Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 56
. 56 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM * X Afþreying í boði í Mýrdal Jeppaferð á Reynisfjall, gönguferð um nágrennið ipeð leiðsögn (l'.hópa) Horfðist í augu við móður sína 0<ierðu þér daáamun r vortilboð á Selfossi og í Vík í Mýrdal hótet Verðum við étnir eða verð- launaðir? ÓLÍK örlög bíða hundanna á myndunum tveimur. Á þeirri til hægri bíður hópur hunda af „Golden Retriever“-kyni eftir því að röðin komi að þeim á hunda- sýningu sem haldin er í Bretlandi þessa dagana. Hundarnir á hinni myndinni eru hafðir í búri fyrir utan búð sem selur hundakjöt í Suður-Kóreu og þeirra bíður því ekkert nema dauðinn. Hundakjöt og feldir eru mjög vinsælir í Asíu og eru hundar ræktaðir þar sér- staklega í þeim tilgangi. Morgunblaðið/Þorkell FYNDNIR Iæknar: Mats Falk, Sigurður Guðmundsson, Bjarni Jónsson og Iljálmar Freysteinsson. ekki að vera liræddir um að missa andlitið er alltaf mikið grín og gaman.“ - Eru læknar þá fyndnari en aðrar starfsstéttir? „Eg þori ekki að fullyrða það en þeir eru ekki síður fyndnari en aðrir. Læknaskop eru til- burðir til að nálgast sjúklinga okkar enn meira. Skopið á alls ekki alltaf við en þar sem við hleypum því inn þar sem það er viðeigandi er það til að liðka fyrir samskiptum við sjúklinga. Við finnum bara að á þeim vinnustöðum þar sem andrúms- loftið er létt eru samskipti milli fólks yfirleitt auðveldari. Og svo er ekki lítið atriði fyrir okk- ur læknana að komast í gegn- um okkar daglegu vinnu án þess að biða tjón á heilsu okkar. Þá er gott að geta hleypt skop- inu inn.“ Gerum ekki grfn að sjúklingum „Það er ákveðinn alvarleiki fólginn í því að hitta lækni, því sjúklingurinn veit aldrei hvað kemur út úr því samtali. En ef læknar eru þekktir fyrir það að geta líka slegið á létta strengi, þá afdramatíserar það sam- skiptin." - Sumir sjúklingar eru kannski ekki til í neitt skop, ef þeir halda að þeir séu að deyja, þótt ekkert reynist svo ama að þeim. „Þar sem boðið er upp á það sem við getum kallað lækna- skop, er það aldrei gert nema maður sé öruggur um sjúkling- inn, því það versta sem getur gerst er að hann misskilji það sem á sér stað. Og oft er það sjúklingurinn sem á frumkvæð- ið. Margir sem koma til mfn og hafa heyrt af læknaskopinu segja mér að þeir hafi mikla gleði af því að vita að það sé til. Það hvarfiar ekki að neinum að gera grín að sjúklingunum. Læknaskopið á að gagnast bæði sjúklingum og læknurn. Þetta er ekki ágengur húmor eins og við íslendingar eigum til, held- ur meira góðlátlegur húmor um það skoplega sem lífið býður upp á.“ - Ætlarðu ekki að sjá mynd- ina „Patch Adams“ um lækninn sem trúir því að hláturinn lengi lífíð? „Jú, ég tilkynnti fjölskyldunni í morgun að nú myndi ég bjóða þeim í bíó,“ sagði Bjami að lok- um. Marga rámar í að þegar stækka þurfti sjúkrahúsið á Sel- fossi stóð styr um hvort færa ætti álfastein af lóðinni. Þetta greip Hjálmar Freysteinsson á lofti og kom saman einni skop- vísu: Heilbrigðiskerfisins halli og tap er hreint ekld af smærri gerðinni allt er það fyrir asnaskap því álfar ráða þar ferðinni. HIN dvergvaxna Joanna Vaughn, sem er 22 ára, fór i lengingarmeð- ferð sem tók þrjú ár. Brjóta þurfti bein og færa í sundur