Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓHANNA ELÍSDÓTTIR, Smáragötu 14, Reykjavík, sem lést hinn 6. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. mars nk. og hefst athöfnin kl. 13.30. Kristrún Auður Ólafsdóttir, Olav Bayer, Skúli Páisson, Sigríður Bayer, Eiríkur Pálsson, Elín Pálsdóttir, Þorlákur Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg fraenka okkar, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, frá Kirkjulandi, Austur-Landeyjum, sem lést á Droplaugarstöðum að morgni sunnudagsins 7. mars verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 17. mars kl. 13.30. Soffía Sigurðardóttir, Þórhalla Guðnadóttir. + Faðir minn og tengdafaðir, MARINÓ SIGMUNDSSON, (Ajduk Ljubomir), Rauðarárstíg 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kristskirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 13.30. Snorri Mir, Linda Baldursdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA DANIVALSDÓTTIR, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 7. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu hinn 18. mars kl. 13.30. Grettir Pálsson, Oddný Jakobsdóttir og aðrir aðstandendur. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ODDS GUÐMUNDSSONAR blikksmiðs, Skipasundi 64, Reykjavík. Guðmunda Árnadóttir, Ingiriður Oddsdóttir, Óli Pétur Friðþjófsson, Þórunn Oddsdóttir, Örn Ottesen, Davíð Atli Oddsson, Ingigerður Friðriksdóttir, Hjörtur Oddsson, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Eygló íris Oddsdóttir, Hannes Ó. Sampsted, Dagný Oddsdóttir, Jónas Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BÖÐVARS PÉTURSSONAR verslunarmanns, Skeiðarvogi 99. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Halldóra Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRIR HILMARSSON + Þórir Hilniars- son fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hilmar trésnn'ðameistari Arnason bónda í Auðbrekku í Hörgár- dal, Jónatanssonar, og Asdís Jónsdóttir útvegsbónda að Stórahólmi í Leiru í Gullbringusýslu, Bjarnasonar. Þórir var annar í röð sjö systkina. Þórir kvæntist 6. september 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórhildi Helgadóttur, f. 9. ágúst 1934. Foreldrar hennar voru Helgi Ólafsson frá ísólfsstöðum á Tjörnesi og Hólmfríður Bene- diktsdóttir frá Breiðuvík á Tjör- nesi. Börn Þóris og Þórhildar eru: 1) Kolbrún, f. 3.7. 1958, maki Jón B. Guðlaugsson og eiga þau þrjú börn. 2) Stefán Arnar, f. 13.10. 1959, maki Ragnhildur Traustadóttir og eiga þau tvö börn. 3) Helga, f. 21.11. 1960, maki Kristinn Ólafsson og eiga þau tvö börn. 4) Katrín, f. 7.1. 1962, d. 6.12. 1992. 5) Halla, f. 26.8.1964, maki Björgvin Bjarna- son og eiga þau fjögur börn. 6) Snorri Arnar, f. 30.3. 1970. Þórir lauk stúd- entsprófi frá MR 1953, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HI 1957 og prófí í bygg- ingarverkfræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1960. Hann var verkfræðingur hjá Brondby 0ster kommune, Birch & Krogboe, Axel M. Knudsen og S.L. Sorensen árin 1960-65, deildar- verkfræðingur í verkfræðideild sjó- hers Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli 1965-1968 og í eftirlits- og framkvæmdadeild 1968-1971. Hann var kennari við Fiskvinnslu- skóla íslands 1972-74 og við Tækniskóla íslands 1973-74. Þór- ir var verkfræðilegur ráðunautur sjávarútvegsráðuneytisins vegna endurbóta á hraðfrystihúsum 1971-74 og átti sæti í umsagnar- nefnd um lán úr Fiskveiðasjóði til hraðfrystihúsa, hann var bæjar- stjóri á Sauðárkróki 1974-1978. Þórir var brunamálastjóri ríkisins frá 