Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 35
Laumusjálf-
stæðismaður
Landhelgisbaráttan var ekki háð til að þ.jóðin af-
henti sameiginlega auðlind sína til nokkurra fárra
umbjóðenda hans á silfurfati, skrifar Ellert B.
Schram, og finnst illt að liggja undir því að vera
lýstur opinberlega laumusjálfstæðismaður og líka
bjóðnýtingarmaður af því að hann vill að þjóðin
ráði yfír því sem hún á.
Báðir afar mínir stunduðu
sjóinn. Annar á skútu
um aldamótin, hinn var
á togurum á kreppuár-
unum. Þá var landhelgin ekki
nema þrjár sjómíiur og enginn gladdist
meir en afi minn á Stýrimannastígnum,
þegar landhelgin var færð út, fyrst í fjórar
mílur, síðan í tólf. Hann lifði þá atburði.
Hinum entist ekki aldur, enda lúinn á
höndum og blindur á sjón eftir sína sjó-
mannsdaga.
Landhelgisbaráttan hélt áfram, í fimmtíu
mílur og síðast í tvö hundruð mflur og hún
var jafnan háð sem stærsta lífshagsmuna-
mál þjóðarinnar. Piskimiðin þyi-fti að
vernda. Þær væri á ferðinni stærsta auðlind
íslendinga, sameign þjóðarinnar. Svo kom
að því að sóknin var orðin of mikil og við
settum hámarksaflakvóta á fískveiðar. Enn
vorum við að vernda fískistofninn til að búa
að framtíðinni. Um þá gjörð deilir í raun-
inni enginn.
Lll i/»e a r\" innar hafi háð þau stríð til að
nUu OAÐ þjóðin gæfi þessa sameign frá sér.
UPPHÁTT Hya(5 þá að hún þurfi síðan að
kaupa hana aftur af þeim sem
hafa fengið fiskikvóta gefins!
Eg er ekki viss um að forfeður okkar hafí
gert sér það í hugarlund að fiskveiðiland-
helgin og fiskimiðin sem kostuðu baráttu og
fórnir, enduðu í höndum auðkýfinga til að
fjárfesta í Kringlunni. Ég er heldur ekki
viss um að Vestfirðingar eða þeir á Ólafs-
firði, hafi getað ímyndað sér að afleiðingar
landhelgisbaráttunnar enduðu með þeim
ósköpum að öll útgerð frá þeim plássum
legðist niður, af því að þeir einstaklingar,
sem „eignuðust“ kvótann, ákváðu að selja
hann til annarra staða.
II
Þi
ær deilur sem nú hafa risið út af
|fiskveiðistjórninni eru ekki
’ sprottnar vegna hámarksaflakvóta,
heldur af þeirri ákvörðun stjórn-
valda að úthluta kvótum ókeypis til örfárra
einstaklinga og fyrirtækja. Ekki vegna þess
að gagnrýnendur vilji ekki að útgerð og sjó-
menn á þeirra skipum veiði fiskinn, heldur
vegna þess að kvótahafar hafa nýtt sér
þessi veiðleyfí sem sína einkeign. Kvótinn
gengur kaupum og sölum og þær eru marg-
ar fiskisögurnar af kvótaeigendum, sem
hafa lagt skipum sínum og fengið tugi og
hundruð milljóna í vasann. Ekki fyrir skip-
in, heldur kvótann sem þenyfengu gefins.
Ekki er ég viss um að Ólafur Thors og
aðrir baráttumenn fyrir útfærslu landhelg-
' rauninni er hér um að ræða hrikaleg-
ustu eignatilfærslu og auðsöfnun Is-
landssögunnar. Og það í skjóli stjóm-
, valda og ráðamanna, sem þjóðin hefur
treyst til að fara með forræði sameignarinn-
ar. Til að einfalda þennan veruleika má
halda því fram að verið sé að afsala til nokk-
urra einstaklinga og fyrirtækja þeirri auð-
lind sem við höfum verið að berjast til að
eignast alla þessa öld.
Um þessa helgi heldur Sjálfstæðisflokk-
urinn landsfund sinn. Þar má sjá tillögu um
að aflétta beri banni við fjárfestingu er-
lendra aðila í íslenskum sjávarútvegi! Með
öðrum orðum að opna fyrir það að kvótinn
sé seldur út landi. Hvert er þá orðið okkar
starf?
