okkur einingis í
kúgun og ofbeldi, rætur hans em í
fjöldahreyfingum, mergðinni. Þetta
einræði er nákvæmlega jafn
gi'immdarlegt og einræðisstjórnir
þeirra einstaklinga, sem fyrr á öld-
um beittu ofbeldi sem stjómunar-
tæki, svo að ekki sé talað um
nazistana, sem áttu sér enga hug-
sjón nema ofbeldið."
Ég gat ekki á mér setið að skýra
Menuhin frá því, að kommúnistar
hefðu veruleg áhrif hér á landi.
Hann sagði: „Ég er undrandi á því,
þegar höfð eru í huga þau hryllilegu
ummerki, sem kommúnisminn hef-
ur alls staðar skilið eftir sig: fólk
drepið miskunnarlaust á valdadög-
um Stalíns, og öll mannleg reisn og
frelsisþrá bæld niður, þar sem
kommúnistar ráða. Undarlegt að
nokkur maður með sjálfsvirðingu
skuli í raun og veru kalla sig komm-
únista í frjálsu landi. Þetta fólk leit-
ar kannski að hugsjón, en þó er það
ólíklegt. Kommúnistar vilja einung-
is vald. Og þetta vald leiðir óhjá-
kvæmilega til kúgunar, morða og
manndrápa. Ef fólk gerði sér grein
fyrir þessu, yrði það betur á verði
gagnvart kommúnisma í hvaða
mynd sem er.“
Og Menuhin hélt áfram:
„Af fyiTgi-eindum ástæðum hef
ég enga trú á gildi stjórnmála. Við
verðum að tala af raunsæi og með
hugsjónahita um það, hvernig við
eigum að fara að því - að lifa af.
Verðum að leita að sannleika, sem
er samnefnari og leiðarljós allra
manna. Það hlýtur að vera hægt.
Hví ekki að rannsaka á vísindalegan
hátt hin ýmsu stjórnar- og þjóðfé-
lagsform, reyna t.a.m. að sýna með
staðreyndum, að þjóðfélagsleg
reynsla fólks í ýmsum löndum Af-
ríku og Asíu á fullan rétt á sér -
ekki síður en okkar þjóðfélagshætt-
ir? Höfum við ekki gleymt mannin-
um, gleymt að spyi'ja, hvers hann
þarfnast í raun og veru? Ég á þá við
manninn sem dýr í líffræðilegum
skilningi og einnig í þeim skilningi
að hann er leitandinn, skapandinn.
Framhjá manninum sem dýri og
manninum sem dreymanda, skap-
ara, hefur hin ófreskjulega, óhlut-
kennda pólitík nútímans gjörsam-
lega gengið. Ég held að unnt væri
að færa sér í nyt agann í einræðis-
ríkjum og frelsið í lýðræðislöndum.
Við teljum aga til ósiða, aðrir frels-
ið. Þama hlýtur að vera til einhver
millivegur, þar sem agi á rétt á sér í
frjálsu samfélagi, er jafnvel nauð-
synlegur. í frjálsum löndum hefur
aganum- verið fómað íyrir frjáls-
ræðið og í einræðisríkjum hefur
frelsinu verið fómað á altari agans
og undirgefninnar.“
Að lokum: lítur Menuhin svo á, að
tónlistin geti orðið þetta meðalhóf,
að hún geti jafnvel komið í stað trú-
arbi'agða?
„Tónlistin gæti aldrei orðið trúar-
brögð, nema henni tækist að breyta
manninum á þann hátt, að hún hefði
áhrif á allt daglegt líf hans. Raun-
veruleg trúarbrögð ráða yfir öllum
athöfnum, allri hugsun mannsins. í
guðaþjóðfélögum fyrri alda, eins og
Palestínu og Tíbet, stóð allt daglegt
líf í sambandi við ríkjandi trúar-
brögð. Allt átti rætur í trúarbrögð-
unum: borðhaldið, klæðnaðurinn,
svefninn. Það er gjörsamlega út í
hött að láta sér detta í hug, að unnt
sé að stofna slíkt þjóðfélag á okkar
dögum. Öðru máli gegnir um sið-
fræðina, hún gæti tekið við þessu
hlutverki. Það, sem ég leyfi mér að
kalla nýja siðfræði, heldur nú inn-
reið sína í daglegt líf fólks, þó að
hægt fari. Hún er að ná tökum á
fólki, hugsunum þess og athöfnum.
Þessi siðfræði kennir okkur að taka
tillit til umhverfisins, láta daglegar
athafnir stjórnast af virðingu fyrir
því og þörfum annarra lífvera í
þessu sama umhverfi. Við mennim-
ir eram engin undirstaða allra
hluta, því síður einangrað fyrirbæri
í tilverunni. Við verðum að taka til-
lit til margvíslegra hluta í kringum
okkur. Verðum að þróa með okkur
afstöðu sem tekur tillit til allrar
sköpunar, alls lífs. Ef við stefnum
að því marki með lífi okkar að gera
öðrum lífverum bærilegra að lifa í
sínu umhverfi, tökum við þátt í
þessari nýju siðfræði, sem nú er
hvað nauðsynlegust, ef við eigum að
lifa af. Þessi siðfræði krefst þess
ekki sízt, að við tökum jafnvel tillit
til óvina okkar.
Við stöndum á krossgötum. Við
okkur blasir sú leið, sem Kristur
benti á, þegar hann sagði: Elskið
óvini yðar, Blessið þá, sem bölva yð-
ur. Gjörið þeim gott, er hata yður ...
Það er ekki síður nauðsynlegt að
hugsa um velferð andstæðinganna
en sína eigin. Það er mikilvægt fyrir
okkur að hugsa um velferð fólks í
Sovéti-íkjunum, reyna að stuðla að
hamingju þess, að því, að það geti
verið sterkt og i jafnvægi - helzt að
það geti litið á okkur sem vini. Við
getum að vísu ekki af eigin ramm-
leik komið þessu í kring. Forsendur
eðlilegrar þróunai' þessarar nýju
siðfræði eru ekki sízt þær, að breyt-
ing verði á hjartalagi og viðhorfi
þeirra manna, sem stjórna Ráð-
stjórnarríkjunum. Óskandi væri, að
grunsemdir þeirra í okkar garð
breyttust í jákvæðara hugarfar. Við
getum aldrei orðið hamingjusöm,
nema þjóðir Sovétríkjanna og ann-
arra einræðisríkja eigi þess einnig
kost. Vonandi nær þessi nýja sið-
fræði einnig til þeirra.“
Yehudi merkir Gyðingur. Menu-
hin merkir friður. Ekkert lýsir bet-
ur hjai'talagi og viðhorfi þessa hug-
stæða snillings en nafnið sem hann
ber.
| I mars er Peter Begg gestur
1 okkar í eldhúsi La Primavera
(11.-18. mars). Hann er yfirkokkur
: á hinum stórvinsæla veitingastað
The River Cafe í London,
hjá þeim Rose Gray og Ruth
Rogers. T H E|
Tvær RIVER C A F E
nýlegar cook' B 0 0 K
bækurum T W C
staðinn eru einar mest seldu
kokkabækur sem út hafa komið
í Englandi. Þærfást hér ofar
í götunni, hjá Eymundsson á
sérstöku tilboði. Peter Begg mun
aðeins elda af matseðli
TheRiver Cafe.
Verið velkomin.
AUSTURSTRÆTI 9 - 2 HÆÐ - SlMI 561 8555