1979-86. Hann stofnaði þá eig- in verkfræðistofu og starfrækti hana til dánardægurs. Þórir verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 15. mars, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Fallinn er í valinn - langt um ald- ur fram - tengdafaðir minn, Þórir Hilmarsson verkfræðingur, eftir skamma en hatramma baráttu við illvíg veikindi. Þrátt fyrir að ölium, sem nærri honum stóðu, væri kunn- ugt um að hann gengi ekki heill til skógar, kom fráfall hans samt í opna skjöldu, enda stóð hann lengstum keikur í stríði sínu og ekki á honum að sjá að þar færi feigur. En enginn má sköpum renna og nú er hann allur, þessi ötuli verk- maður og hugsuður. Ekki ætla ég mér að gera lífsferli Þóris full skil í stuttum skrifum, né öllu því sem hann fékk áorkað í stríði daganna, enda ekki á mínu valdi. Er leiðir okkar sköruðust fyrst, fyrir 17 ár- um, gegndi hann embætti bruna- málastjóra og sinnti þeim starfa all- mörg ár eftir það, farsællega að ég vissi, enda urðu honum málefni og viðfangsefni þess embættis hug- leikin. Heyjaði hann sér mikla kunnáttu á sviði brunavarna og mátti hiklaust telja hann einn fremsta sériræðing landsins á þeim vettvangi. Atti það líka fyrir honum að liggja að starfa að brunavörnum meira og minna til dauðadags, síð- ast með skrifum sínum um hina Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þari greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skiiafrests. ýmsu þætti þeirra mála er eflaust verða lengi um hönd höfð. Þrátt fyrir þessa sérhæfingu mátti á öllu finna að Þórir var víð- feðmur á sviði verkfræðinnar og að fagið átti hug hans. Hann kynnti sér viðfangsefni sín af stakri ná- kvæmni og var vel að sér í flestu því sem að menntun hans laut, enda fylgdist hann vel með nýjungum er þar komu fram. Einnig uppskar hann ríkulega reynslu á starfsævi sinni, því honum auðnaðist að spreyta sig á hinum ólíku sviðum. Næm má geta hve áralangur starfi hans fyrir Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli hefur orðið honum mikil- vægur skóli, enda nefndi hann oft það skeið ævi sinnar í samræðum okkar. Þá minnist ég áhuga hans á starfsemi Steinullarverksmiðjunn- ar á Sauðárkróki, enda hafði hann átt hlut að máli við að ýta henni úr vör, þá er hann gegndi starfi bæjar- stjóra þar nyrðra. Þá kom hann um langt skeið að rekstri innflutnings- fyrirtækis og rak auk þess eigin verkfræðistofu í mörg ár samhliða öðrum starfa. Þórir var réttnefndur stærð- fræðiheili og var maður raunvís- inda í hug og hjarta, enda beitti hann oft lögmálum slíkra vísinda í málflutningi sínum. En ekki var síðri áhugi hans á málefnum lands og þjóðar, en á þeim hafði hann bjargfastar skoðanir. Ekki fóra þær alltaf saman við mínar eigin, en þó hlaut ég að viðurkenna að Þórir færði fram kjarnyrt og veiga- mikil rök og sem ávallt varð að hrekja en hundsa ei. Reyndist það oft þungur róður, þvi viðmælandinn var greindur meir en í meðallagi og eftir því fylginn sínum málstað. Lét hann ekki sitja við orðin tóm á stjórnmálavettvangi, heldur tók virkan þátt í starfi Framsóknar- flokksins og fór raunar einnig fram fyrir Borgaraflokkinn, nú fyrir fá- einum áram, þótt ekki yrði af þing- setu. Efa ég þó ekki að Þóri Hilmarssyni hefði ekki orðið mál- fall í þingsölum, svo mjög sem hann tók sér menn og málefni að hjarta. En Þórir átti sér fleiri hliðar en þessi áhugasvið bára vitni um. I einkalífinu varð hann í mörgu láns- maður, þótt víst hreppti hann sinn skammt af andbyr og amstri eins og flestir í lífinu. Hann mátti kalla sannkallaðan fjölskylduföður - pat- er