svo nýr vefur gæti myndast á milli brotanna. Því var Joanna í rúmt ár í hjólastól en hún hefur lengst um 30 sentimetra og er núna 1,52 metrar á hæð. Um- sjón með meðferðinni hafði bæklun- arskurðlæknirinn Joseph Isaaeson á Cedars-Sinai-sjúkrahúsinu í Los Angeles. Joanna sagði meðferðina nánast sársaukalausa og að það hefði verið ótrúleg tilfinning þegar hún stóð upp úr hjólastólnum og horfðist í augu við móður sína, [sem er ekki dvergvaxin], í fyrsta skipti. i HÓTEL VÍK Gisting í hóteli eða sumarhúsum Tvær nætur á verði einnar. Kvöldverður í Víkurgrilli: Tveir fyrir einn af matseðli Sími: 487-1230 Email: bötelvik®tea,is Púskaegg Ú fnvrju herbergi- Vrittfyrir IS ára og yngri Veríð velkomin » við komum iil móts við éskir ykkar wtvw.ka.Ls Dylan og Simon saman á tónleikum HORFUR eru á að Bob Dylan og Paul Simon fari saman í tón- leikaferð í sumar, að því er Los Angeles Times greinir frá. Dyl- an hefur verið á stöðugu tón- leikaferðalagi síðan hann gaf út Grammy-verðlaunaplötuna Time Out of Mind árið 1997 og tróð hann nýverið upp með Joni Mitchell og Van Morrison. Paul Simon setti upp söngleikinn The Capeman í fyrra við afar dræm- ar undirtektir og hefur ekki far- ið í tónleikaferð í nokkur ár. Hann er sagður vera að vinna að nýrri plötu sem ætti að vera komin út fyrir sumarið. LÆKNIRINN Joseph Isaacson ásamt sjúklingi sfnum meðan á meðferðinni stóð. Sími: 482-3585 Email: . Tvær nætur a verði einnar. Rómantískur kvöldverður í Betri stofu Hótel Selfoss Heitir pottar fyrir gesti Rómantiskir páskar: Gisting, morgunverður og þriggja rétta kvöldverður 9500,- fyrir tvo Sími: 482-2500 Email: Fyrir gesti Hótel Selfoss og Gesthúsa Frítt í Sundhöll Sclfoss, tilboðsvcrð í Grilli Fossncstis, vorvciði i nágrcnninu . _______Tilboðsvcrð á kvöldvcrði i Kaffi Lclolii á Eyrabakka_, Til að nálg- ast sjúk- lingana FRÆÐSLUSTOFNUN Lækna- félags Islands hélt nýlega kynn- ingarfund fyrir fslenska lækna um læknaskop og nýstofnuð norræn samtök um læknaskop eða „Nordisk Selskap for Med- isinsk Humor“, eins og þau heita upp á skandinavi'skuna, sem eru mjög líklega þau einu sinnar tegundar í heiminum. Þarna var í fyrsta sinn öllum íslenskum læknum formlega boðið til að kynna sér samtökin. Á dagskránni voru Hjálmar Freysteinsson, heimilislæknir á Akureyri, með rímskop, Bjarni Jónasson, heimilislæknir í Garðabæ, var með skopmynda- sýningu úr starfi lækna og Mats Falk, heimilislæknir frá Smálöndum í Svíþjóð, flutti er- indið „Svensk medisinsk humor, finns den?“ Með fyndnari mönnum „Það eru fimm í stjórn, einn frá hveiju landi, nema Finnar hafa ekki skipað fulltrúa ennþá. Við söknum þeirra og höldum að tungumálaörðugleikar að- skilji þá frá okkur. Finnskir læknar eru án efa ekki síður fyndnir en stéttarbræður þeirra á hinum Norðurlöndunum," sagði Bjarni Jónasson f viðtali við Morgunblaðið. „Ætlunin er að hafa fyrsta norræna þingið í Alvdal í Nor- egi í september. Dagskráin er mjög spennandi og menn kepp- ast við að fá að troða upp.“ - Það hefur þá verið mikil þörf fyrir samtökin? „Það hefur verið ljóst frá fyrstu tíð að læknar eru með fyndnari mönnum, en þeir eru ekki að troða þvi' upp á fólk. Þar sem læknar koma saman með starfsbræðrum og þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.