T
Ji
'á, nú er landsfundur og þeiiy spila
segulband með Ólafi Thors. Ólafur
var mikill foringi. Vegna framgöngu
sinnar í sjávarútvegsmálum og vegna
þess að hann var málsvari athafnafrelsis og
skoðanafrelsis. Ólafúr var
mín fyrirmynd^ og minn-
ar kynslóðar. Ég gerð-
ist liðsmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Gegndi for-
mennsku í Sam-
bandi ungra
sjálfstæðis-
manna, var formaður
fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykja-
vík og sat á þingi fyrir
flokkinn með hléum í
nær tvo áratugi.
Ég tel mig hafa verið
bærilega trúr þeirri
grundvallarstefnu
flokksins að berjast fyrir
svigrúmi til sjálfsbjargar,
atvinnu og skoðana.
En svo gerist það nú í
vikunni að gamall vinur
minn úr þessum fiokki
sér ástæðu til að uppnefna mig opinberlega
sem laumusjálfstæðismann! Hver er ástæð-
an? Jú, ég hef leyft mér að hafa þá skoðun
að landhelgisbaráttan hafi ekki verið háð til
að þjóðin afhenti sameiginlega auðlind sína
til nokkurra fárra umbjóðenda hans á silfur-
fati. Ekki nóg með að ég væri orðinn laumu-
sjálfstæðismaður, heldur líka þjóðnýtingar-
maður af því að ég vil að þjóðin ráði yfir því
sem hún á!
s
g las það nýlega að það skaðaði
heilasellurnar að skalla bolta.
Kannske hef ég verið of lengi í
fótboltanum. Kannske hef misst
eitthvað úr sögu Sjálfstæðisflokksins.
Kannske hef ég skallað of mikið og týnt
niður einhverri ákvörðun flokksmanna um
að skoðanir séu bannaðar, öðrum en þeim
sem ráða. Öðru vísi verður það ekki skilið
að sá sé laumufarþegi í
flokknum, sem leyfir sér að
hug sinn.
Annar flokksmaður, þing-
maður af Suðurnesjum, rétt-
lætir eignayfirráð útval-
inna yfir kvótanum á
þeirri forsendu að í gegnum lífeyris-
sjóðina og verðbréfasjóðina eignist
þúsundir íslendinga hlut í þessum verð-
mætum.
Sjálfur hef ég greitt í lífeyrisjóði um
mína daga og keypt hlutabréf í
verðbréfasjóðum. Aldrei hef
ég séð stafkrók um það að
þær inneignir mínar séu
ávísanir upp á kvótaeign. Ég
auglýsi eftir þeim lífeyris-
þega, sem hefur fengið
greiddan arð út á kvótasölu.
Ef það er aftur á móti
rétt að lífeyris-
sjóðir launamanna
kaupi hlut í útvegs-
fyrirtækjum og
kvótum þeirra, er
auðvitað verið að
staðfesta þá staðreynd
að þjóðin sé að kaupa aftur
það sem hún á. Sem hún hefur gefið!
Sannleikurinn er því miður sá, að kvóta-
braskið er á góðri leið með að skipta þjóð-
inni upp í lénsherra og leiguliða. Lénsherr-
arnir eiga kvótann. Og eftir sitja leigulið-
arnir með tvær hendur tómar og verðlausar
eignir.
E
E
r þetta það sem við viljum? Er
þetta framtíðin? Og er ekki búið
gefa upp boltann með því að tala
niður til þeirra sem malda í mó-
inn, uppnefna þá og atyrða? Davíð má þó
eiga það að hann sá ástæðu til að taka fram
að menn mættu hafa skoðanir í sjávarút-
vegsmálum! Enda þótti það fréttnæmast úr
setningarræðunni. Ég sendi öllum lands-
fundarfulltrúum mínar bestu kveðjur og
minni þá á að taka hraustlega undir lófa-
klappið þegar flokksályktunin er samþykkt
um sjávarútvegsmálin. Annars eiga þeir á
hættu að verða uppnefndir.
9
Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og
skráningu nýrra blóðgjafa í Grænumörk 5
á Selfossi, þriðjudaginn 16. mars kl. 10-18
Blóðgjöf er lífgjöf.
BLÓÐBANKINN
- gefðu með hjartanu!
Fréttir á Netinu
mbl.ÍS
sKL.LT/\f= errrH\sj\£> /vVrr
i miklu úrvali
Suöurlandsbraut 10 sími 568 6499
www.poulsen.is
I L
I ' |