familias - og naut hann sín vel sem slíkur, enda varð honum mætr- ar eiginkonu auðið og hafði barna- lán. Eftirlifandi kona hans er Þór- hildur Helgadóttir frá Húsavík sem síst var eftirbátur bónda að atgervi og upplagi, enda voru þau hjón samhent í heimilisrekstri og upp- eldi sex barna. Þau era nú öll vaxin úr grasi og hópur barnabarna orð- inn býsna stór. Gat ég oft dáðst að því hversu þolinmóður Þórir var við ungviðið, enda var afi vinsæll í þeim hópi og ferðir á heimili hans og ömmu ofarlega á óskalista. Sérlega varð tölvan hans afa vinsæl, enda var hann ólatur við að stýra afkom- endum sínum um myrkviði hinna ýmsu leikjaforrita. Það er skarð fyrir skildi við frá- fall Þóris Hilmarssonar, eins og allra mætra manna sem á vegi verða á lífsins leið. Hans er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Ekki kann ég honum betra vega- nesti að velja á ókunnum stigum en orð listaskáldsins góða: Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfognuður æðra, eilífan þú öðlast nú. Jón Bened. Guðlaugsson. Þórir Hilmarsson, fyrrverandi branamálastjóri og starfsfélagi minn, er látinn 67 ára að aldri. Langar mig til að minnast hans nokkram orðum hér. Þórir var fæddur á fyrri hluta þessarar aldar eða árið 1931. Hann var sonur hjónanna Hilmars Arna- sonar trésmíðameistara, sem ætt- aður var frá Auðbrekku í Skriðu- hreppi. Móðir Þóris var Ásdís Jóns- dóttir frá Melbæ í Gerðahreppi á Suðurnesjum. Þórir ólst upp í foreldrahúsum og átti fjölskyldan lengst af heima á Hrísateig eða í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Var hann næstelstur sjö systkina. Æskuslóðir Þóris vora því Laugarnesið, fjaran inn við sund og Laugardalurinn. Lék hann sér þar barn að aldri á áranum fyr- ir síðari heimsstyrjöldina. Segja má að sú þjóðfélagsbylting sem sá hild- arleikur hafði í för með sér hafi í mörgum tilvikum haft í fór með sér aukna möguleika þorra fólks til náms og þreyttra lífshátta. Gildi breyttust svo að vel gefinn og námfús ungur maður átti nú mögu- leika á æðra námi þrátt fyrir að vera úr stórum systkinahópi. Þetta nýtti Þórir sér og varð hann stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1953. Eftir stúdentspróf hóf Þórir nám í byggingaverkfræði við Háskóla Islands. Eftir að námi lauk í Háskólanum fór Þórir líkt og margir íslenskir verkfræðinemar á þeim tíma til náms í Danmarks Tekniske Höjskole og lauk hann prófi þaðan árið 1960. Næstu fimm árin starfaði Þórir á dönskum verkfræðistofum til þess að afla sér reynslu í fagi sínu áður en að heim kæmi. Þórir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þórhildi Katrínu Helgadóttur, árið 1957 og eignuðust þau sex mannvænleg börn. Eitt þeirra er nú látið. Þau hjón Þórir og Þórhildur fluttu heim til íslands árið 1965 og hóf Þór- ir fljótlega störf á Verkfræðideild Vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði hann sem deildarverk- fræðingur til ársins 1971 þegar hann tók að sér að vinna við átak í upp- byggingu frystihúsa. Nýttist honum þá vel sérstök séríræðiþekking á því sviði er hann hafði kynnt sér í störf- um sínum í Danmörku. Samhliða þessum störfum kenndi hann við Fiskvinnsluskóla Islands og Tækniskóla Islands. A áranum 1974-1978 gerðist Þórir bæjarstjóri á Sauðárkróki og naut hann og fjöl- skyldan dvalarinnar fyrir norðan. Var hann einn helsti hvatamaður byggingar steinullarverksmiðjunn- ar þar. Arið 1978 tók Þórir við starfi branamálastjóra ríkisins og gegndi því starfi til ársins 1986. Þórir var ötull í starfi brunamálastjóra og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.