Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 9
Mannvernd telur Persónuvernd og friðhelgi einkalífsins eru mikilvæg mannréttindi sem flestir íslendingar vilja styrkja og geta treyst í daglegu lífi sínu.
æskilegt að Trúnaðarupplýsingar sem við veitum lækni okkar, lögmanni eða presti, svo dæmi séu tekin, má ekki afhenda þriðja aðila án samþykkis okkar.
landsmenn taki þátt í Eitt mikilvægasta málefnið sem deilt hefur verið um varðandi miðlægan
læknisfræðilegum gagnagrunn á heilbrigðissviði er persónuverndin, friðhelgi einkalífsins og aðgengi óviðkomandi aðila að sjúkraskrám einstaklinga. Sjúkraskrá hefur að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar um einstakling og er trúnaðar-
rannsóknum, en mál sjúklings og læknis. Læknir er bundinn af læknalögum, eiðstaf sínum og siðareglum lækna. Samkvæmt þeim heitir hann að varðveita trúnað
aðeins ef rétt er að við sjúkling sinn.
þeim staðið Sjálfsögðum mannréttindum og mikilvægum lögum um réttindi sjúklinga og siðferðilega skyldu lækna er ekki fylgt í lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Sjálfsögðum Á meðan þessi réttindi eru ekki virt hvetur Mannvernd landsmenn til að neita skráningu í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og tilkynna það landlækni.
mannréttindum og Mannvernd leitar eftir stuðningi þínum og fjárframlagi svo unnt verði að
lögum um réttindi kynna landsmönnum rétt þeirra og ná fram nauðsynlegum breytingum á fyrrnefndum lögum um miðlægan gagnagrunn.
sjúklinga er ekki fylgt í Fjárframlög greiðist á bankareikning Mannverndar nr. 0101-26-3199 í Landsbanka íslands, aðalbanka.
lögum um gagnagrunn Með þakklæti fyrir stuðning og virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins,
á heilbrigðissviði stjórn Mannverndar.
MANNVERND Samtök um persónuvernd og rannsóknafrelsi Pósthólf 94 • 112 Reykjavík • sími 861 0533 • www.mannvernd.is • mannvernd@simnet.is