Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nei-list í Hafnarborg EITT af næfurþunnum leirverkum Helene Stigel. MYIVPLIST Haí narborg, Hafnarfirði MÁLVERK, GRAFÍK OG LEIRLIST - 7 NORRÆNIR LISTAMENN Til 22. mars. Opið miðvikudaga til mánudaga kl. 12-18. HÓPURINN Non Art hefur unnið saman frá því á öndverðum 8. áratugnum, þegar kjarninn hitt- ist fyrir slysni í Helsinki. Eins og segir í formálsorðum sýningar- skrárinnar var það fremur sam- eiginlegur áhugi listamannanna fyrir ýmsum möguleikum á sviði nútímalista - að ógleymdum list- sumarbúðum, uppákomum ut- andyra, baðhúsamenningu og sveppatínslu - sem þjappaði þeim saman, en bein stílræn einkenni eða ákveðin stefna. Hér eru á ferðinni tveir listamenn frá Finn- landi og þrír frá Danmörku, auk eins Svía og eins Islendings, Magdalenu Margrétar Kjartans- dóttur. Sýningahópar sem þessi eru ófá- ir á Norðurlöndunum, og reyndar er list Non Art væntanlega út- breiddasta tegund lista í öllum heiminum. Meðlimirnir vinna verk sín af alúð og eindrægni án þess að hætta sér nokkru sinni út á braut of mikilla átaka og hrópandi endur- nýjunar. Kjörorðið er hógværð og yfírvegun, natni og nýtni, þar sem hvert verk fellur að þeirri þolan- legu skilgreiningu hugtaksins „list“, sem almenningur telur við- unandi. Þannig stunda félagamir í Non Art enga landvinningastefnu listinni til handa heldur sættast á að halda henni innan þegar ákveð- inna marka. Kostirnir eru þeir að engum þarf að bregða í brún frammi fyrir verkum Non Art hópsins þó svo að listamennimir fínni upp á ýmsum tæknilegum sérútfærslum sem kalla megi persónulegt fangamark hvers og eins. Jafnvel örlar á eilitl- um þjóðlegum einkennum þegar betur er að gáð. Skoðum til dæmis muninn á Finnunum - Heikki Máki-Tuuri og Seppo J. Tanninen - og Svíanum Peraxel Persson og Dananum Lars Munthe. Þeir Máki-Tuuri og Tanninen em dæmigerðir fyrir hinn hreina og beina tjáningarmáta sem einkennir finnska list. Hinn fyrrnefndi hefur fundið sína eigin pensilskrift í myndröð af dæmigerðum baðhúss- gestum í náttúrulegu umhverfí. Karjalamiðinn á ómissandi bjór- flöskunni er ekta álíming innan um staðlaða, vélræna pensildrætti og hrátt litaval. Yfirbragð verkanna er einsleitt og tilbreytingarsnautt, en það áréttir einmitt háðskt myndefnið. Seppo J. Tanninen - eini vem- lega eftirtektaiverði málarinn í hópnum - er jafnskýr í framsögn og landi hans. Geometrískt litaspil hans er sannfærandi, líflegt og leikandi. Það ber vott um trausta og síunga innviði hins merka finnska abstraktskóla sem alltaf hefur verið blessunarlega laus við allt pjatt og prjál. Andstætt slíkum töktum eru flóknar ljósmyndaæt- ingar Peraxels Persons; tækni sem hann hefur sjálfur þróað með því að bera Polaroid-upplausn á sink, látún og kopar. Lökkuð myndröð hans, byggð á Carm- ina Burana, hinu fræga kórverki Carl Orff, verður íyrir vik- ið nær hólógrammat- ísk í fínlegu flökti sínu. Vandi Persons er hins vegar sá að hann ætlar sér um of. Með því að festa fótóstenslana á gróf- oxíderaða málmum- gjörð, eða ramma, þætir hann við þunga, sem er bæði ósmekk- legur og ofaukinn. Fyrir vikið skreppa ljósmyndaðir líkams- hlutamir óþarflega saman og missa frá- sagnarmátt sinn svo eftir stendur skreytigildið eitt. í svipaðan pytt fellur Lars Munthe. Ofgnótt effekta í annars ágætlega útfærðum grafík- myndum hans - einnig byggðum að I Söngtón- leikar í Salnum JÓHANN Smári Sævarsson bassa- söngvari og Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari halda söngtón- leika í Salnum á morgun, mánudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru styrktir af Germaníu, íslensk-þýsku vinafélagi. Á tónleikunum verða flutt verk eftir J. Brahms, R. Schumann, Árna Thorsteinsson, Karl 0. Runólfsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, M. Ravel og M. Mússorgskí. Jóhann Smári Sævarsson hóf söng- nám hjá Áma Sighvatssyni við Tón- listarskóla Keflavíkur. Þaðan lá leiðin í Nýja tónlistarskólann þar sem hann var nemandi Sigurðai- Demetz Frans- sonar í fjögur ár. Hann stundaði framhaldsnám við Royal College of Music í London. Þaðan lauk hann ein- söngvaraprófí og sameiginlegri óp- erudeild Royal College og Royal Academy of Music. Hann tók þátt í fjölda tónleika og óperuuppfærslna, innan skólans og utan. Hann söng Collins í La Boheme í Borgarleikhús- inu, Don Bartolo úr Figaro í Sadlers Wells Theatre í London. Einnig söng hann á óperugalakvöldi í Royal Al- bert Hall og á rússnesku galakvöldi í St. James Palace. Að námi loknu fór Jóhann á samn- ing hjá Óperustúdíói Kölnaróper- unnar og eftir tveggja mánaða veru þar var honum boðinn fastur samn- ingur sem einsöngvari við óperuna sjálfa. Þar starfaði Jóhann í tæp 3 ár og söng 15 hlutverk á tæplega 300 sýningum. Jóhann starfar nú sem deildarstjóri Söngdeildar Tónlistar- skólans á Akureyri. Helga Bryndís Magnúsdóttir út- skrifaðist frá Tónlistai’skólanum í Reykjavík árið 1987, sem píanókenn- ari og einleikari. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson. Hún stundaði framhaldsnám í Vín og í Helsinki. Helga Bryndís hefur víða komið fram hér heima og erlendis, ein og með öðrum. Hún býr og starfar á Akureyri og er meðlimur í Caput-hópnum. Miðasalan verður opin tónleika- daginn frá kl. 14 í anddyri Tónlistar- húss Kópavogs, miðaverð er 1.200 kr. ----------------- Ráðhiístónleikar Tónlistar- skóla Suzuki í TILEFNI af 10 ára afmæli Tón- listarskóla Islenska Suzukisam- bandsins á þessu ári, verða haldnir tónleikar í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, sunnudag, kl. 14. 3-13 ára nem- endur koma fram. EVRÓPUMEI ANNA 9 Magnaður kraftur og ösvikln þœgindi alla leið. Alvöru jeppar með hátl og lágt drif, sjálfstæða grind og hagkvæmni í rekstri. Sestu inn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.